Byggðaráð

811. fundur 16. febrúar 2017 kl. 08:15 - 11:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá 86. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7.2.2017; Útboð á rekstri tjaldsvæðis

Málsnúmer 201311295Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Kristinn Ingi Valsson, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs, Jón Ingi Sveinsson, varaformaður íþrótta- og æskulýðsráðs, og Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 8:15.



Á 86. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. febrúar 2017 var eftirfarandi bókað:

"Umræður um útboð á rekstri tjaldsvæðis.

Umræður um undirbúning á útboði á rekstri tjaldsvæðis og var niðurstaðan að formaður og varaformaður óski eftir að mæta á fund byggðaráðs þann 9. febrúar 2017 og í framhaldinu yrði gengið frá útboðsgögnum."



Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að rekstur á tjaldsvæðinu á Dalvík verði boðinn út. Byggðaráð felur sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs og sveitarstjóra að útbúa útboðsgögn.

2.Frá 86. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 07.02.2017; Framtíðarrekstur Sundskála Svarfdæla

Málsnúmer 201302115Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu að auki á fundinn Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kl. 08:32, Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs kl. 08:34, og Ingvar Kristinsson, umsjónarmaður fasteigna, kl. 08:43.



Á 86. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. febrúar 2017 var eftirfarandi bókað:

"Gísli Rúnar kom inn á fundinn kl. 9:50 Til umræðu var fundur um framtíðarrekstur Sundskála Svarfdæla sem haldinn var á Rimum 1. febrúar 2017.

Fram fór umræða um stöðuna og óskar ráðið eftir að mæta á fund byggðaráðs og ræða framtíðaráform Sundskálans."



Til umræðu ofangreint.



Kristinn Ingi, Jón Ingi og Ingvar viku af fundi kl. 09:20.
Lagt fram til kynningar.

3.Framkvæmdir og viðhald við sundlaug Dalvíkur

Málsnúmer 201408097Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu áfram fundinn Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, Gísli Rúnar Gylfason, íþótta- og æskulýðsfulltrúi og Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs.





Eitt tilboð í framkvæmdir og viðhald við Sundlaug Dalvíkur barst og var það frá Tréverk ehf.

Tilboðið var kr. 140.195.750

Samkvæmt verðkönnun er tilboð í búnað kr. 31.189.620.

Kosnaðaráætlun vegna lagna sem hugsanlega þarf að endurnýja kr. 2.187.000

Samanlagt kr. 173.572.230



Kosnaðaráætlun sem notuð var við gerð fjárhagsáætlunar er kr. 159.000.000 og munar því kr. 14.572.230





Gísli Rúnar og Hlynur viku af fundi kl. 09:51.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við Tréverk á grundvelli ofangreinds tilboðs.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka 1/2017 við fjárhagsáætlun 2017 að upphæð kr. 14.580.000, vísað á málaflokk 32 og mætt með lækkun á handbæru fé.

c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að leggja fyrir byggðaráð áætlun um opnun á Íþróttamiðstöð á framkvæmdatíma og opnun á Sundskála Svarfdæla á framkvæmdatíma.

4.Verklag á söndun og hálkuvörn

Málsnúmer 201702048Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fundinn Valur Þór Hilmarsson, umhverfisstjóri, kl. 09:57 sem sat þennan lið ásamt sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs.



Til umræðu verklag á söndun og hálkuvörn á vegum Dalvíkurbyggðar.





Valur Þór vék af fundi kl. 10:18.
Lagt fram til kynningar.

5.Kauptilboð í Árskóg lóð 1.

Málsnúmer 201702069Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar kauptilboð í Árskóg lóð 1; einbýlishús ásamt bílskúr.





Börkur Þór vék af fundi kl. 10:45.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að gera gagntilboð í samræmi við umræður á fundinum.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að tilboðsgjafi komi á næsta fund byggðaráðs.

6.Sundskáli Svarfdæla; áhugi á kaupum

Málsnúmer 201701050Vakta málsnúmer

Á 808. fundi byggðaráðs þann 19. janúar 2017 var eftirfarandi bókað:

"Borist hefur fyrirspurn frá fasteignasala hvort standi til að selja Sundskála Svarfdæla. Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að halda opinn fund sem fyrst að Rimum um framtíð Sundskála Svarfdæla, áætlað miðvikudaginn 1. febrúar n.k. kl. 16:30. Byggðaráð felur sveitarstjóra að undirbúa fundinn í samræmi við umræður á fundinum."



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi áskorun til sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar undirrituð á Rimum 1. febrúar 2017 þar sem skorað er á sveitarstjórn að hún gefi það út skýrt og skorinort að Sundskáli Svarfdæla verði áfram samfélagseign og sé ekki til sölu.

Undirskriftir eru 67.



Til umræð ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leita leiða til að koma Sundskála Svarfdæla í rekstur og/eða útleigu, þannig að Sundskáli Svarfdæla verði áfram í eigu Dalvíkurbyggðar.

7.Frá fjármála- og stjórnsýslusviði og fræðslu- og menningarsviði; Upplýsingamiðstöð ferðamála í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201702047Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað frá sviðstjórum fjármála- og stjórnsýslusviðs og fræðslu- og menningarsviðs, þar sem vísað er í fund frá 1. febrúar s.l. um Upplýsingamiðstöð ferðamála en þann fund sátu ásamt sviðstjórum uppýsingafulltrúi og forstöðumaður bóka- og héraðsskjalasafns. Niðurstaða af fundinum var að leggja til við byggðaráð að verkefni Upplýsingamiðstöðvar verði flutt frá fjármála- og stjórnsýslusviði og yfir til Bókasafns Dalvíkurbyggðar þar sem Upplýsingarmiðstöðin verði hluti af verkefnum safnsins til framtíðar, nema að annað sé ákveðið.



Til umræðu ofangreint.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að verkefnið Upplýsingamiðstöð Dalvíkurbyggðar vegna ferðamála verði flutt til Bókasafns Dalvíkurbyggðar, deild 05210.

b) Byggaðráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fjármagn á fjárhagsáætlun vegna reksturs á Upplýsingamiðstöð verði flutt af deild 13600 og yfir á deild 05210, alls kr.1.394.859 með viðauka 2/2017.

8.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Eldhús á Karlsá

Málsnúmer 201702009Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 1. febrúar 2017, þar sem óskað er umsagnar um umsókn um rekstrarleyfi frá Þau bæði ehf. kt. 411208-1840 vegna Þulu veisluþjónustu að Karlsá, 215-4609.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn, með fyrirvara um umsagnir byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra.

9.Frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar; Hækkun framlaga sveitarfélaga

Málsnúmer 201702013Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, dagsett þann 1. febrúar 2017, þar sem fram kemur að stjórn AFE mun leggja til 20% hækkun á framlögum sveitarfélaga á aðalfundi félagsins í apríl n.k. og mun hækkunin gilda afturvirkt frá áramótum.



Framlag Dalvíkurbyggðar árið 2017 yrði þá kr. 3.065.440 en var árið 2016 kr. 2.553.920. Í fjárhagsáætlun 2017 er gert ráð fyrir kr. 2.581.462.



Byggðaráð hefur skilning á því að hækka þurfi framlög sveitarfélaga til AFE vegna uppsafnaðs misgengis launa- og neysluvísitölu undanfarinna ára. Hækkunin er nokkuð mikil eða sem nemur 20% og ekki gert ráð fyrir slíku í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og gildir það sjálfsagt um fleiri sveitarfélög. Finna þarf leið til þess að hækkanir á framlögum sveitarfélaga til AFE verði ákveðnar áður en fjárhagsáætlunarvinna sveitarfélaga fer fram að hausti.

Byggðaráð vonast til þess að á aðalfundi AFE í apríl n.k. verði umræður um ofangreint og að jafnframt verði umræður um sameiningu atvinnuþróunarfélaganna og Eyþings. Byggðaráð fagnar því að stjórn Eyþings hafi ákveðið á fundi sínum þann 23. nóvember sl. að fela formanni og framkvæmdastjóra að ræða við forsvarsmenn RHA um að gera úttekt varðandi sameiningu atvinnuþróunarfélaganna og Eyþings. Ljóst er að með slíkri sameiningu og/eða með jafnvel enn víðari sameiningu á samstarfsverkefnum sveitarfélaga verði hægt að mynda miklu sterkara hagsmunaafl á Eyþingssvæðinu gagnvart ríkisvaldinu. Nýting fjármagns og mannauðs ætti að batna með sameiningu auk þess sem leiða má líkur til þess að öll stjórnsýsla og skjalavarsla verði agaðri og í samræmi við þau lög sem sveitarfélög þurfa að vinna eftir.

10.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Endurskoðun samninga við Fjölís

Málsnúmer 201702037Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 7. febrúar 2017 þar sem fram kemur að á fundi stjórnar Sambandsins þann 27. janúar s.l. var samþykkt að mæla með því við sveitarfélögin að þau gangi til samninga við FJÖLÍS á grundvelli þeirra gagna sem lögð voru fram á fundinum.



Með fundarboði fylgdi einnig erindi frá FJÖLÍS, dagsett þann 1. febrúar 2017, ásamt samningsdrögum um afritun verndaðra verka.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samningsdrögin eins og þau liggja fyrir.

11.Frá N4 ehf.; Beiðni um styrk til framleiðslu þáttanna "Að norðan"

Málsnúmer 201702041Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá N4 ehf., rafpóstur dagsettur þann 7. febrúar 2017, þar sem með bréfi þessu er kannaður áhugi Dalvíkurbyggðar á því að styrkja framleiðslu þáttaraðarinnar "Að norðan".
Byggðaráð getur ekki orðið við erindinu.

12.Frá Lánasjóði sveitarfélaga; Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga

Málsnúmer 201702059Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga, dagsett þann 10. febrúar 2017, þar sem kjörnefnd óskar eftir tilnefningum og/eða framboði í stjórn og varastjórn sjóðsins. Kjörnefnd óskar eftir að sveitarstjórnarmönnum sé kynnt innihald bréfsins eins og fljótt og unnt er til að áhugasömum gefist tími til að skila inn tilnefningum og/eða framboðum í síðasta lagi á hádegi 12:00 mánudaginn 27. febrúar 2017.
Lagt fram til kynningar.

13.Fjölmenningarstefna

Málsnúmer 201610041Vakta málsnúmer

Á 809. fundi byggðaráðs þann 26. janúar 2017 var eftirfarandi bókað:



"Á 288. fundi sveitarstjórnar þann 17. janúar s.l. var eftirfarandi tillaga Gunnþórs Eyfjörðs Gunnþórssonar samþykkt samhljóða: "Fræðsluráð, á fundi sínum 14. desember 2016, hvetur sveitarstjórn til að marka heildarstefnu í fjölmenningarmálum fyrir sveitarfélagið og vinna að því að efla tengsl íbúanna. Í skólunum hefur margt gott áunnist í vinnu með fjölmenningu og til er fjölmenningarstefna skóla Dalvíkurbyggðar. Í sveitarfélaginu er fjöldi fólks með ólíkan menningarbakgrunn og í þeim búa tækifæri til að gera gott samfélag enn betra. Árið 2009 gaf Eyþing (landshlutasamtök 13 sveitarfélaga á Norðausturlandi) út metnaðarfulla fjölmenningarstefnu og samkvæmt samtali mínu nú í janúar við framkvæmdastjóra Eyþings ætlar hann að taka það upp á stjórnarfundi að stefnan verði endurskoðuð þar sem fleiri hafa ljáð máls á því. Hann benti einnig á það að í nýrri byggðaáætlun er talsverð áhersla á málefni innflytjenda. Ég legg til að byggðarráð fari yfir stöðu mála fjölmenningar með það að markmiði að vinna að því að móta skýr markmið og setja fram fjölmenningarstefnu fyrir Dalvíkurbyggð. Slík stefna verði unnin í samvinnu við Eyþing og skólana í Dalvíkurbyggð þar sem fjölmenningarstefnur eru til staðar og unnar fyrir íbúa í sveitarfélaginu, sem og aðra aðila sem kunna að búa að upplýsingum og reynslu sem nýtist við slíka vinnu. Byggðarráð komi málinu í farveg með tilliti til hvaða vinnu þarf að vinna og til hvers, hverjir ættu að vinna hana og á hvaða tímabili. Formaður byggðarráðs er tilbúinn að vera í forystu um gerð stefnunnar." Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela formanni byggðaráðs að koma með tillögu að fulltrúum í vinnuhópinn og erindisbréf fyrir vinnuhópinn."



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga formanns byggðaráðs að erindisbréfi og skipun í vinnuhópinn.





Tilgangur:

Til verði heildstæð fjölmenningarstefna Dalvíkurbyggðar byggð á fjölmenningarstefnu skólanna í Dalvíkurbyggð og Eyþings.

Að stefnan skýri markmið og leiðir Dalvíkurbyggðar sem sveitarfélags til þess að nýta styrk fjölmenningar til góðra verka á sem flestum sviðum mannlífs.

Að slík stefna styðji við alla nýja íbúa og styðji þá til þátttöku í samfélaginu.



Vinnuhópinn skipa:

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, formaður byggðaráðs.

Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi.

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður bóka- og héraðsskjalasafns.

Hópurinn kallar til sín hagsmuna- og kunnáttufólk til að rýna í hugmyndir sem koma upp í vinnu hópsins.



Áætluð skil:

Haustið 2017.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindisbréf og skipun í vinnuhópinn.



14.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; fundur stjórnar nr. 846

Málsnúmer 201702014Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, nr. 846 frá 27. janúar 2017.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:45.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs