Byggðaráð

1006. fundur 18. nóvember 2021 kl. 13:00 - 16:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og sjtórnsýslusviðs
Dagskrá
Jón Ingi Sveinsson boðaði forföll og varamaður hans Þórhalla Karlsóttir mætti á fundinn í hans stað.

1.Stöðumat janúar - september 2021; skil frá stjórnendum

Málsnúmer 202111021Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti skil stjórnenda hvað varðar stöðumat janúar - september 2021.
Einnig voru kynnt eftirfarandi yfirlit:
Staðgreiðsla janúar - október 2021.
Launakostnaður og stöðugildi janúar - september 2021 og janúar - október 2021.
Lagt fram til kynningar.

2.Frá leikskólastjóra Krílakots; Beiðni um viðauka vegna ræstinga

Málsnúmer 202111052Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni frá leikskólastjóra Krílakots vegna beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2021 vegna ræstinga, að upphæð kr. 504.837 við deild 04140, lykil 4940.
Frestað og byggðaráð óskar eftir nánari upplýsingum frá leikskólastjóra.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202111058Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók - viðaukabeiðni.

4.Starfs- og fjárhagsáætlun 2022 - 2025; á milli umræðna í sveitarstjórn

Málsnúmer 202105027Vakta málsnúmer

Á 1005. fundi byggðaráðs þann 11. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1004. fundi byggðaráðs þann 4. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Á 339. fundi sveitarstjórnar þann 2. nóvember sl. var frumvarp að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2022 tekið til fyrri umræðu ásamt þriggja ára áætlun 2023-2025. Samþykkt var samhljóða að vísa áætlunni til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn. Til umræðu almennt. Sveitarstjóri vék af fundi kl. 14:56. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að fara yfir óskir byggðaráðs til stjórnenda um að finna hagræðingu í rekstri samkvæmt umræðu í byggðaráði." Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir umræðum og miðlun upplýsinga til sviðsstjóra og stjórnenda vegna ofangreindra óska byggðaráðs. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sviðsstjórar skili inn tillögum að hagræðingu til sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs í síðasta lagi miðvikudaginn 17. nóvember nk."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu tillögur fagsviða að hagræðingu í fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025.
Áfram til umfjöllunar á næsta fundi.

Byggðaráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusvið að óska eftir upplýsingum frá fræðslu- og menningarsviði varðandi um nokkur ráðgjafaverkefni og nánari upplýsingar um hagræðingatillögur frá sviðinu.

5.Þróunarvinna fyrir Menningarhúsið Berg

Málsnúmer 201911072Vakta málsnúmer

Á 88. fundi menningarráðs Dalvíkurbyggðar þann 22. október sl. var eftirfarandi bókað:

"Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og framkvæmdastjóri Menningarhússins, fór yfir stöðu á því máli. Lagt fram til kynningar."

Á 339. fundi sveitarstjórnar þann 2. nóvember sl. var staðfest sú tillaga byggðaráðs um að verða við ósk stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses um að snúa til fyrra horfs frá og með 1.1.2022 varðandi starf frmakvæmdastjóra.
Lagt fram til kynningar.

6.Gjaldskrár 2022; tillögur frá fagráðum

Málsnúmer 202110039Vakta málsnúmer

Á 1005. fundi byggðaráðs þann 11. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1004. fundi byggðaráðs þann 5. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1003. fundi byggðaráðs þann 28. október sl. og 339. fundi sveitarstjórnar þann 2. nóvember sl. voru fyrirliggjandi tillögur að gjaldskrám til umræðu. Byggðaráð óskar eftir upplýsingum og samanburði í samræmi við umræður á fundinum." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að gjaldskrár Dalvíkurbyggðar er taka breytingum samkvæmt neysluverðsvísitölu hækki almennt um 4%. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að sorphirðugjald taki breytingum samkvæmt sviðsmynd 2, sbr. minnisblað sviðsstjóra Framkvæmdasviðs"

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu tillögur að eftirfarandi gjaldskrám:

Frá félagsmálasviði:
Heimilisþjónusta.
Framfærslukvarði.
Matarbakkar og sendingar.
Ferðaþjónusta.
Dagmæður.
Lengd viðvera.

Frá fræðslu- og menningarsviði:
Félagsheimilið Árskógur.
Dalvíkurskóli.
Frístund Árskógarskóli og Dalvikurskóli.
Leikskóladvöl Krílakot og Kötlukot.
Skólamáltíðir Árskógarskóli og Dalvíkurskóli.
Tónlistarskólinn á Tröllaskaga.
Bókasafn Dalvíkurbyggðar.
Héraðsskjalasafn Svarfdæla í Dalvíkurbyggð.
Byggðasafnið Hvoll.
Íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar.
Félagsmiðstöðin Týr.

Frá framkvæmdasviði;
Kattahald í Dalvíkurbyggð.
Hundahald í Dalvíkurbyggð.
Gjaldskrá byggingarfulltrúa.
Fjallskil.
Upprekstrargjald.
Lausaganga búfjár.
Leiguland.
Slökkvilið.
Refa- og minkaveiðar.
Sorphirðugjald.
Vatnsveita.
Fráveita.
Hitaveita.
Hafnasjóður.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögur að gjaldskrám nema með þeim frávikum að vísa gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur til fyrri umræðu í sveitarstjórn og frestun á afgreiðslu gjaldskrá fyrir Tónlistarskólann á Tröllaskaga þar sem hún verður tekin fyrir að nýju í skólanefnd TÁT. Einnig að gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkur hækki um 2,4%.

7.Ákvörðun um álagningu fasteignagjalda 2022; prufuálagning

Málsnúmer 202110065Vakta málsnúmer

Á 1005. fundi byggðaráðs þann 11. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1004. fundi byggðaráðs þann 4. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Til umfjöllunar álagningarprósenta fasteignaskatts og lóðarleigu sem og þjónustugjöld fasteigna vegna sorphirðu, vatnsveitu og fráveitu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdasviði að gera prufuálagningu fasteignagjalda miðað við þær forsendur sem liggja fyrir, fyrir næsta fund byggðaráðs." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu niðurstöður úr prufuálagningu samkvæmt ofangreindu.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að álagningarprósentur fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreyttar á milli ára. Álagning á vatnsgjaldi, fráveitugjaldi og sorphirðu verði samkvæmt tillögum sem liggja fyrir að gjaldskrám. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi prufuálagning fasteignagjalda í samræmi við ofangreindar forsendur frá skipulags- og tæknifulltrúa.

Visað til gerðar fjárhagsáætlunar 2022.

8.Verkfallslisti 2022

Málsnúmer 202110049Vakta málsnúmer

Á 1003. fundi byggðaráðs þann 28. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 19. október 2021, þar sem minnt er á að samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna og 2. gr. í nýsamþykktum lögum nr. 129/2020 um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til, skulu sveitarfélög, fyrir 1. febrúar ár hvert, að undangengnu samráði við viðkomandi stéttarfélög, birta skrár (lista) yfir þá starfsmenn sem ekki hafa verkfallsheimild. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að gildandi skrá var rædd á fundi framkvæmdastjórnar sl. mánudag. Fyrir liggur að leggja þarf til nokkrar breytingar.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu áfram til framkvæmdastjórnar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að uppfærðri skrá yfir þá starfsmenn sem ekki hafa verkfallsheimild.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að bera listann undir viðkomandi stéttarfélög.

9.Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar - endurskoðun v. skipulagsbreytinga o.fl.; drög

Málsnúmer 202103144Vakta málsnúmer

Á 337. fundi sveitarstjórnar þann 15. júní 2021 var eftirfarandi bókað:

"Á 988. fundi byggðaráðs þann 10. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Á 987. fundi byggðaráðs þann 3. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Á 986. fundi byggðaráðs þann 27. maí sl. var til umfjöllunar Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og erindisbréf landbúnaðarráðs, umhverfisráðs og veitu- og hafnaráðs með breytingartillögum vegna skipulagsbreytinga, þ.e. veitu- og hafnasviðs og umhverfis- og tæknisvið sameinað, er nú orðið framkvæmdasvið. Einnig eru gerðar tillögur að öðrum tæknilegum breytingum. Samþykktin og erindisbréfin voru til umfjöllunar á fundinum og lagt fram til kynningar fram að næstu fundum byggðaráðs. Til umræðu og frekari umfjöllun og afgreiðslu frestað til næsta fundar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar breytingartillögur að Samþykktum stjórnar Dalvíkurbyggðar og erindisbréfum landbúnaðarráðs, umhverfisráðs og veitu- og hafnaráðs. Vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn.Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar ásamt erindisbréfum landbúnarráðs, umhverfisráðs og veitu- og hafnaráðs til síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar í september."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð tillaga að Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar með tillögum að breytingum til viðbótar þeim sem voru til umfjöllunar á fundi sveitarstjórnar í júní sl. Tekið hefur verið tillit til nýrra leiðbeiningar um ritun fundargerð, leiðbeiningar um fjarfundi og hugmyndir um breytt nefndafyrirkomulag frá og með næsta kjörtímabili.

Lagt fram til kynningar og vísað áfram til umfjöllunar.

10.Frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu; Auglýsing um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna

Málsnúmer 202111055Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsettur þann 16. nóvember 2021 þar sem fram kemur að vegna fjölgunar COVID-19 smita í samfélaginu hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra veitt sveitarstjórnum tímabundna heimild til að ákveða að sveitarstjórnarmönnum sé heimilt að taka þátt í fundum sveitarstjórna eða nefnda og ráða á vegum sveitarfélaga, þrátt fyrir að um annað sé getið í samþykktum þeirra. Heimildin gildir til 31. janúar 2022. Þetta er gert til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga með vísan í 1. mgr. 131. gr. sveitarstjórnarlaga (nr. 138/2011).

Sjá nánar auglýsingu á vef Stjórnartíðinda;
https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=b2915d91-b8f4-4ea3-a77f-18bbad80507a
Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir starfs- og kjaranefndar - 2021; frá 2. nóvember og 16. nóvember.

Málsnúmer 202101031Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti fundargerðir starfs- og kjaranefndar frá 2. nóvember og 16. nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og sjtórnsýslusviðs