Íþrótta- og æskulýðsráð

102. fundur 04. september 2018 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Þórunn Andrésdóttir formaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
  • Eydís Arna Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs 2019

Málsnúmer 201806132Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð fór yfir áherslur við gerð starfs-og fjárhagsáætlunar. Rætt var um forgangsröðun verkefna.

2.Gjaldskrár Dalvíkurbyggðar 2019

Málsnúmer 201808068Vakta málsnúmer

.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir gjaldskrá fyrir íþróttamiðstöð og Víkurröst og verður tekið mið af henni við vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2019.

3.Sundlaugar á Íslandi

Málsnúmer 201807095Vakta málsnúmer

Á 872. fundi Byggðaráðs var tekið fyrir erindi frá Jóni Karli Helgasyni fyrir hönd JKH-Kvikmyndagerð ehf., ódagsett en móttekið 17. júlí 2018 skv. rafpósti. Með bréfi þessu er sótt um styrk til Dalvíkurbyggðar til að taka upp atriði á Dalvík og nágrenni í heimildamyndina Sundlaugar á Íslandi. Fram kemur að Sundlaugin á Dalvík og Sundskáli Svarfdæla komi mikið við sögu í myndinni. Hugmyndin er að taka upp í Sundskálanum í september á þessu ári. Áætlaður kostnaður við upptökur á Dalvík og nágrenni er kr. 805.000.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til upplýsingar.
Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að styrkja verkefnið um mat fyrir 7 aðila í 3 daga.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

4.Endurnýjun á gervigrasi sparkvallar 2018

Málsnúmer 201805007Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir að búið er að endurnýja gervigras á sparkvelli. Altís ehf sá um verkið.
Laga þarf netin í mörkunum.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að láta laga netin.

5.Uppbygging á vallarsvæði UMFS á Dalvík

Málsnúmer 201709001Vakta málsnúmer

Frá 873. fundi Byggðaráðs:
Sveitarstjóri lagði fram minnisblað frá fundi sem hann átti með forsvarsmönnum UMFS, Kristjáni Ólafssyni og Birni Friðþjófssyni þann 26.júlí 2018. Á þeim fundi var rætt um stöðu á undirbúningi fyrir uppbyggingu gervigrasvallar á íþróttasvæði UMFS en áætlað er að hefja framkvæmdir eftir síðasta heimaleik í haust. Á fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2018 eru 30 miljónir til UMFS vegna framkvæmda.
Nú liggur fyrir 149.löggjafarþingi 2018-2019 frumvarp til laga um endurgreiðslur til félagasamtaka til almannaheilla vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda. Markmiðið með lögunum er að styðja við mannvirkjagerð og aðrar framkvæmdir félagasamtaka til almannaheilla og hvetja til þess að þau efli starfsemi sína eða bæti aðstöðu sína.
Í frumvarpinu er lagt til að endurgreiddur verði sá kostnaður sem nemur virðisaukaskatti vegna mannvirkjagerðar eða annarra framkvæmda á vegum félagasamtaka til almannaheilla.
Beiðni um endurgreiðslu verður að berast áður en framkvæmdir hefjast og verður metið hvort framkvæmd uppfylli skilyrði fyrir endurgreiðslu. Forsvarsmenn UMFS meta það svo að mikil fjárhagsleg áhætta sé að hefja þetta verk áður en það sé ljóst hvort frumvarpið verði að lögum. Því sé best að fresta framkvæmdarbyrjun fram á árið 2019.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gerður verði viðauki nr.18 til lækkunar á heildarframlagi til framkvæmda UMFS vegna gervigrasvallar á árinu 2018 upp á 30 miljónir króna. Til hækkunar á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa heildarfjárfestingu vegna framkvæmda gervigrasvallar UMFS til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.
Lagt fram til kynningar.

6.Framkvæmdir og viðhald við sundlaug Dalvíkur

Málsnúmer 201408097Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir stöðu framkvæmda í sundlaug. Rennibrautirnar hafa verið teknar í notkun.
Ráðið samþykkir merkingar á rennibrautina.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Þórunn Andrésdóttir formaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
  • Eydís Arna Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi