Íþrótta- og æskulýðsráð

62. fundur 11. nóvember 2014 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Kristinn Ingi Valsson Formaður
 • Jón Ingi Sveinsson Varaformaður
 • Íris Hauksdóttir Aðalmaður
 • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
 • Andrea Ragúels Víðisdóttir Aðalmaður
 • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
 • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá

1.Starfssemi Víkurrastar veturinn 2014/15

Málsnúmer 201411021Vakta málsnúmer

Viktor Már Jónasson, forstöðumaður Víkurrastar kom á fundinn kl. 8:15. Viktor gerði grein fyrir þeirri starfsemi sem hefur farið fram og því sem framundan er í Víkurröst í vetur. Einnig gerði hann grein fyrir sameiginlegum atburði félagsmiðstöðva á Eyjafjarðarsvæðinu sem fram fór á Dalvík helgina 31. október til 1. nóvember.
Jón Ingi Sveinsson kom á fundinn kl. 8:35.

2.Akstur barna í félagsmiðstöð er búa á Árskógsströnd

Málsnúmer 201410298Vakta málsnúmer

Þórunn Andresdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Tekið var fyrir erindi frá Valgerði Hrönn Ingvarsdóttur sem barst íþrótta- og æskulýðsfulltrúa með rafpósti 23.10.2014. Óskar hún fyrir hönd foreldra barna sem búa á Árskógströnd eftir umræðu og ákvörðun um það hvort Dalvíkurbyggð geti komið til móts við þau varðandi akstur barna í félagsmiðstöðina Tý á Dalvík. Félagsmiðstöðin er opin á mánudags- og miðvikudagskvöldum og annað hvert föstudagskvöld.

Forstöðumanni Víkurrastar og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa er falið að funda með foreldrum barna sem búa utan þéttbýlis í sveitarfélaginu.
Þórunn Andresdóttir kom á fundinn aftur kl. 9:00.
Viktor vék af fundi kl. 9:00.

3.Framkvæmdir og viðhald við sundlaug Dalvíkur

Málsnúmer 201408097Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti nýjustu teikningar að endurbótum sundlaugar en þær eru umfangsminni en síðustu teikningar. Brýnast þykir að lagfæra sundlaugarkerið sjálft. Íþrótta- og æskulýðsráð tilnefnir Kristinn Inga Valsson sem fulltrúa nefndarinnar í vinnuhóp um endurbæturnar.

4.Útboð á rekstri tjaldsvæðis

Málsnúmer 201311295Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti hvernig rekstur tjaldsvæðisins fór fram í sumar og hvaða mögleikar eru í stöðunni. Farið var yfir kostnað og tekjur síðasta sumars og möguleikinn um að samtvinna útboð á rekstri tjaldsvæðis í Árskógi ræddur með mögleikanum á að bjóða út rekstur félagsheimilisins yfir sumartímann.

Íþrótta- og æskuýðsráð frestar ákvörðun til næsta fundar.

5.Uppbygging á vallarsvæði UMFS á Dalvík

Málsnúmer 201309034Vakta málsnúmer

Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri kom á fundinn kl. 9:55 og sat fundinn undir þessum lið. Bjarni gerði grein fyrir stöðu mála er varðar rekstur sveitarfélagsins í heild sem og uppbyggingu á vallarsvæði UMFS.
Bjarni vék af fundi kl. 10:15.

6.Samningur um heilsueflandi samfélag

Málsnúmer 201410137Vakta málsnúmer

Dalvíkurbyggð og Embætti landlæknis hafa gert með sér samstarfssamning um þróunarverkefnið Heilsueflandi samfélag. Verkefnið miðar að því að efla lýðheilsu og lífsgæði íbúa Dalvíkurbyggðar með markvissum þverfaglegum heilsueflingaraðgerðum.

Markmið verkefnisins eru að:
a)
Koma á fót heilsueflandi samfélagi með öflugu lýðheilsustarfi í þágu fólks á öllum æviskeiðum
b)
Nýta fjölbreyttar, markvissar og heildrænar aðgerðir til að auðvelda fólki að taka heilsusamlegar ákvarðanir og lifa heilbrigðu lífi.
c)
Vekja athygli á og draga úr ójöfnuði hvað varðar heilbrigði og lifnaðarhætti.
d)
Draga úr tíðni og afleiðingum langvinnra sjúkdóma með margvíslegu forvarnar- og heilsueflingarstarfi.

Verkefnið miðar að því að þróa samfélagslegan ramma utan um markvissa og heildræna heilsueflingu allra aldurshópa. Hann mun innihalda m.a. gátlista, viðmið og árangursmat auk tækja og tóla í verkfærakistu "Heilsueflandi samfélags" sem nýst getur í öðrum samfélögum á Íslandi.

Samstarfið beinist einkum að áhrifaþáttum heilbrigðis sem eru lagðir til grundvallar eftirfarandi fjórum áhersluþáttum:
Hreyfing
Næring
Líðan
Lífsgæði

Samningurinn lagður fram til kynningar.

Íþrótta- og æskulýðsráð leggur áherslu á að starfshópur skili innleiðingaráætlun fyrir fyrsta árið í desember.

7.Skíðafélag Dalvíkur, framlenging á samstarfssamningi.

Málsnúmer 201403206Vakta málsnúmer

Búið er að ráða Gauta Sigurpálsson svæðisstjóra á skíðasvæðið. Mun hann hefja störf 17. nóvember 2014. Gert er ráð fyrir að svæðisstjórn verði kölluð saman mjóg fljótlega eftir að svæðisstjóri kemur til starfa. Auk svæðisstjóra eiga íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og fulltrúi stjórnar skíðafélagsins sæti í svæðisstjórninni.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
 • Kristinn Ingi Valsson Formaður
 • Jón Ingi Sveinsson Varaformaður
 • Íris Hauksdóttir Aðalmaður
 • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
 • Andrea Ragúels Víðisdóttir Aðalmaður
 • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
 • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs