Framlög Jöfnunarsjóðs 2023 - nýjustu upplýsingar #2

Málsnúmer 202306139

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1072. fundur - 29.06.2023

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs á framlögum frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga skv. nýjustu upplýsingum af vef sjóðsins - sjá nánar;

https://www.stjornarradid.is/verkefni/sveitarstjornir-og-byggdamal/jofnunarsjodur-sveitarfelaga/uthlutanir-og-talnaefni/

Um er að ræða hækkun á framlagi til Dalvíkurbyggðar vegna fasteignaskatts að upphæð kr. - 13.650.676 og lækkun á framlagi vegna málefna fatlaðra að upphæð kr. 708.000. Óveruleg breytingar á útgjaldajöfnunarframlaginu eða hækkun um kr -226.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2023, viðauka nr. 20, að upphæð kr. -12.943.902 við deild 00100, þannig að liður 00100-0112 hækkar um kr. 13.650.676, liður 00100-0121 hækkar um kr. 226 og liður 00100-0151 lækkar um kr. 708.0000. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé og verði hluti af heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2023.