Umhverfis- og dreifbýlisráð

10. fundur 20. júní 2023 kl. 08:15 - 09:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
 • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
 • Júlía Ósk Júlíusdóttir aðalmaður
 • Emil Júlíus Einarsson varamaður
 • Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður
Starfsmenn
 • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Deildarstjóri
Dagskrá

1.Undanþaga vegna fjarlægðar frá vegi. Brautarholt 2 í Svarfðardal

Málsnúmer 202304025Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsögn Skipulagsstofnunar til Innviðaráðuneytisins vegna óskar Dalvíkurbyggðar eftir undanþágu frá gr. 5.3.2.5, lið d. í skipulagsreglugerðnr. 90/2013 um fjarlægð bygginga frá stofn- og tengivegum, vegna byggingar íbúðarhúsnæðis við Skíðadalsveg.
Einnig lagt fram minnisblað byggingafulltrúa Eyjafjarðar með frekari rökstuðningi fyrir Dalvíkurbyggð þar sem hann vísar meðal annars í byggðamynstur í Svarfaðardal og ákvæði Aðalskipulags um fjölda heimreiða.
Umhverfis- og dreifbýlisráð tekur undir rökstuðning byggingafulltrúa.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Eyðing á lúpínu - frá Meindýraeyðingu Norðurlands

Málsnúmer 202305088Vakta málsnúmer

Tekið fyrir tilboð frá Meindýraeyðingu Norðurlands í eyðingu á lúpínu.
Umhverfis- og dreifbýlisráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2024 þar sem ekki er gert ráð fyrir fjármagni í slíka eyðingu árið 2023.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Emil Júlíus Einarsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis.

3.Landleiga að hluta úr Selá á Árskógsströnd

Málsnúmer 202305090Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn, dagsett 10. maí 2023, frá Keng ehf. um leigu hluta lands að Selá á Árskógsströnd. Um er að ræða 65,5 ha. af landi.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur starfsmönnum Framkvæmdasviðs að ganga frá leigusamningi við Keng ehf. um umrætt svæði.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Emil Júlíus Einarsson kom aftur inn á fundinn undir þessum lið.

4.Selárlandið

Málsnúmer 202306065Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Elvari Reykjalín dagsett 6. júní 2023 þar sem hann óskar eftir leigu á landbúnaðarlandi sunnan gamla Hauganessvegsins (merkt 2 á loftmynd).
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur starfsmönnum Framkvæmdasviðs að ganga frá leigusamningi við Ektaböð ehf. um leigu á umræddu landbúnaðarlandi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Fylgiskjöl:

5.Niðurrif á gömlum girðingum í eigu Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202305119Vakta málsnúmer

Með rafpósti dags. 30. maí 2023 óskar Magni Þór Óskarsson eftir viðræðum um mögulega aðkomu knattspyrnudeildar U.M.F.S að niðurrifi á gömlu girðingum í eigu Dalvíkurbyggðar.
Umhverfis- og dreifbýlisráð veitir Framkvæmdasviði heimild til að ganga til samninga við knattspyrnudeild U.M.F.S. um niðurrif á gömlum girðingum ef það rýmist innan fjárheimilda að sumri loknu.
Smþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Göngur og réttir í Dalvíkurbyggð 2023

Málsnúmer 202306069Vakta málsnúmer

Til umræðu ákvörðun um fjallskil og göngur haustið 2023. Samkvæmt venju eru fyrstu göngur og réttir aðra helgi í september eða 8.-10. september. Að öllu jöfnu hafa aðrar göngur verið viku síðar en ekki eru gerðar kröfur um að þær þurfi að vera samtímis á öllum gangnasvæðum eins og fyrstu göngur ef annað þykir henta betur. Eftirleitir og hrossasmölun verða 29.- 30. september.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Tímasetning gangna 2023 í Hörgársveit

Málsnúmer 202306051Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur 14. júní 2023 frá Snorra Finnlaugssyni, sveitarstjóra Hörgársveitar, þar sem hann tilkynnir að fyrstu göngur í Hörgársveit haustið 2023 verði frá miðvikudeginum 6. september til sunnudagsins 10. september og að aðrar göngur verði víðast hvar viku síðar.

8.Samningur um refaveiðar vegna endurgreiðslna ríkissjóðs

Málsnúmer 202306066Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að þriggja ára samningi um refaveiðar frá Umhverfisstofnun. Markmið samningsins er að hafa yfirsýn yfir þær aðgerðir sem þarf til að stemma stigu við fjölgun refa og draga úr tjóni af þeirra völdum sem og að skapa fyrirsjáanleika varðandi endurgreiðslur ríkissjóðs vegna refaveiða sveitarfélaga.
Umhverfis- og dreifbýlisráð gerir ekki athugasemdir við framlögð samningsdrög við Umhverfisstofnun.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

9.Betra Ísland og grænna

Málsnúmer 202305086Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi stjórn frá Skógræktarfélags Íslands dags. 22. maí 2023 þar sem varað er við neikvæðum málflutningi andstæðinga skógræktar. Félagið lýsir yfir vilja til samvinnu með sveitarfélögum til að styðja við skipulagða skógrækt.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2023

Málsnúmer 202302095Vakta málsnúmer

Tekin fyrir fundargerð 229.fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra dags. 3.maí 2023.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Nefndarmenn
 • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
 • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
 • Júlía Ósk Júlíusdóttir aðalmaður
 • Emil Júlíus Einarsson varamaður
 • Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður
Starfsmenn
 • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Deildarstjóri