Umhverfisráð

314. fundur 11. janúar 2019 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Friðrik Vilhelmsson varamaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Lilja Bjarnadóttir boðaði forföll og í hennar stað mætti Friðrik Vilhelmsson.

1.Viljayfirlýsing sveitarfélags og fyrirtækja í sveitarfélaginu vegna hreinsunar 2019

Málsnúmer 201812093Vakta málsnúmer

Til kynningar hugmynd umhverfisstjóra að viljayfirlýsingu milli sveitarfélagsins og fyrirtækja um hreinsunarátak 2019.
Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri kom inn á fundinn undir þessum lið kl.08:18.
Umhverfisráði lýst vel á framlagt fyrirkomulag og felur umhverfisstjóra að heimsækja fyrirtæki í sveitarfélaginu og ganga frá samkomulagi þar sem það á við. Ráðið gefur umhverfisstjóra tímaramma fram að næsta fundi ráðsins í febrúar.

2.Friðland Svarfdæla - Vegna fjárhagsáætlunar 2019

Málsnúmer 201808076Vakta málsnúmer

Til umræðu framkvæmdir í friðlandi Svarfdæla 2019.
Valur Þór fór yfir þær framkvæmdir sem gert er ráð fyrir að farið verði í næsta sumar.
1. Lagfæringar og endurnýjun á skiltum og merkingum.
2. Lagfæra göngustíga.
3. Merkingar við göngubrúnna við Hánefsstaðareit.

Valur Þór vék af fundi kl. 09:05

3.Deiliskipulag Hauganesi

Málsnúmer 201901044Vakta málsnúmer

Til kynningar samantekt á gögnum fyrir deiliskipulag Hauganess.
Undir þessum lið kom inn á fundinn kl. 09:08 Ágúst Hafsteinsson skipulagsráðgjafi.

Ágúst Hafsteinsson vék af fundi kl. 10:18


Umhverfisráð leggur til að hafin verði vinna við deiliskipulagstillögu Hauganess samkvæmt eftirfarandi.
Reitur 752-Ib verði mörk deiliskipulagsins að norðan, reitur 753-Ib deiliskipulagsmörk að sunnan. Austurmörk svæðisins til sjávar og vesturmörk samkvæmt gildandi þéttbýlismörkum aðalskipulags.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Umferðaröryggisáætlun Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201501114Vakta málsnúmer

Til umræðu staðsetning á fyrirhuguðu strætóskýli, gangbraut við Hafnarbraut 1 (gamla frystihúsið), gatnamót Skíðabrautar, Hafnarbrautar og Grundargötu og göngustígur frá Olís að Árgerði.
Umhverfisráð leggur til að fyrirhugað strætóskýli verði staðsett á móts við Kjörbúðina. Sviðsstjóra falið að ræða við lóðarhafa.
Fyrirhuguð staðsetning á gangbraut við Hafnarbraut verði sunnan gatnamóta Karlsrauðatorgs og Hafnarbrautar.
Ráðið bíður eftir endanlegri tillögu frá Vegagerðinni að breytingu gatnamóta Skíðabrautar,Grundargötu og Hafnarbrautar.

5.Tillaga að breytingum á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

Málsnúmer 201812073Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dags 17. desember 2018 frá sveitarfélaginu Skagafirði þar sem óskað er eftir umsögn vegna tillögu að breytingum á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við framlagðar tillögur.

6.Úthlutun byggingalóða - endurskoðun á reglum

Málsnúmer 201807084Vakta málsnúmer

Á 312. fundi umhverfisráðs þann 7. nóvember 2018 var eftirfarandi bókað
" Umhverfisráð felur sviðsstjóra að leggja fram tillögu að breytingu á úthlutunarreglum sem varða frístundalóðir, atvinnu/iðnaðarlóðir og fjölbýlishúsalóðir."
Sviðsstjóri leggur fram tillögu að breytingum á úthlutunarreglum
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

7.Verklagsreglur vegna birtinga á skjölum út á vefinn

Málsnúmer 201810101Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar nýjar verklagsreglur vegna birtingar á fylgiskjölum með fundargerð á vef.
Lagt fram til kynningar
Umhverfisráð fagnar þessum nýju verklagsreglum.

8.Tilnefning fulltrúa í umsjónarnefnd Friðlands Svarfdæla

Málsnúmer 201812083Vakta málsnúmer

Á 891. fundi byggðarráðs var effirfarandi bókað
" Tekið fyrir erindi frá Umhverfisstofnun, dagsett þann 10. desember 2018, þar sem óskað er tilnefningar frá Dalvíkurbyggð á einum fulltrúa í þriggja manna nefnd umsjónar með Friðlandi Svarfdæla. Forstjóri Umhverfisstofnunar skipar í nefndina og velur út tilnefningum. Einn fulltrúi er frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar og formaðurinn kemur frá Umhverfisstofnun. Tilnefningaraðili ber kostnað af setu fulltrúa sinna í nefndinni.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að tilnefna Val Þór Hilmarsson, umhverfisstjóra, sem fulltrúa Dalvíkurbyggðar í umsjónarnefnd með Friðlandi Svarfdæla.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Friðrik Vilhelmsson varamaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs