Umhverfisráð

366. fundur 03. desember 2021 kl. 08:15 - 11:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Júlíus Magnússon formaður
 • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
 • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
 • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
 • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Dagskrá
Undir þessum lið mættu á fundinn Ottó Jakobsson fyrir hönd EGO húsa ehf og Felix Felixson fyrir hönd Tréverks.

1.Umsókn um lóð - Hringtún 13-15

Málsnúmer 202111046Vakta málsnúmer

Með umsókn, dagsettri 10. nóvember 2021, óskar Tréverk ehf. eftir parhúsalóðinni við Hringtún 13-15 á Dalvík. Meðfylgjandi er rökstuðningur fyrir úthlutun lóðarinnar til Tréverks ehf.
Umhverfisráð mat báðar umsóknir um lóðina við Hringtún 13-15 að jöfnu. Samkvæmt 3.1.2. gr. reglna um lóðaveitingar í Dalvíkurbyggð ber að draga á milli ef fleiri en ein hæf umsókn berst.
Felix Felixson dró hjartaás fyrir hönd Tréverks og Ottó Jakobsson dró spaðaníu fyrir hönd EGO húsa.
Á þessum forsendum úthlutar umhverfisráð því Tréverk ehf. lóðina við Hringtún 13-15.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Undir þessum lið mættu á fundinn Ottó Jakobsson fyrir hönd EGO húsa ehf og Felix Felixson fyrir hönd Tréverks.

2.Umsókn um lóð - Hringtún 13-15

Málsnúmer 202111047Vakta málsnúmer

Með umsókn, dagsettri 11. nóvember 2021, óska EGO hús ehf. eftir parhúsalóðinni við Hringtún 13-15 á Dalvík. Meðfylgjandi er rökstuðningur fyrir úthlutun lóðarinnar til EGO húsa ehf.
Umhverfisráð mat báðar umsóknir um lóðina við Hringtún 13-15 að jöfnu. Samkvæmt 3.1.2. gr. reglna um lóðaveitingar í Dalvíkurbyggð ber að draga á milli ef fleiri en ein hæf umsókn berst.
Felix Felixson dró hjartaás fyrir hönd Tréverks og Ottó Jakobsson dró spaðaníu fyrir hönd EGO húsa.
Á þessum forsendum hafnar umhverfisráð því umsókn EGO húsa um lóðina við Hringtún 13-15.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Breyting á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna deiliskipulags Hauganess

Málsnúmer 202111093Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem landnotkun og stærð þéttbýlissvæðis við Hauganes er breytt til samræmis við deiliskipulagstillögu fyrir Hauganes.
Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreyting þessi verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Ágúst Hafsteinsson arkítekt og skipulagsráðgjafi kom inn á fundinn undir þessum lið.

4.Deiliskipulag Hauganesi

Málsnúmer 201901044Vakta málsnúmer

Lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir Hauganes unnin af Ágústi Hafseinssyni hjá Form ráðgjöf ehf. Deiliskipulagstillagan samanstendur af uppdrætti dagsettum 22. nóvember 2021 og greinargerð.
Umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi drög og leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Anna Bragadóttir og Helgi Már Pálsson frá Eflu kom inn á fundinn í fjarfundi undir þessum lið.

5.Deiliskipulag þjóðvegarins í gegnum Dalvík

Málsnúmer 202011010Vakta málsnúmer

Lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir þjóðveginn í gegn um Dalvík unnin af Eflu ehf. í samvinnu við Vegagerðina. Tillagan samanstendur af uppdráttum og greinargerð dagsettum 26. nóvember 2021.
Umhverfisráð er ánægt með fyrirliggjandi deiliskipulagsdrög að undanskildum gatnamótum við Svarfaðardalsveg vestari (við Árgerði) annars vegar og Karlsrauðatorg hins vegar. Umhverfisráð telur að bráðnauðsynlegt sé að á báðum þessum gatnamótum verði sett hringtorg til að auka umferðaöryggi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis - Skógarhólar

Málsnúmer 202112005Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis á Dalvík þar sem breytingar eru gerðar á stærð lóðanna að Skógarhólum 11 og Skógarhólum 23 a,b,c og d til þess að koma fyrir nýrri húsagötu í eigu og rekstri Dalvíkurbyggðar.
Umhverfisráð samþykkir breytinguna. Að mati ráðsins er um að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt lóðarhöfum Skógarhóla 11 og Skógarhóla 23 a,b,c og d.

7.Dalvíkurlína 2 - Skipulags- og matslýsing

Málsnúmer 202111092Vakta málsnúmer

Lögð fram skipulags- og matslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 ásamt aðalskipulagi Hörgársveitar og Akureyrar vegna Dalvíkurlínu 2. Lýsingin er unnin af Verkís fyrir hönd Landsnets.
Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að framlögð skipulags- og matslýsing verði samþykkt og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þessari fyrirhuguðu breytingu á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 hefur nú þegar verið vísað til endurskoðunar þess.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

8.Íbúðarsvæði norðan Lónsbakkahverfis, Hörgársveit - skipulagslýsing deili- og aðalskipulags

Málsnúmer 202111068Vakta málsnúmer

Með tölvupósti, dagsettum 23. nóvember 2021, óskar Sigríður Hrefna Pálsdóttir fyrir hönd skipulags- og byggingafulltrúa Eyjafjarðar eftir umsögn um skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag nýs áfanga Lónsbakkahverfis ásamt skipulagslýsingu tilheyrandi aðalskipulagsbreytingar.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemd við skipulagslýsinguna.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

9.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Karlsbraut 22

Málsnúmer 202111103Vakta málsnúmer

Með umsókn, dagsettri 15. nóvember 2021, óskar Georg William Bagguley eftir endurnýjun á útrunnum lóðarleigusamningi fyrir Karlbraut 22 á Dalvík.
Umhverfisráð samþykkir erindið og felur skipulags- og tæknifulltrúa að endurnýja lóðarleigusamninginn.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

10.Áskorun um endurákvörðun álagningar stöðuleyfisgjalda

Málsnúmer 202103082Vakta málsnúmer

Erindi frestað til næsta fundar.

11.Endurskoðun samþykkta og gjaldskráa umhverfisráðs

Málsnúmer 202108081Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar gjaldskrá fyrir sorphirðu í Dalvíkurbyggð árið 2022.

12.Erindi varðandi endurskoðun Svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026

Málsnúmer 202111041Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá SSNE, rafpóstur dagsettur þann 8. nóvember 2021, þar sem kemur fram að sem kunnugt er er "Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026" í gildi á Norðurlandi fyrir svæðið frá Hrútafirði í vestri að Melrakkasléttu í austri og byggir áætlunin á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs. Þar segir í 6. grein:

"Sveitarstjórn, ein eða fleiri í sameiningu, skal semja og staðfesta svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs sem gildir fyrir viðkomandi svæði til tólf ára í senn og skal sú áætlun fylgja stefnu um meðhöndlun úrgangs og stefnu um úrgangsforvarnir,"

Og sömuleiðis segir í 6. grein:

Sveitarstjórn skal á a.m.k. sex ára fresti meta og taka ákvörðun um hvort þörf er á að endurskoða svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.

Fram kemur að það sé orðið tímabært að taka ákvörðun um hvort þörf sé á því að endurskoða svæðisáætlunina, annars vegar vegna ofangreinds lagaákvæðis og hins vegar vegna áorðinna og fyrirsjáanlegra breytinga í lagaumhverfi varðandi úrgangsmál. Vegna þeirra breytinga sem verða 1. janúar 2023 má telja það mjög brýnt að endurskoðun fari fram fyrr en seinna.
Umhverfisráð tekur undir að mjög brýnt sé að endurskoða svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

13.Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis

Málsnúmer 202111007Vakta málsnúmer

Með erindi, dagsettu 2. nóvember 2021, tilkynnir Karl Björnsson fyrir hönd Sambands íslenskra sveitfélaga að von sé á handbók um úrgangsstjórnun sveitarfélaga sem eigi að vera tilbúin í byrjun næsta árs. Enn fremur eru sveitarstjórnir um allt land hvattar til að hefja nú þegar undirbúning fyrir gildistöku lagabreytinga um hringrásarhagkerfi sem taka á gildi 1. janúar 2023.
Umhverfisráð tekur undir það að mikilvægt sé að hefja undirbúning fyrir gildistöku lagabreytinga um hringrásarhagkerfi sem fyrst og felur sviðsstjóra Framkvæmdasviðs að fylgja málinu eftir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

14.Styrkir til verkefna á sviði orkuskipta

Málsnúmer 202105131Vakta málsnúmer

Erindi frestað.

15.Ósk um samstarf vegna umsóknar í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Málsnúmer 202110044Vakta málsnúmer

Tekin fyrir tölvupóstur dgsettur 17. nóvember 2021 frá Önnu Kristínu Guðmundsdóttur þar sem hún fyrir hönd Teiknistofu Norðurlands óskar eftir samstarfi við Dalvíkurbyggð um umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða til þess að vinna að hönnun á gönguleiðum, útsýnispöllum og dvalarsvæðum meðfram strandlínunni á Dalvík.
Umhverfisráð tekur vel í erindið og leggur til að farið verði í samstarf við Teiknistofu Norðurlands við að sækja um styrk í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Ráðið leggur til að fyrsti áfangi verði gönguleið meðfram Sandskeiði og aðkoman að Böggvisstaðasandi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

16.Nafnskilti fyrir Skíðasvæði Dalvíkur

Málsnúmer 202111107Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir tölvupóstur frá Herði Finnbogasyni starfsmanni Skíðafélags Dalvíkur þar sem hann óskar leyfis fyrir skiltum við Skíðabraut og Mímisveg til að auglýsa skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli.
Umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og setur sig ekki upp á móti staðsetningu skiltanna. Ráðið bendir þó á að sækja verði einnig um leyfi frá Vegagerðinni.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

17.Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 9

Málsnúmer 2111007FVakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 9. afgreiðslufunda byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar.
 • 17.1 202111003 Umsókn um byggingarleyfi - Alifuglahús á Klaufabrekkum
  Með umsókn sem barst í byggingagátt HMS óskar Kristján Hjartarson fyrir hönd Gunnlaugs Sigurðssonar og Soffíu Sigurhönnu Hreinsdóttur eftir byggingaleyfi fyrir alifuglahúsi á Klaufabrekkum 3 í Svarfaðardal.
  Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda Klaufabrekkna.
  Erindinu fylgja aðalteikningar og skráningartafla unnar af Stoð ehf.
  Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 9 Byggingaráform samþykkt og byggingafulltrúa falið að gefa út byggingaleyfi þegar séruppdrættir hafa borist.
  Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Nefndarmenn
 • Júlíus Magnússon formaður
 • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
 • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
 • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
 • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi