Frá slökkviliðsstjóra; Beiðni um viðbótarfjárveitingu til smíði á slöngulagnabíl.

Málsnúmer 201408050

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 705. fundur - 28.08.2014

Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar, bréf dagsett þann 26. ágúst 2014, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2014 vegna slöngulagnabíls.

Á gildandi fjárhagsáætlun er heimild fyrir kr. 5.000.000. Heildarkostnaður við bílinn er í dag orðinn kr. 4.523.603 og óskað er eftir kr. 1.500.000 til viðbótar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og óskar eftir nánari upplýsingum.

Byggðaráð - 706. fundur - 04.09.2014

Á 705. fundi byggðarráðs þann 28. ágúst 2014 var eftirfarandi bókað:

Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar, bréf dagsett þann 26. ágúst 2014, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2014 vegna slöngulagnabíls.

Á gildandi fjárhagsáætlun er heimild fyrir kr. 5.000.000. Heildarkostnaður við bílinn er í dag orðinn kr. 4.523.603 og óskað er eftir kr. 1.500.000 til viðbótar.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og óskar eftir nánari upplýsingum.

Formaður byggðarráðs upplýsti á fundinum að mat slökkviliðsstjóra er að það ætti að klára þessa framkvæmd núna enda séu önnur mál, s.s. varðandi kaup á mengunarhreinsunarbúnaði eitthvað til að setja á áætlun 2015. Bíllinn muni tryggja enn frekar öryggi íbúa í dreifbýli og sérstaklega að hausti og vetri.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka allt að kr. 1.500.000, vísað á 32-18-11505, og að gengið verði á handbært fé á móti.