Göngur og réttir í Dalvíkurbyggð 2023

Málsnúmer 202306069

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 10. fundur - 20.06.2023

Til umræðu ákvörðun um fjallskil og göngur haustið 2023. Samkvæmt venju eru fyrstu göngur og réttir aðra helgi í september eða 8.-10. september. Að öllu jöfnu hafa aðrar göngur verið viku síðar en ekki eru gerðar kröfur um að þær þurfi að vera samtímis á öllum gangnasvæðum eins og fyrstu göngur ef annað þykir henta betur. Eftirleitir og hrossasmölun verða 29.- 30. september.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 1072. fundur - 29.06.2023

Á 10. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 20. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu ákvörðun um fjallskil og göngur haustið 2023. Samkvæmt venju eru fyrstu göngur og réttir aðra helgi í september eða 8.-10. september. Að öllu jöfnu hafa aðrar göngur verið viku síðar en ekki eru gerðar kröfur um að þær þurfi að vera samtímis á öllum gangnasvæðum eins og fyrstu göngur ef annað þykir henta betur. Eftirleitir og hrossasmölun verða 29.- 30. september.Niðurstaða:Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsettur þann 23. júní sl., þar sem fram kemur að leiðrétta þarf dagsetningar hvað varðar eftirleitir og hrossasmölun. Dagsetningar eiga að vera þar fyrsta helgin í október eða 6.-7. október.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda breytingu þannig að eftirleit og hrossasmölun fari fram 6.7.október nk.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 16. fundur - 05.01.2024

Um er að ræða sama mál og er á dagskrá undir 3.tl. í fundarboði mál nr. 202311047. Lagt fram til kynningar gangnaseðill Dalvíkurdeildar og fundargerð Dalvíkurdeildar dags. 16.ágúst 2023.
Lagt fram til kynningar.