Umhverfisráð

347. fundur 08. janúar 2021 kl. 08:15 - 11:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Deiliskipulag Hauganesi

Málsnúmer 201901044Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur að deiliskipulagi Hauganes.
Undir þessum lið koma á fundinn Ágúst Hafsteinsson kl 08:17

Ágúst vék af fundi kl. 09:59
Umhverfisráð felur skipulagsráðgjafa að vinna tillöguna áfram samkvæmt þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

2.Breytingar á gildandi deiliskipulagi Skáldalækjar-Ytri

Málsnúmer 202011086Vakta málsnúmer

Þann 24. nóvember 2020 samþykkti sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi frístundasvæðisins Skáldalæks-Ytri skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í tillögunni eru eftirfarandi breytingar gerðar frá gildandi deiliskipulagi:
1.
Hámarks byggingarheimild innan hverrar og einnar lóðanna fjögurra verði aukin úr 60 m² í 110 m².
2.
Byggingarreitir allra lóðanna verði stækkaðir.
3.
Suðaustur lóðarmörk lóða nr. 1 - 4 verði færð að aðkomuvegi sem lagður var austar en gert var ráð fyrir í gildandi skipulagi og breytir stærð á lóð nr. 4 úr 1883 m² í 2030 m² að teknu tilliti til breytingar á suðvestur mörkum.
4.
Norðaustur lóðarmörkum lóðar nr. 3 verði hnikað um 2.2 m til norðausturs og breytist stærð lóðarinnar úr 1226 m² í 1354 m².

Kynningargögn voru send á einn aðila, Guðnýju Pétursdóttur og staðfesti hún samþykki sitt með undirritun sinni.
Umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun gögnin til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð.
Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Endurskoðun á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020

Málsnúmer 201806118Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar endurskoðun aðalskipulags Dalvíkurbyggðar 2008-2020
Undir þessum lið komu inn á fundinn þau Árni Ólafsson og Lilja Filippusdóttir kl. 09:02

Árni og Lilja viku af fundi kl. 11:18
Umhverfisráð felur skipulagsráðgjöfunum að vinna tillögurnar áfram samkvæmt þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.
Gert er ráð fyrir að lagðar verði fram uppfærðar tillögur föstudaginn 5. febrúar.

4.Fyrirhugað seiðaeldi við Árskógssand.

Málsnúmer 201608099Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 5. janúar 2021 óskar Guðmundur Valur Stefánsson fyrir hönd Laxóss ehf. eftir að meðfylgjandi útfærsla á landfyllingu verði tekin til efnislegrar meðferðar varðandi skipulagsbreytingu.
Umhverfisráð vísar framlagðri tillögu til skoðunar hjá veitu- og hafnarráði og siglingarsviði Vegagerðarinnar.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs