Sveitarstjórn

302. fundur 17. apríl 2018 kl. 16:15 - 17:17 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
  • Íris Hauksdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 861, frá 28.03.2018.

Málsnúmer 1803012FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
1. liður sér liður á dagskrá.
2. liður sér liður á dagskrá.
6. liður.
7. liður.
  • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Ingvar Kristinsson, umsjónarmaður fasteigna, Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 8:00.

    Tekið fyrir erindi frá byggingarnefnd um endurbætur á Sundlaug Dalvíkur, dagsett þann 26. mars 2018, þar sem fram kemur að á 5. fundi nefndarinnar var farið yfir tilboð innflutningsaðilum í rennibrautir. Bygginganefnd mælir með að keypt verði tvöföld vatnsrennibraut fyrir sundlaugina samkvæmt tilboði frá Spennandi dagsett þann 7. mars 2018. Heildarkostnaður með uppsetningu, endurbótum á lóð og á búnaði er áætlaður samtals kr. 49.931.020. Í fjárhagsáætlun 2018 er heimild vegna rennibrautar kr. 35.000.000. Óskar er því eftir viðauka að upphæð kr. 15.000.000 á 32200-11603-E1809.

    Til umræðu ofangreint.

    Ingvar Kr. vék af fundi kl. 08:37.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 861 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 15.000.000 við fjárhagsáætlun 2018, viðauki nr. 4 / 2018, liður 32200-11603-E1809. Viðaukanum mætt með lækkun á handbæru fé. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, bréf dagsett þann 26. mars 2018, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. 915.000 vegna kaupa á hjólabraut frá Alexandra Kárasyni. Í fjárhagsáætlun 2018 er heimild vegna hjólabrautar kr. 5.900.000, sem er grunnkostnaður á brautinni. Það sem vantar upp á er flutningur og samsetning. Einnig er óskað eftir að fá að kaupa svokallað entrykit á brautina.

    Til umræðu ofangreint.

    Hlynur og Gísli Rúnar viku af fundi kl. 08:48.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 861 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 915.000, viðauki nr. 5/2018 við deild 32200. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum sé mætt með lækkun á handbæru fé. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Á 858. fundi byggðaráðs var m.a. samþykkt eftirfarandi:
    "Á 855. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar 2018 var m.a. eftirfarandi bókað: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að hafa samband við bæjarlögmann og fela honum að taka málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerðu grein fyrir framvindu málsins.
    Lagt fram til kynningar."

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Prima lögmönnum, dagsett þann 20. mars 2017, til Dalvíkurbyggðar og Pacta lömanna er varðar fyrirhugaða hesthúsalóð.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 861 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela bæjarlögmanni að taka málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 859. fundi byggðaráðs þann 8. mars 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Á 858. fundi byggðaráðs þann 1. mars 2018 var sveitarstjóra falið að gera drög að erindi til Fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna "Gamla skóla" og framtíð þess húsnæðis. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu ofangreind drög.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind drög að bréfi með breytingum sem gerðar voru á fundinum."

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi svarbréf frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, bréf dagsett þann 21. mars 2018, þar sem fram kemur að að eins og áður hefur komið fram hjá ráðuneytinu þá er ríkið reiðubúið að ganga til samninga við sveitarfélagið um sölu á eignarhlut ríkisins (ríkið á nú 28%) í húsinu. Ekki sé séð fram á að ríkið fari að taka þátt í endurbótakostnaði á eigninni enda er hún ekki nýtt undir starfsemi á vegum þess.

    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 861 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ræða við Fjármála- og efnahagsráðuneytið um framtíðar eignarhald á skólanum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 860. fundi byggðaráðs þann 15. mars 2018 gerði sviðstjóri veitu- og hafnasviðs grein fyrir fundi sínum með forsvarsmönnum Whales Hauganes ef. þriðjudaginn 13. mars s.l. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra veitu- og hafnasviðs að leggja fyrir byggðaráð útfærða lausn í samræmi við það sem rætt var á fundinum.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 861 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir tillögu að lausn frá siglingasviði Vegagerðarinnar en starfsmenn siglingasviðs skoðuðu aðstæður á Hauganesi á dögunum. Á undanförnum vikum og mánuðum hefur byggðaráð farið yfir málið og farið í vettvangsskoðun á Hauganes. Markmiðið sé að leysa aðgengismál fyrir farþega hvalaskoðunar til framtíðar. Byggðaráð felur hafnastjóra að hafa samband við siglingasvið Vegagerðarinnar varðandi ofangreint. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 856. fundi byggðaráðs þann 15. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Tekið fyrir erindi frá Sólveigu Hlín Kristjánsdóttur, ódagsett en móttekið í rafpóstu þann 12. febrúar 2012, þar sem óskað er eftir styrk vegna verkefnisins "Þinn besti vinur" - Hugræn atferlismeðferð fyrir unglinga og ungt fólk.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til félagsmálaráðs og fræðsluráðs til umsagnar."


    Fyrir liggja umsagnir frá Ungmennaráði (28.02.2018), Félagsmálaráði (13.03.2018) og Fræðsluráði (14.03.2018) og eiga þær allar það sammerkt að mælt er með því við byggðaráð að styrkja þetta verkefni.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 861 Byggðaráð samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000 í ofangreint verkefni, vísað á deild 21010. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi undir þessum lið kl. 09.40 vegna vanhæfis og varaformaður tók við fundarstjórn.

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi svarbréf frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett þann 16. mars 2018, þar sem vísað er til bréfs Dalvíkurbyggðar og afrit af bréfi stjórnar varðandi niðurlagningu á sjálfseignarstofnuninni, Fræðslusjóði Dalvíkurbyggðar nr. 1693 á sjóðaskrá. Með vísan til 2.mgr. 6.gr. laga nr. 19/1988 og umsagnar Ríkisendurskoðunar hefur embættið ákveðið að leggja ofangreindan sjóð niður. Uppgjör á ráðstöfun sjóðsins óskast sent Ríkisendurskoðun þegar það liggur fyrir.

    Með fundarboði fylgi einnig bókun fræðsluráðs frá 223. fundi þann 14. febrúar 2018 þar sem fram kemur að á fundi skólastjóra Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og Krílakots með sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs þann 17. janúar 2018 var gerð tillaga að ráðstöfun fjármuna úr Fræðslusjóði Dalvíkurbyggðar nú þegar hann verður lagður niður. Með tilliti til nemendafjölda er lagt að Dalvíkurskóli fái kr. 1.000.000, Krílakot kr. 500.000 og Árskógarskóli kr. 200.000 til kaupa á nýjum kennslugögnum.
    Fræðsluráð samþykkir tillöguna með 5 atkvæðum.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 861 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda tillögu fræðsluráðs varðandi ráðstöfun á fjármunum úr Fræðslusjóði. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar tillögu fræðsluráðs á ráðstöfun fjármuna úr Fræðslusjóði.
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom inn á fundinn á nýju kl. 09:44.

    Tekið fyrir erindi frá Háskólanum á Akureyri, verkefnisstjóra Sjávarútvegsmiðstöðvar, rafbréf dagsett þann 21. mars 2018, þar sem óskað er eftir styrk fyrir Sjávarútvegsskólann 2018 að upphæð kr. 250.000.

    Undanfarin tvö ár hefur Sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri rekið sjávarútvegsskóla yfir sumartímann á Austurlandi sem og á Norðurlandi sumarið 2017. Skólinn er ætlaður 14 ára nemendum sem eru að byrja í 9. bekk um haustið. Markmiðið með skólanum er að auka áhuga og efla þekkingu unglinga á sjávarútvegi. Kennslustaðir á Norðurlandi eru Húsavík, Akureyri, Dalvík, Siglufjörður og Sauðárkrókur.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 861 Byggðaráð óskar eftir upplýsingum frá Háskólanum á Akureyri þar sem gert er grein fyrir verkefninu og upplýsingum frá skólastjóra Dalvíkurskóla. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá vinabænum Lund í Svíþjóð, dagsett þann 15. mars 2018, um the 4th International Days of Lund in June 2018. Meðfylgjandi eru drög að dagskrá fyrir þennan viðburð sem haldinn verður dagana 7. - 10. júní 2018 sem og skráningarblað. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 861 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, rafbréf dagsett þann 13.mars 2018, þar sem meðfylgjandi er tengill á frétt um tillögu til þingsályktunar um byggðaáætlun 2018-2024 sem er nú í kynningu á samráðsgátt stjórnvalda. Frestur til að gera athugasemdir var til 21. mars s.l.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 861 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir frétt frá Dómsmálaráðuneytingu, dagsett þann 13. mars 2018, er varðar kynningu á drögum á frumvarpi til nýrra persónuverndarlaga. Frestur til umsagna var til 19. mars s.l.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 861 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir rafbréf frá nefndasviði Alþingis, dagsett þann 22. mars 2018, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgöngu-, fjarskipta-, sveitarstjórnar- og byggðamála, 389. mál. Óskað er umsagnar eigi síðar en 5. apríl n.k.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 861 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekin til umræðu 304. fundargerð stjórnar Eyþings frá 21. mars 2018. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 861 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 862, frá 05.04.2018.

Málsnúmer 1804002FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
1. liður, sér liður á dagskrá.
2. liður.
  • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Arnar Árnason, löggiltur endurskoðandi hjá KPMG Akureyri, Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, Valdís Guðbrandsdóttir, aðalmaður í sveitarstjórn, og Heiða Hilmarsdóttir, forseti sveitarstjórnar, kl. 13:00.

    Allir aðalmenn í sveitarstjórn og sviðstjórar voru boðaðir á fundinn undir þessum lið.

    Arnar Árnason fór yfir helstu niðurstöður og forsendur ársreiknings 2017.

    Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B-hluta er jákvæð um kr. 231.954.000. Veltufé frá rekstri er jákvætt um kr. 343.382.000 og handbært fé frá rekstri er jákvætt um kr. 378.526.000. Fjárfestingar samstæðu er kr. 502.176.000 og fjárfesting í félögum kr. 4.360.000. Söluverð eigna kr. 102.400.000. Tekin voru langtímalán að upphæð kr. 187.000.000 og afborganir langtímalána var kr. 156.988.000.

    Arnar, Eyrún, Þorsteinn, Börkur, Valdís, og Heiða viku af fundi kl. 14:21.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 862 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2017 til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Á 861. fundi byggðaráðs þann 28. mars 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Tekið fyrir erindi frá Háskólanum á Akureyri, verkefnisstjóra Sjávarútvegsmiðstöðvar, rafbréf dagsett þann 21. mars 2018, þar sem óskað er eftir styrk fyrir Sjávarútvegsskólann 2018 að upphæð kr. 250.000. Undanfarin tvö ár hefur Sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri rekið sjávarútvegsskóla yfir sumartímann á Austurlandi sem og á Norðurlandi sumarið 2017. Skólinn er ætlaður 14 ára nemendum sem eru að byrja í 9. bekk um haustið. Markmiðið með skólanum er að auka áhuga og efla þekkingu unglinga á sjávarútvegi. Kennslustaðir á Norðurlandi eru Húsavík, Akureyri, Dalvík, Siglufjörður og Sauðárkrókur. Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð óskar eftir upplýsingum frá Háskólanum á Akureyri þar sem gert er grein fyrir verkefninu og upplýsingum frá skólastjóra Dalvíkurskóla. "

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi greinargerð frá verkefnisstjóra Sjávarútvegssmiðstöðvar við Háskólann á Akureyri, dagsett þann 3. apríl 2018.

    Til umræðu ofangreint.


    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 862 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um styrk að upphæð kr. 250.000, vísað á deild 41210; Hafnasjóður. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekið fyrir erindi frá Níels Kristni Benjamínssyni og Ívari Breka Benjamínssyni, rafpóstur dagsettur þann 30. mars 2018, þar sem fram kemur fyrirspurn um hvort hægt sé að fá keyptan grunninn sem stendur við Tréverk og eru í eigu Dalvíkurbyggðar. Grunnurinn var keyptur af Björgunarsveitinni á Dalvík árið 2009.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 862 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar í umhverfisráði vegna skipulagsmála á svæðinu. Byggðaráð tekur jákvætt í að sveitarfélagið selji frá sér grunninn en þá að undangenginni auglýsingu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Varasjóði húsnæðismála, dagsett þann 21. mars 2018, þar sem fram kemur að í könnun Varasjóðs húsnæðismála 2017 kom fram að nokkur sveitarfélög nefndu skuldir sem vandamál vegna félagslegra íbúða, sem lítur bæði að rekstri íbúðanna og yfirveðsetningu. Varasjóður húsnæðismála leitaði til KPMG og óskaði eftir ráðgjöf vegna greiningar á rekstrargrundvelli félagslegra leiguíbúða í sveitarfélögum sem tilgreindu skuldir sem vandamál. Nú liggur fyrir niðurstaða vinnu KPMG. Annars vegar er skýrsla með niðurstöðum greiningar í einstökum sveitarfélögum og hins vegar heildarskýrsla með niðurstöðum sem ná til allra sveitarfélaga sem til skoðunar eru. Varasjóður óskar eftir samþykki sveitarfélagsins fyrir birtingu þessara niðurstaðna í heild sinni og fyrir hvert og eitt sveitarfélag, fyrir 10. apríl n.k.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 862 Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við birtingu ofangreindra skýrslna. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 27. mars 2018, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um lögheimili og aðsetur, 345. mál.
    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 12. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 862 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 27. mars 2018, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði, 394. mál.
    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 862 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsettur þann 27. mars 2018, þar sem kynnt er skýrsla flugklasans um starfið undanfarna mánuði. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 862 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsettur þann 28. mars 2018, þar sem frma kemur að Markaðsstofa Norðurlands og flugklasinn Air 66N munu standa fyrir ráðstefnu um flugmál þann 13. apríl n.k. á Akureyri. Á ráðstefnunni mun fulltrúi Super Break verða með erindi þar sem rakin verður reynsla bresku ferðaskrifstofunnar af því að fljúga fólki til Akureyrar, hvert framhaldið verður hjá þeim og dregið fram hversu mikil áhrif þessar flugferðir hafa fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi. Einnig verður rætt um Akureyrarflugvöll, hvernig staðan er og hvað þarf til að völlurinn geti sinnt sem best auknu millilandaflugi. Jafnframt verður rætt um tengingu Akureyrar við Keflavíkurflugvöll og stöðu innanlandsflugs á landinu.
    Hvatt er til að taka daginn frá en nánari dagskrá og skráning verður auglýst síðar.



    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 862 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga, dagsettur þann 29. mars 2018, þar sem fram kemur að samtökin gangast fyrir opnum fundi um fiskeldisstefnu samtakanna föstudaginn 27. apríl nk. í Íslenska sjávarklasanum að Grandagarði 16, Reykjavík og hefst fundurinn kl. 13:00.Þáttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig með pósti á helga@samband.is.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 862 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Sjúkrahúsinu á Akureyri, dagsettur þann 26. mars 2018, þar sem boðað er til ársfundar Sjúkrahússins á Akureyri 2018 fimmtudaginn 12. apríl 2018 kl. 14:00. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 862 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 858 frá 23. mars 2018. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 862 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar; þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 863, frá 11.04.2018.

Málsnúmer 1804008FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
1. liður.
2. liður er sérliður á dagskrá.
3. liður er sérliður á dagskrá.
4. liður er sérliður á dagskrá.
6. liður er sérliður á dagskrá.
  • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:00.

    Til umfjöllunar tillaga frá vinnuhópi vegna gervigrasvallar um að samið verði við AVH og VSÓ vegna hönnunar og gerð útboðsganga vegna gervigrasvallar á Dalvík. Kostnaður alls kr. 9.632.400 án vsk.

    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 863 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila að gengið verði til samninga við AVH og VSÓ um hönnun og gerð útboðsgagna vegna gervigrasvallar á Dalvík samkvæmt fyrirliggjandi tilboði,vísað á deild 32200 á fjárhagsáætlun 2018. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekin fyrir beiðni frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs um ráðningu starfsmanns vegna skönnunar á teikningum veitna. Um er að ræða stöðuhlutfall sem nemur 62,5% stöðuhlutfall, þ.e. 50% í maí og 12,5% í apríl. Áætlaður kostnaður með launatengdum gjöldum er kr. 277.045. Á móti kemur lækkun á deild 48200 vegna áætlunar um uppfærslu á gagnagrunni.

    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 863 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun 2018. Þar sem um er að ræða innbyrðis færslur þá þarf ekki að bregðast við þessari ráðstöfun með öðrum hætti. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Á 861. fundi byggðaráðs þann 28. mars 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
    "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir tillögu að lausn frá siglingasviði Vegagerðarinnar en starfsmenn siglingasviðs skoðuðu aðstæður á Hauganesi á dögunum. Á undanförnum vikum og mánuðum hefur byggðaráð farið yfir málið og farið í vettvangsskoðun á Hauganes. Markmiðið sé að leysa aðgengismál fyrir farþega hvalaskoðunar til framtíðar. Byggðaráð felur hafnastjóra að hafa samband við siglingasvið Vegagerðarinnar varðandi ofangreint."

    Á 73. fundi veitu- og hafnaráðs þann 11. apríl 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Fyrir fundinum liggur tilboð frá Króla ehf í flotbryggju með uppsetningu og öllum frágangi. Tilboðsverð er kr. 10.550.000 m/VSK og fyrirhuguð afgreiðsla er um miðjan júní n.k.
    Verkkaupi þarf að sjá um að ná í flotbryggjuna til Akureyrar.

    Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagt tilboð frá Króla ehf í flotbryggju fyrir Hauganes og óskar jafnframt eftir viðauka vegna þessara framkvæmdar að fjárhæð kr. 4.000.000,-."

    Á fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2018 er gert ráð fyrir kr. 5.000.000 vegna þessa verkefnisins. Mismunurinn kr. 1.550.000 er vegna virðisaukaskatts.

    Þorsteinn vék af fundi kl. 13:25.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 863 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2018, viðauki nr. 7. Vísað á deild 42200 og mætt með lækkun á handbæru fé. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 6. apríl 2018 þar sem óskað er eftir viðauka á fjárhagsáætlun 2018 vegna kostnaðar við leiktæki á Hauganesi. Beiðnin er tilkomin vegna erindis frá íbúasamtökunum á Hauganesi, dagsett þann 5. apríl 2018, þar sem óskað er eftir breytingu á fyrirhuguðum leiktækjakaupum. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 204.000 við 32200-11608-E1818, en á áætlun 2018 er kr. 1.500.000.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 863 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2018, viðauki nr. 8/2018, að upphæð kr. 204.000. Vísað á deild 32200 og lið 11608, verkefni nr. E1818. Byggðaráð samþykkir jafnframt með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

    Byggðaráð leggur áherslu á að leiktækin verði sett niður sem allra fyrst og fagnar frumkvæði íbúanna.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Á 860. fundi byggðaráðs þann 15. mars 2018 var erindi frá Herberti Hjálmarssyni, Guðrúnu F. Skarphéðinsdóttur, Hólmfríði A. Gísladóttur og Júlíusi Baldurssyni, dagsett þann 4. ágúst 2017, til umfjöllunar. Í erindinu var óskað eftir því að við gerð fjárhagsáætlunar 2018 verði áætlað fjármagn til að endurnýja og/eða viðhalda stoðvegg sem er á lóðamörkum við Hafnarbraut.

    Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að afla frekari upplýsinga í samræmi við það sem rætt var á fundinum.

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs á kostnaði vegna stoðveggja við Hafnarbraut 16 og 18. Samtals kostnaður er kr. 2.003.992 samkvæmt viðmiðum frá Fjallabyggð. Í þessum útreikningum er ekki gert ráð fyrir kostnaði við niðurrif og förgun núverandi veggja en gera má ráð fyrir 20% til viðbótar ofangreindum kostnaði vegna þess.

    Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kom inn á fundinn í gegnum síma kl. 14:18 og fór af fundi kl. 14:21.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 863 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að leggja fyrir byggðaráð sem fyrst drög að samkomulagi við húseigendur að Hafnabraut 16 og 18 þar sem gert er ráð fyrir að sveitarfélagið komi að lausn málsins með framlagi allt að kr. 2.000.000 og að málinu sé þá lokið til framtíðar hvað varðar aðkomu sveitarfélagsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá vinnuhópi vegna innleiðingar á nýrri persónuverndarlöggjöf, dagsett þann 9. apríl 2018, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun að upphæð kr. 4.300.000 við deild 21010 vegna ráðgjafar og aðstoðar frá verktaka við innleiðinguna. Lagt er til að samið verði við PACTA.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 863 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2018, viðauki nr. 9/2018, við deild 21010 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Tekið fyrir bréf frá Lánasjóði svietarfélaga, rafbréf dagsett þann 9. apríl 2018, þar sem upplýst er að arðgreiðsla til Dalvíkurbyggðar vegna 2017 er kr. 5.226.360 og að frádregnum 20% fjármagntekjuskatti er útgreidd fjárhæð kr. 4.181.088. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 863 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 4. apríl 2018, þar sem fram kemur að Hag- og upplýsingasvið sambandsins hefur uppfært excel-líkan sem sýnir á myndrænu formi aldursdreifingu hjá sveitarfélögunum fyrir árin 1998 og 2018. Með þessu er hægt er sjá þær breytingar sem hafa orðið á aldurssamsetningunni. Sjá nánar: http://www.samband.is/media/tolfraedilegar-upplysingar/Aldursdreifing_piramidi_1998_2018.xlsx

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 863 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir fundarboð frá stjórn Veiðifélags Svarfaðardalsár, rafpóstur dagsettur þann 4. apríl 2018, þar sem boðað er til aðalfundar Veiðfélagsins að Rimum fimmtudaginn 12. apríl 2018 kl. 20:30. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 863 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að finna fulltrúa til að sækja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

4.Atvinnumála- og kynningarráð - 33, frá 04.04.2018.

Málsnúmer 1803013FVakta málsnúmer

  • Á 31. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var eftirfarandi bókað: ,,Dalvíkurbyggð á 20 ára afmæli á þessu ári en árið 1998 var sveitarfélagið sameinað úr þremur sveitarfélögum: Árskógshreppi, Svarfðardalshreppi og Dalvíkurbæ. Upplýsingafulltrúa falið að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum."
    Atvinnumála- og kynningarráð - 33 Til umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 32. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars bókað ,,Í starfs- og fjárhagsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs fyrir árið 2018 er gert ráð fyrir því að gera kynningarmyndband um Dalvíkurbyggð. Upplýsingafulltrúa er falið að útfæra nánar grunn fyrir kynningarmyndbandið ásamt því að leita tilboða hjá auglýsingastofum.

    Upplýsingafulltrúi leggur fyrir ráðið grunn að verkefninu sem byggir meðal annars á ímyndarkönnun sem unnin var í sveitarfélaginu árin 2016 og 2017."

    Upplýsingafulltrúi kynnir fyrir ráðinu þau tilboð sem bárust vegna gerðar kynningarmyndbands.

    Atvinnumála- og kynningarráð - 33 Upplýsingafulltrúa falið að vinna áfram að verkefninu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 32. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars bókað ,,leggur atvinnumála- og kynningarráð til við sveitarstjórn að vinnu við auðlindahluta atvinnu- og auðlindastefnu Dalvíkurbyggðar verði hætt og að vinnuhópurinn, sem skipaður var af sveitarstjórn, verði lagður niður.

    Atvinnumála- og kynningarráð mun halda áfram að vinna að atvinnustefnu Dalvíkurbyggðar en hún er langt á veg komin."

    Upplýsingafulltrúi fer yfir stöðu við gerð atvinnustefnu Dalvíkurbyggðar en meðal annars er búið að vinna ímynd Dalvíkurbyggðar, SVOT greiningu og atvinnulífskönnun sem koma inn í stefnuna.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 33 Upplýsingafulltrúa falið að vinna áfram að verkefninu miðað við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Dalvíkurbyggð hefur fengið styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða að fjárhæð kr. 45.391.400 til að gera áningarstað við Hrísatjörn.

    Verkefnið snýst um áframhaldandi uppbyggingu í Friðlandi Svarfdæla í samræmi við drög að Stjórnunar- og verndaráætlun svæðisins og gera áningarstað við Hrísatjörn. Áningastaðurinn er ætlaður til að auka aðgengi ferðamanna að þessu fuglaskoðunarsvæði auk þess sem þar verður kort af sveitarfélaginu með helstu kennileitum. Áningarstaðurinn er því ætlaður til verndar á svæðinu, til að bæta aðgengi og til fróðleiks fyrir ferðamenn og heimamenn. Sérstök áhersla er á aðgengi fyrir fatlaða en gert er ráð fyrir því að hægt verði að fylgjast með fuglalífi úr hjólastól. Þá verður klósett á svæðinu.

    Til kynningar.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 33 Atvinnumála- og kynningarráð lýsir yfir ánægju sinni með styrkveitinguna. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekin fyrir skýrsla frá flugklasanum Air66N. Í skýrslunni er farið yfir helstu verkefni flugklasans á tímabilinu 20. okt 2017 - 20. mars 2018, markaðssetningu, flugfélög, innra starf og framtíðaráætlanir.

    Helst ber að nefna flugferðir flugfélagsins Super Break frá Bretlandi í janúar og febrúar 2018. Þrátt fyrir ýmsa byrjendahnökra stefnir flugfélagið á áframhaldandi flug til Akureyri næsta vetur og hyggst auka brottfarirnar úr 15 upp í 30. Þá lítur út fyrir að ILS aðflugsbúnaður verði settur upp haustið 2018 en hann er talinn nauðsynlegur til að auðvelda lendingar stærri véla á Akureyrarvelli.

    Atvinnumála- og kynningarráð - 33 Til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, er því fundargerðin lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.

5.Félagsmálaráð - 217, frá 10.04.2018.

Málsnúmer 1804004FVakta málsnúmer

  • 5.1 201803097 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál 201803097 Félagsmálaráð - 217 Bókað í trúnaðarmálabók
  • 5.2 201803098 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál 201803098 Félagsmálaráð - 217 Bókað í trúnaðarmálabók
  • Tekið fyrir erindi dags. 12.mars 2018 frá nefndarsviði Alþingis. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um almenn hegningarlög (bann við umskurði drengja), 114. mál. Félagsmálaráð - 217 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 5.4 201803080 Orlof húsmæðra 2018
    Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 20. mars 2018 um orlof húsmæðra 2018. Samkvæmt upplýsingum frá Velferðarráðuneytinu skal framlag sveitarfélaga til orlofsnefnda á hverju svæði vera minnst 110,91 kr. fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins. Framlag þetta skal greiða orlofsnefnd viðkomandi orlofssvæðis fyrir 15. maí nk. sbr. 5.gr.laga nr. 53/1972 Félagsmálaráð - 217 Lagt fram til kynningar. Félagsmálaráð hvetur húsmæður í Dalvíkurbyggð að nýta sér ferðir á vegum orlofsnefnda. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Erindi barst frá Varasjóði húsnæðismála þann 21. mars 2018. Þar kemur fram að í könnun Varasjóðs húsnæðismála 2017 kom fram að nokkur sveitarfélög nefndu skuldir sem vandamál vegna félagslegra íbúa, sem lítur bæði að rekstri íbúðanna og yfirveðsetningu. Varasjóður húsnæðismála fékk KPMG til að gera greiningu á fyrrgreindum vanda. Varasjóður óskar eftir samþykki sveitarfélaga fyrir birtingu þessara niðurstaðna í heild sinni.

    Fyrrgreint erindi var einnig tekið fyrir á fundi byggðarráðs Dalvíkurbyggðar, 862. fundi. Bókun byggðarráðs er eftirfarandi:
    201803106 - Greining á rekstrargrundvelli félagslegara leiguíbúða

    Tekið fyrir erindi frá Varasjóði húsnæðismála, dagsett þann 21. mars 2018, þar sem fram kemur að í könnun Varasjóðs húsnæðismála 2017 kom fram að nokkur sveitarfélög nefndu skuldir sem vandamál vegna félagslegra íbúða, sem lítur bæði að rekstri íbúðanna og yfirveðsetningu. Varasjóður húsnæðismála leitaði til KPMG og óskaði eftir ráðgjöf vegna greiningar á rekstrargrundvelli félagslegra leiguíbúða í sveitarfélögum sem tilgreindu skuldir sem vandamál. Nú liggur fyrir niðurstaða vinnu KPMG. Annars vegar er skýrsla með niðurstöðum greiningar í einstökum sveitarfélögum og hins vegar heildarskýrsla með niðurstöðum sem ná til allra sveitarfélaga sem til skoðunar eru. Varasjóður óskar eftir samþykki sveitarfélagsins fyrir birtingu þessara niðurstaðna í heild sinni og fyrir hvert og eitt sveitarfélag, fyrir 10. apríl n.k.

    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við birtingu ofangreindra skýrslna.



    Félagsmálaráð - 217 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 5.6 201803076 Hagstofuskýrsla 2017
    Tekin var fyrir hagstofuskýrsla fyrir árið 2017 í málefnum fatlaðra í Dalvíkurbyggð. Félagsmálaráð - 217 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 5.7 201804028 Hjólasöfnun 2018
    Tekið fyrir erindi dags. 22.03.2018 frá Hjólasöfnun Barnaheilla. Barnaheill hefur von bráðar hjólasöfnun sína í sjöunda sinn. Hjólasöfnunin er unnin í samstarfi við Æskuna - barnahreyfingu IOGT og ýmsa velunnara. Markmið hjólasöfnunarinnar er að börn í félagslega eða fjárhagslega erfiðri stöðu eignist reiðhjól. Hjólasöfnunin stendur frá 23. mars og til loka aprílmánaðar. Öllum sveitarfélögum landsins er boðið að taka þátt í verkefninu með því að fá senda til sín umsóknareyðublöð og gera þannig öllum kleift að sækja um hjól úr söfnuninni. Í framhaldinu mun Barnaheill reyna að koma á samstarfi við Póstinn og Eimskip um að ferja hjólin í heimabyggð barnsins. Félagsmálaráð - 217 Félagsmálaráð þakkar Barnaheillum fyrir erindið og felur starfsmönnum félagsmálasviðs að óska eftir eyðublöðum og auglýsa verkefnið. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið var fyrir drög að reglum þjónustuhóps í málefnum fatlaðra fyrir sveitarfélögin Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð sem fara með sameiginlegan rekstur á málaflokknum. Um er að ræða reglur um stuðningsfjölskyldur, skammtímavistun, dagþjónustu, styrki samkvæmt 27.grein málefna fatlaðra og gjaldskrá vegna styrkveitinga 27. greinar. Félagsmálaráð - 217 Félagsmálaráð felur starfsmönnum að leggja lokahönd á reglurnar samkvæmt umræðum á fundi. Tekið fyrir á næsta fundi. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, er því fundargerðin lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.

6.Fræðsluráð - 225, frá 11.04.2018.

Málsnúmer 1804003FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
2. liður.
  • Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri, lagði fram skýrslu frá Vinnuvernd um niðurstöður greiningarvinnu á Krílakoti. Skýrslan fylgdi fundarboði. Fræðsluráð - 225 Skýrslan rædd og ákveðið að aðgerðaáætlun verði unnin í framhaldinu. Stefnt skal að því að hún verði lögð fyrir fræðsluráð á næsta fundi þess. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skóladagatöl Árskógarskóla, Dalvíkurskóla og Krílakots lögð fram til endanlegrar afgreiðslu. Fræðsluráð - 225 Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi skóladagatöl Árskógarskóla, Dalvíkurskóla og Krílakots með 5 atkvæðum. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu á þessum lið kl. 16:21.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs, Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
  • 6.3 201503209 Námsárangur
    Fundargerð 50. fundar vinnuhóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla fylgdi fundarboði. Fræðsluráð - 225 Lagt fram til kynningar og umræðu. Stefnt er að því að á næsta fundi skili vinnuhópurinn lokaskýrslu til ráðsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:22.

    Lagt fram til kynningar.
  • Fræðsluráð fór í kynnisferð í Árskógarskóla. Fræðsluráð - 225 Fræðsluráð skoðaði húsakynni, aðstöðu og starfsemi í Árskógarskóla og þakkar fyrir móttökurnar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

7.Íþrótta- og æskulýðsráð - 99, frá 03.04.2018

Málsnúmer 1804001FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
1. liður.
2. liður.
3. liður.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 99 Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkti drögin sem lögð voru fyrir fundinn með 5 atkvæðum. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi leiðbeiningar um viðbrögð starfsmanna við brotlegri / ósiðlegri hegðun í íþróttamannvirkjum.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 99 Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkti drögin sem lögð voru fyrir fundinn með 5 atkvæðum. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tóku:
    Guðmundur St. Jónsson.
    Íris Hauksdóttir.


    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi reglur um kjör á íþróttamanni ársins.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 99 Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkti að aldurstakmörk til umsóknar í sjóðinn verði 14 ár með 5 atkvæðum. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs að breytingum á reglum um afreks- og styrktarsjóð íþrótta- og æskulýðsráðs.
  • 7.4 201802112 Húsnæði og troðari
    Íþrótta- og æskulýðsráð - 99 Íþrótta- og æskulýðsráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að ræða nánar við skíðafélagið vegna endurnýjunar á snjótroðara og framtíðarhúsnæði samkvæmt umræðum á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 99 Kynnt var stöðu á kortlagningu á nýrri persónuverndarlöggjöf. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 99 Samþykkt að vorfundur íþrótta- og æskulýðsráðs verði haldinn 15. maí 2018. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

8.Menningarráð - 67, frá 21.03.2018.

Málsnúmer 1803008FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:

1. - 9. liður: vantar að vísa á liði í fjárhagsáætlun 2018
10. liður.
  • Tekin fyrir umsókn frá Katrínu Sif Ingvarsdóttur og Ösp Eldjárn. Menningarráð - 67 Menningarráð samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 300.000.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Vísað á lið 05810-9145.
  • Tekin fyrir umsókn frá Kristjönu Arngrímsdóttur. Menningarráð - 67 Menningarráð samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 300.000.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Vísað á lið 05810-9145.
  • Tekin fyrir umsókn frá Menningarfélaginu Berg ses. Menningarráð - 67 Menningarráð samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 200.000.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Vísað á lið 05810-9145.
  • Tekin fyrir umsókn frá Sölku kvennakór. Menningarráð - 67 Menningarráð samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 200.000.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Vísað á lið 05810-9145.
  • Tekin fyrir umsókn frá Írisi Hauksdóttur vegna jólatónleika. Menningarráð - 67 Menningarráð samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 150.000.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Vísað á lið 05810-9145.
  • Tekin fyrir umsókn frá Írisi Hauksdóttur vegna söngnáms fyrir börn. Menningarráð - 67 Menningarráð samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 150.000.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Vísað á lið 05810-9145.
  • Tekin fyrir umsókn frá Mímiskór kór eldri borgara. Menningarráð - 67 Menningarráð samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 200.000. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Vísað á lið 05810-9145.
  • Tekin fyrir umsókn frá Svarfdælskum mars. Menningarráð - 67 Menningarráð samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 135.000.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Vísað á lið 05810-9145.
  • Tekin fyrir umsókn frá Karlakór Dalvíkur. Menningarráð - 67 Menningarráð samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 200.000.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Vísað á lið 05810-9145.
  • Styrkbeiðni frá Leikhópnum Lottu vegna sýningar á Galdrakarlinum í OZ sem haldin verður í Ungó. Menningarráð - 67 Menningarráð samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 48.000. Tekið út af málaflokki 05810. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangrienda afgreiðslu menningarráðs.


    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

9.Umhverfisráð - 304, frá 12.04.2018

Málsnúmer 1804007FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
4. liður sérliður á dagskrá.
5. liður.
7. liður.
8. liður.
9. liður.
10. liður.
11. liður.
12. liður.
  • Undir þessum lið komu á fund umhverfisráðs Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri, kl. 08:15.

    Tekið fyrir erindi frá Mannvirkjastofnun, dagsett þann 9. mars 2018, er varðar úttekt Mannvirkjastofnunar á Slökkviliði Dalvíkur sem fór fram 27. desember 2017.

    Umhverfisráð - 304 Vilhelm Anton fór yfir úttekt MVS og gerði grein fyrir þeim atriðum sem bent er á.
    Umhverfisráð leggur áherslu á að farið verði í þær úrbætur, sem hægt er að fara í, sem fyrst.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu endurnýjun á reykköfunarbúnaði slökkviliðs Dalvíkur.
    Undir þessum lið kom á fundinn Vilhelm Anton Hallgrímsson slökkvilisstjóri
    Umhverfisráð - 304 Vilhelm anton vék af fundi kl. 08:50

    Umhverfisráð leggur til við byggðarráð að farið verði strax í kaup á umbeðnum búnaði samkvæmt innsendu erindi slökkviliðsstjóra dags. 19. mars 2018.

    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Til máls tóku:
    Valdís Guðbrandsdóttir.
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
    Heiða Hilmarsdóttir.
    Guðmundur St. Jónsson.
  • 9.3 201803074 Fundargerðir HNE 2018
    Til kynningar og umræðu fundargerðir HNE frá 8. des., 5. feb. og 14. mars s.l. Umhverfisráð - 304 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við innsendar fundargerðir. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu og afgreiðslu umferðaröryggisáætlun Dalvíkurbyggðar 2018-2022 ásamt umsögnum. Umhverfisráð - 304 Umhverfisráð leggur til að Umferðaöryggisáætlun Dalvíkurbyggðar 2018-2022 verði samþykkt.

    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Með innsendu erindi dags. 5. apríl 2018 óskar Ævar Bóas Ævarsson og Soffía Höskuldsdóttir fyrir hönd Ævars og Bóasar ehf eftir stækkun á lóð fyrirtækisins að Ytra-Holti samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 304 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umbeðna stækkun á lóð og felur sviðsstjóra að ganga frá nýjum lóðarleigusamningi.

    Samþykkt með fimm atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangrienda afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Á 862 fundi byggðarráðs þann 5. apríl 2018 var eftirfarandi erindi vísað til umfjöllunar umhverfisráðs.

    "Tekið fyrir erindi frá Níels Kristni Benjamínssyni og Ívari Breka Benjamínssyni, rafpóstur dagsettur þann 30. mars 2018, þar sem fram kemur fyrirspurn um hvort hægt sé að fá keyptan grunninn sem stendur við Tréverk og eru í eigu Dalvíkurbyggðar. Grunnurinn var keyptur af Björgunarsveitinni á Dalvík árið 2009.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar í umhverfisráði vegna skipulagsmála á svæðinu. Byggðaráð tekur jákvætt í að sveitarfélagið selji frá sér grunninn en þá að undangenginni auglýsingu."
    Umhverfisráð - 304 Umhverfisráð óskar frekari upplýsinga um áætlanir fyrirspyrjenda fyrir næsta fund ráðsins.

    En samkvæmt greinargerð með Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2008-2020 kemur eftirfandi fram.
    " Stefnt er að því að á reitnum verði byggð hús sem taki mið af stærð, formi og hlutföllum gömlu húsanna á svæðinu. Svæðið kemur einnig til greina fyrir aðflutt, gömul hús."
    Ekki hefur verið unnið deiliskipulag á svæðinu.

    Samþykkt með fimm atkvæðum.



    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Undir þessum lið koma inn á fundinn kl. 09:30 Haukur Jónsson frá Vegagerðinni

    Með innsendu erindi dags. 2. mars 2018 óskar Vegargerðin eftir framkvæmdarleyfi vegna efnistöku í Dælishólum, Skíðadal.

    Á 303. fundi umhverfisráð var erindinu frestað og eftirfarandi bókað

    "Umhverfisráð frestar afgreiðslu á umbeðnu framkvæmdarleyfi og felur sviðsstjóra að óska eftir fundi með fulltrúa Vegagerðarinnar.
    Ráðið óskar eftir upplýsingum um innihald námunnar, þar sem gerðar eru ákveðnar kröfur til malarslitlagsefnis, því eiga að liggja fyrir rannsóknir á kornadreifingu og fínefnainnihaldi námunnar.
    Sveitarfélagið er tilbúið að skoða aðra möguleika á efnistöku.

    Samþykkt með fjórum atkvæðum

    Karl Ingi Atlason leggur fram eftirfarandi bókun:

    Ég hafna malartöku í Dælishólunum. Til fjölda ára hefur efnið úr Dælishólunum verið notað sem ofaníburður í vegi í Svarfaðardal og Skíðadal við litla hrifningu íbúa þar. Reynslan er sú að þegar þetta moldar- og leirkennda efni blotnar verða umræddir vegakaflar hættulegir vegfarendum. Moldin veðst upp og bílar taka að rása til í drullunni. Einnig hefur það sýnt sig að það efni sem hefur verið sett í vegina snemmsumars er að mestu horfið að hausti. Ég tel því að nú sé mál að linni og skora á Vegagerðina að loka námunni í Dælishólunum. "
    Umhverfisráð - 304 Guðrún Anna Ókarsdóttir vék af fundi kl. 10:37
    Haukur Jónsson vék af fundi kl. 10:50

    Umhverfisráð samþykkir að veita umbeðið framkvæmdaleyfi og felur sviðsstjóra að upplýsa umsækjanda um óskir ráðsins um breytingar á efnisinnihaldi malarslitlagsins samkvæmt umræðum á fundinum.

    Samþykkt með þremur atkvæðum.
    Karl Ingi Atlason greiðir atkvæði á móti.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Með innsendu erindi óskar Ólafur Tage Bjarnason fyrir hönd Ævars Bóassonar eftir byggingarleyfi á lóðinni við Hringtún 40, Dalvík samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 304 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi.

    Samþykkt með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Með innsendu erindi dag. 9. apríl 2018 óskar Kristján E Hjartarsson eftir byggingarleyfi fyrir hönd eiganda vegna breytinga við Karlsbraut 24 0201, Dalvík. Umhverfisráð - 304 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi með fyrirvara um jákvæðar udirtektir nágranna úr grenndarkynningu.
    Ráðið leggur til að umsóknin verði grenndarkynnt eftirfarandi nágrönnum.

    Karlsbraut 19,21 og 22.

    Samþykkt með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Með innsendu erindi dags. 20. mars 2018 óska þau Júlíus Garðar Júlíusson og Gréta Arngrímsdóttir eftir lóðinni við Hringtún 24. Umhverfisráð - 304 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknin og felur sviðsstjóra að gera lóðarleigusamning við umsækjanda.

    Samþykkt með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Með innsendu erindi dags. 23.mars 2018 óskar Björn Már Björnsson eftir lóðinni Skógarhólar 12, Dalvík. Umhverfisráð - 304 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknin og felur sviðsstjóra að gera nýjan lóðarleigusamning við umsækjanda.

    Samþykkt með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Með innsendu erindi dags. 3. apríl 2018 óskar Þórður Steinar Lárusson eftir lóðinni við Karlsbraut 3, Dalvík. Umhverfisráð - 304 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknin og felur sviðsstjóra að gera nýjan lóðarleigusamning við umsækjanda.

    Samþykkt með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Til umræðu innsent erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur frá 9. apríl 2018. Umhverfisráð - 304 Ráðið fresta afgreiðslu og óskar eftir fulltrúa frá skíðafélaginu á næsta fund ráðsins.
    Ráðið felur þó sviðsstjóra að afgreiðs lið 2 samkvæmt umræðum á fundinum.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

10.Ungmennaráð - 16, frá 28.03.2018

Málsnúmer 1803014FVakta málsnúmer

  • Ungmennaráð - 16 Ráðið ræddi um 20 ára afmæli Dalvíkurbyggðar sem er á þessu ári. Ráðinu langar til að gera eitthvað í tengslum við afmælið. Ákveðið að taka þetta upp á næsta fundi aftur. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Frestað til næsta fundar. Ungmennaráð - 16 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Ungmennaráð - 16 Hera Margrét gerði grein fyrir ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði 2018, sem hún sótti á dögunum. Ráðið fór yfir punkta frá ráðstefnunni og ræddi um framtíð og markmið ráðsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Ungmennaráð - 16 Frestað til næsta fundar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, er því fundargerðin lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.

11.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 73, frá 11.04.2018

Málsnúmer 1804005FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
5. liður.
  • Fyrir fundinum lá fundargerð 401. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands. Fundurinn var haldinn mánudaginn 26. febrúar kl. 11:30 2018, í fundarsalnum Hlaðbúð, Borgartúni 30 í Reykjavík.

    Sviðsstjóri vill vekja athyli á 6. lið fundargerðarinnar þar sem fjallað er um minnisblað Jóns Þorvaldssonar aðstoðarhafnarstjóra Faxaflóahafna, dags. 29. nóvember 2017, um varp dýpkunarefna í sjó og umfjöllun Umhverfisstofnunar um málsmeðferð skv. reglum útgefnum í desember 2016.
    Hægt er að lesa minnisblaðið, sem er fylgiskjal undir málinu.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 73 Lögð fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Vinna við niðurrekstur á stálþili gengur eins og búast mátti við. Fyrir fundinum liggur fundargerð 3. verkfundar sem haldinn var 1.3.2018 og var undirrituð og staðfest á 3. verkfundi sem haldinn var 15.03.2018.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 73 Lögð fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með bréfi sem dagsett er 20. mars 2018, kynnir Umhverfisstofnun áform sín um áminningu og gerir kröfu um úrbætur um móttöku og meðhöndlun farmleifa frá skipum.

    Endurskoðuð áætlun barst frá Dalvíkurbyggð 5. janúar 2017. Umhverfisstofnun gerði athugasemdir við áætlunina þess efnis að í hana vantaði tölur um magn og tegund úrgangs.

    Leiðréttingar hafa ekki borist og hefur Umhverfisstofnun því ekki getað staðfest endurskoðaða áætlun hafna Dalvíkurbyggðar frá 2016, eins og henni ber samkvæmt 3.mgr. 6.gr. reglugerðar 122/2014.

    Umhverfisstofnun veitir Dalvíkurbyggð frest til 9. apríl 2018 til að bæta úr vanefndum og koma sjónarmiðum sínum á framfæri vegna fyrirhugaðrar áminningar sbr. 13.gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

    Sviðsstjóri hefur rætt við lögfræðing Umhverfisstofnunar vegna bréfs stofunarinnar og er nauðsyn á að skila inn umbeðnum upplýsingum fyrir helgi.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 73 Sviðsstjóra falið að svara erindinu og koma umbeðnum upplýsingum til stofnunarinnar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Fyrir fundinum liggur tilboð frá Króla ehf í flotbryggju með uppsetningu og öllum frágangi. Tilboðsverð er kr. 10.550.000 m/VSK og fyrirhuguð afgreiðsla er um miðjan júní n.k.
    Verkkaupi þarf að sjá um að ná í flotbryggjuna til Akureyrar.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 73 Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagt tilboð frá Króla ehf í flotbryggju fyrir Hauganes og óskar jafnframt eftir viðauka vegna þessara framkvæmdar að fjárhæð kr. 4.000.000,-.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 11.5 201804015 Ósk um viðlegupláss
    Með rafpósti sem dagsettur er 3. apríl 2018
    óskar Össur Willard eftir viðleguplássi í Dalvíkurhöfn frá
    byrjun maí fyrir 10 metra ribbát. Óskað er eftir plássi við flotbryggju. Báturinn verður notaður til farþegaflutninga og aðra atvinnustarfssemi.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 73 Veitu- og hafnaráð samþykkir umsóknina og felur sviðsstjóra og hafnavörðum að finna hentugt legupláss fyrir umsækjanda. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.
  • 11.6 201801046 Starfsmannamál.
    Gunnþór E. Sveinbjörnsson, yfirhafnavörður mun láta af störfum þann 30. apríl 2018. Veitu- og hafnaráð þakkar Gunnþóri vel unnin störf fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar og óskar honum alls hins best í framtíðinni.
    Á fundinn var einnig mættur Rúnar Ingvarsson á sinn fyrsta fund ráðsins og bauð formaður hann velkominn til starfa.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 73 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir þakkir og óskir til Gunnþórs Eyfjörðs Sveinbjörnssonar sem mun láta af störfum sem yfirhafnavörður um næstu mánaðarmót.

    Enginn tók til máls og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

12.Fundagerðir skólanefndar TÁT, fundargerð nr. 8 frá 20.03.2018.

Málsnúmer 201803068Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
2. liður.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum 2. lið fundargerðarinnar, skóladagatal. Aðrir liðir eru lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

13.Frá 861. fundi byggðaráðs frá 28.03.2018; Framkvæmdir og viðhald við sundlaug Dalvíkur; viðauki vegna rennibrautar.

Málsnúmer 201408097Vakta málsnúmer

Á 861. fundi byggðaráðs þann 28. mars 2018 var eftirfarandi bókað:

"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Ingvar Kristinsson, umsjónarmaður fasteigna, Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 8:00. Tekið fyrir erindi frá byggingarnefnd um endurbætur á Sundlaug Dalvíkur, dagsett þann 26. mars 2018, þar sem fram kemur að á 5. fundi nefndarinnar var farið yfir tilboð innflutningsaðilum í rennibrautir. Bygginganefnd mælir með að keypt verði tvöföld vatnsrennibraut fyrir sundlaugina samkvæmt tilboði frá Spennandi dagsett þann 7. mars 2018. Heildarkostnaður með uppsetningu, endurbótum á lóð og á búnaði er áætlaður samtals kr. 49.931.020. Í fjárhagsáætlun 2018 er heimild vegna rennibrautar kr. 35.000.000. Óskar er því eftir viðauka að upphæð kr. 15.000.000 á 32200-11603-E1809. Til umræðu ofangreint. Ingvar Kr. vék af fundi kl. 08:37.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 15.000.000 við fjárhagsáætlun 2018, viðauki nr. 4 / 2018, liður 32200-11603-E1809. Viðaukanum mætt með lækkun á handbæru fé. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun 2018, liður 32200-11603-E1809 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Sveitarstjórn samþykkir samhliða samhljóða með 7 atkvæðum að samið verði við Spennandi á grundvelli ofangreinds tilboðs.

14.Frá 861. fundi byggðaráðs frá 28.03.2018; Hjólabraut - viðauki

Málsnúmer 201706004Vakta málsnúmer

Á 861. fundi byggðaráðs þann 28. mars 2018 var eftirfarandi bókað.
"Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, bréf dagsett þann 26. mars 2018, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. 915.000 vegna kaupa á hjólabraut frá Alexandra Kárasyni. Í fjárhagsáætlun 2018 er heimild vegna hjólabrautar kr. 5.900.000, sem er grunnkostnaður á brautinni. Það sem vantar upp á er flutningur og samsetning. Einnig er óskað eftir að fá að kaupa svokallað entrykit á brautina. Til umræðu ofangreint. Hlynur og Gísli Rúnar viku af fundi kl. 08:48.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 915.000, viðauki nr. 5/2018 við deild 32200. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum sé mætt með lækkun á handbæru fé."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan viðauka að upphæð kr. 915.000, viðauki nr. 5/2018 við deild 32200, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Samhliða samþykkir sveitarstjórn samhljóða með 7 atkvæðum að gengið verði til samninga við Alexandra Kárason um kaup á hjólabrautinni skv. ofangreindu.

15.Frá 863. fundi byggðaráðs þann 11. apríl 2018; Erindi vegna flotbryggju á Hauganesi - viðauki.

Málsnúmer 201707003Vakta málsnúmer

Á 863. fundi byggðaráðs þann 11. apríl 2018 var eftirfarandi bókað:
"Á 861. fundi byggðaráðs þann 28. mars 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað: "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir tillögu að lausn frá siglingasviði Vegagerðarinnar en starfsmenn siglingasviðs skoðuðu aðstæður á Hauganesi á dögunum. Á undanförnum vikum og mánuðum hefur byggðaráð farið yfir málið og farið í vettvangsskoðun á Hauganes. Markmiðið sé að leysa aðgengismál fyrir farþega hvalaskoðunar til framtíðar. Byggðaráð felur hafnastjóra að hafa samband við siglingasvið Vegagerðarinnar varðandi ofangreint." Á 73. fundi veitu- og hafnaráðs þann 11. apríl 2018 var eftirfarandi bókað: "Fyrir fundinum liggur tilboð frá Króla ehf í flotbryggju með uppsetningu og öllum frágangi. Tilboðsverð er kr. 10.550.000 m/VSK og fyrirhuguð afgreiðsla er um miðjan júní n.k. Verkkaupi þarf að sjá um að ná í flotbryggjuna til Akureyrar. Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagt tilboð frá Króla ehf í flotbryggju fyrir Hauganes og óskar jafnframt eftir viðauka vegna þessara framkvæmdar að fjárhæð kr. 4.000.000,-." Á fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2018 er gert ráð fyrir kr. 5.000.000 vegna þessa verkefnisins. Mismunurinn kr. 1.550.000 er vegna virðisaukaskatts. Þorsteinn vék af fundi kl. 13:25.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2018, viðauki nr. 7. Vísað á deild 42200 og mætt með lækkun á handbæru fé. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun 2018. Vísað á deild 42200 og mætt með lækkun á handbæru fé, vegna kaupa á flotbryggju af Króla ehf á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.

16.Frá 863. fundi byggðaráð þann 11.04.2018; Starfsmannamál veitna- ráðning vegna skönnunar á teikningum - viðauki.

Málsnúmer 201801025Vakta málsnúmer

Á 863. fundi byggðaráðs þann 11. apríl 2018 var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir beiðni frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs um ráðningu starfsmanns vegna skönnunar á teikningum veitna. Um er að ræða stöðuhlutfall sem nemur 62,5% stöðuhlutfall, þ.e. 50% í maí og 12,5% í apríl. Áætlaður kostnaður með launatengdum gjöldum er kr. 277.045. Á móti kemur lækkun á deild 48200 vegna áætlunar um uppfærslu á gagnagrunni. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun 2018. Þar sem um er að ræða innbyrðis færslur þá þarf ekki að bregðast við þessari ráðstöfun með öðrum hætti. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun 2018 vegna ráðningar tímabundið á starfsmanni á veitu- og hafnasviði vegna skönnunar á teikningum veitna. Þar sem um er að ræða innbyrðis færslur þá þarf ekki að bregðast við þessari ráðstöfun með öðrum hætti.

17.Frá 863. fundi byggðaráðs þann 11.04.2018; Ósk um viðauka á fjárhagsáætlunar vegna kostnaðar við leiktæki á Hauganesi - viðauki.

Málsnúmer 201711083Vakta málsnúmer

Á 863. fundi byggðaráðs þann 11. apríl 2018 var eftirfarandi bókað.
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 6. apríl 2018 þar sem óskað er eftir viðauka á fjárhagsáætlun 2018 vegna kostnaðar við leiktæki á Hauganesi. Beiðnin er tilkomin vegna erindis frá íbúasamtökunum á Hauganesi, dagsett þann 5. apríl 2018, þar sem óskað er eftir breytingu á fyrirhuguðum leiktækjakaupum. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 204.000 við 32200-11608-E1818, en á áætlun 2018 er kr. 1.500.000. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2018, viðauki nr. 8/2018, að upphæð kr. 204.000. Vísað á deild 32200 og lið 11608, verkefni nr. E1818. Byggðaráð samþykkir jafnframt með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Byggðaráð leggur áherslu á að leiktækin verði sett niður sem allra fyrst og fagnar frumkvæði íbúanna. "

Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðauka nr. 8 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. 204.000. Vísað á deild 32200 og lið 11608, verkefni nr. E1818. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða með 7 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

18.Frá 863. fundi byggðaráðs þann 11.04.2018: Innleiðing á nýrri persónuverndarlöggjöf - þjónusta ráðgjafa - viðauki.

Málsnúmer 201801129Vakta málsnúmer

Á 863. fundi byggðáráðs þann 11. apríl 2018 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá vinnuhópi vegna innleiðingar á nýrri persónuverndarlöggjöf, dagsett þann 9. apríl 2018, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun að upphæð kr. 4.300.000 við deild 21010 vegna ráðgjafar og aðstoðar frá verktaka við innleiðinguna. Lagt er til að samið verði við PACTA. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2018, viðauki nr. 9/2018, við deild 21010 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 9 við fjárhagsáætlun 2018 við deild 21010 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Samhliða samþykkir sveitarstjórn samhljóða með 7 atkvæðum þá tillögu að samið verði við PACTA.

19.Frá 304. fundi umhverfisráðs þann 12.04.2018; Umferðaröryggisáætlun Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201501114Vakta málsnúmer

Á 304. fundi umhverfisráðs þann 12. apríl 2018 var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu og afgreiðslu umferðaröryggisáætlun Dalvíkurbyggðar 2018-2022 ásamt umsögnum.
Umhverfisráð leggur til að Umferðaöryggisáætlun Dalvíkurbyggðar 2018-2022 verði samþykkt. Samþykkt með fimm atkvæðum. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum Umferðaröryggisáætlun Dalvíkurbyggðar 2018 - 2022 eins og hún liggur fyrir.

20.Kosning til sveitarstjórnar laugardaginn 26.05.2018; kjörskrá, kjördeildir og kjörstaðir.

Málsnúmer 201804063Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi eftirfarandi tillaga sem forseti sveitarstjórnar lagði fram:

a)
Umboð til byggðarráðs Dalvíkurbyggðar til að staðfesta kjörskrá vegna kosninga til sveitarstjórnar sem fram fara þann 26. maí 2018 og fullnaðarumboð til að úrskurða um athugasemdir.

Sveitarstjórn samþykkir að veita byggðarráði fullnaðarumboð til að ganga frá kjörskrá vegna kosninga til sveitarstjórnar sem fram fara þann 26. maí 2018. Jafnframt veitir sveitarstjórn byggðarráði fullnaðarumboð til að úrskurða um athugasemdir sem kunna að berast vegna framlagðrar kjörskrár sbr. ákv. 10. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5. frá 6. mars 1998 með síðari breytingum.

b)
Ákvörðun sveitarstjórnar um fjölda kjördeilda og kjörstaði vegna kosninga til sveitarstjórnar 26. maí 2018, sbr. 13. gr. IV. kafla laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5 frá 6. mars 1998 og sbr. 44 gr. IX. kafla sömu laga um kosningar til sveitarstjórna.

Sbr. 13. og 44. gr. laga um kosningar til sveitarstjórnar nr. 5 frá 6. mars 1998 með síðari breytingum samþykkir sveitarstjórn eina kjördeild í Dalvíkurbyggð og verður hún í Dalvíkurskóla, líkt og verið hefur undanfarnar kosningar.

Enginn tók til máls.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu hvað varðar umboð til byggðráðs varðandi kjörskrá.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu hvað varðar fjölda kjörstaða og kjördeild.

21.Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2017. Fyrri umræða.

Málsnúmer 201711059Vakta málsnúmer

Á 862. fundi byggðaráðs þann 5. apríl 2018 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Arnar Árnason, löggiltur endurskoðandi hjá KPMG Akureyri, Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, Valdís Guðbrandsdóttir, aðalmaður í sveitarstjórn, og Heiða Hilmarsdóttir, forseti sveitarstjórnar, kl. 13:00. Allir aðalmenn í sveitarstjórn og sviðstjórar voru boðaðir á fundinn undir þessum lið. Arnar Árnason fór yfir helstu niðurstöður og forsendur ársreiknings 2017. Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B-hluta er jákvæð um kr. 231.954.000. Veltufé frá rekstri er jákvætt um kr. 343.382.000 og handbært fé frá rekstri er jákvætt um kr. 378.526.000. Fjárfestingar samstæðu er kr. 502.176.000 og fjárfesting í félögum kr. 4.360.000. Söluverð eigna kr. 102.400.000. Tekin voru langtímalán að upphæð kr. 187.000.000 og afborganir langtímalána var kr. 156.988.000. Arnar, Eyrún, Þorsteinn, Börkur, Valdís, og Heiða viku af fundi kl. 14:21.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2017 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Til máls tók:
Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu niðurstöðum ársreikningsins.



Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar 2017 til síðari umræðu í sveitarstjórn.

22.Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 6, frá 28.03.2018

Málsnúmer 1803011FVakta málsnúmer

  • 22.1 201802004 Undirbúningur framkvæmda; hönnunarsamningur
    Undir þessum lið kom á fundinn Eyrún Rafnsdóttir, sviðstjóri félagsmálasviðs, kl. 12:30.

    Á 4. fundi stjórna Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses var eftirfarandi bókað:
    "Undir þessum lið komu á fund félagsins Ágúst Hafsteinsson, frá Form ráðgjöf ehf., og Eyrún Rafnsdóttir, sviðstjóri félagsmálasviðs. Á 3. fundi stjórnar þann 2. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað: "Á áætlun er að byggja 7 íbúðir fyrir fatlað fólk í Dalvíkurbyggð. Samkvæmt bréfi frá Íbúðalánasjóði, dagsett þann 26. september 2017, liggur fyrir samþykki á stofnframlagi að upphæð kr. 56.410.248 til að byggja alls 7 íbúða búsetukjarna fyrir fatlaða. Til umræðu fyrstu skref hvað varðar m.a. hönnun á húsnæðinu. Lagt fram til kynningar." Til umræðu ofangreint. Ágúst vék af fundi kl. 12:09. Eyrún vék af fundi kl. 12:19.
    Berki Þór falið að afla upplýsinga á milli funda í samræmi við umræður á fundinum."

    Með fundarboði stjórnar fylgdi drög að hönnunarforsendum við Ágúst Hafsteinsson, Arkitektastofnunni Form.

    Til umræðu ofangreint.

    Eyrún vék af fundi kl.13:38
    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 6 Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses felur sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs að hafa samband við Ágúst Hafsteinsson og koma á framfæri þeim ábendingum sem fram komu á fundinum um hönnunarforsendum og drög að teikningum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 22.2 201711099 Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses - stofnun; samningur við Íbúðalánasjóð
    Á 5. fundi stjórnar þann 28. febrúar 2018 var m.a. eftirfarandi bókað:
    "Með fundarboði fylgdi drög frá Íbúðalánasjóði að samningi um stofnframlag á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 til byggingar á 7 íbúða búsetukjarna fyrir fatlaða einstaklinga, við Lokastíg 3 á Dalvík, sem og drög að yfirlýsingum um kvöð. Á fundinum var farið yfir ofangreind drög.
    Stjórn LD hses gerir ekki athugasemdir við meðfylgjandi drög frá Íbúðalánasjóði."

    Með fundarboði fylgdu endanleg drög að samningi við Íbúðalánasjóð um stofnframlag á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 til byggingar 7 íbúða búsetukjarna fyrir fatlaða einstaklinga, við Lokastíg 3 á Dalvík ásamt yfirlýsingu um kvöð.
    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 6 Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samning við Íbúðalánasjóð um stofnframlag ásamt yfirlýsingu kvöð, sbr. ofangreint, og felur framkvæmdastjóra að undirrita fyrir hönd Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls. Fundargerðin lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.

23.Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 7, frá 09.04.2018

Málsnúmer 1804006FVakta málsnúmer

  • 23.1 201802004 Undirbúningur framkvæmda
    Undir þessum lið komu á fund stjórnar Ágúst Hafsteinsson frá Form ráðgjöf ehf. og Eyrún Rafnsdóttir, sviðstjóri félagsmálasviðs, kl. 14:00.

    Á 6. fundi stjórnar þann 28. mars 2018 var m.a. eftirfarandi bókað:
    "Með fundarboði stjórnar fylgdi drög að hönnunarforsendum við Ágúst Hafsteinsson, Arkitektastofunni Form. Til umræðu ofangreint. Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses felur sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs að hafa samband við Ágúst Hafsteinsson og koma á framfæri þeim ábendingum sem fram komu á fundinum um hönnunarforsendur
    og drög að teikningum. "

    Á fundinum kynnti Ágúst uppfærð drög að hönnunarforsendum og að teikningum.

    Eyrún vék af fundi kl. 14:30
    Ágúst vék af fundi kl. 15:35.

    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 7 Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Ágústi að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður og ábendingar á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Enginn tók til máls. Fundargerðin lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.

24.Sveitarstjórn - 301

Málsnúmer 1803010FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:17.

Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
  • Íris Hauksdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs