Umhverfisráð

356. fundur 21. júní 2021 kl. 08:15 - 09:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag Hauganesi

Málsnúmer 201901044Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá tillaga að deiliskipulagi fyrir Hauganes sem unnið var af Ágústi Hafsteinssyni.
Ráðið fór yfir deiliskipulagstillöguna og lagði til lítilsháttar breytingar.
Umhverfisráð samþykkir framlögð drög að deiliskipulagi fyrir Hauganes og leggur til að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Umsókn um lóð - Gunnarsbraut 8

Málsnúmer 202106086Vakta málsnúmer

Með erindi dagsettu 18. júní 2021 óskar Gunnlaugur Svansson fyrir hönd GS frakt ehf. eftir lóðinni við Gunnarsbraut 8.
Umhverfisráð samþykkir að úthluta GS frakt ehf. lóðinni að Gunnarsbraut 8.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Umburðarbréf vegna breytinga á jarðarlögum

Málsnúmer 202105149Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem athygli er vakin á breytingum á jarðalögum sem miða að því að styrkja sveitarfélög við að takast á við breytingar á landnotkun og gæta að hagsmunum landbúnaðar við gerð skipulags.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi