Umhverfisráð

349. fundur 05. febrúar 2021 kl. 08:15 - 11:30 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Júlíus Magnússon varamaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Haukur Arnar Gunnarsson boðaði forföll og í hans stað mætti Júlíus Magnússon

1.Endurskoðun á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020

Málsnúmer 201806118Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar endurskoðun aðalskipulags Dalvíkurbyggðar 2008-2020. Undir þessum lið kom inn á fundinn í fjarfundi Árni Ólafsson, kl. 08:16
Árni vék af fundi kl. 09:17.
Farið yfir skilgreiningar á landnotkunarreitum í drögum að endurskoðuðu aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar.

2.Umsókn um lóð norðan Hauganesvegar

Málsnúmer 202005107Vakta málsnúmer

Á 338. fundi umhverfisráðs þann 12. júní 2020 var tekið jákvætt í umsókn um lóð norðan Hauganess og erindinu vísað til endurskoðunar aðalskipulags og þess deiliskipulags sem er í vinnslu fyrir Hauganes.
Undir þessum lið kom Ágúst Hafsteinsson skipulagsráðgjafi kl. 09:21
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að ræða við umsækjendur um hugmyndir ráðsins.

3.Deiliskipulag Hauganesi

Málsnúmer 201901044Vakta málsnúmer

Þann 15. janúar 2019 samþykkti sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að hafin yrði vinna við deiliskipulag Hauganess.
Tekin var saman lýsing á skipulagsverkefninu þar sem fram kom hvaða áherslur sveitarstjórn hefði við deiliskipulagsgerðina auk upplýsinga um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli, svo sem um kynningu og samráð við skipulagsgerðina gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.
Kynningarfundur á lýsingunni var haldinn í félagsheimilinu Árskógi 25. febrúar 2019
Lögð var fram af Ágústi Hafsteinssyni arkitekt, tillaga að deiliskipulagi á Hauganesi.
Ágúst vék af fundi kl. 10:30
Umhverfisráð fór yfir tillögur að deiliskipulagi Hauganess, lagði fram nokkrar breytingatillögur og felur sviðsstjóra í samráði við skipulagsráðgjafa að vinna tillögurnar áfram og leggja fram á næsta fundi ráðsins.
Lilja Bjarnadóttir vék af fundi kl. 10:34.

4.Deiliskipulag í landi Kóngsstaða

Málsnúmer 202007004Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju, að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br., tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Birkiflatar í Skíðadal. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, sem bendir á möguleg vandamál vegna nálægðar við veg og Minjastofnun Íslands þar sem farið er fram á nánari rannsóknir vegna hugsanlegra minja áður en framkvæmdir hefjast. Engar athugasemdir bárust.
Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að annast gildistöku hennar í samræmi við 42. gr skipulagslaga.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

5.Deiliskipulag þjóðvegarins í gegnum Dalvík

Málsnúmer 202011010Vakta málsnúmer

Lögð var fram kynning með fimm útfærslum á nýtingu göturýmis fyrir akbrautir, gangstéttir og hjólaleið gegnum þéttbýli Dalvíkur. Umhverfisráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum þann 18.12.2020.
Umhverfisráð hefur yfirfarið framlagða kynningu og velur valkost 1 til að setja fram í deiliskipulagi þjóðvegar í þéttbýli Dalvíkur, þar sem að sú tillaga kæmi til með að þjóna íbúum best og stuðla að mestu umferðaröryggi.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum

6.Ósk um nánari skýringar vegna afgreiðslu athugasemda við deiliskipulag fólkvangsins

Málsnúmer 202101091Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 24. janúar 2021 óskar Skíðafélag Dalvíkur eftir nánari skýringum á afgreiðslu ráðsins vegna hávaðamengunar frá snjóframleiðslu.
Umhverfisráð lagði til að bæta við áhrifavaldinum snjóframleiðsla í umhverfismatið af því að lítilsháttar hávaðamengun er vissulega til staðar en niðurstaðan gefur ekki tilefni til viðbragða og hefur þar af leiðandi engin áhrif á snjóframleiðslu í Böggvisstaðafjalli.

7.Til umsagnar tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 370. mál.

Málsnúmer 202101112Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 26. janúar 2021 óskar Umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 370. mál.
Lagt fram til kynningar.

8.Til umsagnar frumvarp til laga um jarðalög (einföldun regluverks, vernd landbúnaðarlands, upplýsingaskyldu o.fl), 375. mál.

Málsnúmer 202101075Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 21. janúar 2021 óskar atvinnuveganefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um jarðalög (einföldun regluverks, vernd landbúnaðarlands, upplýsingaskyldu o.fl), 375. mál.
Lagt fram til kynningar

9.Athugasemdir vegna breytinga á viðmiðunarreglum snjómoksturs

Málsnúmer 202101070Vakta málsnúmer

Til umræðu athugasemdir frá íbúum að Hnjúki vegna endurskoðunar á viðmiðunarreglum snjómoksturs, en rök íbúa í málinu eru eftirfarandi.
1. Hnjúkur, endabær Hlíð mokstur að Hnjúki
2. Melar endabær mokstur að næsta afleggjara Tungufell
3. Kot endabær mokstur að næsta afleggjara Atlastaðir. Allar þessar jarðir voru og eru ekki með fasta búsetu en eru nýttar til nytja bæði til slæju og
skógræktar.
Umhverfisráð getur ekki fallist á rök íbúa Hnjúks. Þar sem ekki er föst búseta í Hlíð er ekki litið á endastöð þar heldur á Hnjúki. Miðað er við síðasta byggða ból, að þar sé mokað að póstkassa, landamerki eða öðrum skýrum kennileitum.
Lengsta heimreið í dölunum er um 1,2 km þar sem fólk þarf að koma sér á mokaðan veg. Sveitarfélagið tekur þátt í mokstri heimreiða sé þess óskað, með því að borga klst nr. tvö gegn framvísun reiknings. Reglurnar eru viðmiðunarreglur og mjög erfitt að ná fullu jafnræði en reynt er að gæta sanngirnissjónarmiða með þeim hætti sem hægt er.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Nefndarmenn
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Júlíus Magnússon varamaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs