Fjárhagsáætlun 2024; Svæði - endurbætur á heimreið

Málsnúmer 202305114

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1072. fundur - 29.06.2023

Tekið fyrir erindi frá Magnúsi Ásgeir Magnússyni og Heiðu Hringsdóttur, dagsett þann 27. maí 2023, þar sem þess er farið á leit að sveitarfélagið taki inn í fjárhagsáætlun 2024 endurbætur á heimreið þeirra frá þjóðveginum sem er ca. 470 m.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfis- og dreifbýlisráðs til skoðunar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2024.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 11. fundur - 07.07.2023

Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur 27. maí 2023 frá Magnúsi Ásgeiri Magnússyni þar sem ábúendur í Svæði fara þess á leit við sveitarfélagið að farið verði í endurbætur og malbikun á heimreiðinni að Svæði.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur Framkvæmdasviði að skoða og fara yfir viðmiðunareglur sveitarfélagsins um viðhald á heimreiðum og leggja fyrir næsta fund ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 18. fundur - 08.03.2024

Tekið fyrir erindi frá Magnúsi Ásgeiri Magnússyni þar sem ábúendur í Svæði fara þess á leit við sveitarfélagið að farið verði í endurbætur og malbikun á heimreið að Svæði.
Á fundi ráðsins í júlí var Framkvæmdasviði falið að skoða og fara yfir viðmiðunarreglur um viðhald á heimreiðum.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að lagfæring á heimreið að Svæði fari á fjárhagsáætlun 2025.
Samþykkt með fimm atkvæðum.