Styrktarsjóður EBÍ 2023

Málsnúmer 202304041

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1064. fundur - 13.04.2023

Tekið fyrir erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 4. apríl 2023, þar sem Dalvíkurbyggð er boðið að senda inn umsókn um stuðning við verkefni sem fellur undir reglur sjóðsins. Umsóknarfrestur er til aprílloka.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa málinu áfram til þjónustu- og upplýsingafulltrúa.

Byggðaráð - 1067. fundur - 04.05.2023

Á 1064. fundi byggðaráðs þann 13. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 4. apríl 2023, þar sem Dalvíkurbyggð er boðið að senda inn umsókn um stuðning við verkefni sem fellur undir reglur sjóðsins. Umsóknarfrestur er til aprílloka.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa málinu áfram til þjónustu- og upplýsingafulltrúa."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi til upplýsingar að sótt var um verkefnið "Uppfærsla á gönguleiðakorti Dalvíkurbyggðar".
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1072. fundur - 29.06.2023

Á 1067. fundi byggðaráðs þann 4. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1064. fundi byggðaráðs þann 13. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 4. apríl 2023, þar sem Dalvíkurbyggð er boðið að senda inn umsókn um stuðning við verkefni sem fellur undir reglur sjóðsins. Umsóknarfrestur er til aprílloka.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa málinu áfram til þjónustu- og upplýsingafulltrúa." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi til upplýsingar að sótt var um verkefnið "Uppfærsla á gönguleiðakorti Dalvíkurbyggðar".Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi svarbréf frá Styrktarsjóði EBÍ, dagsett þann 13. júní 2023, þar sem fram kemur að ekki reyndist unnt að þessu sinni að veita styrk til verkefnisins "Uppfærsla á gönguleiðakorti Dalvíkurbyggðar".
Lagt fram til kynningar.