Byggðaráð

991. fundur 08. júlí 2021 kl. 12:30 - 15:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá sveitarstjóra; Nýtt hlutverk fyrir Gamla skóla

Málsnúmer 202011083Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 15. júní 2021 vísaði sveitarstjórn ákvarðanatöku um nýtt hlutverk fyrir Gamla skóla til fullnaðarafgreiðslu í byggðaráði.

Fyrir fundinum lágu upplýsingar um kostnað verkefnisins og útfærslur frá sveitarstjóra, forstöðumanni safna og þjónustu- og upplýsingafulltrúa.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að farið verði í endurbyggingu á Gamla skóla og byggingunni falið nýtt hlutverk. Byggðasafnið verði flutt úr Hvoli, fuglasýning og Friðlandsstofa sett upp. Fleiri kostir verða skoðaðir áfram hvað varðar frekari starfsemi í húsinu. Jafnframt verði áfram til skoðunar framtíðarnýting á elsta hlutanum.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2022-2025.

2.Frá sveitarstjóra; Ósk um samstarf um verkefni byggingarfulltrúa

Málsnúmer 202104016Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri greinir frá stöðu viðræðna við nágrannasveitarfélögin um samstarf um verkefni byggingarfulltrúa. Fyrir liggur vilji hjá stjórn SBE bs um að Dalvíkurbyggð verði aðili að byggðasamlaginu með málefni skipulags- og byggingarmála.

Sveitarstjóri lagði einnig fram tilboð sem borist hafa í aðkeypta þjónustu um störf byggingarfulltrúa:
Frá EFLU
Frá Verkís
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gera tímabundinn samning við Verkís um störf byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar. Byggðaráð felur sveitarstjóra að ganga frá samkomulagi við Verkís.

3.Fundargerðir starfs- og kjaranefndar - 2021

Málsnúmer 202101031Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynntu fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 06.07.2021.
Lagt fram til kynningar.

4.Öldungaráð; samskipti og samstarf 2021

Málsnúmer 202103036Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs frá Félagi eldri borgara Kolbrún Pálsdóttir, Elín Rósa Ragnarsdóttir og Auður Kinberg, frá HSN Hildigunnur Jóhannesdóttir og Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:00.

Til umræðu:
a) Þau atriði sem voru til umræðu á síðasta fundi og staða þeirra.
b) Ný atriði frá Félagi eldri borgara.

Kolbrún, Elín Rósa, Auður, Hildigunnur og Eyrún viku af fundi kl. 14:02.
Lagt fram til kynningar.
Sveitarstjóri ritaði fundargerð um þau atriði sem voru rædd undir þessum lið og sendir á fundarmenn til yfirferðar og staðfestingar.

5.Starfs- og fjárhagsáætlun 2022 - 2025; umfjöllun skv. tímaramma

Málsnúmer 202105027Vakta málsnúmer

Á 989. fundi byggðaráðs þann 24.júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti frumdrög að fjárhagsramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022-2025 og helstu forsendur þar að baki. Lagt fram til kynningar og áfram verður unnið að fjárhagsramma í samræmi við tímaramma fjárhagsáætlunar."

Samkvæmt tímaramma fjárhagsáætlunar þá skal byggðaráð ræða um hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslum, forgangsröðun og stefnu á tímabilinu 20. maí og til og með 23. september nk. Einnig að fjalla um frá 3. júní og til og með 23. septebmer nk. tillögur að verklagi, fjárhagsleg markmið, áhættumat og tímaramma.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti eftirfarandi gögn:
Greidd staðgreiðsla janúar - júní 2021 í samanburði við önnur sveitarfélög.
Fjöldi íbúa sveitarfélaga per stöðugildi.
Kostnaður við rekstur leik- og grunnskóla í samanburði við önnur sveitarfélög.

Lagt fram til kynningar.

6.Frá Mannvirkjastofnun; HMS - úttekt á starfsemi slökkviliðs Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202107019Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur og erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS), dagsettur þann 6. júlí 2021, er varðar úttekt á starfsemi Slökkviliðs Dalvíkur. Hjálögð er niðurstaða þeirrar úttektar og er þess farið á leit að úttektin verði tekin til umfjöllunar í sveitarstjórn og ákvörðun tekin um hvenær ráðist verði í nauðsynlegar úrbætur. Óskað er eftir að HMS berist svar frá sveitarstjórn með áætlun um úrbætur.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi og úttekt til umhverfisráðs og slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar til umfjöllunar. Jafnframt að slökkviliðsstjóri og sviðsstjóri framkvæmdasviðs leggi fyrir umhverfisráð og síðan fyrir sveitarstjórn tillögu að tímasettri úrbótaáætlun. Fram komi í hverju úrbæturnar eru fólgnar, hver á að sjá um úrbæturnar, hvenær þeim á að vera lokið og kostnaðaráætlun fyrir hvert atriði fyrir sig.

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202106014Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

8.Frá Vegagerðinni; Karlsrauðatorg 6

Málsnúmer 202106003Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gunnar Helgi Guðmundsson, svæðisstjóri hjá Vegagerðinni á Norðurlandi eystra, og Heimir Gunnarsson, tæknifræðingur, í gegnum TEAMS, kl. 14:30.

Á 337. fundi sveitarstjórnar þann 15. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 354. fundi umhverfisráðs þann 4. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Vegagerðinni dagsett 1. júní 2021 vegna samstarfsverkefnis við Dalvíkurbyggð um vinnu við skipulag þjóðvegakerfisins í gegnum Dalvík. Í skipulagsvinnunni er horft til þess að færa veglínu til við Karlsrauðatorg 6 til að auka umferðaröryggi og bæta flæði annarra vegfarenda um svæðið. Vegagerðin leitar samstarfs við Dalvíkurbyggð um möguleg uppkaup á fasteigninni að Karlsrauðatorgi 6 til niðurrifs en það er í raun forsenda þess, að hægt verði að færa veglínuna og auka þar með vegsýn og umferðaröryggi. Umhverfisráð leggur til að sveitarfélagið taki þátt í þessu samstarfsverkefni með Vegagerðinni. Að mati ráðsins myndi þessi framkvæmd auka umferðaröryggi til muna, bæta aðgengi að Karlsrauðatorgi 4 og opna möguleika varðandi uppbyggingu áningarstaðar við Kumlateig. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum." Til máls tók: Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur til að sveitarstjórn feli byggðaráði samtal við Vegagerðina um málið. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og tillögu umhverfisráðs um að sveitarfélagið taki þátt í þessu samstarfsverkefni með Vegagerðinni. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða með 7 atkvæðum að fela byggðaráði samtal við Vegagerðina um málið. "

Til umræðu ofangreint og hugmyndir að kostnaðarskiptingu.

Gunnar Helgi og Heimir viku af fundi kl. 14:48.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að taka málið áfram; ræða við húseigendur Karlsrauðatorgs 6, ræða við næstu nágranna og skoða kostnað við uppkaup, niðurrif, förgun og framkvæmdir þessu tengdu.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs