Sveitarstjórn

309. fundur 15. janúar 2019 kl. 16:15 - 17:09 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson forseti
 • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
 • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
 • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
 • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
 • Felix Rafn Felixson varamaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Þórhalla Karlsdóttir boðaði forföll og varamaður hennar, Felix Rafn Felixsson, mætti á fundinn í hennar stað.

Í upphafi fundar óskaði forseti eftir heimild til að bæta máli nr. 201810058, trúnaðarmál, á dagskrá og var það samþykkt samhljóða af sveitastjórn með 7 atkvæðum.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 891, frá 20.12.2018

Málsnúmer 1812011FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
7. liður.
 • 1.1 201812066 Trúnaðarmál
  Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 891
 • 1.2 201811146 Trúnaðarmál
  Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 891
 • Á 232. fundi fræðsluráðs þann 12.12.2018 var eftirfarandi bókað:
  "Ósk um ráðningu vegna stuðnings/sérkennslu í 62,5% stöðu við Kötlukot. Með fundarboði fylgdi minnisblað frá Jónínu Garðarsdóttur skólastjóra Árskógarskóla, niðurstaða ráðningarnefndar og fylgiskjal með minnisblaði bókað í trúnaðarmálabók.
  Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að vísa málinu til byggðaráðs í byrjun janúar 2019. Fræðsluráð þakkar öllum aðilum máls fyrir góða vinnu. "

  Á 308. fundi sveitarstjórnar þann 18. desember 2018 var samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum sú tillaga að vísa þessum til strax til byggðaráðs til umfjöllunar.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 891 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila skólastjóra Árskógarskóla að auglýsa sem fyrst á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga allt að 62,5% stöðugildi við Árskógarskóla tímabundið fram að lokun Kötlukots vori 2019. Óskað er eftir erindi frá Árskógarskóla sem fyrst um ráðningu og viðauka sem hægt væri að taka fyrir í byggðaráði í upphafi nýs ár. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 13. desember 2018, þar sem fram kemur hvatnig stjórnar Sambandsins um að sveitarstjórnir setji í samninga um opinber innkaup kröfur um keðjuábyrgð sem tryggi réttindi verkafólks og sporni gegn mögulegri misnotkun á erlendu vinnuafli.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 891 Byggðaráð tekur jákvætt í ofangreind tilmæli. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 13. desember 2018, þar sem Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi, 443. mál. Óskað er umsagnar eigi síðar en 14. janúar n.k.  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 891 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 308. fundi sveitarstjórnar þann 18.12. 2018 var eftirfarandi vísað til byggðarráðs frá fundi menningarráðs þann 6. desember s.l.:
  "Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kynnti greinargerðir frá Leikfélagi Dalvíkur og Gísla,Eirík,Helga um afnot á Ungó 2018 til 2019.
  Lagt fram til kynningar. Sviðsstjóra falið að framlengja leigusamninga við Leikfélag Dalvíkur og Gísla,Eirík,Helga ehf. til eins árs."

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 891 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir fundi með menningarráði og Leikfélagi Dalvíkur til að ræða um afnot af Ungó. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá Umhverfisstofnun, dagsett þann 10. desember 2018, þar sem óskað er tilnefningar frá Dalvíkurbyggð á einum fulltrúa í þriggja manna nefnd umsjónar með Friðlandi Svarfdæla. Forstjóri Umhverfisstofnunar skipar í nefndina og velur út tilnefningum. Einn fulltrúi er frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar og formaðurinn kemur frá Umhverfisstofnun. Tilnefningaraðili ber kostnað af setu fulltrúa sinna í nefndinni.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 891 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að tilnefna Val Þór Hilmarsson, umhverfisstjóra, sem fulltrúa Dalvíkurbyggðar í umsjónarnefnd með Friðlandi Svarfdæla. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um tilnefningu í umsjónarnefnd með Friðlandi Svarfdæla.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 892, frá 10.01.2019

Málsnúmer 1901005FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
3. liður.
4. liður.
5. liður.
8. liður.
9. liður.
12. liður, sér liður á dagskrá.
13. liður, sér liður á dagskrá.
15. liður, sér liður á dagskrá.
16. liður, sér liður á dagskrá.

 • Á 885. fundi byggðaráðs þann 25. október 2018 var samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að farið verði sem fyrst í heildstæða skoðun á rekstri og fjárfestingum sveitarfélagsins með vinnuhópum kjörinna fulltrúa og starfsmanna.

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að erindisbréfi, tillaga að skiptingu í vinnuhópa og tillaga að vinnuskjala varðandi ofangreint verkefni.

  Til umræðu.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 892 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögur og að þessi vinna verði sett í gang. Kostnaður bókist á deild 21030 og skil 28. febrúar 2019. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tók:
  Katrín Sigurjónsdóttir.

  Lagt fram til kynningar.
 • Með fundarboði byggðaráðs fylgdu gögn og upplýsingar varðandi gerð húsnæðisáætlunar fyrir sveitarfélög en samkvæmt reglugerð um húsnæðisáætlanir sem samþykkt var 21. desember 2018 skulu sveitarfélög ljúka við gerð húsnæðisáætlunar í samræmi við reglugerð þessa ekki síðar en 1. mars 2019.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 892 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að afla verðtilboða frá mögulegum framkvæmdaraðilum í gerð húsnæðisáætlunar. Einnig að afla upplýsinga frá Íbúðalánasjóði og fyrirmynd að húsnæðisáætlun. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tók:
  Katrín Sigurjónsdóttir.

  Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir kauptilboð í Árskóg lóð 1, dagsett þann 21. desember 2018, að upphæð kr. 30.000.000. Kauptilboðið var samþykkt 27. desember 2018 með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 892 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint kauptilboð og sölu á eigninni og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
  Katrín Sigurjónsdóttir.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar kauptilboð í eignina við Árskóg lóð 1 og sölu á eigninni.
 • Á 889. fundi byggðaráðs þann 6. desember 2018 var eftirfarandi bókað:
  "Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, rafbréf dagsett þann 4. desember 2018, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið fari yfir og endurnýji kjarasamningsumboð sitt til samræmis við núverandi stöðu og sendi kjarasviði Sambandsins fyrir 20. janúar 2019.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela ráðningarnefnd að yfirfara kjarasamningsumboðið og leggja fyrir byggðaráð til afgreiðslu. "

  Með fundarboði fylgdi yfirlit af vef Sambandsins yfir umboð miðað við júní 2018.

  Ráðningarnefnd hefur yfirfarið kjarasamningsumboðið og eina breytingin sem gera þarf er að bæta Starfsmannafélagi Fjallabyggðar á listann undir bæjarstarfsmannafélög.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 892 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum meðfylgjandi kjarasamningsumboð með þeirri tillögu að breytingu að Starfsmannafélagi Fjallabyggðar sé bætt við kjarasamningsumboðið og vísar tillögu sinni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu og tillögu byggðaráðs hvað varðar fyrirliggjandi kjarasamningsumboð til Sambands íslenskra sveitarfélaga með þeirri breytingu að Starfsmannafélagi Fjallabyggðar sé bætt við umboðið.
 • Með fundarboði byggðaráðs fylgdi gildandi auglýsing um skrá yfir störf hjá Dalvíkurbyggð sem eru undanþegin verkfallsheimild frá árinu 2014 með tillögum að breytingum vegna breytinga á starfsheitum hjá Dalvíkurbyggð.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 892 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda skrá yfir störf hjá Dalvíkurbyggð sem eru undanþegin verkfallsheimild með fyrirliggjandi tillögum að breytingum og vísar skránni til umsagnar stéttarfélaga eftir því sem við á. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
 • Samkvæmt auglýsingu á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga er auglýst eftir umsóknum í þróunarsjóð innflytendamála, sjá https://www.samband.is/frettir/lydraedi-og-mannrettindi/nr/3747. Umsóknarfrestur er til 31. janúar 2019. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 892 Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa ofangreindu til skoðunar hjá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og skólastjórnenda hjá sveitarfélaginu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir tillaga að endurnýjun húsaleigusamnings frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands við Dalvíkurbyggð um leigu á 18 fm aðstöðu að Hólavegi 6 vegna reksturs líkhúss.


  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 892 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að afla nánari upplýsinga um ofangreint. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, rafbréf dagsett þann 21. desember 2018, þar sem óskað er umsagnar um umsókn fyrir Stiklur ehf. kt, 640512-0910, Syðra-Holti, vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar, flokkur II, gististaður án veitinga / minna gistiheimili.

  Með fundarboði fylgdi umsögn byggingafulltrúa án athugasemda.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 892 Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn með fyrirvara um umsögn slökkviliðsstjóra og vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
 • Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, rafbréf dagsett þann 18. desember 2018, þar sem óskað er umsagnar um umsókn um tækifærisleyfi fyrir Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuð, kt. 560694-2969, vegna Þorrablóts að Rimum.

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdu umsagnir byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra sem eru án athugasemda.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 892 Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
 • Tekið fyrir bréf frá vinabænum Lundi í Svíþjóð, dagsett þann 14. desember 2018, þar sem nýir bæjarstjórar í Lundi kynna sig. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 892 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá starfshópi um endurskoðun kosningalaga, dagsett þann 19. desember 2018, þar sem fram kemur að forseti Alþingis skipaði starfshóp þann 24. október 2018 um endurskoðun kosningalaga til að fara yfir tillögur vinnuhóps um endurskoðun kosningalaga ásamt frumvarpi sem lagt var fram á Alþingi 5. september 2016, með tilliti til hagkvæmni og skilvirkni. Jafnhliða skal starfshópurinn kanna kosti þess að setja heildarlöggjöf um framkvæmda allra almennra kosninga. Til að tryggja breiða aðkomu að endurskoðun kosningalaga gefst kostur á að koma athugasemdum á framfæri um efnið nú á fyrstu stigum vinnunar fyrir 22. janúar 2019. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 892 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með drög að umsögn frá Dalvíkurbyggð um ofangreint. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá leikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 7. janúar 2018 þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 vegna langtímaveikinda starfsmanna. Óskað er eftir viðauka við laun að upphæð kr. 1.078.395.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 892 Byggðaráð samþykkir samljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 1/ 2019 við fjárhagsáætlun 2019 vegnar deildar 04140 Krílakot og tillaga um ráðstöfun á móti er lækkun á handbæru fé. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • Tekið fyrir erindi frá leikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 7. janúar 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 vegna langtímaveikinda starfsmanna. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 3.716.448.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 892 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 2 / 2019 við fjárhagsáætlun 2019 við deild 04140 Krílakot vegna launa og ráðstöfun á móti lækkun á handbæru fé. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Árskógarskóla, dagsett þann 3. janúar 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 vegna bilunar á þvottavél sem ekki borgi sig að gera við. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 80.000 vegna liðar 04240-2810 og kr. 5.000 á lið 04240-4180 vegna flutningskostnaðar, alls kr. 85.000.

  Til umræðu ofangreint.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 892 Byggðaráð hafnar samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindri beiðni um viðauka og felur skólastjóra að finna svigrúm innan fjárhagsramma skólans. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 891. fundi byggðaráðs þann 20. desember 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
  "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila skólastjóra Árskógarskóla að auglýsa sem fyrst á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga allt að 62,5% stöðugildi við Árskógarskóla tímabundið fram að lokun Kötlukots vori 2019. Óskað er eftir erindi frá Árskógarskóla sem fyrst um ráðningu og viðauka sem hægt væri að taka fyrir í byggðaráði í upphafi nýs ár."

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá skólastjóra Árskógarskóla, dagsett þann 9. janúar 2018, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 1.534.358 vegna launakostnaðar vegna tímabundinnar ráðningar í stuðning / sérkennslu í 62,5% stöðu við Árskógarskóla.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 892 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um launaviðauka nr. 3/ 2019 við fjárhagsáætlun 2019, deild 04240 Árskógarskóli, vegna launakostnaðar vegna ráðningar tímabundið og að kostnaði sé mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • Tekin fyrir beiðni frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 9. janúar 2019, um viðauka við fjárhagsáætlun 2019, deild 06500, vegna afleysingar vegna veikinda starfsmanns að upphæð kr. 1.009.930.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 892 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um launaviðauka nr. 4 / 2019 við fjárhagsáætlun 2019, deild 06500 Íþróttamiðstöð, að upphæð kr. 1.009.930 og ráðstöfun á móti sé lækkun á handbæru fé. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eyþings nr. 315 frá 11.12.2018 og fundargerð fulltrúaráðs Eyþings frá 23.11.2018. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 892 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

3.Atvinnumála- og kynningarráð - 40, frá 09.01.2019

Málsnúmer 1901002FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
2. liður; sér liður á dagskrá.
 • Á fundinum var gert grein fyrir beiðni frá N4 um samstarf milli Dalvíkurbyggðar og N4 í formi auglýsingasamnings.

  Eftir skoðun málsins innanhúss var ákveðið að ekki væri hægt að verða við beiðni frá N4 um samstarf.
  Atvinnumála- og kynningarráð - 40 Atvinnumála- og kynningarráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda niðurstöðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 39. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 5. desember 2018 var þjónustu- og upplýsingafulltrúa falið að vinna að aðgerðaráætlun að teknu tilliti til niðurstaðna vinnuhópanna ásamt tillögum ráðsins að afgreiðslu.

  Með fundarboði atvinnumála- og kynningarráðs fylgdu uppfærð drög.

  Til umræðu ofangreint.
  Atvinnumála- og kynningarráð - 40 Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum fyrirliggjandi Atvinnustefnu Dalvíkurbyggðar og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • Nú hefur verið lokið við gerð þriggja kynningarmyndbanda fyrir Dalvíkurbyggð og voru þau frumsýnd í afmæliskaffi sveitarfélagsins þann 16. desember sl. Markmiðið er að nota kynningarmyndböndin til markaðssetningar á Dalvíkurbyggð og stefnt er að því að deila myndböndunum s.s. á Internetinu, á samfélagsmiðlum og jafnvel í sjónvarpi.

  Með fundarboði fylgdi áætlun þjónustu- og upplýsingafulltrúa hvað varðar möguleika í markaðssetningu myndbandanna.

  Til umræðu ofangreint.
  Atvinnumála- og kynningarráð - 40 Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa að vinna eftir tillögu að markaðssetningu myndbandanna innan heimildar í starfs- og fjárhagsáætlun 2019. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tók:
  Katrín Sigurjónsdóttir.

  Lagt fram til kynningar.
 • Undanfarin ár hefur eitt af verkefnum atvinnumála- og kynningarráðs verið að heimasækja fyrirtæki í sveitarfélaginu og/eða fá ákveðnar atvinnugreinar á fund ráðsins.

  Markmiðið með þessum heimsóknum er að kynna sér starfsemi fyrirtækja í sveitarfélaginu og fá betri yfirsýn yfir stöðu atvinnulífsins og framtíðarhorfur.

  Til umræðu framhald á þessu verkefni.
  Atvinnumála- og kynningarráð - 40 Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fela þjónustu- og upplýsingafulltrúa að koma með tillögu að heimsóknum í fyrirtæki út kjörtímabilið. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tók:
  Katrín Sigurjónsdóttir.

  Lagt fram til kynningar.
 • 3.5 201901021 Fjárhagsrammi 2019
  Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti gildandi fjárhagsramma 2019 fyrir þau verkefni sem eru á borði ráðsins og starfsmanna ráðsins. Atvinnumála- og kynningarráð - 40 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar. Eru því allir liðir hennar lagðir fram til kynningar en liður 2 er sér liður á dagskrá.

4.Fræðsluráð - 233, frá 09.01.2019

Málsnúmer 1901001FVakta málsnúmer

 • Friðrik Arnarson, deildarstjóri í Dalvíkurskóla kynnti helstu niðurstöður Skólapúlsins. Fræðsluráð - 233 Lagt fram til kynningar og umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Jónína Garðarsdóttir og Bjarni J. Valdimarsson, Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, Arna Arngrímsdóttir og Telma Björg Þórarinsdóttir mættu til fundar kl. 8:37

  Fræðsluráð tók upp og fór yfir bókun byggðaráðs frá 25. október 2018 þar sem bókað var að farið yrði í heildstæða skoðun á rekstri og fjárfestingum sveitarfélagsins með vinnuhópum kjörinna fulltrúa og starfsmanna.


  Fræðsluráð - 233 Lagt fram til kynningar og umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, lagði fram fjárhagslegt stöðumat á málaflokk 04 - janúar til og með nóvember 2018. Fræðsluráð - 233 Lagt fram til kynningar og umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir leikskólastjóri upplýsti fræðsluráð um stöðu starfsmannamála. Fræðsluráð - 233 Lagt fram til kynningar og umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson fór yfir og kynnti drög að starfsáætlun fræðsluráðs 2019. Fræðsluráð - 233 Lagt fram til kynningar og umræðu, fræðsluráð felur starfsmönnum skólaskrifstofu að vinna drög að starfsáætlun. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tóku:
  Katrín Sigurjónsdóttir.
  Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.

  Lagt fram til kynningar.
 • Fræðsluráð fór í kynnisferð og skoðaði húsakynni, aðstöðu og starfsemi í Árskógarskóla. Fræðsluráð - 233 Fræðsluráð þakkar fyrir góðar móttökur í Árskógarskóla. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar. Eru því allir liðir lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

5.Íþrótta- og æskulýðsráð - 106, frá 08.01.2019

Málsnúmer 1901003FVakta málsnúmer

 • Íþrótta- og æskulýðsráð - 106 Samkvæmt reglum um kjör á íþróttamanni ársins eru það aðal- og varamenn í íþrótta- og æskulýðsráði sem kjósa til móts við kosningu íbúa.

  Byrjað var á því að fara yfir og ræða allar tilnefningar og ábendingar, að því loknu fór fram leynileg kosning.

  Eftirfarandi tilnefningar bárust:

  Andrea Björk Birkisdóttir - Skíðafélag Dalvíkur

  Amanda Guðrún Bjarnadóttir - Golfklúbburinn Hamar

  Snorri Eldjárn Hauksson - Knattspyrna - Dalvík/Reynir

  Svavar Örn Hreiðarsson - Hestamannafélagið Hringur

  Viktor Hugi júlíusson - Frjálsíþróttadeild UMFS

  Einnig sendi Kraftlyftingarfélag Akureyrar inn ábendingu um Ingva Örn Friðriksson. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með 4 atkvæðum að tilnefna einnig Ingva Örn til kjörs á íþróttamanni ársins.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Íþrótta- og æskulýðsráð - 106 Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að taka til efnislegrar meðferðar tvær umsóknir til viðbótar.

  Elvar Freyr Jónsson
  Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Elvar Frey um kr. 75.000.- og vísar því á lið 06-80.

  Brynjólfur Máni Sveinsson
  Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Brynjólf Mána um kr. 75.000.- og vísar því á lið 06-80.

  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tók:
  Katrín Sigurjónsdóttir.


  Lagt fram til kynningar.
 • Íþrótta- og æskulýðsráð - 106 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur sent til umsagnar frumvarp til laga um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs.
  Lagt fram til kynningar.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 5.4 201812091 Þing ungmenna 2019
  Íþrótta- og æskulýðsráð - 106 Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir því að Þing ungmenna í Dalvíkurbyggð verði haldið fimmtudaginn 24. janúar 2019 í Víkurröst. Á því þingi verður kosið nýtt ungmennaráð Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Íþrótta- og æskulýðsráð - 106 Samningar við íþróttafélögin í Dalvíkurbyggð renna út um næstu áramót. Endurnýja þarf núverandi samninga sem voru fyrir síðustu 4 ár. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að fela sviðstjóra og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að funda með öllum íþróttafélögunum og kanna hvort það séu óskir um breytingar á núverandi samningum og gera drög að nýjum samningum samkvæmt þeim fundum. Fulltrúar félaga verða svo kallaðir eftir þörfum á fund ráðsins.
  Áætlað er að klára þessa vinnu fyrir vorfund ráðsins í maí. Þessi samningsdrög verða svo nýtt við vinnu við fjárhagsáætlun í haust þar sem endanlegir samningar verði samþykktir.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Íþrótta- og æskulýðsráð - 106 Kjöri íþróttamanns UMSE 2018 verður lýst í safnaðarheimili Dalvíkurkirkju þann 9. janúar næstkomandi kl. 18. Auk þess verða veittar viðurkenningar til fjölda einstaklinga, sem hafa orðið Íslands- eða bikarmeistarar, sett Íslandsmet, orðið meistarar á Landsmótum UMFÍ eða eru í landsliðum, unglingalandsliðum, afreks- eða úrvalshópum sérsambandanna.

  Ungmennasamband Eyjafjarðar óskar eftir styrk til þess að halda viðburðinn
  Íþrótta- og æskulýðsráð hafnar erindinu og bendir UMSE að sækja um styrki við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert.

  Að auki bíður UMSE fulltrúum Dalvíkurbyggðar að vera viðstaddir kjör íþróttamanns UMSE 2018.
  Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fari á viðburðinn fyrir hönd ráðsins.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Íþrótta- og æskulýðsráð - 106 Fyrir fjárhagsáætlun 2018 sendi GHD inn erindi um ósk um aukið fjárframlag annars vegar vegna vélakaupa og hins vegar vegna hönnunar/úttektar á golfvellinum. GHD fékk samþykki fyrir allt að 5.000.000.- til vélakaupa sem það hefur nýtt og svo 10.000.000.- í hönnunar/úttektarkostnað vegna golfvallar sem GHD nýtti ekki á síðasta ári.

  GHD fannst það ekki réttlætanlegt að taka ósk GHD um að gera ráð fyrir golfvelli í fólkvanginum og láta kjósa um það ef síðan þarf ekki að gera það með aðra kosti. Með því að gert verði ráð fyrir golfvelli í fólkvanginum yrði samnýting á þeim mannvirkjum sem nú eru til staðar og það væri hægt að hafa heilsársrekstur með starfsmönnum sem nýtast bæði GHD og SD.

  GHD fannst því óábyrgt að nota/eyða þeim 10 milljónum sem það hafði fengið samþykki fyrir í vinnu/endurbætur sem væri ekki örugglega til lausnar á framtíðaraðstöðu golfklúbbsins.

  Fram kemur að hver sem niðurstaðan verður í staðsetningu golfvallar, er eftir sem áður mikil þörf á fjármagni til viðhalds og endurbóta á þeim mannvirkjum og tækjum sem þegar eru í rekstri klúbbsins. Stjórn GHD er að vinna að framkvæmda- og kostnaðaráætlun fyrir klúbbinn fyrir næstu ár, sem verður skilað inn fljótlega á nýju ári.
  Lagt fram til kynningar.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar. Eru því allir liðir hennar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

6.Menningarráð - 71, frá 19.12.2018

Málsnúmer 1812010FVakta málsnúmer

 • Framtíð safna í Dalvíkurbyggð og næstu skref. Menningarráð - 71 Undir þessum lið kom Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna á fundinn kl. 08:15. Björk fór yfir málefni safnamála í Dalvíkurbyggð. Menningarráð fól Björk Hólm að endurskoða og gera breytingar á stefnu um listaverkasafn Dalvíkurbyggðar fyrir næsta fund menningarráðs.

  Björk vék af fundi kl. 09:20  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar. Er því fundargerðin lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.

7.Ungmennaráð - 18, frá 20.12.2018

Málsnúmer 1812014FVakta málsnúmer

 • Ungmennaráð - 18 Lagt fram til kynningar yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 7.2 201812091 Þing ungmenna 2019
  Ungmennaráð - 18 Ungmennaráð vann að undirbúningi ungmennaþings sem fram fer á næsta ári. Samþykkt er að þing ungmenna 2019 verði haldið 24. janúar og kosið verði um nýja fulltrúa í ungmennaráð á því þingi, sem sitja þá til næstu tveggja ára. Næsti fundur ungmennaráðs verður 14. janúar kl. 16:45. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar. Eru því allir liðir lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

8.Umhverfisráð - 314, frá 11.01.2019

Málsnúmer 1901006FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
3. liður, sér liður á dagskrá.
5. liður, sér liður á dagskrá.
 • Til kynningar hugmynd umhverfisstjóra að viljayfirlýsingu milli sveitarfélagsins og fyrirtækja um hreinsunarátak 2019.
  Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri kom inn á fundinn undir þessum lið kl.08:18.
  Umhverfisráð - 314 Umhverfisráði lýst vel á framlagt fyrirkomulag og felur umhverfisstjóra að heimsækja fyrirtæki í sveitarfélaginu og ganga frá samkomulagi þar sem það á við. Ráðið gefur umhverfisstjóra tímaramma fram að næsta fundi ráðsins í febrúar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Til umræðu framkvæmdir í friðlandi Svarfdæla 2019. Umhverfisráð - 314 Valur Þór fór yfir þær framkvæmdir sem gert er ráð fyrir að farið verði í næsta sumar.
  1. Lagfæringar og endurnýjun á skiltum og merkingum.
  2. Lagfæra göngustíga.
  3. Merkingar við göngubrúnna við Hánefsstaðareit.

  Valur Þór vék af fundi kl. 09:05
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Til kynningar samantekt á gögnum fyrir deiliskipulag Hauganess.
  Undir þessum lið kom inn á fundinn kl. 09:08 Ágúst Hafsteinsson skipulagsráðgjafi.

  Umhverfisráð - 314 Ágúst Hafsteinsson vék af fundi kl. 10:18


  Umhverfisráð leggur til að hafin verði vinna við deiliskipulagstillögu Hauganess samkvæmt eftirfarandi.
  Reitur 752-Ib verði mörk deiliskipulagsins að norðan, reitur 753-Ib deiliskipulagsmörk að sunnan. Austurmörk svæðisins til sjávar og vesturmörk samkvæmt gildandi þéttbýlismörkum aðalskipulags.
  Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagkrá.
 • Til umræðu staðsetning á fyrirhuguðu strætóskýli, gangbraut við Hafnarbraut 1 (gamla frystihúsið), gatnamót Skíðabrautar, Hafnarbrautar og Grundargötu og göngustígur frá Olís að Árgerði. Umhverfisráð - 314 Umhverfisráð leggur til að fyrirhugað strætóskýli verði staðsett á móts við Kjörbúðina. Sviðsstjóra falið að ræða við lóðarhafa.
  Fyrirhuguð staðsetning á gangbraut við Hafnarbraut verði sunnan gatnamóta Karlsrauðatorgs og Hafnarbrautar.
  Ráðið bíður eftir endanlegri tillögu frá Vegagerðinni að breytingu gatnamóta Skíðabrautar,Grundargötu og Hafnarbrautar.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Lagt fram erindi dags 17. desember 2018 frá sveitarfélaginu Skagafirði þar sem óskað er eftir umsögn vegna tillögu að breytingum á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Umhverfisráð - 314 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við framlagðar tillögur.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
 • Á 312. fundi umhverfisráðs þann 7. nóvember 2018 var eftirfarandi bókað
  " Umhverfisráð felur sviðsstjóra að leggja fram tillögu að breytingu á úthlutunarreglum sem varða frístundalóðir, atvinnu/iðnaðarlóðir og fjölbýlishúsalóðir."
  Sviðsstjóri leggur fram tillögu að breytingum á úthlutunarreglum
  Umhverfisráð - 314 Afgreiðslu frestað til næsta fundar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Lagðar fram til kynningar nýjar verklagsreglur vegna birtingar á fylgiskjölum með fundargerð á vef. Umhverfisráð - 314 Lagt fram til kynningar
  Umhverfisráð fagnar þessum nýju verklagsreglum.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 891. fundi byggðarráðs var effirfarandi bókað
  " Tekið fyrir erindi frá Umhverfisstofnun, dagsett þann 10. desember 2018, þar sem óskað er tilnefningar frá Dalvíkurbyggð á einum fulltrúa í þriggja manna nefnd umsjónar með Friðlandi Svarfdæla. Forstjóri Umhverfisstofnunar skipar í nefndina og velur út tilnefningum. Einn fulltrúi er frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar og formaðurinn kemur frá Umhverfisstofnun. Tilnefningaraðili ber kostnað af setu fulltrúa sinna í nefndinni.

  Til umræðu ofangreint.

  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að tilnefna Val Þór Hilmarsson, umhverfisstjóra, sem fulltrúa Dalvíkurbyggðar í umsjónarnefnd með Friðlandi Svarfdæla.
  Umhverfisráð - 314 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, liðir 3 og 5 eru sérliður á dagskrá. Eru því allir liðir lagðir fram til kynningar.

9.Frá 892. fundi byggðaráðs þann 10.01.2019; beiðni um launaviðauka frá leikskólastjóra Krílakots.

Málsnúmer 201812026Vakta málsnúmer

Á 892. fundi byggðaráðs þann 10. janúar 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá leikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 7. janúar 2018 þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 vegna langtímaveikinda starfsmanna. Óskað er eftir viðauka við laun að upphæð kr. 1.078.395. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 1/ 2019 við fjárhagsáætlun 2019 vegnar deildar 04140 Krílakot og tillaga um ráðstöfun á móti er lækkun á handbæru fé. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun 2019, deild 04140, vegna langtímaveikindalauna að upphæð kr. 1.078.395. Ráðstöfun á móti þessum viðauka er lækkun á handbæru fé.

10.Frá 892. fundi byggðaráðs þann 10.01.2019; beiðni um launaviðauka frá leikskólastjóra Krílakots

Málsnúmer 201812028Vakta málsnúmer

Á 892. fundi byggðaráðs þann 10. janúar 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá leikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 7. janúar 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 vegna langtímaveikinda starfsmanna. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 3.716.448. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 2 / 2019 við fjárhagsáætlun 2019 við deild 04140 Krílakot vegna launa og ráðstöfun á móti lækkun á handbæru fé. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2019 við deild 04140; Krílakot. Um er að ræða launaviðauka vegna langtímaveikinda að upphæð kr. 3.716.448 og að viðaukanum er mætt með lækkun á handbæru fé.

11.Frá 892. fundi byggðaráðs þann 10.01.2019; Beiðni um launaviðauka frá skólastjóra Árskógarskóla.

Málsnúmer 201812025Vakta málsnúmer

Á 892. fundi byggðaráðs þann 10. janúar 2019 var eftirfarandi bókað:
"Á 891. fundi byggðaráðs þann 20. desember 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað: "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila skólastjóra Árskógarskóla að auglýsa sem fyrst á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga allt að 62,5% stöðugildi við Árskógarskóla tímabundið fram að lokun Kötlukots vori 2019. Óskað er eftir erindi frá Árskógarskóla sem fyrst um ráðningu og viðauka sem hægt væri að taka fyrir í byggðaráði í upphafi nýs ár." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá skólastjóra Árskógarskóla, dagsett þann 9. janúar 2018, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 1.534.358 vegna launakostnaðar vegna tímabundinnar ráðningar í stuðning / sérkennslu í 62,5% stöðu við Árskógarskóla. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um launaviðauka nr. 3/ 2019 við fjárhagsáætlun 2019, deild 04240 Árskógarskóli, vegna launakostnaðar vegna ráðningar tímabundið og að kostnaði sé mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2019. Um er að ræða launaviðauka við deild 04240, Árskógarskóli, og er honum mætt með lækkun á handbæru fé.

12.Frá 892. fundi byggðaráðs þann 10.01.2019; Beiðni um launaviðauka frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

Málsnúmer 201901040Vakta málsnúmer

Á 892. fundi byggðaráðs þann 10. janúar 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir beiðni frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 9. janúar 2019, um viðauka við fjárhagsáætlun 2019, deild 06500, vegna afleysingar vegna veikinda starfsmanns að upphæð kr. 1.009.930. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um launaviðauka nr. 4 / 2019 við fjárhagsáætlun 2019, deild 06500 Íþróttamiðstöð, að upphæð kr. 1.009.930 og ráðstöfun á móti sé lækkun á handbæru fé. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun 2019 vegna veikindalauna deild 06500 Íþróttamiðstöð að upphæð kr. 1.009.930. Viðaukanum verður mætt með lækkun á handbæru fé.

13.Frá 40. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 09.01.2019; Atvinnustefna ásamt aðgerðaráætlun.

Málsnúmer 201601026Vakta málsnúmer

Á 40. fundi Atvinnumála- og kynningarráðs þann 9. janúar 2019 var eftirfarandi bókað:
"Á 39. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 5. desember 2018 var þjónustu- og upplýsingafulltrúa falið að vinna að aðgerðaráætlun að teknu tilliti til niðurstaðna vinnuhópanna ásamt tillögum ráðsins að afgreiðslu. Með fundarboði atvinnumála- og kynningarráðs fylgdu uppfærð drög. Til umræðu ofangreint. Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum fyrirliggjandi Atvinnustefnu Dalvíkurbyggðar og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. "

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi ofangreind tillaga að Atvinnustefnu Dalvíkurbyggðar.

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að Atvinnustefnu Dalvíkurbyggðar og fagnar henni.

14.Frá 314. fundi umhverfisráðs þann 11.01.2019; Deiliskipulag Hauganesi

Málsnúmer 201901044Vakta málsnúmer

Á 314. fundi umhverfisráðs þann 11. janúar 2019 var eftirfarandi bókað:
"Til kynningar samantekt á gögnum fyrir deiliskipulag Hauganess. Undir þessum lið kom inn á fundinn kl. 09:08 Ágúst Hafsteinsson skipulagsráðgjafi.
Ágúst Hafsteinsson vék af fundi kl. 10:18 Umhverfisráð leggur til að hafin verði vinna við deiliskipulagstillögu Hauganess samkvæmt eftirfarandi. Reitur 752-Ib verði mörk deiliskipulagsins að norðan, reitur 753-Ib deiliskipulagsmörk að sunnan. Austurmörk svæðisins til sjávar og vesturmörk samkvæmt gildandi þéttbýlismörkum aðalskipulags. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu umhverfisráðs um að hafin verði vinna við deiliskipulagstillögu Hauganess samkvæmt eftirfarandi: Reitur 752-Ib verði mörk deiliskipulagsins að norðan, reitur 753-Ib deiliskipulagsmörk að sunnan. Austurmörk svæðisins til sjávar og vesturmörk samkvæmt gildandi þéttbýlismörkum aðalskipulags.

15.Frá 314. fundi umhverfisráðs þann 11.01.2019; Tillaga að breytingum á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

Málsnúmer 201812073Vakta málsnúmer

Á 314. fundi umhverfisráðs þann 11. janúar 2019 var eftirfarandi bókað:
"Lagt fram erindi dags 17. desember 2018 frá sveitarfélaginu Skagafirði þar sem óskað er eftir umsögn vegna tillögu að breytingum á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.
Umverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við framlagðar tillögur."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og gerir ekki athugasemdir við framlagðar tillögur hvað varðar breytingar á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.

16.Frá Auði Helgadóttur; Beiðni úr lausn úr skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga

Málsnúmer 201901045Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Auði Helgadóttur, rafpóstur dagsettur þann 10. janúar 2019, þar sem Auður óskar eftir lausn úr skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita Auði Helgadóttur lausn frá störfum í skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga.

17.Frá Guðríði Sveinsdóttur; Beiðni um lausn frá störfum sem varamaður í íþrótta- og æskulýðsráði

Málsnúmer 201901047Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Guðríði Sveinsdóttur, rafbréf dagsett þann 14. janúar 2019, þar sem hún óskar eftir lausn frá störfum sem varamaður í íþrótta- og æskulýðsráði þar sem hún hefur misst kjörgengi sitt vegna lögheimilsflutninga úr sveitarfélaginu.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita Guðríði Sveinsdóttur lausn frá störfum sem varamaður í þrótta- og æskulýðsráði.

18.Kosningar í nefndir og ráð skv. Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201901046Vakta málsnúmer

Til máls Guðmundur St. Jónsson sem leggur fram eftirfarandi tillögu:

a) Aðalmaður í skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga

Dagbjört Sigurpálsdóttir, kt. 050478-3279 í stað Auðar Helgadóttur.

b) Varamaður í Íþrótta- og æskulýðsráð

Marinó Þorsteinsson, kt. 281058-2749 í stað Guðríðar Sveinsdóttur.

Fleiri tóku ekki til máls.

Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því Dagbjört og Marinó réttkjörin.

19.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201810058Vakta málsnúmer

Forseti sveitarstjórnar bar upp þá tillögu að taka þetta mál fyrir til umfjöllunar og afgreiðslu undir luktum dyrum með vísan í heimild í 12. gr. Samþykktar um stjórn Dalvíkurbyggðar.
Sveitarstjórn samþykkti samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta.

Bókað í trúnaðarmálabók.

20.Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 19, frá 17.12.2018

Málsnúmer 1812012FVakta málsnúmer

Til kynningar.
 • 20.1 201802004 Undirbúningur framkvæmda
  Á 18. fundi stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses þann 6. desember 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
  "Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum drög að minnispunktum til að senda Kötlu ehf. og að óska svara innan ákveðins tímafrests við þeim spurningum sem lagðar fram af stjórn í samvinnu við From Ráðgjöf ehf."

  Á fundinum var farið yfir þau svör sem bárust föstudaginn 14. desember s.l. ásamt drögum að verksamingi frá Kötlu ehf.

  Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 19 Farið var yfir þau drög sem lágu fyrir frá Kötlu ásamt því að rætt var við þau Ágúst Hafsteinsson, Guðrúnu Pálínu Jóhannsdóttur og Jón Inga Sveinsson í síma þar sem drögin voru rædd. Guðrúnu Pálínu var falið að fá álit lögmanns sveitarfélagsins á drögunum fyrir næsta fund.
  Ákveðið að kalla þá Ágúst og Jón Inga til fundar fimmtudaginn 20. desember til nánari viðræðna.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tók:
  Jón Ingi Sveinsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað varðar umfjöllun um liði 20. - 23. og vék af fundi við umfjöllun kl. 16:46.

  Fundargerðin lögð fram til kynningar og enginn tók til máls.

21.Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 20, frá 19.12.2018

Málsnúmer 1812013FVakta málsnúmer

Til kynningar.
 • 21.1 201802004 Undirbúningur framkvæmda
  Undir þessum lið komu á fund stjórnar Jón Ingi Sveinsson frá Kötlu ehf. kl. 8:15 og Ágúst Hafsteinsson, frá Form ráðgjöf ehf., kl. 8:25.


  Á 19. fundi stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses þann 17. desember s.l. var eftirfarandi bókað:
  "Á 18. fundi stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses þann 6. desember 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
  "Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum drög að minnispunktum til að senda Kötlu ehf. og að óska svara innan ákveðins tímafrests við þeim spurningum sem lagðar fram af stjórn í samvinnu við From Ráðgjöf ehf."

  Á fundinum var farið yfir þau svör sem bárust föstudaginn 14. desember s.l. ásamt drögum að verksamningi frá Kötlu ehf.
  Farið var yfir þau drög sem lágu fyrir frá Kötlu ásamt því að rætt var við þau Ágúst Hafsteinsson, Guðrúnu Pálínu Jóhannsdóttur og Jón Inga Sveinsson í síma þar sem drögin voru rædd. Guðrúnu Pálínu var falið að fá álit lögmanns sveitarfélagsins á drögunum fyrir næsta fund.
  Ákveðið að kalla þá Ágúst og Jón Inga til fundar fimmtudaginn 20. desember til nánari viðræðna."

  Á fundinum var farið yfir ofangreind drög að verksamningi frá Kötlu ehf.

  Jón Ingi vék af fundi kl. 9:48.

  Börkur vék af fundi til annarra starfa kl. 10:00.

  Á fundinum var unnið að bréfi til Kötlu ehf. er varðar forsendur samningsgrundvallar við Kötlu ehf.
  Haft var samráð við Árna Pálsson, lögmann hjá PACTA, í gegnum síma á fundinum.

  Ágúst vék af fundi kl. 11:13.
  Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 20 Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela formanni stjórnar að senda ofangreint bréf til Kötlu ehf. með fyrirvara um samþykki frá Berki Þór Ottóssyni. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Fundargerðin lögð fram til kynningar og enginn tók til máls.

22.Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 21, frá 04.01.2019

Málsnúmer 1901007FVakta málsnúmer

Til kynningar.
 • 22.1 201802004 Undirbúningur framkvæmda
  Á 20. fundir stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses þann 19. desember 2018 var eftirfarandi bókað:

  "Undir þessum lið komu á fund stjórnar Jón Ingi Sveinsson frá Kötlu ehf. kl. 8:15 og Ágúst Hafsteinsson, frá Form ráðgjöf ehf., kl. 8:25.

  Á 19. fundi stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses þann 17. desember s.l. var eftirfarandi bókað:
  "Á 18. fundi stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses þann 6. desember 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
  "Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum drög að minnispunktum til að senda Kötlu ehf. og að óska svara innan ákveðins tímafrests við þeim spurningum sem lagðar fram af stjórn í samvinnu við From Ráðgjöf ehf."

  Á fundinum var farið yfir þau svör sem bárust föstudaginn 14. desember s.l. ásamt drögum að verksamningi frá Kötlu ehf.
  Farið var yfir þau drög sem lágu fyrir frá Kötlu ásamt því að rætt var við þau Ágúst Hafsteinsson, Guðrúnu Pálínu Jóhannsdóttur og Jón Inga Sveinsson í síma þar sem drögin voru rædd. Guðrúnu Pálínu var falið að fá álit lögmanns sveitarfélagsins á drögunum fyrir næsta fund.
  Ákveðið að kalla þá Ágúst og Jón Inga til fundar fimmtudaginn 20. desember til nánari viðræðna."

  Á fundinum var farið yfir ofangreind drög að verksamningi frá Kötlu ehf.

  Jón Ingi vék af fundi kl. 9:48.

  Börkur vék af fundi til annarra starfa kl. 10:00.

  Á fundinum var unnið að bréfi til Kötlu ehf. er varðar forsendur samningsgrundvallar við Kötlu ehf.
  Haft var samráð við Árna Pálsson, lögmann hjá PACTA, í gegnum síma á fundinum.

  Ágúst vék af fundi kl. 11:13.

  Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela formanni stjórnar að senda ofangreint bréf til Kötlu ehf. með fyrirvara um samþykki frá Berki Þór Ottóssyni."

  Á fundinum var farið yfir svarbréf frá Kötlu ehf., móttekið þann 2. janúar 2019, sbr. frestur sem gefinn var, við erindi stjórnar frá fundi þann 19. desember s.l. hvað varðar forsendur fyrir samningsgrundvelli við Kötlu ehf.

  Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 21 Á fundinum var tekið saman svar til Kötlu ehf. við ofangreindu svarbréfi móttekið þann 2. janúar s.l. og varðandi þá spurningu sem kemur fram í rafpósti Kötlu ehf. dagsettur þann 3. janúar 2019 um svar strax eftir fund stjórnar hvort samningar náist.

  Eftir yfirferð á fundinum þá liggur fyrir að nokkrum álitaefnum er ósvarað sem leita þarf svara við frá ráðgjöfum og því næst ekki að ljúka svarbréfi á þessum fundi.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Fundargerðin lögð fram til kynningar.

  Enginn tók til máls.

23.Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 22, frá 09.01.2019

Málsnúmer 1901008FVakta málsnúmer

Til kynningar.
 • 23.1 201802004 Undirbúningur framkvæmda
  Á 21. fundi stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar var meðal annars eftirfarandi bókað:

  "Á fundinum var tekið saman svar til Kötlu ehf. við ofangreindu svarbréfi móttekið þann 2. janúar s.l. og varðandi þá spurningu sem kemur fram í rafpósti Kötlu ehf. dagsettur þann 3. janúar 2019 um svar strax eftir fund stjórnar hvort samningar náist.

  Eftir yfirferð á fundinum þá liggur fyrir að nokkrum álitaefnum er ósvarað sem leita þarf svara við frá ráðgjöfum og því næst ekki að ljúka svarbréfi á þessum fundi."

  Á fundinum var áfram unnið að svarbréfi til Kötlu ehf. út frá þeim upplýsingum sem aflað hefur verið á milli funda.

  Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 22 a) Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi svarbréf til Kötlu ehf., dagsett þann 9. janúar 2019, þar sem samantekið kemur fram að það er niðurstaðan að stjórnin telur fullreynt að hægt sé að ná samkomulagi og tilkynnir að viðræðum um gerð verksamnings er slitið. Óskað er eftir skriflegri staðfestingu frá Kötlu ehf. um ofangreind málalok.
  b) Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að verkið verði boðið út í opnu útboði í samræmi við lög um opinber innkaup.
  c) Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Ágústi Hafsteinssyni hjá Form ráðgjöf að hanna útboðsgögn og undirbúa væntanlegt útboð og felur jafnframt Berki Þór Ottóssyni áframhaldandi samskipti við Ágúst varðandi framkvæmd útboðs, en ekki þó fyrr en búið er að ganga frá öllu er varðar a) lið hér að ofan.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Fundargerðin lögð fram til kynningar og enginn tók til máls.

24.Sveitarstjórn - 308, frá 18.12.2018.

Málsnúmer 1812009FVakta málsnúmer

Til kynningar.
Jón Ingi Sveinsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:47.

Fundargerðin lögð fram til kynningar og enginn tók til máls.

Fundi slitið - kl. 17:09.

Nefndarmenn
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson forseti
 • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
 • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
 • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
 • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
 • Felix Rafn Felixson varamaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs