Byggðaráð

706. fundur 04. september 2014 kl. 08:15 - 11:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2015; Viktor Hugi Júlíusson og fleiri; Erindi um uppbyggingu hjólabrettaaðstöðu.

Málsnúmer 201409021Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Viktori Huga Júlíussyni og fleirum, bréf dagsett þann 24. ágúst 2014, þar sem þess er farið á leit að kannaður verði möguleiki á uppsetningu hjólabrettaaðstöðu í Dalvíkurbyggð.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllnunar. Jafnframt að skoðuð verði fyrri gögn um sambærilegt mál.

2.Frá Ungmennasambandi Eyjafjarðar; Fjárhagsáætlun 2015; beiðni um rekstrarstyrk 2015.

Málsnúmer 201409012Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá stjórn Ungmennasambands Eyjafjarðar, bréf dagsett þann 1. september 2014, þar sem UMSE óskar eftir áframhaldandi rekstrarstyrk frá sveitarfélaginu vegna ársins 2015. Einnig er óskað eftir hækkun frá fyrra ári. Fram kemur að styrkurinn er nýttur til rekstur á skrifstofu UMSE.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir upplýsingum og gögnum í samræmi við reglur Dalvíkurbyggðar almennt um umsóknir og vísar ofangreindu erindi til umfjöllunar og afgreiðslu íþrótta-og æskulýðsráðs þegar þær upplýsingar liggja fyrir.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela formanni byggðarráðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að eiga fund með forsvarsmönnum UMSE fyrir næsta fund byggðarráðs.

3.Fjárhagsáætlun 2015; Frá Gólfklúbbnum Hamar; Möguleg ný staðsetning á nýjum Golfvelli GHD.

Málsnúmer 201409031Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 09:57 vegna vanhæfis.

Tekið fyrir erindi frá formanni Golfklúbbsins Hamars, um mögulega nýja staðsetningu á nýjum golfvelli GHD. Fram kemur að verið er að vinna að grófri kostnaðaráætlun varðandi nýjan golfvöll á Dalvík og aðra áætlun um það hvað þyrfti að gera fyrir Arnarholtsvöll svo hann kæmist í gott ástand. Klúbburinn óskar því eftir að taka upp frekari umræður við nýtt byggðarráð Dalvíkurbyggðar þegar þau gögn liggja fyrir.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllunar.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að verða við beiðni klúbbsins um frekari viðræður en bendir á að samkvæmt tímaramma við vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2015-2018 þá þarf öll ákvarðanataka byggðarráðs að liggja fyrir í síðasta lagi 9. október n.k.

4.Fjárhagsáætlun 2015;Frá Golfklúbbnum Hamar; Ósk um endurskoðun á rekstrarstyrk frá Dalvikurbyggð til GHD.

Málsnúmer 201409030Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Golfklúbbnum Hamar, bréf dagsett þann 1. september 2014, þar sem óskað er endurskoðunar á rekstrarstyrk frá Dalvíkurbyggð til GHD.

Á fundinum kom fram að í gildi er 3ja ára samningur við Golfklúbbinn til loka árs 2015.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar og afgreiðslu íþrótta- og æskulýðsráðs.

5.Fjárhagsáætlun 2015;Frá Dóróþeu Guðrúnu Reimarsdóttur; aðstaða í sturtum Sundlaugar.

Málsnúmer 201409011Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl.10:11.

Tekið fyrir erindi frá Dóróþeu Guðrúnu Reimarsdóttur, rafbréf dagsett þann 1. september 2014, þar sem bent er á að í sturtuhluta sundlaugar er ekkert hægt að leggja frá sér annars staðar en á gólfið.
Byggðarráð þakkar fyrir ábendinguna og samþykkir samljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa til skoðunar.

6.Fjárhagsáætlun 2015; Frá Axel Snæ Jóni Jónssyni; endurnýjun á líkamsræktarstöð Íþróttamiðstöðvar.

Málsnúmer 201408101Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Axel Snæ Jóni Jónssyni, rafbréf dagsett þann 29. ágúst 2014, þar sem lagt er til að endurnýja líkamsræktarstöðin á Dalvík þar sem tæki og lóð eru úr sér gegnin.
Byggðarráð þakkar fyrir ábendingar og samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllunar.

7.Fjárhagsáætlun 2015; Frá Sveini Arndal Torfasyni; notkunargjald af íþróttamannvirkjum í sveitarfélaginu.

Málsnúmer 201409013Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sveini Arndal Torfasyni, bréf dagsett þann 1. september 2014, þar sem lagt er til að hugað verði að því að "Fríkort" fyrir börn í Íþróttamiðstöðina dugi sem aðgangskort í önnur íþróttamannvirki í sveitarfélaginu, s.s. golfvöll, skíðasvæði, innahússgolfvöll o.s.frv.
Byggðarráð þakkar erindið og samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllunar.

8.Fjárhagsáætlun 2015; Frá menningarfélaginu Bergi ses.; Berg og búnaður í Bergi.

Málsnúmer 201408100Vakta málsnúmer

Kristján Guðmundsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 10:28.

Tekið fyrir erindi frá Menningarfélaginu Bergi ses., rafbréf dagsett þann 29. ágúst 2014, þar sem óskað er eftir að kastarar í salnum í Bergi verði endurnýjaðir með vísan í afnotasamning á milli Dalvíkurbyggðar og félagsins. Áætlaður kostnaður er kr.627.462.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til menningarráðs og umhverfis- og tæknisviðs/Eignasjóðs til umfjöllunar.

9.Fjárhagsáætlun 2015; Frá Menningarfélaginu Bergi ses.; Berg og tónlistarhátíðin Bergmál.

Málsnúmer 201408099Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Menningarfélaginu Bergi ses., rafbréf dagsett þann 29. ágúst 2014, þar sem óskað er eftir föstum styrktarsamnings vegna tónlistarhátíðarinnar Bergmáls, til dæmis til þriggja ára með allt að kr. 300.000 árlegum styrk.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að óska eftir frekari gögnum og upplýsingum um ofangreint erindi í samræmi við reglur sveitarfélagsins almennt um umsóknir og vísar erindinu til menningarráðs til umfjöllunar þegar umbeðin gögn liggja fyrir.

10.Fjárhagsáætlun 2015; Frá Dalvíkurkirkju; Beiðni um styrk vegna fasteignagjalda.

Málsnúmer 201408030Vakta málsnúmer

Kristján Guðmundsson kom að nýju á fundinn undir þessum lið kl. 10:34.

Tekið fyrir erindi frá sóknarnefnd Upsasóknar, bréf dagsett þann 20. ágúst 2014, þar sem óskað er eftir styrk til Dalvíkurkirkju á árinu 2015 eins og undanfarin ár.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir gögnum og upplýsingum í samræmi við reglur Dalvíkurbyggðar almennt um umsóknir og þegar þær upplýsingar liggja fyrir að þá er erindinu vísað til menningarráðs til umfjöllunar.

11.Fjárhagsáætlun 2015; Frá Gísla, Eiríki og Helga ehf.; Ósk um lagfæringar á Sigtúni.

Málsnúmer 201409014Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Gísla, Eiríki og Helga ehf., bréf dagsett þann 1. september 2014, þar sem óskað er eftir lagfæringum á húseigninni Sigtúni, Grundargötu 1, þar sem kaffihús Bakkabræðra er staðsett.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til menningarráðs til umfjöllunar og til umhverfis- og tæknisviðs/Eignasjóðs til skoðunar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir við menningarráð að skoða hlutverk samningsaðila varðandi viðhald.

12.Fjárhagsáætlun 2015; Frá Húsabakka ehf.; Ábendingar um viðhald.

Málsnúmer 201408038Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Húsabakka ehf., bréf dagsett þann 21. ágúst 214, þar sem fram koma ábendingar um viðhald sem þarf að framkvæma á Rimum, Húsabakka og Hrafnabjörgum. Fram kemur að sumt sem er talið hér upp væri gott að taka umræðu um ásamt því að fá tækifæri til að ræða við bæinn um frekari lagfæringar og endurbætur á Húsabakka sem falla ekki beinlínis undir viðhald og eru því ekki talin upp í erindinu.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta erindinu og að byggðarráð kynni sér samninga við Húsabakka ehf.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum við umhverfis- og tæknisvið /Eignasjóð að taka saman viðhaldsáætlun til lengri tíma sem og að taka saman í hvaða viðhaldsframkvæmdir sveitarfélagið hefur farið í á undanförnum árum.

13.Fjárhagsáætlun 2015; Frá Ungmennafélaginu Atla; Samkomuhúsið Höfði í Svarfaðardal; beiðni um aðkomu sveitarfélagsins.

Málsnúmer 201405020Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Ungmennafélaginu Atla, bréf dagsett þann 31. júlí 2014, þar sem ítrekuð er fyrri beiðni velunnara samkomuhússins Höfða í Svarfaðardal að Dalvíkurbyggð komi að endurbótum að húsinu með einhverjum hætti.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar í menningarráði.

14.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201407053Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindið frá Birgittu Ósk Sveinbjörnsdóttur, bréf dagsett þann 10. júlí 2014, þar sem óskað er eftir ferðastyrk vegna háskólanáms á Akureyri.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna erindinu.

15.Fjárhagsáætlun 2015: Frá Unni E. Hafstað; tvær ásýndir Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201407058Vakta málsnúmer

tekið fyrir erindi frá Unni E. Hafstað Ármannsdóttur og Ellu Völu Ármannsdóttur, dagsett þann 13. júlí 2014, þar sem fram kemur eindregin ósk ábúenda á Böggvisstöðum að Dalvíkurbyggð bæti ásýnd svæðisins við Böggvisstaðaskála sem er í eigu sveitarfélagsins.
Byggðarráð þakkar erindið og samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisstjóra til skoðunar.

16.Fjárhagsáætlun 2014; Björgunarsveitin Dalvík; Styrkumsókn.

Málsnúmer 201409037Vakta málsnúmer

Kristján Guðmundsson vék af fundi undir þessum lið kl. 11:37.

Tekið fyrir erindi frá Björgunarsveitinni Dalvík, bréf dagsett þann 1. september 2014, þar sem óskað er eftir að samningur sveitarinnar og Dalvíkurbyggðar verði tekinn til endurskoðunar frá og með næstu áramótum.

Óskað er eftir kr. 3.000.000 til viðbótar við árlegan styrk næstu 3 árin.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að óska eftir upplýsingum og gögnum í samræmi við reglur um almenna styrki sveitarfélagsins og þegar þau gögn liggja fyrir þá fari erindið til umhverfisráðs til umfjöllunar.

17.Fjárhagsáætlun 2015;Frá Elínu Ásu Hreiðarsdóttur; Grundargata 15- Sandfok.

Málsnúmer 201408053Vakta málsnúmer

Kristján Guðmundsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 11:44.

Tekið fyrir erindi frá Elínu Ásu Hreiðarsdóttur og Ara Jóni Kjartanssyni, Grundagötu 15, dagsett bréf þann 27. ágúst 2014, þar sem bent er á að frá árinu 2007 er búið að vera viðvarandi sandfok úr fjörinni norðan við húsið og finnt þeim tími til kominn að farið verði í róttækar aðgerðir og fundin varanleg lausn á þessu máli.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfis- og tæknisviðs til skoðunar.

18.Fjárhagsáætlun 2015; Frá Kristni Boga Antonssyni og Guðrúnu Pálínu Jóhannsdóttur; merkingar, umhirða og ýmis umhverfismál.

Málsnúmer 201409007Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vék sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs af fundi vegna vanhæfis, kl. 11:50.

Tekið fyrir erindi frá Kristni Boga Antonssyni og Guðrúnu Pálínu Jóhannsdóttur, Hólavegi 19, bréf dagsett þann 31. ágúst 2014, er varðar umferðaröryggismál gangandi vegfaranda og leikskólabarna, umhirðu, merkingar og ýmis umhverfismál.
Byggðarráð þakkar erindið og samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs.

Guðrún Pálína kom inn á fundinn að nýju kl. 11:55.

19.Fjárhagsáætlun 2015; Álagning fasteigna- og þjónustugjalda.

Málsnúmer 201408033Vakta málsnúmer

Á 705. fundi byggðarráðs þann 28. ágúst 2014 var eftirfarandi bókað:

Til umfjöllunar álagning fasteigna- og þjónustugjalda fyrir árið 2015 í tengslum við vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2015-2018.

Lagt fram.

Ofangreint áfram til umfjöllunar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að hækkun gjalda vegna sorps, fráveitu og vatns verði samkvæmt byggingavísitölu, 12 mánuðir (sept. - sept.).
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að endurgreiðsluhlutfall vegna dýrahræja hækki úr 60% í 70%.

20.Fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2015-2018.

Málsnúmer 201405176Vakta málsnúmer

Til umræðu ýmis mál í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2015-2018.
Með vísan til ofangreindra erinda vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2015 þá óskar byggðarráð eftir sameiginlegum fundi með íþrótta- og æskulýðsráði til að fara yfir þau erindi og mál sem liggja fyrir.

21.Fjárhagsáætlun 2014; beiðni um viðauka vegna endurnýjunar á tölvum vegna bilunar á tölvum í Dalvíkurskóla.

Málsnúmer 201409028Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að vegna bilunar í tölvum í Dalvíkurskóla á vinnusvæði kennara ( multi-sheet tölvur fyrir 20 notendur) er óskað eftir viðauka við fjárhagsáætlun Dalvíkurskóla að upphæð kr. 600.000, sbr. rafpóstur tölvuumsjónarmanns frá 2. september 2014 og sbr. beiðni frá skólastjóra Dalvíkurskóla um úrbætur.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind tölvukaup og óskar eftir því að skólastjóri kanni hvort hægt sé að finna svigrúm innan ramma skólans fyrir kaupunum.

22.Frá slökkviliðsstjóra: Beiðni um viðbótarfjárveitingu til smíði á slöngulagnabíl

Málsnúmer 201408050Vakta málsnúmer

Á 705. fundi byggðarráðs þann 28. ágúst 2014 var eftirfarandi bókað:

Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar, bréf dagsett þann 26. ágúst 2014, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2014 vegna slöngulagnabíls.

Á gildandi fjárhagsáætlun er heimild fyrir kr. 5.000.000. Heildarkostnaður við bílinn er í dag orðinn kr. 4.523.603 og óskað er eftir kr. 1.500.000 til viðbótar.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og óskar eftir nánari upplýsingum.

Formaður byggðarráðs upplýsti á fundinum að mat slökkviliðsstjóra er að það ætti að klára þessa framkvæmd núna enda séu önnur mál, s.s. varðandi kaup á mengunarhreinsunarbúnaði eitthvað til að setja á áætlun 2015. Bíllinn muni tryggja enn frekar öryggi íbúa í dreifbýli og sérstaklega að hausti og vetri.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka allt að kr. 1.500.000, vísað á 32-18-11505, og að gengið verði á handbært fé á móti.

23.Fjárhagsáætlun 2015; Skíðafélag Dalvíkur; stjórn; Fegrun umhverfis Brekkusels og aðkoma að fólkvanginum.

Málsnúmer 201409008Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá stjórn Skíðafélags Dalvíkur, bréf dagsett í ágúst 2014, móttekið 1. september 2014, þar sem óskað er eftir samvinnu við Dalvíkurbyggð, vinnuskóla og alla þá sem vilja fólkvanginum vel til að gera stór átak í fegrun á aðkomunni að þessu andliti fólkvangsins.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfisráðs til skoðunar.

24.Fjárhagsáætlun 2015; Frá Skíðafélagið Dalvíkur; mótanefnd; beiðni um styrk vegna Skíðamóts Íslands 2015.

Málsnúmer 201408102Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá mótanefnd Skíðafélags Dalvíkur, bréf dagsett þann 31. ágúst 2014, þar sem óskað er eftir kr. 500.000 styrk upp í kostnað við Skíðamót Íslands sem haldið verður dagana 20. - 22. mars 2015 á Dalvík og í Ólafsfirði.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir frekari gögnum og upplýsingum um ofangreint erindi í samræmi við reglur sveitarfélagsins almennt um umsóknir og vísar erindinu til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllunar þegar umbeðin gögn liggja fyrir.

25.Fjárhagsáætlun 2015; Frá Ungmennafélaginu Reynir; sparkvöllur í Árskógi.

Málsnúmer 201409003Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá stjórn Ungmennafélagsins Reyni, rafbréf dagsett þann 31. ágúst 2014, þar sem fram kemur að á aðalfundi félagsins sem haldinn var 27. apríl s.l. var samþykkt ályktun þess efnis að hvetja Dalvíkurbyggð til að koma upp sparkvelli við Árskóg árið 2015.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til kostnaðargreiningar hjá umhverfis- og tæknisviði og til umfjöllunar í íþrótta- og æskulýðsráði þegar þær upplýsingar liggja fyrir.

Bjarni vék af fundi undir þessum lið kl. 9:17 til annarra starfa.

26.Fjárhagsáætlun 2015; Frá Blakfélaginu Rimar; Strandblakvöllur.

Málsnúmer 201409010Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá stjórn Blakfélagsins Rimar, bréf dagsett þann 31. ágúst 2014, þar sem, í ljósi ört vaxandi áhuga á strandblaki, óskar Blakfélagið Rimar eftir styrk til að útbúa tvo samliggjandi blakvelli í Dalvíkurbyggð. Meðfylgjandi er kostnaðaráætlun fyrir verkið kr. 3.902.216 vegna útlagðs kostnaðar og eigið framlag vegna jarðvegsvinnu kr. 1.200.000. Sótt er um styrk að upphæð kr. 3.902.216.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar í íþrótta- og æskulýðsráði.

27.Fjárhagsáætlun 2015; Frá Mótorsportfélagi Dalvikur; Svæði fyrir félagið.

Málsnúmer 201409002Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Mótorsportfélagi Dalvíkur, rafbréf dagsett þann 31. ágúst 2014, þar sem vísað er til meðfylgjandi samantektar um starfsemi Mótorsportfélags Dalvíkur og þær umsóknir sem eru núna í gangi. Félagið stefnir að því að sækja um styrk hjá sveitarfélaginu þegar öll leyfi eru komin í höfn og eins þegar samkomulag verður um úthlutað svæði til mótorsports. Fram kemur að stjórn félagsins á fund með umhverfisráði n.k. föstudag.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllunar.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs