Fjárhagsáætlun 2015; Álagning fasteigna- og þjónustugjalda.

Málsnúmer 201408033

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 705. fundur - 28.08.2014

Til umfjöllunar álagning fasteigna- og þjónustugjalda fyrir árið 2015 í tengslum við vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2015-2018.
Lagt fram.

Byggðaráð - 706. fundur - 04.09.2014

Á 705. fundi byggðarráðs þann 28. ágúst 2014 var eftirfarandi bókað:

Til umfjöllunar álagning fasteigna- og þjónustugjalda fyrir árið 2015 í tengslum við vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2015-2018.

Lagt fram.

Ofangreint áfram til umfjöllunar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að hækkun gjalda vegna sorps, fráveitu og vatns verði samkvæmt byggingavísitölu, 12 mánuðir (sept. - sept.).
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að endurgreiðsluhlutfall vegna dýrahræja hækki úr 60% í 70%.

Byggðaráð - 716. fundur - 06.11.2014

Til umfjöllunar heildar tillaga er varðar álagningu fasteigna- og þjónustugjalda fyrir árið 2015.
Afgreiðslu frestað.