Byggðaráð

716. fundur 06. nóvember 2014 kl. 13:00 - 16:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2015-2018; Viðbygging við Krílakot.

Málsnúmer 201311112Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Drífa Þórarinsdóttir, leikskólastjóri Krílakots og Kátakots, kl. 13:00.

Á 715. fundi byggðarráðs þann 30. október 2014 var eftirfarandi bókað:
Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs, Fanney Hauksdóttir, arkitekt hjá AVH, Anton Örn Brynjarsson, byggingaverkfræðingur hjá AVH og Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kl. 8:15.

Á 713. fundi byggðarráðs þann 17. október s.l. var eftirfarandi samþykkt:
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sett verði á starfs- og fjárhagsáætlun 2015-2018 eftirfarandi:
Vegna viðbyggingar við Krílakot

Árið 2015 132,8 m.kr.
Árið 2016 56,9 m.kr.

Vegna búnaðar vegna breytinganna:

Árið 2015 7,3 m.kr.
Árið 2016 2,0 m.kr.

Á fundinum var farið yfir drög að teikningum vegna viðbyggingar við Krílakot en húsnæðið er hannað fyrir um 110 börn. Farið var yfir vinnuferlið og forsendur.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs í samvinnu við AHV að vinna úr þeim hugmyndum sem fram komu á fundinum.

Þær hugmyndir sem komu fram á fundinum voru eftirfarandi:
Er mögulegt að minnka fjölda fermetra hvað varðar viðbyggingu við Krílakot án þess að það komi niður á rými fyrir starfsmenn og nemendur. Tilgangurinn væri að lækka framkvæmdarkostnað.
Er skynsamlegra til lengri tíma að byggja leikskólann (Krílakot og Kátakot) við húsnæði Dalvíkurskóla og hvað myndi það mögulega kosta ?
Er mögulegt að samnýta eitthvað af því húsnæði sem er nú þegar til staðar ?

Fram kom einnig á fundinum þann 30. október s.l. að skipting framkvæmdanna á tvö ár er nær 50% / 50% en 70% / 30% eins og gengið var út frá.

Drífa gerði grein fyrir þeirri vinnu og forsendum er liggja að baki tillögu að viðbyggingu við Krílakot.

Til umræðu ofangreint.

Drífa vék af fundi kl.14:00.
Lagt fram.

2.Fjárhagsáætlun 2015-2018;Framkvæmdir og viðhald við sundlaug Dalvíkur.

Málsnúmer 201408097Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 14:19.

Á 715. fundi byggðarráðs þann 30. október 2014 var eftirfarandi bókað:
Á 713. fundi byggðarráðs þann 17. október 2014 var eftirfarandi bókað:
Börkur Þór kynnti nýja kostnaðaráætlun frá AVH vegna sundlaugar og Elfu vegna búnaðar og tæknirýmis. Samtals kostnaðaráætlun hljóðar upp á kr. 125.192.500. Inn í þessa upphæð vantar hugsanlega stækkun á tæknirými. Fram kemur jafnframt að gera má ráð fyrir að sá búnaðar sem er í notkun í dag geti gengið að minnsta kosti í ár enn.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að framkvæmdum við Sundlaug Dalvíkur og endurnýjun á tækjabúnaði og lögnum verði skipt niður á 3 ár:

Árið 2015 25,0 m.kr Klæðning sundlaugar.
Árið 2016 55,0 m.kr. Tækjarými og lagnir á lóð.
Árið 2017 35,0 m.kr. Endurnýjun potta og fleira.
_________
125,0 m.kr.

Á fundinum var farið yfir drög að teikningum vegna endurbóta og viðhalds á Sundlaug Dalvíkur. Farið var yfir vinnuferlið og forsendur.

Fanney og Anton Örn viku af fundi kl. 10:40.
Börkur Þór vék af fundi kl. 10:40.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs í samvinnu við AHV að vinna úr þeim hugmyndum sem fram komu á fundinum.

Þær hugmyndir sem fram komu á fundinum þann 30. október s.l. er að unnið verði með það sem er til staðar, þ.e. ekki verði um endurhönnun að ræða á Sundlaug Dalvíkur heldur verði lögð áhersla á nauðsynlegt viðhald og úrbætur, sbr. þegar lagt var af stað með þetta verkefni.

Gísli Rúnar gerði grein fyrir vinnu við ofangreint verkefni og helstu forsendum að baki þeim hugmyndum sem fram hafa komið, s.s. frá starfsmönnum.

Gísli Rúnar vék af fundi kl.15:03.
Lagt fram.

3.Fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2015-2018; umfjöllun byggðarráðs á milli umræðna í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201405176Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir að miðað við bókfært virði á Hólavegi 1 og færanlegri kennslustofu við Hólaveg 1 þá myndi myndast sölutap ef gert væri ráð fyrir sölu á þessum eignum í fjárhagsáætlun miðað við verðmat fasteignasala sem kynnt var á síðasta fundi.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir að bókfært virði Krílakots með lóð eru rúmar 72 m.kr.

4.Fjárhagsáætlun 2015;Útsvar 2015, tillaga til sveitarstjórnar.

Málsnúmer 201411009Vakta málsnúmer

Samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4 frá 30. janúar 1995 á sveitarstjórn að vera búin að ákveða fyrir 1. desember ár hvert hvaða hundraðshluti verði lagður á tekjur manna á næsta ári, sbr. 24. gr. Samkvæmt 23. gr. má útsvar eigi vera hærra en 14,48% og eigi lægra en 12,44%.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem fram kemur að ráðgjöf sambandsins til sveitarfélaga er á þessu stigi að miða við að hámarksútvarið verði 14,52%. Í tengslum við yfirstandandi endurmat á faglegum og fjárhagslegum forsendum yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga var í desember 2013 varð að samkomulagi milli ríkisins og sambandsins að álagningarhlutfall útsvars vegna yfirfærslunnar yrði 1,24% í stað 1,20%. Rétt er að taka fram að álagningarhlutfall tekjuskatts lækkaði að sama skapi um 0.04%. Var samþykkt því lagabreyting sem kveður á um svohljóðandi bráðabirgðaákvæði við lögin:
XVI. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 23. gr. má útsvar af tekjum manna á árinu 2014 nema allt að 14,52% af útsvarsstofni.
Í frumvarpi um forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2015 er miðað við að bráðabirgðaákvæðið verði framlengt um eitt ár en áfram standa yfir viðræður um endurmat á faglegum og fjárhagslegum forsendum yfirfærslunnar.

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar ákvað útsvar fyrir árið 2014 14,52%.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn óbreytt útsvar eða 14,52% í samræmi við ofangreint.

5.Fjárhagsáætlun 2015; Álagning fasteigna- og þjónustugjalda 2015.

Málsnúmer 201408033Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar heildar tillaga er varðar álagningu fasteigna- og þjónustugjalda fyrir árið 2015.
Afgreiðslu frestað.

6.Fjárhagsáætlun 2015;Afsláttur fasteignaskatts 2015 til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþegar

Málsnúmer 201411011Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar gildandi reglur Dalvíkurbyggðar um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega. Ákvarða þarf vegna ársins 2015 upphæð afsláttar og fjárhæðir er varðar tekjuviðmið einstaklinga annars vegar og hjóna / sambýlisfólks hins vegar.
Afgreiðslu frestað.

7.Fjárhagsáætlun 2015;Reglur um styrk á móti fasteignaskatti til félaga, endurskoðun fyrir 2015,

Málsnúmer 201411010Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar gildandi reglur Dalvíkurbyggðar um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka á grundvelli laga um tekjustofna sveitarfélaga og reglugerðar um fasteignaskatts.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum óbreyttar reglur á milli ára.

8.Frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands; Ágóðahlutagreiðsla 2014.

Málsnúmer 201402049Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 24. október 2014, þar sem fram kemur að hlutdeild Dalvíkurbyggðar í Sameignarsjóði EBÍ er 1,684% og greiðsla ársins þann 22. nóvember n.k. verður þá hlutfall af 50 m.kr. eða kr. 842.000. Árið 2013 var þessi upphæð til Dalvíkurbyggðar kr. 2.526.000 en gert var ráð fyrir sömu fjárhæð í fjárhagsáætlun 2014.
Lagt fram til kynningar.

9.Frá Eyþingi; Kosning í fulltrúaráð.

Málsnúmer 201410323Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Eyþingi, bréf dagsett þann 30. október 2014, er varðar skipun í fulltrúaráð Eyþings. Dalvíkurbyggð þarf að skipa 2 fulltrúa og 2 til vara. Kjörgengnir í fulltrúaráð eru þeir sömu og kjörgengir eru á aðalfundi Eyþings.
Á 260. fundi sveitarstjórnar þann 18. júní s.l. voru eftirtalin kosin sem fulltrúar á aðalfund Eyþings:
Aðalmenn:
Heiða Hilmarsdóttir (B), kt. 180859-3499
Kristján Guðmundsson (B), kt.150290-4069
Lilja Björk Ólafsdóttir (D), kt.190862-3489
Kristján E. Hjartarson (J), kt.100956-3309

Varamenn:
Þórhalla Franklín Karlsdóttir (B), kt.300675-3369
Pétur Sigurðsson (B), kt. 170762-2829
Gunnþór E. Gunnþórsson (D), kt. 130375-5619
Valdís Guðbrandsdóttir (J), kt.270477-4619
Byggðarráð samþykkir samhljóða eftirfarandi tillögu til sveitarstjórnar:
Aðalmenn:
Bjarni Th. Bjarnason.
Valdís Guðbrandsdóttir.

Varamenn:
Heiða Hilmarsdóttir.
Gunnþór E. Gunnþórsson.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs