Fjárhagsáætlun 2014; beiðni um viðauka vegna endurnýjunar á tölvum vegna bilunar á tölvum í Dalvíkurskóla.

Málsnúmer 201409028

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 706. fundur - 04.09.2014

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að vegna bilunar í tölvum í Dalvíkurskóla á vinnusvæði kennara ( multi-sheet tölvur fyrir 20 notendur) er óskað eftir viðauka við fjárhagsáætlun Dalvíkurskóla að upphæð kr. 600.000, sbr. rafpóstur tölvuumsjónarmanns frá 2. september 2014 og sbr. beiðni frá skólastjóra Dalvíkurskóla um úrbætur.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind tölvukaup og óskar eftir því að skólastjóri kanni hvort hægt sé að finna svigrúm innan ramma skólans fyrir kaupunum.