Byggðaráð

990. fundur 01. júlí 2021 kl. 13:00 - 16:48 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Gunnþór E. Gunnþórsson D-lista, formaður boðaði forföll.
Þórunn Andrésdóttir D-lista, sat fundinn í hans stað.
Jón Ingi Sveinsson B-lista, varaformaður stýrði fundinum í forföllum formanns.

1.Karlsrauðatorg 6

Málsnúmer 202106003Vakta málsnúmer

Vegagerðin leitar samstarfs við Dalvíkurbyggð um möguleg uppkaup á fasteigninni að Karlsrauðatorgi 6 til niðurrifs en það er í raun forsenda þess, að hægt verði að færa veglínuna og auka þar með vegsýn og umferðaröryggi. Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 15. júní tillögu umhverfisráðs um að sveitarfélagið taki þátt í þessu samstarfsverkefni með Vegagerðinni og fól byggðaráði samtal við Vegagerðina um málið.

Þessum dagskrárlið er frestað til næsta fundar að ósk Vegagerðarinnar vegna óvænts álags út af vatnavöxtum í umdæminu.

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202106014Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

3.Deiliskipulag Hauganesi

Málsnúmer 201901044Vakta málsnúmer

Helga Íris Ingólfsdóttir, skipulags- og tæknifulltrúi kom inn á fundinn kl. 14:14.

Til kynningar staða á vinnu við deiliskipulag á Hauganesi en umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 21. júní samhljóða með fimm atkvæðum deiliskipulagið með lítils háttar breytingum og lagði til að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Auglýstur hefur verið kynningar- og umræðufundur meðal íbúa vegna deiliskipulagsins og verður hann haldinn í Árskógi þriðjudaginn 6. júlí nk. kl. 17:00.

Rætt var um deiliskipulagið og minni háttar atriði sem koma þá til umræðu á kynningarfundinum, t.d. mikilvægi þess að gera ráð fyrir flóttaleið frá hafnarsvæðinu með ströndinni að gatnamótum við Nesveg.

Helga Íris vék af fundi kl. 14:54.
Lagt fram til kynningar.

4.Ósk um samstarf um verkefni byggingarfulltrúa

Málsnúmer 202104016Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri greindi frá stöðu mála. Rætt um samstarfsmöguleika við nágrannasveitarfélögin eða að leysa málin með aðkeyptri þjónustu en núverandi byggingarfulltrúi mun hætta störfum hjá sveitarfélaginu um miðjan júlí.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram með nágrannasveitarfélögunum en einnig að leita tilboða hjá fyrirtækjum um aðkeypta þjónustu um verkefni byggingarfulltrúa.

5.Starfsemi SSNE á Tröllaskaga

Málsnúmer 202105063Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Eyþóri Björnssyni framkvæmdastjóra SSNE, dagsett 25. júní 2021 þar sem hann tilkynnir ráðningu verkefnisstjóra SSNE á Tröllaskaga.

Anna Lind Björnsdóttir hefur verið ráðin í starfið. Gert er ráð fyrir að hún hefji störf 9. ágúst nk. Hún er með meistaragráðu í náttúrutengdri ferðaþjónustu frá Norwegian University of Life Science og Bs gráðu í ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum.

Lagt fram til kynningar.

6.Nýtt hlutverk fyrir Gamla skóla

Málsnúmer 202011083Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 15. júní 2021 vísaði sveitarstjórn ákvarðanatöku um nýtt hlutverk fyrir Gamla skóla til fullnaðarafgreiðslu í byggðaráði.

Fyrir fundinum lágu upplýsingar um kostnað verkefnisins og útfærslur frá sveitarstjóra, forstöðumanni safna og þjónustu- og upplýsingafulltrúa.
Frestað til næsta fundar.

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202106166Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók

8.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202106161Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

9.Fundargerðir stjórnar Dalbæjar 2021

Málsnúmer 202102139Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Dalbæjar frá 6. fundi ársins þann 6. maí 2021.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir SSNE 2021

Málsnúmer 202101060Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fimm fundargerðir stjórnar SSNE frá 23.-27. fundi, febrúar til júní 2021.
Lagt fram til kynningar.

11.Frá starfsfólki Dalvíkurskóla, skólahald án húsvarðar

Málsnúmer 202106056Vakta málsnúmer

Í lok fundarins fór byggðaráð í vettvangsferð um húsnæði Dalvíkurskóla með deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, sviðsstjóra Fræðslu- og menningarsviðs, skólastjóra og sveitarstjóra. Ferðin er farin eftir ábendingar kennara, til að taka út ásýnd húsnæðisins og ástand búnaðar og undirbúa þannig mat á þörf til búnaðarkaupa á fjárhagsáætlun næstu ára.
Byggðaráð samþykkir að fela deildarstjóra EF-deildar að fá úttekt fagaðila á lýsingu í skólahúsnæðinu og að gerð verði áætlun um LED væðingu í öllum skólanum.

Byggðaráð samþykkir að fela skólastjóra að uppfæra áætlun um endurnýjun búnaðar fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025.

Fundi slitið - kl. 16:48.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri