Byggðaráð

778. fundur 26. maí 2016 kl. 13:00 - 15:29 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Kristján Guðmundsson boðaði forföll sem og varamaður hans Heiða Hilmarsdóttir.

1.Framkvæmdir og viðhald við sundlaug Dalvíkur

Málsnúmer 201408097Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 13:00.



Til umræðu staða mála varðandi hönnun og undirbúning á endurbótum við sundlaugina á Dalvík.



Stýrihóp vegna endurbóta á sundlaug skipa: Sviðsstjóri umhverfis- og tæknsviðs, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, formaður byggðaráðs og Þórunn Andrésdóttir, aðalmaður í íþrótta- og æskulýðsráði. Stýrihópurinn hefur komið saman í 7 skipti.



Gísli Rúnar vék af fundi kl.13:40.

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201405189Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu fundinn Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, og Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisvið, kl. 13:41.



Bókað í trúnaðarmálabók.

3.Frá Markaðsstofu Norðurlands; Flugklasinn Air66N - áfangaskýrsla

Málsnúmer 201605114Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, bréf dagsett þann 19. maí 2016, er varðar stöðu mála hvað varðar starf Flugklasans Air66N.
Lagt fram til kynningar.

4.Ársreikningur 2015; Listi yfir birgja 2015

Málsnúmer 201605100Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti lista yfir helstu birgja Dalvíkurbyggðar 2015 sem fylgigagn með birtingu ársreiknings 2015, sbr. fyrri ár.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum listann eins og hann liggur fyrir til birtingar á heimasíðu Dalvíkurbyggðar með ársreikningi 2015.

5.Fjárhagsáætlun 2017-2020; fjárhagsáætlunarvinnan - tillögur

Málsnúmer 201605098Vakta málsnúmer

Á 777. fundi byggðaráðs þann 19. maí 2016 var eftirfarandi bókað:

"Með fundarboði fylgdi drög að tímaramma vegna undirbúnings á vinnu við fjárhagsáætlun 2017-2020. Einnig rætt um fjárhagsramma og fjárhagsáætlunarferlið. Miðað við niðurstöður ársreiknings 2015 þá er lagt til að byggðaráð, fagráð, stjórnendur og starfsmenn nýti tímann frá maí - ágúst til að fara gaumgæfilega yfir starfsemi og rekstur sveitarfélagsins. Þannig verði þjónustustig sveitarfélagsins yfirfarið vs. fjölda íbúa og möguleikar á hagræðingu í rekstri kannaðir. Ofangreint yrði þá til þess að í stað þess að fjárhagsrammar yrðu staðfestir af sveitarstjórn fyrir almenn sumarleyfi þá seinkar þeim verkþætti í ferlinu, áætlað í enda ágúst.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að tímaramma eins og hann liggur fyrir."



Á samráðs- og upplýsingafundi stjórnanda þann 24. maí s.l. var ofangreint til umræðu.



Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að boða til stjórnsýslunefndarfundar sem fyrst þar sem línurnar um hvernig farið verði í þessa vinnu verða lagðar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að útfæra tillögur inn á fund stjórnsýslunefndar.

6.Frá 198. fundi félagsmálaráðs þann 12. apríl 2016; Öldungarráð

Málsnúmer 201509033Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, Kolbrún Pálsdóttir og Þorgerður Sveinbjarnardóttir, fulltrúar eldri borgara í Dalvíkurbyggð, kl. 14:53.



Á 774. fundi byggðaráðs þann 28. apríl 2016 var eftirfarandi bókað:



Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálsviðs, kl. 13:00. Á 198. fundi félagsmálaráðs þann 12. apríl 2016 var eftirfarandi bókað: "Umfjöllun um öldungaráð var lögð fyrir á 190 fundi félagsmálaráðs þann 10. september 2015 þar sem bókað var: "Félagsmálaráð vill standa vel að undirbúningi þessa ráðs og felur starfsmönnum félagsmálasviðs að afla frekari upplýsinga og móta tillögur samkvæmt umræðum á fundi." Starfsmenn leggja til að skipaðir verði 2 sveitarstjórnarmenn í ráðið og 3 fulltrúar frá félagi eldri borgara. Starfsmenn leggja einnig til að kynning á ráðinu verði lögð fyrir byggðarráð þar sem taka þarf ákvarðanir um stjórnskipun ráðsins. Félagsmálaráð vísar málinu til byggðarráðs og óskar eftir því að félagsmálastjóri fylgi málinu eftir. " Til umræðu ofangreint. Eyrún vék af fundi kl. 13:26.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fá fulltrúa úr hópi eldri borgara í sveitarfélaginu til að koma á fund byggðaráðs og ræða með hvaða hætti samráði við eldri borgara er best fyrir komið í stjórnsýslu sveitarfélagsins."



Til umræðu ofangreint.



Eyrún, Kolbrún og Þorgerður viku af fundi kl. 15:12.



Í samræmi við umræður á fundinum þá samþykkir byggðaráð samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að falla frá hugmyndum um sérstakt Öldungaráð. Þess í stað hittu fulltrúar eldri borgara (3 fulltrúar) í Dalvíkurbyggð byggðaráð á fundum, t.d. í mars og í september ár hvert. Byggðaráð felur sveitarstjóra að gera drög að samkomulagi í samræmi við ofangreint.

7.Ásholt 4b; kauptilboð

Málsnúmer 201203102Vakta málsnúmer

Tekið fyrir kauptilboð í Ásholt 4b, fastanúmer 215-6671, dagsett þann 24.maí 2016, frá Páli Barna Szabo að upphæð kr. 9.500.000, en Páll er með forkaupsrétt sem leigjandi skv. reglum sveitarfélagsins þar um.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreint tilboð eins og það liggur fyrir og söluna á eigninni.

Fundi slitið - kl. 15:29.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs