Byggðaráð

715. fundur 30. október 2014 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Varamaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2015-2018; Viðbygging við Krílakot.

Málsnúmer 201311112Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs, Fanney Hauksdóttir, arkitekt hjá AVH, Anton Örn Brynjarsson, byggingaverkfræðingur hjá AVH, og Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kl. 8:15.

Á 713. fundi byggðarráðs þann 17. október s.l. var eftirfarandi samþykkt:
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sett verði á starfs- og fjárhagsáætlun 2015-2018 eftirfarandi:
Vegna viðbyggingar við Krílakot

Árið 2015 132,8 m.kr.
Árið 2016 56,9 m.kr.

Vegna búnaðar vegna breytinganna:

Árið 2015 7,3 m.kr.
Árið 2016 2,0 m.kr.

Á fundinum var farið yfir drög að teikningum vegna viðbyggingar við Krílakot en húsnæðið er hannað fyrir um 110 börn. Farið var yfir vinnuferlið og forsendur.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs í samvinnu við AHV að vinna úr þeim hugmyndum sem fram komu á fundinum.

2.Fjárhagsáætlun 2015-2018; Framkvæmdir og viðhald við sundlaug Dalvíkur.

Málsnúmer 201408097Vakta málsnúmer

Á 713. fundi byggðarráðs þann 17. október 2014 var eftirfarandi bókað:
Börkur Þór kynnti nýja kostnaðaráætlun frá AVH vegna sundlaugar og Elfu vegna búnaðar og tæknirýmis. Samtals kostnaðaráætlun hljóðar upp á kr. 125.192.500. Inn í þessa upphæð vantar hugsanlega stækkun á tæknirými. Fram kemur jafnframt að gera má ráð fyrir að sá búnaðar sem er í notkun í dag geti gengið að minnsta kosti í ár enn.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að framkvæmdum við Sundlaug Dalvíkur og endurnýjun á tækjabúnaði og lögnum verði skipt niður á 3 ár:

Árið 2015 25,0 m.kr Klæðning sundlaugar.
Árið 2016 55,0 m.kr. Tækjarými og lagnir á lóð.
Árið 2017 35,0 m.kr. Endurnýjun potta og fleira.
_________
125,0 m.kr.

Á fundinum var farið yfir drög að teikningum vegna endurbóta og viðhalds á Sundlaug Dalvíkur. Farið var yfir vinnuferlið og forsendur.

Fanney og Anton Örn viku af fundi kl. 10:40.
Börkur Þór vék af fundi kl. 10:40.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs í samvinnu við AHV að vinna úr þeim hugmyndum sem fram komu á fundinum.

3.Fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2015-2018; milli umræðna í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201405176Vakta málsnúmer

Á 262. fundi sveitarstjórnar þann 28. október s.l. var samþykkt að vísa frumvarpi að starfs- og fjárhagáætlunar Dalvíkurbyggðar 2015-2018 vegna fyrri umræðu til umfjöllunar byggðarráðs á milli umræðna í sveitarstjórn.

Einnig var samþykkt eftirfarandi tillaga Guðmundar St. Jónssonar:
Sveitarstjórn samþykkir að vísa áætluninni til byggðarráðs til frekari skoðunar á milli umræðna með það fyrir augum að lækka rekstrarkostnað aðalsjóðs og stefna að því að hann verði hallalaus. Þá skal ráðið yfirfara framkvæmdir tímabilsins með það markmið að jafna kostnaðinn á milli ára.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir verðmati fasteignasala á Hólavegi 1 og færanlegri kennslustofu við Hólaveg 1. Íbúðarhúsnæðið er metið á 23 - 24 m.kr. og færanlega kennslustofan á 8 - 9 m.kr.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir nýjum upplýsingum er bárust um kl. 18:00 í fyrradag um áætluð framlög frá Jöfnunarsjóði 2015.
Lagt fram til upplýsingar.

4.Fjárhagsáætlun 2015-2018; Upplýsingamiðstöð Dalvíkurbyggðar; fyrirkomulag næsta ár.

Málsnúmer 201407047Vakta málsnúmer

Á 713. fundi byggðarráðs þann 17. október s.l. var eftirfarandi bókað:
Á 46. fundi menningarráðs þann 16. september 2014 var eftirfarandi bókað:
Undir þessum lið sátu Freyr Antonsson formaður atvinnumála- og kynningarráðs og Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi Dalvíkurbyggðar.

Með fundarboði fylgdi skýrsla starfsmanns um starfsemi upplýsingarmiðstöðvar 2014.

Rætt var um starfsemi næsta árs og umræða um hvort hlutverk bókasafnsins geti jafnframt verið að sjá um upplýsingamiðstöð sveitarfélagsins.

Menningarráð felur upplýsingafulltrúa og sviðsstjóra að ræða við forstöðumann Bókasafns um þessar hugmyndir.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir að málið er enn í skoðun.
Lagt fram.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti um fund upplýsingafulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs með forstöðumanni bóka- og héraðsskjalasafns varðandi ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

5.Frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu; Byggðakvóti fiskveiðiárið 2014/2015; endurútreikningur.

Málsnúmer 201409077Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bré frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett þann 20. október 2014, þar vísað er til tölvupósts ráðuneytisins dagsettur þann 17. október 2014, um afturköllun á bréfi ráðuneytisins dagsett þann 9. október 2014. Ráðneytið hefur endurreiknað byggðakvóta til allra sveitarfélaga á grundvelli breyttra gagna frá Fiskistofu og er niðurstaðan þessi:

Dalvík 188 þorskígildistonn.
Hauganes 15 þorskígildistonn.
Árskógssandur 300 þorskígildistonn.

Að öðru leyti stendur texti bréf ráðuneytisins frá 9. október 2014 óbreyttur.

Frestur til að skila inn óskum um sérreglur er áfram til 1. nóvember 2014. Tillögur sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina.
Lagt fram til kynningar.

6.Frá nefndasviði Alþingis; 17. mál til umsagnar,Frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak o.fl.

Málsnúmer 201410296Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 23. október 2014, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis), 17. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. nóvember n.k.
Lagt fram til kynningar.

7.Frá nefndasviði Alþingis; Frumvarp til laga um sérhæfða þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu.

Málsnúmer 201410299Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 24. október 2014, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um sérhæfða þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu (heildarlög), 257. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. nóvember n.k.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til félagsmálaráðs til skoðunar.

8.Starfsmannastefna og starfsmannahandbók; endurskoðun 2014.

Málsnúmer 201401157Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi endurskoðun starfsmannastefna, sem lagt er til að fái heitið mannauðsstefna, ásamt starfsmannahandbók og stjórnendahandbók.

Vinna við þessa endurskoðun hefur staðið yfir síðan í byrjun mars 2014. Annars vegar var settur stýrihópur og hins vegar rýnihópur:

Stýrihópur;
Sveitarstjóri, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, launafulltrúi og sviðsstjóri fræðslu-og menningarsviðs.

Rýnihópur:
Arnheiður Hallgrímsdóttir frá félagsmálasviði.
Gísli Rúnar Gylfason, Margrét Magnúsdóttir, Katrín Sif Ingvadóttir, Gerður Olafsson og Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson frá fræðslu- og menningarsviði.
Valur Þór Hilmarsson frá umhverfis- og tæknisviði.
Sigurgeir Sigurðsson frá veitu- og hafnasviði.

Stýrihópurinn og rýnihópurinn hittust 2x á fundi, að auki hittist stýrihópurinn á nokkrum vinnufundum sem og vinna á milli funda.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum Mannauðsstefnu Dalvíkurbyggðar ásamt starfsmannahandbók og stjórnunarhandbók eins og það liggur fyrir.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Varamaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs