Byggðaráð

713. fundur 17. október 2014 kl. 13:00 - 16:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2015-2018; Framkvæmdir og viðhald við sundlaug Dalvíkur.

Málsnúmer 201408097Vakta málsnúmer

Á 712. fundi byggðarráðs þann 16. október 2014 var eftirfarandi bókað:
Undir þessum lið kom á fundinn Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kl. 10:38.

Í starfs- og fjárhagsáætlun 2014-2017 var gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun 10 m.kr. vegna undirbúnings og hönnunar, 40 m.kr. árið 2015 og 40 m.kr. árið 2016 vegna viðgerða og endurbóta á sundlaugarkari og tækjabúnaði.

Í undirbúningi hafa komið fram fleiri tillögur og upplýsingar um hvað þarf að bæta og því liggur fyrir að þær tölur sem lagt var af stað dekka ekki þá hönnun og tilfærslur sem nú eru á borðinu.

Börkur Þór vék af fundi kl. 10:50.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir nýrri kostnaðaráætlun í samræmi við ofangreint og þá þannig að hugmyndir taki mið að þeim framkvæmdum sem þarf að ráðast í vegna nauðsynlegs viðhalds og endurbóta. Byggðarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að fá kostnaðaráætlun í samræmi við ofangreindar áherslur.

Afgreiðslu frestað sem og umfjöllun og afgreiðslu þeirra liða sem eftir eru á dagskrá og þeim vísað til næsta fundar.

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:45.

Börkur Þór kynnti nýja kostnaðaráætlun frá AVH vegna sundlaugar og Elfu vegna búnaðar og tæknirýmis. Samtals kostnaðaráætlun hljóðar upp á kr. 125.192.500. Inn í þessa upphæð vantar hugsanlega stækkun á tæknirými. Fram kemur jafnframt að gera má ráð fyrir að sá búnaðar sem er í notkun í dag geti gengið að minnsta kosti í ár enn.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að framkvæmdum við Sundlaug Dalvíkur og endurnýjun á tækjabúnaði og lögnum verði skipt niður á 3 ár:

Árið 2015 25,0 m.kr Klæðning sundlaugar.
Árið 2016 55,0 m.kr. Tækjarými og lagnir á lóð.
Árið 2017 35,0 m.kr. Endurnýjun potta og fleira.
_________
125,0 m.kr.

2.Fjárhagsáætlun 2015-2018; Viðbygging við Krílakot

Málsnúmer 201311112Vakta málsnúmer

Á 184. fundi fræðsluráðs þann 10. september 2014 var eftirfarandi bókað:

Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri og Drífa Þórarinsdóttir leikskólastjóri fóru yfir drög að teikningum vegna viðbyggingar við Krílakot en húsnæðið er hannað fyrir um 110 börn. Farið var yfir vinnuferlið og forsendur en Fanney Hauksdóttir er arkitekt verksins.

Fræðsluráð lýsir yfir ánægju sinni með teikningarnar og leggur áherslu á mikilvægi þess að framkvæmdum ljúki á þeim tíma sem áætlað er.

Samkvæmt starfs- og fjárhagsáætlun 2014-2017 er gert ráð fyrir 17,0 m.kr. vegna undirbúnings og hönnunar árið 2014, 76,5 m.kr. árið 2015 og 76,5 m.kr. árið 2016, alls 170 m.kr.

Áætlaður heildarkostnaður vegna viðbyggingar er nú um 207 m.kr., þarf af 17 m.kr. vegna hönnunar sem fellur til árið 2014. Hækkunin er því um 36,7 m.kr.

Börkur Þór kynnti tillögu að áfangaskiptingu og samkvæmt henni er lagt til að árið 2015 verði farið í 70% af framkvæmdinni eða kr. 132,8 m.kr. og 30% af framkvæmdinni árið 2016 eða um 56,9 m.kr.

Fyrir liggur einnig beiðni frá leikskólastjóra um búnað árið 2016 að upphæð kr. 7.345.000, þar af 5,0 m.kr. vegna eldhúss, og kr. 2.000.000 árið 2017 vegna stóla.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sett verði á starfs- og fjárhagsáætlun 2015-2018 eftirfarandi:
Vegna viðbyggingar við Krílakot

Árið 2015 132,8 m.kr.
Árið 2016 56,9 m.kr.

Vegna búnaðar vegna breytinganna:

Árið 2015 7,3 m.kr.
Árið 2016 2,0 m.kr.

3.Fjárhagsáætlun 2014 & 2015; Grundargata, 15 á Dalvík vegna sandfoks úr fjörunni.

Málsnúmer 201306068Vakta málsnúmer

Á 710. fundi byggðarráðs þann 7. október 2014 var eftirfarandi bókað:
255. fundi umhverfisráðs þann 19. september 2014 var eftirfarandi bókað:
Með innsendu erindi dags. 27. ágúst 2014 óska eigendur Grundargötu 15, Dalvík þau Ari Jón Kjartansson og Elín Ása Hreiðarsdóttir eftir varanlegri lausn á því sandfoki sem er við húsið.
Umhverfisráð leggur til við byggðarráð að fjármunir verði tryggðir til verksins svo hægt verði að flytja sjóvarnargarð við Sandskeið utar í áföngum næstu árin.
Ráðið leggur til að þeir fjármunir sem ætlaðir eru á þessum lið verði nýttir til flutnings á sandi af umræddu svæði.

Afgreiðslu frestað og byggðarráð óskar eftir nánari upplýsingum frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs um ofangreinda framkvæmd og gildi hennar sem hluti af varanlegri lausn.

Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerði grein fyrir ofangreindu. Fram kom að mat hans er að áformaður flutningur á sandi af umræddu svæði yrði ekki hluti af varanlegri lausn sem og að þessar kr. 400.000 á áætlun 2014 þurfi að nota til þess að dekka kostnað vegna vinnu sérfræðinga.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna tillögu umhverfisráðs og heimilar sviðsstjóra umhverfis- og tæknsviðs að nýta allt að kr. 400.000 sem er á áætlun þessa árs til að greiða fyrir vinnu sérfræðinga.

4.Fjárhagsáætlun 2015; Frá Elínu Ásu Hreiðarsdóttur; Grundargata 15- Sandfok.

Málsnúmer 201408053Vakta málsnúmer

Á 706. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá Elínu Ásu Hreiðarsdóttur og Ara Jóni Kjartanssyni, Grundagötu 15, dagsett bréf þann 27. ágúst 2014, þar sem bent er á að frá árinu 2007 er búið að vera viðvarandi sandfok úr fjörinni norðan við húsið og finnt þeim tími til kominn að farið verði í róttækar aðgerðir og fundin varanleg lausn á þessu máli.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfis- og tæknisviðs til skoðunar.

Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerði grein fyrir þeim athugunum sem fram hafa farið um þetta mál. Fram kom að ef vel ætti að vera þá þyrfti að flytja sjóvarnargarðinn og áætlaður kostnaður vegna þessa er um 48 m.kr. samkvæmt áætlun frá Vegagerðinni. Að öllu jöfnu kæmi Vegagerðin að málum með 90% þátttöku í sjóvörnum sem eru á samgönguáætlun. Fram kom að leitað hefur verið eftir þátttöku vegagerðinnar en því hafnað.

Börkur Þór vék af fundi kl. 15:03.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að þær kr. 1.311.000 sem eru á lið 10-40-4396 árið 2015 vegna þessa máls haldi sér sem væri þá 10% framlag Dalvíkurbyggðar á móti 90% framlagi Vegagerðinnar.

5.Fjárhagsáætlun 2015; Frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa; Endurnýjunaráætlun búnaðar málaflokks 06.

Málsnúmer 201408069Vakta málsnúmer

Á 712. fundi byggðarráðs þann 16. október s.l. var eftirfarandi bókað:

Á 59. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 2. september 2014 var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði fylgdu drög að endurnýjunarætlun fyrir líkamsrækt í íþróttamiðstöð, áætlun um endurnýjun á búnaði í Árskógi sem og ósk um að keyptir séu 2 bílar fyrir vinnuskólann.
Mjög brýnt er að fara í endurnýjun á stólum í Árskógi og er óskað eftir því að keyptir verði 200 stólar. Heildarkostnaður er áætlaður 5.000.000.- Lagt er til að stólarnir verði keyptir á árunum 2015 og 2016, eða 2.500.000 á hvoru ári. Ekki er talið ráðlegt að skipta endurnýjuninni á fleiri ár þar sem afar mikilvægt að þeir séu eins útlits.

Samkvæmt úttekt og endurnýjunaráætlun í líkamsrækt er heildarkostnaður við ný tæki í líkamsrækt um 25.000.000 en gera má ráð fyrir að endingartími sé um 10 ár. Er því óskað eftir því að á áætlun íþróttamiðstöðvar verði kr. 2.500.000 árlega til endurnýjunar.
Bíla vinnuskóla þarf einnig að endurnýja og er lagt til að Eignasjóður kaupi bílana og leigi þá til Vinnuskólans og hugsanlega öðrum stofnunum. Áætlaður kostnaður við kaup á slíkum bílum er kr. 3-3,5 milljónir .
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að unnið verið eftir áætlununum og gert ráð fyrir þeim kostnaði við fjárhagsáætlanagerð 2015.
Jafnframt telur ráðið mikilvægt að sé að keyptar verði bifreiðar að þeirri stærð sem kemur fram í bréfinu og vísar erindinu því til stjórnar Eignasjóðs.

Til umræðu ofangreint.

Byggðarráð frestar afgreiðslu og óskar eftir upplýsingum um bílaeign sveitarfélagsins og ráðstöfun bifreiða.

Milli funda fékk byggðarráð og sveitarstjóri yfirlit frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs yfir bifreiðar í eigu sveitarfélagsins og ráðstöfun á þeim.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að sett verði á starfs- og fjárhagsáætlun heimild til kaupa á einum bíl fyrir vinnuskóla, kr. 1.750.000, og hugað að verði að því hvort vinnuskóli geti fengið afnot yfir sumartímann af öðrum bifreiðum á vegum sveitarfélagsins, s.s. bifreiðum veitna.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201410168Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

7.Fjárhagsáætlun 2015; Ósk um lagfæringar á Sigtúni

Málsnúmer 201409014Vakta málsnúmer

Á 46. fundi menningarráðs þann 16. september 2014 var eftirfarandi bókað:
Tekið var fyrir erindi, dagsett 1. september 2014, frá Kristínu Símonardóttur, um lagfæringar á húseigninni Sigtúni, þar sem kaffihús Bakkabræðra er staðsett.

Menningarráð óskar eftir því við umhverfis- og tæknisvið að það kostnaðarmeti punkta 1-4 en punkt 5 telur ráðið ekki vera Dalvíkurbyggðar.

Jafnframt óskar menningarráð eftir að forsvarsmaður Bakkabræðrasetursins, Aðalheiður Símonardóttir, komi á næsta fund ráðsins til að ræða framgang samningsins.
Lagt fram.

8.Fjárhagsáætlun 2015; Frá Húsabakka ehf; ábendingar um viðhald.

Málsnúmer 201408038Vakta málsnúmer

Á 707. fundi byggðarráðs þann 11. september 2014 var eftirfarandi bókað:
Á 706. fundi byggðarráðs þann 4. september 2014 var eftirfarandi bókað:

Tekið fyrir erindi frá Húsabakka ehf., bréf dagsett þann 21. ágúst 2014, þar sem fram koma ábendingar um viðhald sem þarf að framkvæma á Rimum, Húsabakka og Hrafnabjörgum. Fram kemur að sumt sem er talið hér upp væri gott að taka umræðu um ásamt því að fá tækifæri til að ræða við bæinn um frekari lagfæringar og endurbætur á Húsabakka sem falla ekki beinlínis undir viðhald og eru því ekki talin upp í erindinu.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta erindinu og að byggðarráð kynni sér samninga við Húsabakka ehf.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum við umhverfis- og tæknisvið /Eignasjóð að taka saman viðhaldsáætlun til lengri tíma sem og að taka saman í hvaða viðhaldsframkvæmdir sveitarfélagið hefur farið í á undanförnum árum.

Byggðarráð hefur kynnt sér á milli funda samninga við Húsabakka ehf. er varðar leigu á Húsabakka og Rimum.
Með fundarboði byggðarráðs fylgdi samantekt umsjónarmanns fasteigna um viðhald síðustu ára á Húsabakka og viðhaldsþörf.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að formaður byggðarráðs, sveitarstjóri og umsjónarmaður fasteigna fái að heimsækja forsvarsmenn Húsabakka ehf. á Húsabakka og eiga fund varðandi ofangreint.

Formaður byggðarráðs og sveitarstjóri gerðu grein fyrir fundi sem þeir áttu ásamt umsjónarmanni fasteigna með forsvarsmönnum Húsabakka ehf. þann 13. október s.l.

Í tillögu að viðhaldi Eignasjóðs frá umhverfis- og tæknisviði er gert ráð fyrir 2,4 m.kr. vegna ársins 2015, en áætlaður kostnaður vegna viðhalds samkvæmt ábendingum í ofangreindu erindi er um 29 m.kr. vegna Húsabakka og þá hefur ekki allt verið tekið með í reikninginn. Einnig liggur fyrir mat umsjónarmanns fasteigna á frekari viðhaldsþörf, s.s. einangra og múra húsin að utan.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðhald vegna Húsabakka verði kr. 700.000 árið 2015.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarfélagið getur ekki orðið við þeim óskum um viðhald sem fram koma í erindi frá Húsabakka ehf. dagsettu þann 21. ágúst 2014.

9.Fjárhagsáætlun 2015;Samkomuhúsið Höfði í Svarfaðardal; beiðni um aðkomu sveitarfélagsins

Málsnúmer 201405020Vakta málsnúmer

Á 46. fundi menningarráðs þann 16. september 2014 var eftirfarandi bókað:
Tekið var fyrir erindi, fyrst dagsett 28. apríl 2014 og viðbótarerindi, dagsett 31. júlí 2014 þar sem Ungmennafélagið Atli óskar eftir styrk vegna viðhalds á samkomuhúsinu Höfða í Svarfaðardal.

Menningarráð leggur til við sveitarstjórn að Ungmennafélagið Atli verði styrkt vegna framkvæmda að upphæð 400.000 kr. en styrkurinn rúmast ekki fyrir innan ramma ráðsins og óskar það því eftir viðbótarfjárveitingu sem því nemur á lið 05-81-9145.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu og vísar henni til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.

10.Fjárhagsáætlun 2015; Frá Dalvíkurkirkju; Beiðni um styrk vegna fasteignagjalda

Málsnúmer 201408030Vakta málsnúmer

Á 46. fundi menningarráðs þann 16. september 2014 var eftirfarandi samþykkt:
Tekin var fyrir beiðni frá Dalvíkurkirkju um styrk vegna fasteignagjalda.

Menningarráð samþykkir að veita Dalvíkurkirkju styrk að upphæð 150.000 kr. og vísar því á lið 05-81-9121.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu og vísar henni til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.

11.Fjárhagsáætlun 2015;Upplýsingamiðstöð; skýrsla starfsmanns um starfssemina 2014.

Málsnúmer 201407047Vakta málsnúmer

Á 46. fundi menningarráðs þann 16. september 2014 var eftirfarandi bókað:
Undir þessum lið sátu Freyr Antonsson formaður atvinnumála- og kynningarráðs og Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi Dalvíkurbyggðar.

Með fundarboði fylgdi skýrsla starfsmanns um starfsemi upplýsingarmiðstöðvar 2014.

Rætt var um starfsemi næsta árs og umræða um hvort hlutverk bókasafnsins geti jafnframt verið að sjá um upplýsingamiðstöð sveitarfélagsins.

Menningarráð felur upplýsingafulltrúa og sviðsstjóra að ræða við forstöðumann Bókasafns um þessar hugmyndir.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir að málið er enn í skoðun.
Lagt fram.

12.Fjárhagsáætlun 2015; Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs 2015.

Málsnúmer 201406109Vakta málsnúmer

a) Teknar fyrir fundargerðir fagráða fræðslu-og menningarsviðs er varðar tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun 2015-2018 og farið yfir afgreiðslur og beiðnir um viðauka við fjárhagsramma.
b) Trúnaðarmál.

Íþrótta- og æskulýðsráðs, 59. fundur frá 2.9.2014.
Fræðsluráð, 184. fundur frá 10.9.2014.
Menningarráð, 46. fundur frá 16.9.2014.
a) Lagt fram.
b) Bókað í trúnaðarmálabók.

13.Fjárhagsáætlun 2015; Berg og búnaður í Bergi.

Málsnúmer 201408100Vakta málsnúmer

Kristján Guðmundsson vék af fundi undir þessum lið kl. 15:57 vegna vanhæfis í erindum frá Menningarfélaginu Bergi ses. og vegna erindis frá Björgunarsveitinni Dalvík og fór síðan af fundi til annarra starfa.

Á 46. fundi menningarráðs þann 16. september 2014 var eftirfarandi bókað:

Tekið var fyrir erindi frá Menningarfélaginu Bergi þar sem óskað er eftir að Dalvíkurbyggð standi að kaupum á kösturum fyrir fjölnotasalinn í Bergi. Áætlaður kostnaður er 627.462 kr.

Menningarráð telur framkvæmd sem þessa vera verkefni Menningarfélagsins Bergs. En leggur þó til við sveitarstjórn að verkefnið verði styrkt um 315.000 kr. að því gefnu að það takist að fjármagna verkefnið að fullu. Óskað er viðbótarfjárveitingar á lið 05-61-9145 vegna þessa.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda tillögu og vísar henni til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.

14.Fjárhagsáætlun 2015; Berg og tónlistarhátíðin Bergmál.

Málsnúmer 201408099Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir erindi frá framkvæmdastjóra Bergs, Grétu Arngrímsdóttur, þar sem óskað er eftir rekstrarsamningi t.d. til þriggja ára vegna tónlistarhátíðarinnar Bergmáls. Áður hafði borist erindi sama eðlis frá forsvarsmönnum hátíðarinnar.
Á 46. fundi menningarráðs þann 16. september 2014 var eftirfarandi bókað:
Menningarráð samþykkir að styrkja hátíðina um 200.000 kr. á ári, árin 2015 og 2016 á sömu forsendum og hátíðin hefur verið haldin og vísar því á lið menningarsjóðsins 05-81-9145.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda tillögu og vísar henni til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.

15.Fjárhagsáætlun 2014; Frá Björgunarsveitinni Dalvík; Styrkumsókn.

Málsnúmer 201409037Vakta málsnúmer

Á 255. fundi umhverfisráðs þann 19. september 2014 var eftirfarandi bókað.

Með innsendu erindi dag. 1. september 2014 óskar björgunarsveitin Dalvík eftir endurskoðun á styrktarsamningi samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð leggur til að sá samningur sem í gildi er við björgunarsveitina Dalvík verði endurskoðaður og óskar eftir því við byggðarráð að aukafjárveiting kr 3.000.000 á ári í þjú ár verði veitt á 07-81-9146 vegna endurnýjunar á búnaði og æskulýðsstarfs, en sá hluti samningsins yrði kr. 1.000.000.

Ráðið leggur til að við endurskoðun á rammasamningi verði fjármögnun æskulýðsstarfs sveitarinnar á forræði íþrótta- og æskulýðsráðs.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum viðbótarstyrk að upphæð 3,0 m.kr. til Björgunarsveitarinnar árlega næstu 3 árin og að gerður verði viðaukasamningur árið 2015, gegn því að sveitarfélagið verði eigandi að upplýsingaskilti við þjóðveginn sunnan við Dalvík og að svæðinu þar undir og í kring.

Við endurskoðun á styrktarsamningi 2013-2015 í lok árs 2015 verði tekið mið af ofangreindu.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.