Frá leikskólastjóra Krílakots; Beiðni um hækkun á stöðugildi matráðs

Málsnúmer 202305093

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1072. fundur - 29.06.2023

Tekið fyrir erindi frá leikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 12. maí 2023, þar sem óskað er eftir heimild til að auka stöðuhlutfall matráðs um 10%. Markmiðið með þessari breytingu er m.a. að gefa nýjum starfsmanni rýmri tíma til undirbúnings starfsins, skipulagningar á því og leita hagstæðari innkaupa. Fram kemur að það er mat leikskólastjóra að aukningin rúmist innan heimilda.

Á fundi byggðaráðs kom fram að auglýst var starf matráðs laust til umsóknar í 91,5% starf frá og með 15. ágúst nk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um aukningu á stöðuhlutfalli matráðs með þeim fyrirfara að það rúmist innan heimildar í launaáætlun 2023.