Fjárhagsáætlun 2024; Umferðaeyjur við Hólaveg

Málsnúmer 202306088

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1072. fundur - 29.06.2023

Tekið fyrir erindi frá Felix Rafni Felixsyni, dagsett þann 19. júni 2023, þar sem lagt er til að gerðar verði breytingar á umferðareyjum við Hólaveg þannig að grasbalinn verði tekinn í burtu og í staðinn komi bílastæði.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar umhverfis- og dreifbýlisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2024.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 11. fundur - 07.07.2023

Með erindi, dagsettu 19. júní 2023, leggur Felix Rafn Felixson fram þá tillögu að breytingar verði gerðar á Hólavegi á þann hátt að grasbali utan við gangstétt verð fjarlægður og að bílastæði komi í staðinn.
Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir tillöguna og vísar erindinu til fjárhagsáætlunar 2024.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.