Byggðaráð

1072. fundur 29. júní 2023 kl. 13:15 - 17:44 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson, aðalmaður boðaði forföll og Lilja Guðnadóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá 360. fundi sveitarstjórnar þann 20. júní sl.; Breyttir starfshættir í grunnskóla

Málsnúmer 202303015Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Friðrik Arnarsson, skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, kl. 13:15.

Á 282. fundi fræðsluráðs þann 14. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla, fór yfir hugmyndir er varða breytta starfshætti í Dalvíkurskóla.
Fræðsluráð tekur mjög jákvætt í erindið og sannanlega myndi þetta auka faglegt starf í Dalvíkurskóla.

Sérbókun: Monika Margrét Stefánsdóttir, leggur til að þetta verði samþykkt."


Á 360. fundi sveitarstjórnar þann 20. júní sl. var eftirfarandi bókað um ofangreint:
"Til máls tók:
Freyr Antonsson, um 7. lið; sem leggur fram eftirfarandi bókun varðandi mál 202303015 Breyttir starfshættir grunnskóla tekið fyrir á 282.fundi fræðsluráðs þann 14.júní sl.:

Með fundarboði fræðsluráðs fylgdu eftirfarandi gögn:

a) Minnisblað teymiskennsla, greinargerð Gunnars Gíslasonar, forstöðumanns Miðstöðvar skólaþróunar hjá Háskólanum á Akureyri (MSHA).

b) Aukning á yngra stigi_fræðsluráð, greinargerð Friðriks Arnarsonar f.h. skólastjórnenda Dalvíkurskóla.

c) Minnisblað-Breyttir kennsluhættir í Grunnskóla, Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.

Frá og með næsta skólaári er fyrirhugað að breyta fyrirkomulagi sem hefur verið á yngra stigi þ.e. einn umsjónakennari og stuðningsfulltrúi með hvern bekk/árgang yfir í að þrír kennarar hafa umsjón með tveimur árgöngum/teymi auk stuðningsfulltrúa. Þetta fyrirkomulag hefur verið um nokkurt skeið á unglingastigi og gefist vel.

Á 1066.fundi byggðaráðs þann 27.apríl var skólastjórnendum og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs falið að vinna áfram að málinu og leggja fyrir fræðsluráð tillögur með nánari útfærslum á fyrirkomulagi og heildarkostnaði.

Fleiri tóku ekki til máls.

Það er mat sveitarstjórnar að þau gögn sem fylgdu með fundarboði fræðsluráðs útfæri vel hvað það þýði faglega fyrir Dalvíkurskóla að taka upp breytta starfshætti með teymiskennslu, en það vanti upp á útfærslu á áætluðum heildarkostnaði við breytingarnar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að fela byggðaráði að kalla eftir frekari fjárhagslegum útreikningum og taka í framhaldinu ákvörðun um afgreiðslu málsins."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá skólastjóra og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 26. júní 2023, þar sem farið er yfir áætlaðan viðbótarkostnað vegna ofangreindra breytinga. Gert er ráð fyrir fjölgun stöðugilda kennara um 2,45. Einnig kemur fram að þær breytingarnar sem um ræðir eru tvíþættar, annars vegar til að koma til móts við fjölgun nemenda á yngsta og miðstigi og hins vegar til að styrkja fagleg störf kennara og nám barna. Mikilvægt er að huga vel að snemmtækum stuðningi í námi barna og koma til móts við ólíkar þarfir þeirra. Með því móti sparast tími og fé þegar börnin eldast og tryggt er að umsjónarkennarar komist yfir dagleg verkefni og kröfur sem gerðar eru til starfsins. Breyttir starfs- og kennsluhættir munu draga úr álagi í starfi og dreifa ábyrgð en á undanförnum misserum hefur álag í starfi aukist sem m.a. hefur birst í kulnun og langtímaveikindum. Erfitt er að meta óbeinan sparnað sem fylgir bættum starfsaðstæðum en hægt er að áætla að sparnaður vegna minni forfalla verði um þriðjungur miðað við sl. skólaár. Fram kemur í minnisblaðinu að þó að það séu settar fram tölur varðandi forföll og yfirvinnu, verður reynt að draga úr því eins og hægt er umfram það sem er nefnt, og mun skólastjóri og sviðsstjóri skoða það frekar nú í haust. Mikið af þeim forfallstundum sem reiknast á Dalvíkurskóla í dag eru vegna langtímaveikinda.

Til umræðu ofangreint.

Gísli og Friðrik viku af fundi kl. 13:51.


Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögur að breyttum starfsháttum í Dalvíkurskóla og Árskógarskóla og felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og skólastjóra að leggja fyrir byggðaráð viðaukabeiðni við fjárhagsáætlun 2023. Byggðaráð ítrekar að ekki er komin heimild fyrir þeim breytingum sem lagðar eru til fyrr en samþykktur viðauki við fjárhagsætlun 2023 liggur fyrir.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela fræðsluráði að vinna með sviðsstjóra og skólastjórnendum grunnskóla tillögur og umgjörð að skólastarfi í Dalvíkurbyggð.

2.Mánaðarlegar skýrslur 2023; janúar - maí

Málsnúmer 202303028Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti eftirfarandi gögn;
Staða bókhalds janúar - maí 2023 í samanburði við fjárhagsáætlun.
Launakostnaður eftir deildum janúar - maí 2023 í samanburði við heimildir í fjárhagsáætlun.
Stöðugildi í samanburði við heimildir fyrir janúar - maí eftir deildum.
Staðgreiðsla janúar - maí 2023 í samanburði við sama tímabil 2022 og í samanburði við önnur sveitarfélög.
Staða bókaðra fjárfestinga og framkvæmda miðað við 28. júní 2023 í samanburði við heimildir 2023.
Lagt fram til kynningar.

3.Framlög Jöfnunarsjóðs 2023 - nýjustu upplýsingar #2

Málsnúmer 202306139Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs á framlögum frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga skv. nýjustu upplýsingum af vef sjóðsins - sjá nánar;

https://www.stjornarradid.is/verkefni/sveitarstjornir-og-byggdamal/jofnunarsjodur-sveitarfelaga/uthlutanir-og-talnaefni/

Um er að ræða hækkun á framlagi til Dalvíkurbyggðar vegna fasteignaskatts að upphæð kr. - 13.650.676 og lækkun á framlagi vegna málefna fatlaðra að upphæð kr. 708.000. Óveruleg breytingar á útgjaldajöfnunarframlaginu eða hækkun um kr -226.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2023, viðauka nr. 20, að upphæð kr. -12.943.902 við deild 00100, þannig að liður 00100-0112 hækkar um kr. 13.650.676, liður 00100-0121 hækkar um kr. 226 og liður 00100-0151 lækkar um kr. 708.0000. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé og verði hluti af heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2023.

4.Veskislausnir frá Wise - beiðni um viðauka.

Málsnúmer 202304165Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 26. júní 2023, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. 1.080.000 vegna kaupa og innleiðingar á veskislausn frá Wise. Í erindinum koma fram helstu rök starfsmanna fyrir kaupum og innleiðingu. Lagt er til að byrjað verði að innleiða lausnina í Íþróttamiðstöðinni vegna sundlaugarkorta.
Byggðaráð frestar frekari umfjöllun og afgreiðslu og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að óska eftir tilboði frá Wise miðað við ef veskislausnin yrði innleidd heilt yfir fyrir fleiri stofnanir sveitarfélagsins miðað við notkunarmöguleika Veskislausnar, s.s. bókasafn, líkamsrækt, gámastöðvar, tónlistarskóla.

5.Frá leikskólastjóra Krílakots; Beiðni um hækkun á stöðugildi matráðs

Málsnúmer 202305093Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá leikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 12. maí 2023, þar sem óskað er eftir heimild til að auka stöðuhlutfall matráðs um 10%. Markmiðið með þessari breytingu er m.a. að gefa nýjum starfsmanni rýmri tíma til undirbúnings starfsins, skipulagningar á því og leita hagstæðari innkaupa. Fram kemur að það er mat leikskólastjóra að aukningin rúmist innan heimilda.

Á fundi byggðaráðs kom fram að auglýst var starf matráðs laust til umsóknar í 91,5% starf frá og með 15. ágúst nk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um aukningu á stöðuhlutfalli matráðs með þeim fyrirfara að það rúmist innan heimildar í launaáætlun 2023.

6.Frá Vinnuhópi um farartæki, tæki og tæknibúnað 2023; bakvaktarbíll

Málsnúmer 202301101Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá vinnuhópi um farartæki, tæki og tæknibúnað sem er vísað til byggðaráðs frá fundi vinnuhópsins frá 12. maí sl. Um er að ræða erindi frá Slökkviliðsstjóra þar sem óskað er eftir vaktbíl. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá slökkviliðsstjóra en vinnuhópurinn óskað eftir frekari upplýsingum og rökstuðningi frá slökkviliðsstjóra. Horft hefur verið til Toyota bifreiðar þeirrar sem fyrrverandi sviðsstóri veitu- og hafnasviðs hafði til umráða en einnig eru aðrar sambærilegar lausnir eða betri vel þegnar. Í kjarasamningi segir;
„1.4.2 Vegna eðlis starfa slökkviliða skal tryggt að stjórnandi slökkviliðs hafi ökutæki sem skráð eru til forgangsaksturs tiltækt þegar viðkomandi er á vakt eða bakvakt utan slökkvistöðvar.“
Fundargerð vinnuhópsins er lögð fram til kynningar og byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fara í heimsókn á slökkvistöðina við fyrsta tækifæri þar sem m.a. verður farið yfir ofangreint erindi slökkviliðsstjóra.

7.Netárás á tölvukerfi Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202305096Vakta málsnúmer

a) Frá 359. fundi sveitarstjórnar þann 6. júní sl.; Framtíðarfyrirkomulag netöryggismála sveitarfélagsins.

Á 359. fundi sveitarstjórnar þann 6. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að fela byggðaráði að fara yfir framtíðarfyrirkomulag netöryggismála sveitarfélagsins."

b) Viðaukabeiðni.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá sviðsstjóra fjármála-og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 28. júní 2023, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 með vísan í 3. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga vegna netárásar og kostnað vegna endurreisn kerfa. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 30.747.900.

c) Viðaukabeiðni - trúnaðarmál.
Bókað í trúnaðarmálabók.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa þessum lið,þ.e. framtíðarfyrirkomulag netöryggismála sveitarfélagsins, til UT-teymis Dalvíkurbyggðar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauka nr. 21 við fjárhagsáætlun 2023, að upphæð kr. 30.747.900 þannig að deild 21400 hækki um kr. 30.125.980 og deild 21010 hækki um kr.621.920. Liður 21400-2850 hækkar um kr. 14.590.321, liður 21400-4331 hækkar um kr. 15.414.139, liður 21400-4495 hækkar um kr. 121.520 og liður 21010-4311 hækkar um kr. 621.920. Byggðaráð samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé og verði hluti af heildarviðuka I við fjárhagsáætlun 2023.
c) Bókað í trúnaðarmálabók - viðauki nr. 22.

8.Heildarviðauki I við fjárhagsáætlun 2023; fjárhagsáætlunarlíkan

Málsnúmer 202304161Vakta málsnúmer

a)Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti helstu niðurstöður heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2023 úr fjárhagsáætlunarlíkani þar sem búið er að gera ráð fyrir viðaukum 1-19 auk gera eftirfarandi breytingar:

Öll lántaka tekin út árin 2023-2026.
Verðbólga 2023 sett í 8,9%.
Verðbólguspá skv. Þjóðhagsspá í mars 2023 sett inn í líkan 2024-2026.

Helstu niðurstöður:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta er áætluð kr. 132.888.000.
Rekstrarniðurstaða A-hluta(Sveitarstjóður og Eignasjóður) er áætluð kr. 115.999.000.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta eru áætlaðar kr. 422.545.000.
Handbært fé frá rekstri fyrir Samstæðu A- og B- hluta er áætlað kr. 420.751.000.

b) Vegna breytinga á Samgönguáætlun þá leggja sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs til að áætluð fjárfesting Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar, hlutdeild í framkvæmdum vegna Norður-Suður hafnagarðs, að upphæð 30 m.kr. verði færð af árinu 2023 og yfir á árið 2024 þannig að framkvæmdin færist um eitt ár. Árið 2025 verði þá gert ráð fyrir 20 m.kr. í þriggja ára áætlun í stað á árinu 2024.

c) Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti helstu niðurstöður heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2023 úr fjárhagsáætlunarlíkani þar sem búið er að gera ráð fyrir viðaukum 1-23 - sjá ofangreinda viiðauka samþykkta til viðbótar.

Helstu niðurstöður:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta er áætluð kr. 113.108.000.
Rekstrarniðurstaða A-hluta(Sveitarstjóður og Eignasjóður) er áætluð kr. 94.771.000.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta eru áætlaðar kr. 392.545.000.
Handbært fé frá rekstri fyrir Samstæðu A- og B- hluta er áætlað kr. 400.371.000.
a) Lagt fram til kynningar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að viðauka, viðauka nr. 23 við fjárhagsáætlun 2023, þannig að fjárfesting að upphæð kr. 30.000.000 á málaflokki 42 vegna Norður- Suður hafnagarðs verði 0 árið 2023 og færist þannig um eitt ár. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé og að hann verði hluti af heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2023.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2023 eins og hann liggur fyrir með viðaukum 1-23 og þeim breytingum sem gerðar hafa verið á fjárhagsáætlunarlíkani.

9.Frá 360. fundi sveitarstjórnar þann 20. júní sl.; Styrkur til Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202304123Vakta málsnúmer

Á 360. fundi sveitarstjórnar þann 20. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1071. fundi byggðaráðs þann 15. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Dalvíkurbyggð hefur borist styrkur að fjárhæð kr. 1.500.000.- frá aðila sem vill ekki láta nafns síns getið. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að setja tillögur að verkefnum á Betra Ísland þar sem íbúum verður gefinn kostur á að kjósa um hvaða verkefni verður fyrir valinu."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og felur byggðaráði að velja tillögur að verkefnum til að kjósa um á Betra Ísland."
Þessum lið er frestað.

10.Frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands; Styrktarsjóður EBÍ 2023

Málsnúmer 202304041Vakta málsnúmer

Á 1067. fundi byggðaráðs þann 4. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1064. fundi byggðaráðs þann 13. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 4. apríl 2023, þar sem Dalvíkurbyggð er boðið að senda inn umsókn um stuðning við verkefni sem fellur undir reglur sjóðsins. Umsóknarfrestur er til aprílloka.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa málinu áfram til þjónustu- og upplýsingafulltrúa." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi til upplýsingar að sótt var um verkefnið "Uppfærsla á gönguleiðakorti Dalvíkurbyggðar".Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi svarbréf frá Styrktarsjóði EBÍ, dagsett þann 13. júní 2023, þar sem fram kemur að ekki reyndist unnt að þessu sinni að veita styrk til verkefnisins "Uppfærsla á gönguleiðakorti Dalvíkurbyggðar".
Lagt fram til kynningar.

11.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Fiskidagurinn mikli - umsókn um tækifærisleyfi

Málsnúmer 202306067Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 16. júní sl., þar sem óskað er umsagnar um tækifærisleyfi frá Fiskideginum mikla í Dalvíkurbyggð vegna Fiskidagsins. Fyrir liggur jákvæð umsögn frá Slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 26. júní sl., að því gefnu að viðburður sé haldinn með hefðbundnum hætti.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að ofangreint leyfi sé veitt með fyrirvara um umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Eyjafjarðar.

12.Fundagerðir Starfs- og kjaranefndar 2023; fundargerð frá 27.06.2023.

Málsnúmer 202301116Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynntu fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 27.06.2023.
Lagt fram til kynningar.

13.Frá Markaðsstofu Norðurlands; Áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland

Málsnúmer 202306113Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsett þann 19. júní sl., þar sem fram kemur að árið 2018 var fyrst gerð áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland, þar sem gert var stöðumat á ferðaþjónustu á Norðurlandi og forgangsröðun verkefna til næstu þriggja ára. Árið 2021 kom svo út ný þriggja ára áætlun og er nú hafin vinna við þá næstu. Því er kominn tími á að uppfæra viðkomandi lista og leitar Markaðsstofa eftir því að fá nýjan lista sem er topp fimm listi yfir mikilvægustu uppbyggingarverkefni í Dalvíkurbyggð á næsta ári. Skilafrestur er 1. september.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu máli til skoðunar hjá upplýsingafulltrúa. Byggðaráð felur upplýsingafulltrúa að leggja fyrir byggðaráð tillögur að verkefnum fyrir lok ágúst.

14.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202306087Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

15.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202305039Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

16.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202305040Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

17.Fjárhagsáætlun 2024; Erindi vegna hjólasígs

Málsnúmer 202305062Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Gittu Unn Ármannsdóttur fyrir hönd fleiri íbúa sem undirrita erindið, dagsett þann 8. maí 2023, þar sem vísað er til samþykktar byggðaráðs frá 13. apríl sl. um að áhersla verði lögð á lagningu hjólastígs samhliða lagningu jarðstrengs frá Árskógarskóla til Dalvíkur. Jafnframt var lagt til að gengið yrði frá yfirlýsingu og samningi við þá landeigendur sem heimila lagningu hjólastíg á landi þeirra þrátt fyrir að hann kæmi ekki fyrr en eftir einhver ár. Undirrituð óska eftir að ákvörðunin verði endurskoðuð með það að markmiði að öll Árskógsströnd verði tengd saman í fyrsta áfanga. Meðfylgjandi er rökstuðningur í 4 liðum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfis- og dreifbýlisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2024.
Byggðaráð vill ítreka að stígurinn er í hönnun í heild sínni og stígurinn verður lagður alla leið þegar samþykki fæst frá öllum landeigendum sem hlut eiga að máli. Fyrir liggur að tveir landeigendur sunnan Árskógarskóla hafa hafnað því að stígurinn verði lagður og ákvörðun sem vísað er til er tekin á grundvelli þess.

18.Fjárhagsáætlun 2024; Svæði - endurbætur á heimreið

Málsnúmer 202305114Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Magnúsi Ásgeir Magnússyni og Heiðu Hringsdóttur, dagsett þann 27. maí 2023, þar sem þess er farið á leit að sveitarfélagið taki inn í fjárhagsáætlun 2024 endurbætur á heimreið þeirra frá þjóðveginum sem er ca. 470 m.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfis- og dreifbýlisráðs til skoðunar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2024.

19.Fjárhagsáætlun 2024; Ungbarnarólur á Dalvík

Málsnúmer 202306079Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Ingunni Helgu Jónsdóttur, dagsett þann 17. júní 2023, þar sem bent er á skort á ungbarnarólum á Dalvík.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfis- og dreifbýlisráðs til skoðunar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2024.

20.Fjárhagsáætlun 2024; frá Leikfélagi Dalvíkur

Málsnúmer 202306071Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Leikfélagi Dalvíkur, dagsett þann 19. júní 2023, þar sem komið er á framfæri ábendingu slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar að ganga þurfi betur frá neyðarútgangi í Ungó. Einnig þurfi að bæta lýsingu við útganginn á húsinu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til Eigna- og framkvæmdadeildar og menningarráðs til skoðunar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2024.

21.Fjárhagsáætlun 2024; Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka

Málsnúmer 202306076Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Dalvíkurkirkju, dagsett þann 17. júní 2023, þar sem óskað er eftir styrk til greiðslu fasteignagjalda 2024 vegna Dalvíkurkirkju og safnaðarheimilis.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar menningarráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2024.

22.Fjárhagsáætlun 2024; Umferðaeyjur við Hólaveg

Málsnúmer 202306088Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Felix Rafni Felixsyni, dagsett þann 19. júni 2023, þar sem lagt er til að gerðar verði breytingar á umferðareyjum við Hólaveg þannig að grasbalinn verði tekinn í burtu og í staðinn komi bílastæði.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar umhverfis- og dreifbýlisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2024.

23.Fjárhagsáætlun 2024; Klefi í íþróttamiðstöð og vinda fyrir sundföt

Málsnúmer 202306089Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Ágústu Kristínu Bjarnadóttur, dagsett þann 19. júní 2023, þar sem lagt er til að gerðar verði úrbætur á aðstöðu fyrir börn og fullorðna í Íþróttamiðstöðinni þannig að boðið verði upp á klefa til að loka að sér til að afklæðast og fara í sturtu. Einnig mætti setja vindu fyrir sundföt.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til skoðunar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2024.

24.Frá íbúum Skógarhólum 29 a-d; Úrbætur kringum Skógarhóla 29 a-d og deiliskipulag vegna Skógarhóla 12

Málsnúmer 202306096Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá íbúum við Skógarhóla 29 a-d, dagsett þann 20. júní 2023, þar sem vísað er í húsfund þann 19. júní sl. Fram koma ábendingar og vangaveltur um ýmis atriði er varðar aðgengi að húsinu og umhverfið í kringum íbúðirnar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til skipulagsráðs til umfjöllunar.
Skipulagsráð taki sérstaklega til skoðunar skipulag á lóðunum með hugsanlega breytingu á deiliskipulagi.

25.Frá SSNE; Fundargerðir

Málsnúmer 202301151Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi með til kynningar fundargerð stjórnar SSNE nr. 53 frá 7. júní sl. ásamt kynningu á Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála.
Lagt fram til kynningar.

26.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Fundargerðir stjórnar nr. 929 og 930.

Málsnúmer 202301152Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerði stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 929 og nr. 930 frá 9. júní og 15. júní.
Lagt fram til kynningar.

27.Frá Framkvæmdasviði; Göngur og réttir í Dalvíkurbyggð 2023

Málsnúmer 202306069Vakta málsnúmer

Á 10. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 20. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu ákvörðun um fjallskil og göngur haustið 2023. Samkvæmt venju eru fyrstu göngur og réttir aðra helgi í september eða 8.-10. september. Að öllu jöfnu hafa aðrar göngur verið viku síðar en ekki eru gerðar kröfur um að þær þurfi að vera samtímis á öllum gangnasvæðum eins og fyrstu göngur ef annað þykir henta betur. Eftirleitir og hrossasmölun verða 29.- 30. september.Niðurstaða:Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsettur þann 23. júní sl., þar sem fram kemur að leiðrétta þarf dagsetningar hvað varðar eftirleitir og hrossasmölun. Dagsetningar eiga að vera þar fyrsta helgin í október eða 6.-7. október.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda breytingu þannig að eftirleit og hrossasmölun fari fram 6.7.október nk.

28.Félagsmálaráð - 270; frá 13.06.2023

Málsnúmer 2306003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum.
Liður 3 er sér liður á dagskrá.
Lagt fram til kynningar.
  • 28.3 202306027 Ráðningarstyrkur
    Tekin fyrir rafpóstur ráðgjafa frá Vinnumálastofnun dags. 7.júní sl. Þar sem verið er að óska eftir hvort að félagsþjónustan geti gert ráðningarstyrk til atvinnurekanda í stað þess að greiða fjárhagsaðstoð. Um er að ræða flóttamenn sem eru að flytja til Dalvíkur og vill atvinnurekandi á staðnum ráða flóttamennina til vinnu. Akureyrarbær og Fjallabyggð hafa gert slíka styrki. Félagsmálaráð - 270 Félagsmálaráð samþykkir með fimm atkvæðum að leggja til að gerður verði samningur um ráðningarstyrk við atvinnurekendur í samræmi við framfærslukvarða Dalvíkurbyggðar til tveggja mánaða þegar staðfesting um stöðu flóttamanna liggur fyrir. Starfsmönnum er falið að afla upplýsinga og ganga frá samningi um ráðningarstyrk. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu félagsmálaráðs um að gerður verði samningur um ráðningarstyrk við atvinnurekendur í samræmi við framfærslukvarða Dalvíkurbyggðar til tveggja mánaða þegar staðfesting um stöðu flóttamanna liggur fyrir.

29.Skipulagsráð - 11, frá 23.06.2023

Málsnúmer 2306008FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum.
Liður 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8 og 9 eru sér liðir á dagskrá.
Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 5. maí 2023 óskar Friðrik Þórarinsson eftir framkvæmdarleyfi fyrir efnistöku úr Svarfaðardalsá í landi Grundar. Meðfylgjaldi er umsögn Fiskistofu og veiðifélags Svarfaðardalsár.
    Óskað er eftir heimild til 5 ára að taka í heild 20.000 m3 af möl (um 4000 m3 á ári) úr þremur áreyrum á þremur samliggjandi stöðum í Svarfaðardalsá í landi Grundar. Ekkert efnistökusvæði er skilgreint á umræddu svæði í landi Grundar í Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.
    Skipulagsráð - 11 Skipulagsráð leggur til að unnin verði skipulagslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi og hún kynnt sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar verði gerð grein fyrir fyrirhugaðri efnisnámu við Svarfaðardalsá, forsendum tillögunnar, áætluðu efnismagni, frágangi og líklegum áhrifum. Í framhaldi af því verði lögð fram, kynnt og auglýst tillaga að aðalskipulagsbreytingu sbr. 1. mgr. 36. gr.laganna.
    Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs um unnin verði skipulagslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi og hún kynnt sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar verði gerð grein fyrir fyrirhugaðri efnisnámu við Svarfaðardalsá, forsendum tillögunnar, áætluðu efnismagni, frágangi og líklegum áhrifum. Í framhaldi af því verði lögð fram, kynnt og auglýst tillaga að aðalskipulagsbreytingu sbr. 1. mgr. 36. gr.laganna.
  • Með umsókn, dagsettri 8. maí 2023, óskar Guðmundur Valur Stefánsson fyrir hönd Laxós ehf. eftir iðnaðarlóð við Öldugötu 33 á Árskógssandi. Skipulagsráð - 11 Skipulagsráð samþykkir lóðarumsóknina að Öldugötu 33 á Árskógssandi og felur framkvæmdasviði að úthluta lóðinni.

    Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Frestað Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir úthlutun á lóðinni við Öldugötu 33 á Árskógssandi til Laxós ehf.
  • Með umsókn, dagsettri 8. maí 2023, óskar Guðmundur Valur Stefánsson fyrir hönd Laxós ehf. eftir iðnaðarlóð við Öldugötu 35 á Árskógssandi. Skipulagsráð - 11 Skipulagsráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum lóðarumsóknina að Öldugötu 35 á Árskógssandi og felur framkvæmdasviði að úthluta lóðinni. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir að úthluta lóðinni við Öldugötu 35 á Árskógssandi til Laxós ehf.
  • Tekið fyrir erindi dags. 6.júní 2023 frá Norðursiglingu hf. þar sem óskað er eftir leyfi til að setja upp fánastöng og hvalasporð hjá gatnamótum Ólafsfjarðarvegar og Árskógssandsvegar. Skipulagsráð - 11 Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina með fyrirvara á samþykki Vegagerðarinnar. Skipulagsráð áréttar að þessi framkvæmd er byggingarleyfisskyld og vísar erindinu til byggingafulltrúa. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum.

    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og gerir ekki athugasemdir við umbeðið leyfi með þeim fyrirvörum sem settir eru í bókun skipulagsráðs.
  • Á 10.fundi Umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 20.júní sl. var tekið fyrir erindi frá Elvari Reykjalín dagsett 6. júní 2023 þar sem hann óskar eftir leigu á landbúnaðarlandi sunnan gamla Hauganessvegarins (merkt 2 á loftmynd).
    Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð felur starfsmönnum Framkvæmdasviðs að ganga frá leigusamningi við Ektaböð ehf. um leigu á umræddu landbúnaðarlandi.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

    Með fundarboði Skipulagsráðs fylgir umsókn frá Elvari Reykjalín f.h. Ektabaða ehf. þar sem hann sækir um lóð fyrir smáhúsabyggð og bílastæði á ofangreindu landbúnaðarlandi ásamt stækkun lóðar nr. 235494 á Hauganesi.
    Skipulagsráð - 11 Skipulagsráð leggur til við byggðaráð að hafna erindinu og bendir á að umrætt svæði er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum. Niðurstaða þessa fundar Frestað Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta málinu.
  • Í apríl árið 2019 var haldinn íbúafundur þar sem kynntar voru hugmyndir Árna Ólafssonar arkitekts hjá Teikna um þéttingu byggðar við þegar tilbúnar götur á Dalvík. Vinna við deiliskipulagsgerð fyrir íbúðarbyggðir ofan Böggvisbrautar, á Árskógssandi og suðurbæ Dalvíkur er að hefjast, en fyrirséð er að framboð á íbúðarlóðum fer minnkandi. Skipulagsráð - 11 Skipulagsráð leggur til við byggðaráð að framkvæmdasvið kanni hvernig heppilegast sé að vinna áfram út frá framlagðri þéttingartillögu.

    Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs um að fela framkvæmdasviði að kanna hvernig sé heppilegast að vinna áfram út frá framlagðri þéttingartillögu.
  • Með umsókn, dagsettri 18. júní 2023, óskar Leó verktaki ehf. eftir íbúðarlóð við Hringtún 23 á Dalvík. Skipulagsráð - 11 Skipulagsráð samþykkir lóðarumsóknina að Hringtúni 23 og felur framkvæmdasviði að úthluta lóðinni.

    Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og úthlutun á lóðinni við Hringtún 23 til Leó verktaka ehf.
  • Lagðar voru fram tillögur Ágústar Hafsteinssonar arkitekts hjá Form ráðgjöf að nýju deiliskipulagi miðsvæðis Dalvíkur. Tillögurnar voru unnar á grundvelli minnisblaðs frá skipulagsráði dags. 13. febrúar 2023.


    Skipulagsráð - 11 Skipulagsráð leggur til við byggðaráð að vinnslutillaga verði lögð fyrir á september fundi ráðsins sem í framhaldi yrði kynnt á íbúafundi. Skipulagsráð leggur til nafnabreytingu á verkefninu og hér eftir heiti það deiliskipulag miðsvæðis Dalvíkur.

    Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs um að vinnslutillaga að nýju deiliskpulagi miðsvæðis Dalvíku verði tekin fyrir á fundi ráðsins í september og tillagan verður þá kynnt á íbúafundi í framhaldinu. Byggðaráð samþykkir jafnfram samhljóða að verkefni fái heitið "Deiliskipulag miðsvæðis Dalvíkur".
  • Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að deiliskipulagi fyrir Svarfaðarbraut á Dalvík.
    Umsagnar- og athugasemdafrestur var frá 29. mars 2023 til og með 9. maí 2023. Ein athugasemd barst frá RARIK á auglýsingartíma vegna háspennustrengs sem liggur nyrst á skipulagssvæðinu. Sett verður kvöð um háspennustreng í línustæðinu.
    Skipulagsráð - 11 Skipulagsráð leggur til við byggðaráð að tillagan verði samþykkt og sveitarstjóra falið að annast gildistöku hennar í samræmi við 42. gr.skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og tillögu að deiliskipulagi fyrir Svarfaðarbraut á Dalvík og felur sveitarstjóra að annast gildistöku hennar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr 123/2010. Lilja Guðnadóttir greiðir atkvæði á móti.

30.Umhverfis- og dreifbýlisráð - 10, frá 20.06.2023

Málsnúmer 2306007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum.
Liðir, 1,2,3,4,5 og 8 eru sér liðir á dagskrá.
Lagt fram til kynningar.
  • Tekin fyrir umsögn Skipulagsstofnunar til Innviðaráðuneytisins vegna óskar Dalvíkurbyggðar eftir undanþágu frá gr. 5.3.2.5, lið d. í skipulagsreglugerðnr. 90/2013 um fjarlægð bygginga frá stofn- og tengivegum, vegna byggingar íbúðarhúsnæðis við Skíðadalsveg.
    Einnig lagt fram minnisblað byggingafulltrúa Eyjafjarðar með frekari rökstuðningi fyrir Dalvíkurbyggð þar sem hann vísar meðal annars í byggðamynstur í Svarfaðardal og ákvæði Aðalskipulags um fjölda heimreiða.
    Umhverfis- og dreifbýlisráð - 10 Umhverfis- og dreifbýlisráð tekur undir rökstuðning byggingafulltrúa.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og tekur undir rökstuðning byggingafulltrúa í minnisblaði hans með frekari rökstuðningi fyrir Dalvíkurbyggð þar sem hann vísar meðal annars í byggðamynstur í Svarfaðardal og ákvæði Aðalskipulags um fjölda heimreiða.
  • Tekið fyrir tilboð frá Meindýraeyðingu Norðurlands í eyðingu á lúpínu. Umhverfis- og dreifbýlisráð - 10 Umhverfis- og dreifbýlisráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2024 þar sem ekki er gert ráð fyrir fjármagni í slíka eyðingu árið 2023.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og felur ráðinu að skoða erindið í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2024.
  • Tekin fyrir umsókn, dagsett 10. maí 2023, frá Keng ehf. um leigu hluta lands að Selá á Árskógsströnd. Um er að ræða 65,5 ha. af landi. Umhverfis- og dreifbýlisráð - 10 Umhverfis- og dreifbýlisráð felur starfsmönnum Framkvæmdasviðs að ganga frá leigusamningi við Keng ehf. um umrætt svæði.
    Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Frestað Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs um að fela starfsmönnum framkvæmdavsiðs að ganga frá leigusamningi við Keng ehf. um leigu hluta lands að Selá á Árskógsströnd eða 65,5 ha. af landi.
  • 30.4 202306065 Selárlandið
    Tekið fyrir erindi frá Elvari Reykjalín dagsett 6. júní 2023 þar sem hann óskar eftir leigu á landbúnaðarlandi sunnan gamla Hauganessvegsins (merkt 2 á loftmynd). Umhverfis- og dreifbýlisráð - 10 Umhverfis- og dreifbýlisráð felur starfsmönnum Framkvæmdasviðs að ganga frá leigusamningi við Ektaböð ehf. um leigu á umræddu landbúnaðarlandi.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Frestað Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta erindinu.
  • Með rafpósti dags. 30. maí 2023 óskar Magni Þór Óskarsson eftir viðræðum um mögulega aðkomu knattspyrnudeildar U.M.F.S að niðurrifi á gömlu girðingum í eigu Dalvíkurbyggðar. Umhverfis- og dreifbýlisráð - 10 Umhverfis- og dreifbýlisráð veitir Framkvæmdasviði heimild til að ganga til samninga við knattspyrnudeild U.M.F.S. um niðurrif á gömlum girðingum ef það rýmist innan fjárheimilda að sumri loknu.
    Smþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs um að heimila framkvæmdasviði að ganga til samninga við knattspyrndudeild UMFS um niðurrif á gömlum girðingum ef það er svigrúm inna heimilda í fjárhagsáætlun að sumri loknu.
  • Lögð fram drög að þriggja ára samningi um refaveiðar frá Umhverfisstofnun. Markmið samningsins er að hafa yfirsýn yfir þær aðgerðir sem þarf til að stemma stigu við fjölgun refa og draga úr tjóni af þeirra völdum sem og að skapa fyrirsjáanleika varðandi endurgreiðslur ríkissjóðs vegna refaveiða sveitarfélaga. Umhverfis- og dreifbýlisráð - 10 Umhverfis- og dreifbýlisráð gerir ekki athugasemdir við framlögð samningsdrög við Umhverfisstofnun.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og gerir ekki athugasemdir við framlögð samningsdrög til þriggja ára um refaveiðar frá Umhverfisstofnun.

Fundi slitið - kl. 17:44.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson, aðalmaður boðaði forföll og Lilja Guðnadóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs