Byggðaráð

1009. fundur 09. desember 2021 kl. 13:00 - 15:50 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202112037Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

2.Frá félagsmálasviði; Beiðni um viðauka vegna aukningar á starfshlutfalli í skammtímavistun Lokastíg 3 - leiðrétting.

Málsnúmer 202109125Vakta málsnúmer

Á 339. fundi sveitarstjórnar þann 02.11.2021 var eftirfarndi bókað:
"Á 997. fundi byggðaráðs þann 30. september sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra félagamálasviðs, dagsett þann 28. september 2021, þar sem óskað er eftir launaviðauka við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 2.199.645 við deild 02560- Skammtímavistun. Fram kemur að auka þarf um 100% stöðugildi vegna aukningar þjónustuþega. Lagt er til að launaviðaukanum verði mætt með lækkun á lið 02110-9110. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2021, viðauki nr. 20, að upphæð kr. 2.199.645 við deild 02560 og að honum verði mætt með lækkun á lið 02110-9110. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun byggðaráðs og beiðni um launaviðauka nr. 20 við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 2.199.645 við deild 02560 og að honum verði mætt með lækkun á lið 02110-9110."

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir að samkvæmt meðfylgjandi gögnum, eftir að búið er að reikna viðaukann í launaáætlunarkerfi, þá er breyting á launaáætlun kr. 3.108.634 á deild 02110-9910, m.a. þar sem ekki var gert áður ráð fyrir launatengdum gjöldum. Lagt er til sem fyrr að liður 02110-9110 lækki um sömu upphæð.

Einnig kom fram að búið er að gera ráð fyrir ofangreindri leiðréttingu í heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2021 sem er á dagskrá hér á eftir.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda leiðréttingu á viðauka nr. 20 og vísar honum til heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2021.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

3.Fjárhagsáætlun 2021; heildarviðauki IV

Málsnúmer 202112034Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2021 þar sem búið er að taka inn alla viðauka sem gerðir hafa verið og samþykktir á árinu 2021. Einnig er búið að uppfæra verðbólguspá samkvæmt Þjóðhagsspá í nóvember 2021 þannig að gert er ráð fyrir 4,4% verðbólgu.

Sviðsstjóri gerði grein fyrir að gert er ráð fyrir tveimur viðaukum til viðbótar sem eiga eftir að fá umfjöllun og afgreiðslu byggðaráðs;
a) Lækkun á lið 02110-9110; rekstrarstyrkur til einstaklinga, um kr. 500.000 samkvæmt tillögu sviðsstjóra félagsmálasviðs, sbr. mál 202109125 hér að ofan.
b) Breyting / leiðrétting á áætlun vegna smávirkjunar þannig að kr. 6.100.000 eru teknar út af framkvæmdaáætlun, liður 48200-11500, verknúmer KD012. Liður 47410-4320 vegna sama verkefnis lækki um kr. 3.222.400 þannig að eftir standa kr. 6.100.000 á lið 47410-4320 vegna smávirkjunar.

Helstu niðurstöður:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta er neikvæð um kr. 91.388.000.
Fjárfestingar eru áætlaðar kr. 147.413.000 fyrir Samstæðu A- og B- hluta, að teknu tilliti til lækkunar vegna smávirkjunar.
Lántaka er áætluð 0 fyrir Samstæðu A- og B- hluta.
Handbært fé frá rekstri er áætlað kr. 161.725.000 og veltufé kr. 176.344.000.


Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum:
a) Viðaukabeiðni nr. 32 að upphæð kr. 500.000 þannig að liður 02110-9110 lækki um kr. 500.000, mætt með hækkun á handbæru fé.
b) Viðaukabeiðni nr. 33 að upphæð kr. 6.100.000 þannnig að áætlun vegna smávirkjunar á lið 48200-11500, verknúmer KD012 verði 0. Einnig að liður 47410-4320 vegna sama verkefnis lækki um kr. 3.222.400 og verði kr. 6.100.000. Lagt er til að þessum viðauka verði mætt með breytingum á handbæru fé.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi heildarviðauka við fjárhagsáætlun 2021 eins og hann liggur fyrir og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202111050Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

5.Starfs- og fjárhagsáætlun 2022 - 2025; breytingar á milli umræðna í byggðaráði

Málsnúmer 202105027Vakta málsnúmer

Á 339. fundi sveitarstjórnar þann 2. nóvember sl. var frumvarp að fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025 til umfjöllunar. Sveitarstjórn samþykkti að vísa áætluninni til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfært fjárhagsáætlunarlíkan með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á milli umræðna í byggðaráði, m.a. samkvæmt tillögum stjórnenda og byggðaráðs að hagræðingu í rekstri og framkvæmdum.

Einnig fylgdu með eftirtalin vinnugögn;
Yfirlit yfir fjárfestingar og framkvæmdir 2022-2025.
Yfirlit yfir búnaðarkaup 2022.
Yyfirlit yfir viðhald Eignasjóðs 2022.
Launaáætlunar yfirlit með samanburði á milli 2021 og 2022.
Yfirlit yfir stöðugildi með samanburði á milli 2021 og 2022.
Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna Þjóðhagsspár í nóvember.
Þjóðahagsspá í nóvember 2021.
Starfsáætlanir fagsviða.

SViðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið á líkaninu á milli umræðna samkvæmt umfjöllun byggðaráðs.
Upplýst var á fundinum að gert er ráð fyrir 4,5 m.kr. í styrk til Menningarfélagsins Bergs ses í stað 3,5 m.kr. þar sem rekstur og stjórnun félagsins á að fara í fyrra horf um áramót.
Áætlun launa þar sem ekki liggja fyrir kjarasamningar frá áramótum taka mið af áætlaðri launavísitölu samkvæmt Þjóðhagsspá í nóvember 2021.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að gangurinn á 2. hæð að vestan í Ráðhúsi Dalvíkur verði auglýstur til sölu í heild sinni.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025 til síðari umræðu í sveitarstjórn eins og það liggur fyrir.

6.Frá sviðsstjórum félagsmálasviðs og fræðslu-og menningarsviðs; Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Málsnúmer 202003065Vakta málsnúmer

Á 997. fundi byggðaráðs þann 30. september 2021 var eftirfarandi bókað:
"Á 329. fundi sveitarstjórnar þann 24. nóvember sl. var m.a. bókað: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá UNICEF, dagsettur þann 5. nóvember 2020, kannað er hvort enn sé áhugi fyrir því að taka þátt í verkefninu barnvæn sveitarfélög 2021. Eins og fram kom á sínum tíma þá greiðir sveitarfélagið 500.000kr skráningargjald en fræðsla og ráðgjöf er niðurgreidd af Félagsmálaráðuneytinu. Það þarf að tilnefna umsjónarmann með verkefninu og þar hefur 30% starfshlutfall gefið góða raun. Innleiðingarferlið tekur að meðaltali 2 ár. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um frestun þátttöku í verkefninu og að kannað verði með þátttöku á árinu 2022." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá samskiptastjóra innanlandsdeildar UNICEF, dagsettur þann 14. september sl, þar sem innt er eftir áhuga Dalvíkurbyggðar að taka þátt í verkefninu árið 2022.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til skoðunar hjá sviðsstjórum fræðslu- og menningarsviðs og félagsmálasviðs og meta hver yrði ávinningur Dalvíkurbyggðar að taka þátt í þessu verkefni."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað, dagsett þann 30.11.2021, þar sem samandregið kemur fram að það er mat sviðsstjóra félagsmálasviðs og fræðslu- og menningarsviðs að verkefnið er mjög áhugavert en hins vegar er lagt til að bíða átektar og taka ekki þátt í því að þessu sinni. Gert er grein fyrir þeim ástæðum í minnisblaðinu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sviðstjóranna um að Dalvíkurbyggð taki ekki þátt í þessu verkefni að svo stöddu en heldur verði áhersla lögð á önnur verkefni í sama málaflokki og þá haft ofangreint verkefni áfram til hliðsjónar.

7.Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar - endurskoðun v. skipulagsbreytinga o.fl.

Málsnúmer 202103144Vakta málsnúmer

Á 340. fundi sveitarstjórnar þann 23. nóvember 2021 var eftirfarandi bókað:
"Á 1006. fundi byggðaráðs þann 18.11.2021 var eftirfarandi bókað: "Á 337. fundi sveitarstjórnar þann 15. júní 2021 var eftirfarandi bókað: "Á 988. fundi byggðaráðs þann 10. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Á 987. fundi byggðaráðs þann 3. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Á 986. fundi byggðaráðs þann 27. maí sl. var til umfjöllunar Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og erindisbréf landbúnaðarráðs, umhverfisráðs og veitu- og hafnaráðs með breytingartillögum vegna skipulagsbreytinga, þ.e. veitu- og hafnasviðs og umhverfis- og tæknisvið sameinað, er nú orðið framkvæmdasvið. Einnig eru gerðar tillögur að öðrum tæknilegum breytingum. Samþykktin og erindisbréfin voru til umfjöllunar á fundinum og lagt fram til kynningar fram að næstu fundum byggðaráðs. Til umræðu og frekari umfjöllun og afgreiðslu frestað til næsta fundar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar breytingartillögur að Samþykktum stjórnar Dalvíkurbyggðar og erindisbréfum landbúnaðarráðs, umhverfisráðs og veitu- og hafnaráðs. Vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn.Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar ásamt erindisbréfum landbúnarráðs, umhverfisráðs og veitu- og hafnaráðs til síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar í september." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð tillaga að Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar með tillögum að breytingum til viðbótar þeim sem voru til umfjöllunar á fundi sveitarstjórnar í júní sl. Tekið hefur verið tillit til nýrra leiðbeiningar um ritun fundargerð, leiðbeiningar um fjarfundi og hugmyndir um breytt nefndafyrirkomulag frá og með næsta kjörtímabili. Lagt fram til kynningar og vísað áfram til umfjöllunar.Til máls tók: Katrín Sigurjónsdóttir. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindum drögum áfram til umfjöllunar í byggðaráði."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi yfirfarin drög að Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar af sveitarstjóra, sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýsluviðs og lögfræðingi frá KPMG. Til viðbótar er ný tillaga að viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind drög að breytingum á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

8.Frá kjörstjórn Dalvíkurbyggðar - beiðni um nýjan kjörklefa

Málsnúmer 202112009Vakta málsnúmer

Á 5. fundi kjörstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 5. nóvember sl. kemur fram að á kjördag í í síðustu kosningum barst kjörstjórn bréf frá ÖBÍ þar sem óskað var eftir að á kjörstað væri stærri kjörklefi en nú er til að rúma allar stærðir af hjólastólum. Kjörstjórn beinir því til sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar að láta útbúa þannig klefa í viðbót við hina, fyrir næstu kosningar í maí 2022.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofngreindu erindi til Eigna- og framkvæmdadeildar.

9.Frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun; Endurskoðun húsnæðisáætlunar 2021

Málsnúmer 202112032Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, dagsettur þann 30. nóvember sl., þar sem fram kemur að í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er lögð mikil áhersla á húsnæðismál en þar segir orðrétt "Við tökum fast utan um húsnæðismálin með því að tryggja aukna samþættingu húsnæðis-, skipulags- og samgöngumála. Við munum beita okkur fyrir stöðugri uppbyggingu húsnæðis um land allt með einföldun regluverks, félagslegum aðgerðum í gegnum almenna íbúðakerfið, samvinnu við sveitarfélög og áherslu á að nauðsynlegar upplýsingar um húsnæðismarkað séu aðgengilegar hverju sinni."

Fram kemur að Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga eru gríðarlega mikilvægar og hafa stórt hlutverk í því að auka yfirsýn allra aðila á húsnæðismarkaði. Horft er til þeirra tækifæra sem eru til aukins samstarfs og samfélagslegs árangurs sem næst með þessu verkefni.

HMS hóf samstarf með sveitarfélögunum um gerð stafrænna húsnæðisáætlana í október sl. Frá þeim tíma hefur HMS fengið upplýsingar um tengiliði nær allra sveitarfélaga landsins og hefur áætlanagerð farið af stað í þeim flestum. HMS hefur fram til þessa fundað með 39 sveitarfélögum og leiðbeint með vinnslu í nýju áætlanakerfi stafrænna húsnæðisáætlana en borist hafa upplýsingar um tengiliði sem munu vinna í áætlanakerfinu fyrir 62 sveitarfélög.

Stefnt er að því að áætlanagerð ljúki 15. desember nk. og að niðurstöður verði kynntar á húsnæðisþingi í janúar nk.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála í vinnu húsnæðisáætlunar fyrir Dalvíkurbyggð.
Lagt fram til kynningar.

10.Fréttabréf SSNE

Málsnúmer 202004030Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fréttabréf SSNE í nóvember 2021.
Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2021, fundargerð stjórnar nr. 903

Málsnúmer 202102014Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 903 frá 26.11.2021.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:50.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs