Félagsmálaráð

270. fundur 13. júní 2023 kl. 08:15 - 10:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Katrín Kristinsdóttir formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Nimnual Khakhlong aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson varamaður
  • Benedikt Snær Magnússon varamaður
Starfsmenn
  • Þórhalla Karlsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá
Júlíus Magnússon boðaði forföll og varamaður hans Benedikt Snær Magnússon kom í hans stað. Lilja Guðnadóttir boðaði forföll og varamaður hennar Felix Rafn Felixsson kom í hennar stað.
Sjöfn Ólafsdóttir starfsmaður félagsmálasviðs sat einnig fundinn.

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202306034Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202306034

Bókað í trúnaðarmálabók

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202302001Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202302001

Bókað í trúnaðarmálabók

3.Ráðningarstyrkur

Málsnúmer 202306027Vakta málsnúmer

Tekin fyrir rafpóstur ráðgjafa frá Vinnumálastofnun dags. 7.júní sl. Þar sem verið er að óska eftir hvort að félagsþjónustan geti gert ráðningarstyrk til atvinnurekanda í stað þess að greiða fjárhagsaðstoð. Um er að ræða flóttamenn sem eru að flytja til Dalvíkur og vill atvinnurekandi á staðnum ráða flóttamennina til vinnu. Akureyrarbær og Fjallabyggð hafa gert slíka styrki.
Félagsmálaráð samþykkir með fimm atkvæðum að leggja til að gerður verði samningur um ráðningarstyrk við atvinnurekendur í samræmi við framfærslukvarða Dalvíkurbyggðar til tveggja mánaða þegar staðfesting um stöðu flóttamanna liggur fyrir. Starfsmönnum er falið að afla upplýsinga og ganga frá samningi um ráðningarstyrk.

4.Barnaverndarþjónusta

Málsnúmer 202212124Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar stefna og framkvæmdaáætlun í Barnaþjónustu Eyjafjarðar sem tók gildi frá og með 1.mars sl þegar sameining barnaverndanna varð. Stefna og framkvæmdaáætlun Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar er gerð með vísan til 9. gr.
barnaverndarlaga nr. 80/2002 en í 1. mgr. 9. gr. kemur eftirfarandi fram:
„Sveitarstjórnir skulu marka sér stefnu og gera framkvæmdaáætlun fyrir hvert kjörtímabil á sviði barnaverndar innan sveitarfélagsins. Framkvæmdaáætlun sveitarfélags í barnaverndarmálum skal send mennta- og barnamálaráðuneytinu, Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála og Barna- og fjölskyldustofu."
Lagt fram til kynningar.

5.Íbúð fyrir fötluð börn af landsbyggðinni og aðstandendur þeirra.

Málsnúmer 202306007Vakta málsnúmer

Tekin fyrir rafpóstur frá Landssamtökunum Þroskahjálp dags. 1.júní sl. þar sem Þroskahjálp er að minna á gistiaðstöðu sína fyrir fötluð börn af landsbyggðinni og aðstandendur þeirra þegar þarf að sækja þjónustu til höfuðborgarinnar.
Lagt fram til kynningar.

6.Stefna í málefnum aldraða

Málsnúmer 201812033Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar drög af stefnu í málefnum aldraðra 2023-2027 frá vinnuhóp. Verkefni vinnuhópsins var að taka stefnu Dalvíkurbyggðar í málefnum aldraðra heildstætt til endurskoðunar. Markmið hópsins er að draga fram skýra framtíðarsýn í málefnum aldraðra í Dalvíkurbyggð ásamt markvissri aðgerðaráætlun. Vinnuhópurinn skal hafa samráð við hagsmunaaðila vegna málaflokksins s.s. við Félag eldri borgara í Dalvíkurbyggð, Öldugaráð, Starfsmenn sveitarfélagsins og annarra (s.s. Dalbæ, HSN) er starfa að málefnu aldraðra, við íþróttafélög og félagasamtök, við Fræðslu- og menningarsvið vegna Heilsueflandi samfélags, Ungmenna ráð og fleiri. Vinnuhópurinn skal leitast við að svara eftirfarandi spurningum:
Fara yfir og skilgreina þá þjónustu sem
a) Dalvíkurbyggð ber að veita í málefnum aldraðra,
b) sem Dalbæ ses. ber að veita í málefnum aldraðra og
c) sem HSN ber að veita í málefnum aldraðra.
Lagt fram til kynningar.

7.NPA

Málsnúmer 201808040Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafpóstur frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu dags. 8.júní sl. Þann 1.janúar 2023 tóku í gildi lög um breytingu á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfnir nr. 38/2018 (framlenging, ákvæði til bráðabirgða I). Í lögunum er gert ráð fyrir aukningu um allt að 56 samninga árið 2023 og óskað var eftir umsöknum með umsóknarfresti til og með 31.maí. Félags- og vinnumakraðsráðuneytið vil koma þeim upplýsingum á framfæri að ekki hafa borist svo margar umsóknir og því hefur verið fallið frá uppgefnum fresti og er því enn unnt að sækja um mótframlag til nýrra samninga.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Katrín Kristinsdóttir formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Nimnual Khakhlong aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson varamaður
  • Benedikt Snær Magnússon varamaður
Starfsmenn
  • Þórhalla Karlsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi