Umhverfisráð

369. fundur 04. mars 2022 kl. 08:15 - 11:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Júlíus Magnússon formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Friðrik Vilhelmsson varamaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi
Dagskrá

1.Breyting á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna deiliskipulags Hauganess

Málsnúmer 202111093Vakta málsnúmer

Lögð fram endurnýjuð tillaga að aðalskipulagsbreytingu á Hauganesi, en Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við framsetningu og málsmeðferð við auglýsingu fyrri tillögu.
Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreyting þessi verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Deiliskipulag Hauganesi

Málsnúmer 201901044Vakta málsnúmer

Lagðar fram þær athugasemdir sem bárust við auglýsta tillögu að deiliskipulagi fyrir Hauganes auk breytingartillagna frá skipulagsráðgjafa.
Umhverfisráð fór yfir athugasemdirnar og framlagðar breytingartillögur. Í ljósi þess að auglýsa þarf aðalskipulagsbreytingu fyrir Hauganes upp á nýtt leggur umhverfisráð til að tekið verði tillit til innsendra athugasemda við deiliskipulagstillöguna og að uppfærð tillaga verði lögð fyrir næsta fund ráðsins. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Atvinnulífskönnun 2021

4.Dalvíkurlína 2 - lega jarðstrengs

Málsnúmer 202108059Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð samráðshóps vegna lagningu Dalvíkurlínu 2. Fyrir fundinum lágu einnig skilgreindir valkostir fyrir strenglagningu Dalvíkurlínu 2 frá Hámundarstaðahálsi og að tengivirki í Höfða, en um er að ræða fjórar mismunandi lagnaleiðir.
Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að leið 3 verði valin, þ.e. að lagnaleiðin verði samsíða þjóðveginum að norðan. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Krílakot - Stækkun lóðar

Málsnúmer 202202100Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Gísla Bjarnasyni, sviðsstjóra Fræðslusviðs Dalvíkurbyggðar, þar sem hann óskar eftir stækkun lóðar Krílakots (Karlsrauðatorg 23) vegna endurnýjunar á leiksvæði leikskólans.
Erindi samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Leyfi til uppsetningar á smíðaverkefnum meðfram stígum ofan við Bögg

Málsnúmer 202203013Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Magneu Helgadóttur, þar sem hún, fyrir hönd nemenda Dalvíkurskóla óskar eftir leyfi til þess að koma verkgreinaverkefnum nemenda Dalvíkurskóla í sýningu meðfram göngustígum ofan við Bögg.
Erindi samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Endurskoðun á snjómokstursreglum

Málsnúmer 202107066Vakta málsnúmer

Til umræðu endurskoðun á viðmiðunarreglum snjómoksturs.

8.Ósk um breytingu á reglum og svæði fyrir lausagöngu hunda

Málsnúmer 202203012Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Fanneyju Davíðsdóttur fyrir hönd hundaeigenda í Dalvíkurbyggð þar sem óskað er eftir aðgengilegra hundasvæði yfir vetrartímann. Einnig eru viðraðar hugmyndir um afgirt hundasvæði meira miðsvæðis.
Umhverfisráð leggur til að komið verði til móts við hundaeigendur með því að leyfa lausagöngu hunda í Hrísahöfða frá 1. nóvember til 31. mars, með fyrirvara um leyfi umsjónarnefndar Friðlands Svarfdæla. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

9.Gjaldskrá fyrir Böggvisstaðaskála

Málsnúmer 202202119Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að uppfærðri gjaldskrá fyrir leigu í Böggvisstaðaskála árið 2022.
Umhverfisráð samþykkir framlagða gjaldskrá. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

10.Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis - Samtaka um hringrásarhagkerfi

Málsnúmer 202111007Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir tölvupóstur, dagsettur 28. febrúar 2022, þar sem Eygerður Margrétardóttir, fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga, vekur athygli sveitarfélaga á verkefninu ,,Samtaka um hringrásarhagkerfið" sem er hugsað til þess að aðstoða sveitarfélög við að innleiða fyrirhugaðar breytingar á úrgangsstjórnun sinni. Vekefninu er skipt í þrjá verkefnahluta og hægt er að skrá sveitarfélög til þátttöku til 11. mars nk.
Umhverfisráð leggur til að Dalvíkurbyggð nýti tækifærið og taki þátt í verkefninu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

11.Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldi, 93. mál.

Málsnúmer 202202051Vakta málsnúmer

Lögð fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi vegna sjókvíaeldis.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlagða þingsályktunartillögu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

12.Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 332. mál.

Málsnúmer 202202065Vakta málsnúmer

Lögð fram til umsagnar þingsályktunartillaga um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlagða þingsályktunartillögu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

13.Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 11

Málsnúmer 2202004FVakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 11. afreiðslufundar byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar frá 18. febrúar 2022.
  • 13.1 202108075 Skógarhólar 11 - uppfærðir aðaluppdrættir
    Lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir fyrir Skógarhóla 11 á Dalvík. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 11 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar
  • 13.2 202202002 Umsókn um byggingarleyfi - Vélaskemma við golfvöll
    Fyrir hönd Golfklúbbsins Hamars sækir Kristján Hjartarson um byggingarleyfi fyrir vélageymslu við golfvöll félagsins í Svarfaðardal. Lagðar fram aðalteikningar og skráningartafla unnar af Kristjáni Hjartarsyni byggingafræðingi. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 11 Byggingaáform samþykkt samhljóða og byggingafulltrúa falið að gefa út byggingaleyfi þegar séruppdrættir hafa borist. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar
  • 13.3 202202094 Umsókn um byggingarleyfi - Geymsluhús í Efri Gullbringu
    Tekin fyrir umsókn Ingólfs Árna Eldjárn um byggingarleyfi fyrir geymsluhúsi í Efri Gullbringu í Svarfaðardal. Lagðar fram teikningar og skráningartafla unnar af Kristjáni Hjartarsyni byggingafræðingi. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 11 Byggingaáform samþykkt samhljóða og byggingafulltrúa falið að gefa út byggingaleyfi þegar séruppdrættir hafa borist. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar
  • 13.4 202201047 Böggvisstaðaskáli - niðurrif skv. starfs- og fjárhagsáætlun 2022
    Tekin fyrir umsókn Bjarna Daníelssonar, sviðsstjóra framkvæmdasviðs Dalvíkurbyggðar, þar sem óskað er eftir leyfi til niðurrifs á Böggvisstöðum 2 (Böggvisstaðaskála). Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 11 Erindið samþykkt samhljóða. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar
  • 13.5 202109040 Bjarkarbraut 5 - Yfirferð og staðfesting eignaskiptayfirlýsingar
    Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 11 Erindi frestað. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar
  • 13.6 201609017 Gluggi milli Sigtúns og Ungó.
    Tekið fyrir endurvakið erindi frá Gísla, Eiríki og Helga ehf. þar sem óskað er eftir leyfi til þess að láta saga glugga á milli Sigtúns (Kaffihús Bakkabræðra) og Ungó þannig að tæknirými bíósins verði sýnilegt gestum.
    Fyrir liggur samþykki sveitarstjórnar með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra og byggingafulltrúa.
    Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 11 Byggingafulltrúi og slökkviliðsstjóri gera ekki athugasemdir við framkvæmdina sé farið að leiðbeiningum slökkviliðsstjóra. Samþykkt samhljóða. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar
  • 13.7 202106154 Svalbarði í Svarfaðardal - Fokheldisúttekt
    Fokheldisúttekt á Svalbarða í Svarfaðardal. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 11 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 11:15.

Nefndarmenn
  • Júlíus Magnússon formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Friðrik Vilhelmsson varamaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi