Umhverfisráð

370. fundur 17. mars 2022 kl. 08:15 - 11:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Júlíus Magnússon formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi
Dagskrá
Lilja Bjarnadóttir sat fundinn í fjarfundi.
Ágúst Hafsteinsson, skipulagsráðgjafi sat fundinn undir fyrstu tveimur liðunum.

1.Deiliskipulag Hauganesi

Málsnúmer 201901044Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju deiliskipulagstillaga fyrir Hauganes unnin af Ágústi Hafsteinssyni skipulagsráðgjafa. Fyrri deiliskipulagstillaga fyrir Hauganes var samþykkt í sveitarstjórn þann 14. desember 2021 og var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 20. desember til 14. febrúar 2022. Á auglýsingatíma bárust athugasemdir frá 14 aðilum sem sumar hverjar gáfu tilefni til breytinga sem varð til þess að ákveðið var að auglýsa uppfærða deiliskipulagstillögu.
Umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Deiliskipulag við Dalbæ og Karlsrauðatorg

Málsnúmer 202202043Vakta málsnúmer

Lagðar fram skipulagshugmyndir fyrir deiliskipulag við Dalbæ og Karlsrauðatorg unnar af Ágústi Hafsteinssyni.

Ágúst vék af fundi kl. 10:04.
Umhverfisráð leggur til að unnin verði skipulagslýsing fyrir deiliskipulag svæðisins og það útvíkkað þannig að það taki einnig til lóðar Krílakots og Staðarhóls.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Breytingar á deiliskipulagi hafnarsvæðisins á Dalvík - Gunnarsbraut 8 og 10

Málsnúmer 202106086Vakta málsnúmer

Þann 21. september 2021 samþykkti sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar afgreiðslu umhverfisráðs um að lóðirnar við Gunnarsbraut 8 og Gunnarsbraut 10 yrðu sameinaðar og að breyting á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar yrði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/20210.
Deiliskipulagsbreytingin var í auglýsingu frá 20. desember 2021 til 1. febrúar 2022. Engin athugasemd barst á auglýsingatímanum.
Umhverfisráð leggur til að deiliskipulagsbreytingin taki gildi og verði auglýst í B deild stjórnartíðinda.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Dalvíkurlína 2 - Skipulags- og matslýsing

Málsnúmer 202111092Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar þær umsagnir sem bárust við skipulags- og matslýsingu fyrir Dalvíkurlínu 2.

5.Endurskoðun á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020

Málsnúmer 201806118Vakta málsnúmer

Lögð fram og farið yfir valkostagreiningu fyrir iðnaðar- og athafnasvæði í Dalvíkurbyggð.
Umhverfisráð felur skipulags- og tæknifulltrúa að koma tillögum ráðsins á framfæri við skipulagsráðgjafa og vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Íslandsþari - umsagnarbeiðni

Málsnúmer 202203035Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Skipulagsstofnun til Dalvíkurbyggðar, dagsett 7. mars 2022 en Íslandsþari ehf. hefur sent Skipulagsstofnun tilkynningu um framleiðslu algínata og þaramjöls úr stórþara skv. 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Rétt er að vekja athygli á því að endanleg staðsetning starfseminnar hefur ekki verið ákveðin en í meðfylgjandi greinargerð eru þrjár staðsetningar til skoðunar í tveimur kaupstöðum, þ.e. á Dalvík og Húsavík.

Í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 er óskað eftir umsögn um framkvæmdina. Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort talið sé að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði talið er þurfa að skýra frekar og hvort þau kalli að mati umsagnaraðila á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði umsagnaraðila.

Umsögnin óskast send Skipulagsstofnun fyrir 5. apríl 2022.

Með umsagnarbeiðninni og fundarboðinu fylgdi skýrsla Íslandsþara um verkefnið, unnið af Mannvit hf. Sveitarstjóri kynnti forsögu verkefnisins og aðkomu Dalvíkurbyggðar að því.
Umhverfisráð felur starfsmönnum Framkvæmdasviðs að vinna drög að umsögn um verkefnið fyrir næsta fund ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Umsókn um lóð - Árbakki

Málsnúmer 202203029Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Lolu Kahn og Laurent David Michel Patrizio, dagsett 4. mars 2022, umsókn um að fá að byggja gestahús á lóð með Landnúmer 152224, Árbakka, Árskógssandi.
Umhverfisráð hafnar umsókn um lóðina L152224 á Árskógssandi þar sem að í gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir íbúðabyggð á svæðinu en ekki ferðaþjónustu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Júlíus Magnússon vék af fundi vegna vanhæfis undir liðum 8, 9, 10, 11 og 12.

8.Umsókn um lóð - Öldugata 8

Málsnúmer 202203030Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá EGO hús ehf., dagsett 6. mars 2022, umsókn um að fá úthlutað lóðinni að Öldugötu 8, Árskógssandi til byggingar parhúss eða raðhúss.
Umhverfisráð samþykkir erindið og felur skipulags- og tæknifulltrúa að úthluta lóðinni.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. Júlíus tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

9.Umsókn um lóðir - Öldugata 12, 14 og 16

Málsnúmer 202203031Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá EGO hús ehf., dagsett 6. mars 2022, umsókn um að fá úthlutað lóðunum að Öldugötu 12, 14 og 16, Árskógssandi til byggingar þriggja parhúsa eða raðhúsa.
Umhverfisráð samþykkir erindið og felur skipulags- og tæknifulltrúa að úthluta lóðunum.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. Júlíus tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

10.Umsókn um lóðir - Klapparstígur 4 og 6

Málsnúmer 202203044Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá EGO hús ehf., dagsett 8. mars 2022, umsókn um að fá úthlutað lóðunum að Klapparstíg 4 og 6, Hauganesi til byggingar parhúss eða raðhúss.
Umhverfisráð samþykkir erindið og felur skipulags- og tæknifulltrúa að úthluta lóðunum.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. Júlíus tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

11.Umsókn um lóð - Klapparstígur 9

Málsnúmer 202203042Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá EGO hús ehf., dagsett 8. mars 2022, umsókn um að fá úthlutað lóðunum að Klapparstíg 9, Hauganesi til byggingar raðhúss.
Umhverfisráð samþykkir erindið og felur skipulags- og tæknifulltrúa að úthluta lóðinni.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. Júlíus tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

12.Umsókn um lóð - Klapparstígur 8

Málsnúmer 202203043Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá EGO hús ehf., dagsett 8. mars 2022, umsókn um að fá úthlutað lóðinni að Klapparstíg 8, Hauganesi til byggingar raðhúss.
Umhverfisráð samþykkir erindið og felur skipulags- og tæknifulltrúa að úthluta lóðinni.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. Júlíus tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
Katrín vék af fundinum kl. 11:20.

13.Endurnýjun lóðarleigusamnings - Bárugata 1

Málsnúmer 202203022Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Þorleifi Alberti Reimarssyni, dagsett 3. mars 2022, ósk um endurnýjun á lóðaleigusamning fyrir Bárugötu 1 vegna eigendaskipta eignarinnar.
Erindið er samþykkt og skipulags- og tæknifulltrúa er falið að ganga frá nýjum lóðarleigusamningi fyrir Bárugötu 1.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

14.Endurnýjun lóðarleigusamnings - Karlsbraut 20

Málsnúmer 202203072Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Önnu Jablonska, dagsett 15. mars 2022, umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Karlsbraut 20 vegna eigendaskipta eignarinnar.
Erindið er samþykkt og skipulags- og tæknifulltrúa er falið að ganga frá nýjum lóðarleigusamningi fyrir Karlsbraut 20 með fyrirvara um samþykki meðeigenda hússins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

15.Fundargerðir HNE 2022

Málsnúmer 202203051Vakta málsnúmer

Tekin til kynningar fundargerð Heilbrigðisnefndar Eyjafjarðar frá 223. fundi nefndarinnar þann 2. mars 2022.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Nefndarmenn
  • Júlíus Magnússon formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi