Fjárhagsáætlun 2024; Klefi í íþróttamiðstöð og vinda fyrir sundföt

Málsnúmer 202306089

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1072. fundur - 29.06.2023

Tekið fyrir erindi frá Ágústu Kristínu Bjarnadóttur, dagsett þann 19. júní 2023, þar sem lagt er til að gerðar verði úrbætur á aðstöðu fyrir börn og fullorðna í Íþróttamiðstöðinni þannig að boðið verði upp á klefa til að loka að sér til að afklæðast og fara í sturtu. Einnig mætti setja vindu fyrir sundföt.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til skoðunar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2024.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 151. fundur - 05.09.2023

Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar erindið. Klefamál hafa verið í skoðun og er starfsfólk alltaf að leita leiða til að finna lausnir á klefamálum og þeim kröfum sem eru í nútímasamfélagi. Aðstæður eru hins vegar þannig að ekki er hægt að finna lausn á sér aðstöðu nema með framkvæmdum. Þetta þarf að skoða þegar og ef það verður farið í framkvæmdir við húsið í framtíðinni. Gert er ráð fyrir að kaupa sundfatavindur árið 2024.