Fjárhagsáætlun 2024; Ungbarnarólur á Dalvík

Málsnúmer 202306079

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1072. fundur - 29.06.2023

Tekið fyrir erindi frá Ingunni Helgu Jónsdóttur, dagsett þann 17. júní 2023, þar sem bent er á skort á ungbarnarólum á Dalvík.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfis- og dreifbýlisráðs til skoðunar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2024.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 11. fundur - 07.07.2023

Með rafpósti, dagsettum 17. júní 2023, bendir Ingunn Hekla Jónsdóttir á skort á ungbarnarólum á leiksvæðum á Dalvík, en engin ungbarnaróla er á öðrum leiksvæðum en við Krílakot.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur starfsmönnum Framkvæmdasviðs að skoða hvort tvær nýjar ungbarnarólur rúmist innan fjárhagsáætlunar 2023. Ráðið leggur til að settar verði upp ungbarnarólur á leiksvæðin á Árskógssandi og í Skógarhólum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 151. fundur - 05.09.2023

Byggðráð hefur heimilað kaup á tveimur nýjum ungbarnarólum sé svigrúm innan heimildar á fjárfestingaáætlun, lið 32200-leiktæki.
Þetta mál er komið á borð Eigna- og framkvæmdardeildar og verður klárað þaðan. Lagt fram til kynningar