Byggðaráð

741. fundur 06. ágúst 2015 kl. 08:15 - 09:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bjarni Th. Bjarnason sveitarstjóri
Dagskrá
Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri, var gestur fundarins og mætti kl. 8:15

1.Frá umhverfis- og tæknisviði; Framkvæmdir og viðhald við sundlaug Dalvíkur- tilboð.

Málsnúmer 201408097Vakta málsnúmer

Lagt fram tilboð frá Píp sf. í framkvæmdir og viðhald við sundlaug Dalvíkur. Tilboð útboðsins voru opnuð þann 9.júlí og barst aðeins eitt tilboð sem reyndist vera 44,2% yfir kostnaðaráætlun.

Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum að fresta framkvæmdum við sundlaug og felur sviðsstjóra að undirbúa nýtt útboð sem haldið yrði fyrir vorið 2016. Byggðaráð felur jafnframt sviðsstjóra að upplýsa tilboðsgjafa um að tilboði hans sem er 44,2% yfir kostnaðaráætlun sé hafnað.

Byggðaráð setur saman vinnuhóp (bygginganefnd)sem fyrst, sem undirbýr málið og setur hönnun 2. áfanga af stað. Stefnt er að því að bjóða út 1. og 2. áfanga sameiginlega með það að markmiði að framkvæmdir við 1. áfanga geti hafist vorið 2016.
Börkur Þór Ottósson vék af fundi kl. 8:30

2.Málefni Húsabakka

Málsnúmer 201503150Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað undirritað af sveitarstjóra og framkv.stjóra Húsabakka ehf. auk þess lagt fram svar fjármálaráðuneytis vegna fyrirspurnar Dalvíkurbyggðar um eignarhluta ríkisins og ýmis praktísk atriði.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að fylgja málinu áfram gagnvart ríkinu og Húsabakka ehf. í samræmi við umræður á fundinum.

3.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Kerfisbundin endurskoðun starfsmatskerfisins SAMSTARF

Málsnúmer 201507058Vakta málsnúmer

Niðurstaða vinnu við endurskoðun starfsmatskerfis sveitarfélaganna, SAMSTARFS liggur nú fyrir ásamt starfsmatsniðurstöðum sem unnar voru samkvæmt bókun með gildandi kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og stéttarfélaga innan BSRB og ASÍ, sem samið hafa um starfsmat.

Ljóst er að nær allir starfsmenn Dalvíkurbyggðar sem eru hjá Einingu-Iðju eða hjá Kili hækka um launaflokka samkvæmt þessum starfsmatsniðurstöðum og er breytingin afturvirk til 1.maí 2014.Lagt fram til kynningar.

4.Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga; Vegna lækkaðra fasteignaskattstekna 2015

Málsnúmer 201507048Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dags 10.júlí 2015 frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir hönd innanríkisráðherra.

Áætlað uppgjör framlaga Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til Dalvíkurbyggðar vegna lækkaðra fasteignaskattstekna lækkar frá fyrri áætlun sem er frá október 2014. Lækkunin nemur 300 þúsundum og fer úr 60,8 milljónum í 60,5 milljónir.
Lagt fram til kynningar.
Guðmundur St. vék af fundi vegna vanhæfis kl. 8:59

5.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Beiðni um umsögn - Fiskidagurinn mikli

Málsnúmer 201507051Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf sýslumannsins á Norðurlandi eystra frá 15.júlí sl. Beiðni um umsögn vegna Fiskidagsins mikla.

Umsögn byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar, Barkar Þórs Ottóssonar, liggur fyrir.
Byggðaráð samþykkir umsögn byggingafulltrúa með 2 samhljóða atkvæðum.
Guðmundur St. kom inn á fund kl. 9:02

6.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Beiðni um umsögn sveitarstjórnar um rekstrarleyfi Olís

Málsnúmer 201507074Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf dags 30.júlí 2015 frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra þar sem óskað er umsagnar sveitarstjórnar um endurnýjað rekstrarleyfi Olís á Dalvík.

Umsögn byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar liggur fyrir þar sem engar athugasemdir eru gerðar við endurnýjun rekstrarleyfis.
Byggðaráð samþykkir með 3 samhljóða atkvæðum niðurstöðu og umsögn byggingafulltrúa.

7.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; 829. fundur stjórnar sambandsins.

Málsnúmer 201502032Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 829.fundar SÍS.
Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir Eyþings 2015

Málsnúmer 201503206Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir Eyþings, fundir 264-269.

Jafnframt lögð fram fundargerð fulltrúaráðs Eyþings frá 20.feb.
Lagt fram til kynningar.

9.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201508006Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál
Trúnaðarmál

10.Þjóðarsáttmáli um læsi

Málsnúmer 201508010Vakta málsnúmer

Menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, hyggst gera þjóðarátak í læsi og býður því öllum bæjar- og sveitarstjórum að undirrita Þjóðarsáttmála um læsi. Aðilar samningsins þ.e. ríki og sveitarfélög skuldbinda sig til að vinna að því með öllum tiltækum ráðum til að ná markmiðum Hvítbókar um læsi. Skuldbinding ráðuneytisins er m.a. fólgin í gjaldfrjálsum aðgangi skóla að skimunarprófum og teymi ráðgjafa til aðstoðar. Vegna hagræðis mun ráðherra ekki heimsækja öll sveitarfélög til undirritunar en óskar eftir að undirritun fari fram í því sveitarfélagi sem er næst. Samkvæmt tímaáætlun ráðherra þá verður hann staddur í Fjallabyggð eftir hádegi þann 31. ágúst.
Byggðaráð leggur til að sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar undirriti þjóðarsáttmálann ásamt ráðherra þann 31. ágúst í Fjallabyggð.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bjarni Th. Bjarnason sveitarstjóri