Íþrótta- og æskulýðsráð

88. fundur 04. apríl 2017 kl. 08:00 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
 • Íris Hauksdóttir Aðalmaður
 • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
 • Zbigniew Kolodziejczyk aðalmaður
 • Kristinn Ingi Valsson formaður
Starfsmenn
 • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
 • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Framkvæmdir og viðhald við sundlaug Dalvíkur

201408097

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti stöðuna á framkvæmdum við sundlaugina á Dalvík. Áætluð verklok eru 19. júlí 2017. Framkvæmdir ganga vel og enn hefur ekkert óvænt komið í ljós.

2.Golfvöllur

201610012

Á 289. fundi sveitarstjórnar þann 21. febrúar s.l. var samþykkt með 5 atkvæðum tillögu byggðaráðs um rafæna könnun."Að hugur íbúa í Dalvíkurbyggð, 18 ára og eldri, verði kannaður með rafrænni könnun á heimasíðu Dalvíkurbyggðar í mars 2017 eftir annan fund sveitarstjórnar 2017, frá og með 1. mars til og með 15. mars 2017 og leggja til að spurningin sem lögð verði fyrir hljóði þannig: 'Vilt þú að gert verði ráð fyrir 9 holu golfvelli í fyrirhuguðu deiliskipulagi Fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli?'

Svarmöguleikanir verði 'Já' eða 'Nei'. Um er að ræða rafræna könnun en ekki formlega kosningu skv. sveitarstjórnarlögum. Niðurstöður könnunarinnar eru því ekki bindandi fyrir deiliskipulagsvinnuna en höfð til hliðsjónar við deiliskipulagsvinnuna."Niðurstaða úr ofangreindri könnun liggur fyrir og er eftirfarandi:386 manns tóku þátt."Já" sögðu 99 eða 25,65%."Nei" sögðu 287 eða 74,35%Íþrótta- og æskulýðsráð telur að með þessari könnun hefði verið hægt að kanna áhugann á öðrum valkostum og auðvelda þar með framtíðaskipulagsvinnu við fólkvanginn. Íþrótta og æskulýðsráð lagði til á 83. fundi ráðsins þann 1. nóvember 2016 að kannaður yrði hugur íbúa varðandi alla þá valmöguleika sem gætu komið til greina innan fólkvangsins og telur ráðið að þeim spurningum sé enn ósvarað.

3.Viðhald sparkvallar

201703111

Tekið fyrir rafbréf frá Barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar UMFS frá 21. mars 2017.Þar kemur fram að börnum stafi beinlínis hætta af ástandi vallarins og þurfi að bregðast við því strax. Fótboltaiðkendur stundi sínar æfingar þarna og grunnskólanemendur leiki sér í sinni útiveru. Nú sé kominn tími á að taka ákvörðun um framhaldið. Þessi staða sé ekki boðleg.Íþrótta- og æskulýðsráð og embættismenn Dalvíkurbyggðar höfðu ekki vitneskju um að ástand vallarins væri með þessum hætti. Ráðið harmar jafnframt að hafa fyrst fengið vitneskju um ástand vallarins á samfélagsmiðlum.Íþrótta- og æskulýðsráð telur að ef börnum stafar hætta á iðkun á vellinum þurfi að loka honum þar til úrbætur hafa farið fram. Íþrótta- og æskulýðfulltrúa er falið að meta aðstæður og leiðir til úrbóta í samráði við Barna- og unglingaráð og skólastjóra Dalvíkurskóla.

4.Vegna framkvæmdastjóra

201702061

Farið var yfir stöðu mála er varðar sameiginlegan starfsmann skíðasvæðis og golfvallar. Einnig rætt um framtíðarstöðu skíðasvæðisins í ljósi dóms Héraðsdóms Noðurlands eystra frá 3. apríl 2017.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
 • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
 • Íris Hauksdóttir Aðalmaður
 • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
 • Zbigniew Kolodziejczyk aðalmaður
 • Kristinn Ingi Valsson formaður
Starfsmenn
 • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
 • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi