Umhverfisráð

322. fundur 31. maí 2019 kl. 08:15 - 11:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Fiskidagurinn 2019

Málsnúmer 201904129Vakta málsnúmer

Til umræðu framkvæmd Fiskidagsins mikla 2019, undir þessum lið kemur Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins Mikla og Tryggvi Dalmann Ólason starfsmaður á umhverfisdeild kl. 08:16.
Umhverfisráð þakkar þeim Júlíusi og Tryggva fyrir umræðuna þar sem fjallað var um löggæslumál,umferðarmál, umhverfismál og öryggismál í tengslumn við Fiskidaginn mikla 2019.

2.Uppfylling á lóð Samherja fyrir neðan kaupfélagsbakkann

Málsnúmer 201704091Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá framkvæmdastjóra Fiskidagsins mikla Júlíusi Júlíussyni dags. 15.12.2016 þar sem óskað er eftir aðkomu Dalvíkurbyggðar við að búa til stalla eða sæti í brekkuna neðan við kaupfélagið. Einnig var tekið fyrir erindi frá stjórn Fiskidagsins mikla dags. 13.04.2017 sem fjallar um sama erindi. Einnig var lagt fram bréf frá Gesti Geirssyni fyrir hönd Samherja sem gefur leyfi fyrir þessari framkvæmd en samþykkið felur ekki í sér neinar fjárhagsskuldbindingar af hálfu Samherja.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umræðu og frekari útfærslu hjá umhverfissráði."
Júlíus og Tryggvi viku af fundi kl. 09:10
Farið yfir erindið frá Júlíusi frá 2016 og ákveðið að ekki verði hægt að verða við þessari beiðni þar sem ekki er gert ráð fyrir fjármagni í þetta verkefni.


3.Stækkun kirkjugarðs við Dalvíkurkirkju

Málsnúmer 201905034Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 06. maí 2019 frá sóknarnefnd Dalvíkursóknar þar sem lýst er áhyggjum nefndarinnar á fyrihuguðum lóðum norðan Hringtúns.
Undir þessum lið kom inn á fundinn Gunnsteinn Þorgilsson formaður sóknarnefndar kl. 09.14
Gunnsteinn vék af fundi kl. 09:44

Ráðið þakkar Gunnsteini fyrir yfirferðina og leggur til að breytingar verði gerðar á fyrirliggjandi gögnum samkvæmt afgreiðslu liða 4 og 5.

4.Breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna Hóla- og Túnhverfis

Málsnúmer 201905163Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, vegna Hóla- og Túnahverfis. Breytingin felur í sér stækkun á reit 312-Íb til norðurs yfir óbyggt svæði. Stækkunin nemur einni þriggja íbúða raðhúsalóð. Drög að breytingunni voru kynnt á opnum íbúafundi þann 11.apríl 2019.
Eftir fund með formanni sóknarnefndar Dalvíkurprestakalls leggur umhverfisráð til að stækkun á reit Íb-312 til norðurs verði minnkuð til vesturs.
Sviðsstjóra falið að óska eftir breytingum á skipulagsuppdrætti.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Breytingar á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis

Málsnúmer 201905162Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Hóla- og Túnahverfi á Dalvík ásamt greinagerð.
Umhverfisráð leggur til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu.
Lóð 18-22 við Hringtún verði breytt úr R1 í P1 (raðhúsalóð í parhúsalóð).
Lóðir við Skógarhóla verði sameinaðar í eina R1 lóð (raðhúsalóð).
Ráðið felur sviðsstjóra að leggja uppfærð gögn fyrir næsta fund ráðsins.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Deiliskipulag Hauganesi

Málsnúmer 201901044Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tillaga að nýju deiliskipulagi Hauganess samkvæmt gögnum frá Ágústi Hafsteinssyni Arkitekt.
Samþykkt var að fela skipulagshöfundi að gera breytingar á tillögunni á svæðum í kringum höfnina, tjaldsvæði, tengingu frá íbúðabyggð að hafnarsvæði og afmörkun verbúðalóða og dælustöðvar.
Lagt til að tillagan verði tekin fyrir að nýju á næsta fundi ráðsins.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Svæðisskipulagsnefnd 2019

Málsnúmer 201905164Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð Svæðisskipulagsnefndar frá 7. maí 2019.
Lagt fram til kynningar

8.Svæðisskipulagsnefnd 2019

Málsnúmer 201905164Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að skipulags- og umhverfisskýrslu Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024 ásamt fylgigögnum
Lagt fram til kynningar

9.Breytingar á reglum um fjármál sveitarfélaga við gildistöku núverandi sveitarstjórnarlaga

Málsnúmer 201904116Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 23. apríl 2019, þar sem kynnt er frumkvæðisathugun ráðuneytisins frá því í janúar 2018 á grundvelli XI. kafla sveitarstjórnarlaga á því hvort og þá hvernig staðið hefði verið að breytingum á fjárhagsáætlunum þeirra sveitarfélaga þar misræmi á innsendum fjárhagsáætlunum sveitarfélaga fyrir árið 2016 og ársreikningum þeirra fyrir sama ár nam 5% eða meira. Það voru 26 sveitarfélög og var óskað eftir upplýsingum og skýringum frá hverju þeirra. Athugun ráðuneytisins hefur leitt i ljós að á umræddu ári var töluverður misbrestur á því að leitað væri heimildar sveitarstjórnar fyrir auknum útgjöldum og fjárfestingum áður en til þeirra var stofnað. Þessar niðurstöður leiða í ljós að framkvæmd fjárhagsáætlunar ársins 2016 var ekki í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga hjá a.m.k. þriðjungi sveitarfélaga landsins. Þeim sveitarfélögum sem tekin voru til skoðunar hefur þegar verið tilkynnt um niðurstöður athugarinnar. Ráðuneytið telur á hinn bóginn einnig mikilvægt að kynna öðrum sveitarfélögum þessa niðurstöðu og hvetja þau til að gæta þess að fjármálastjórn sé ávallt í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga og reglugerðar um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga nr. 1212/2015. Að síðustu skal það upplýst að ráðuneytið hyggst haustið 2020 gera að nýju könnun á framkvæmd sveitarfélaga að þessu leyti, nú vegna fjárhagsáætlana og ársreikninga 2019. Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar

10.Ársreikningur og skýrsla stjórnar Björgunarsveitarinnar Dalvík 2018.

Málsnúmer 201905035Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur og skýrsla stjórnar Björgunarsveitarinnar Dalvík fyrir árið 2018.
Undir þessum lið vék af fundi Haukur Arnar Gunnarsson formaður kl. 11:17
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlagðan ársreikning og skýrslu stjórnar og fagnar því góða starfi sem unnið er innan Björgunarsveitarinnar Dalvík.

11.Brunavarnir í Eyjafirði

Málsnúmer 201903047Vakta málsnúmer

Haukur Arnar kom aftur inn á fundinn kl. 11:20
Til umræðu fundur um brunavarnir í Eyjafirði þann 7. mars s.l. þar sem slökkviliðsstjórinn á Akureyri kynnti fyrir sveitarstjórum sína sýn um mögulegt samstarf um neyðarþjónustu slökkviliðanna við Eyjafjörð og hvort sjá mætti kosti við samrekstur brunavarna í sveitarfélögunum annað hvort í formi samstarfssamnings eða byggðasamlags. Fram kom að reglugerð um starfssemi slökkviliða frá 2018 skyldar slökkviliðin á svæðinu til samstarfs. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samtarfssamningur allra slökkviliða við Eyjafjörð frá 2011 og Brunavarnaráætlun Dalvíkurbyggðar, sem er aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.
Umhverfisráð frestar þessum lið og óskar eftir að fá slökkviliðsstjóra á næsta fund ráðsins.

12.Beiðni um að halda gervihnattadiski á Lokastíg 1

Málsnúmer 201905137Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 09. maí 2019 óskar Pawel Pieczynski eigandi íbúðar 0302 við Lokastíg 1, Dalvík eftir leyfi fyrir gervihnattadisk á svölum íbúðarinnar.
Ráðið frestar afgreiðslu til næsta fundar.

13.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201905160Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 28. maí 2019 óskar Kristján E Hjartarsson fyrir hönd eiganda að Karlsbraut 16, Dalvík eftir byggingarleyfi.
Um er að ræða leyfi vegna endurbyggingar á viðbyggingu samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

Umhverfisráð felur sviðsstjóra að grenndarkynna umsóknina fyrir næstu nágrönnum sem eru:
Karlsbraut 12 og Karlsbraut 18.
Geri nágrannar ekki athugasemdir felur ráðið sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 11:45.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs