Vinnuhópur um farartæki, tæki og tæknibúnað 2023 - erindi

Málsnúmer 202301101

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1056. fundur - 26.01.2023

Tekið fyrir erindi frá vinnuhópi Dalvíkurbyggðar um farartæki, tæki og tæknibúnað, dagsett þann 23. janúar sl., þar sem fram kemur að vinnuhópurinn fundaði í lok nóvember og fór yfir og lagði mat á farartækjakost og farartækjaþörf sveitarfélagsins.

Samkvæmt þarfagreiningu er ljóst að bílaeign á Eigna- og framkvæmdadeild er of mikil, eða sex bílar, auk þess sem komið er að miklu viðhaldi einhverra þeirra. Þörf fyrir ökutæki á deildinni er mismikil eftir árstíðum eða 3-4 bílar og myndu þeir bílar sem eftir yrðu ná að dekka þá þörf.

Í dag eru þrír af bílum Eigna- og framkvæmdadeildar uppi í Böggvisstaðaskála; einn í lagi og myndi nýtast yfir sumarmánuðina, einn sem þarfnast viðgerðar og einn sem ekki er hægt að nýta nema í varahluti.

Niðurstaða fundarins er sú að óska eftir því við Byggðaráð að fá heimild til sölu á eftirfarandi tveimur bifreiðum í eigu Dalvíkurbyggðar:

a) Subaru Forester AO-465
b) Toyota Hilux YJ-175

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi og veitir heimild fyrir sölu á ofangreindum 2 bifreiðum.

Sveitarstjórn - 355. fundur - 14.02.2023

Á 1056. fundi byggðaráðs þann 26. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá vinnuhópi Dalvíkurbyggðar um farartæki, tæki og tæknibúnað, dagsett þann 23. janúar sl., þar sem fram kemur að vinnuhópurinn fundaði í lok nóvember og fór yfir og lagði mat á farartækjakost og farartækjaþörf sveitarfélagsins. Samkvæmt þarfagreiningu er ljóst að bílaeign á Eigna- og framkvæmdadeild er of mikil, eða sex bílar, auk þess sem komið er að miklu viðhaldi einhverra þeirra. Þörf fyrir ökutæki á deildinni er mismikil eftir árstíðum eða 3-4 bílar og myndu þeir bílar sem eftir yrðu ná að dekka þá þörf. Í dag eru þrír af bílum Eigna- og framkvæmdadeildar uppi í Böggvisstaðaskála; einn í lagi og myndi nýtast yfir sumarmánuðina, einn sem þarfnast viðgerðar og einn sem ekki er hægt að nýta nema í varahluti. Niðurstaða fundarins er sú að óska eftir því við Byggðaráð að fá heimild til sölu á eftirfarandi tveimur bifreiðum í eigu Dalvíkurbyggðar: a) Subaru Forester AO-465 b) Toyota Hilux YJ-175 Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi og veitir heimild fyrir sölu á ofangreindum 2 bifreiðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og heimild fyrir sölu á Subaru Forester AO-465 og Toyota Hilux YJ-175.

Byggðaráð - 1072. fundur - 29.06.2023

Tekið fyrir erindi frá vinnuhópi um farartæki, tæki og tæknibúnað sem er vísað til byggðaráðs frá fundi vinnuhópsins frá 12. maí sl. Um er að ræða erindi frá Slökkviliðsstjóra þar sem óskað er eftir vaktbíl. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá slökkviliðsstjóra en vinnuhópurinn óskað eftir frekari upplýsingum og rökstuðningi frá slökkviliðsstjóra. Horft hefur verið til Toyota bifreiðar þeirrar sem fyrrverandi sviðsstóri veitu- og hafnasviðs hafði til umráða en einnig eru aðrar sambærilegar lausnir eða betri vel þegnar. Í kjarasamningi segir;
„1.4.2 Vegna eðlis starfa slökkviliða skal tryggt að stjórnandi slökkviliðs hafi ökutæki sem skráð eru til forgangsaksturs tiltækt þegar viðkomandi er á vakt eða bakvakt utan slökkvistöðvar.“
Fundargerð vinnuhópsins er lögð fram til kynningar og byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fara í heimsókn á slökkvistöðina við fyrsta tækifæri þar sem m.a. verður farið yfir ofangreint erindi slökkviliðsstjóra.

Byggðaráð - 1076. fundur - 17.08.2023

Á 1072. fundi byggðaráðs þann 29. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá vinnuhópi um farartæki, tæki og tæknibúnað sem er vísað til byggðaráðs frá fundi vinnuhópsins frá 12. maí sl. Um er að ræða erindi frá Slökkviliðsstjóra þar sem óskað er eftir vaktbíl. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá slökkviliðsstjóra en vinnuhópurinn óskað eftir frekari upplýsingum og rökstuðningi frá slökkviliðsstjóra. Horft hefur verið til Toyota bifreiðar þeirrar sem fyrrverandi sviðsstóri veitu- og hafnasviðs hafði til umráða en einnig eru aðrar sambærilegar lausnir eða betri vel þegnar. Í kjarasamningi segir; „1.4.2 Vegna eðlis starfa slökkviliða skal tryggt að stjórnandi slökkviliðs hafi ökutæki sem skráð eru til forgangsaksturs tiltækt þegar viðkomandi er á vakt eða bakvakt utan slökkvistöðvar.Niðurstaða:Fundargerð vinnuhópsins er lögð fram til kynningar og byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fara í heimsókn á slökkvistöðina við fyrsta tækifæri þar sem m.a. verður farið yfir ofangreint erindi slökkviliðsstjóra."

Fundur byggðaráðs hófst með heimsókn á Slökkvistöðina þar sem slökkviliðsstjóri, Vilhelm Anton Hallgrímsson, tók á móti fundarmönnum.

Vilhelm Anton vék af fundi kl. 14:00.
Byggðaráð þakkar slökkviliðsstjóra fyrir móttökurnar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til slökkviliðsstjóra að senda inn erindi og viðaukabeiðni til byggðaráðs fyrir næsta fund.

Byggðaráð - 1077. fundur - 24.08.2023

Frestað til næsta fundar.

Byggðaráð - 1078. fundur - 31.08.2023

Á 1076. fundi byggðaráðs þann 17. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1072. fundi byggðaráðs þann 29. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá vinnuhópi um farartæki, tæki og tæknibúnað sem er vísað til byggðaráðs frá fundi vinnuhópsins frá 12. maí sl. Um er að ræða erindi frá Slökkviliðsstjóra þar sem óskað er eftir vaktbíl. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá slökkviliðsstjóra en vinnuhópurinn óskað eftir frekari upplýsingum og rökstuðningi frá slökkviliðsstjóra. Horft hefur verið til Toyota bifreiðar þeirrar sem fyrrverandi sviðsstóri veitu- og hafnasviðs hafði til umráða en einnig eru aðrar sambærilegar lausnir eða betri vel þegnar. Í kjarasamningi segir; „1.4.2 Vegna eðlis starfa slökkviliða skal tryggt að stjórnandi slökkviliðs hafi ökutæki sem skráð eru til forgangsaksturs tiltækt þegar viðkomandi er á vakt eða bakvakt utan slökkvistöðvar.Niðurstaða:Fundargerð vinnuhópsins er lögð fram til kynningar og byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fara í heimsókn á slökkvistöðina við fyrsta tækifæri þar sem m.a. verður farið yfir ofangreint erindi slökkviliðsstjóra." Fundur byggðaráðs hófst með heimsókn á Slökkvistöðina þar sem slökkviliðsstjóri, Vilhelm Anton Hallgrímsson, tók á móti fundarmönnum. Vilhelm Anton vék af fundi kl. 14:00.Niðurstaða:Byggðaráð þakkar slökkviliðsstjóra fyrir móttökurnar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til slökkviliðsstjóra að senda inn erindi og viðaukabeiðni til byggðaráðs fyrir næsta fund."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Slökkviliðsstjóra Dalvikurbyggðar, dagsett þann 29. ágúst sl. þar sem hann óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 vegna kaupa á vaktbifreiða fyrir bakvakt slökkviliðs ásamt standsetningu á bifreiðinni að upphæð kr. 5.400.000.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2023, viðauki nr. 30, að upphæð kr. 5.400.000 á deild 07210 og lykil 2810.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Byggðaráð - 1094. fundur - 25.01.2024

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og Halla Dögg Káradóttir, veitustjóri,kl. 13:15.

Til umræðu vinnuhópur Dalvíkurbyggðar um farartæki, tæki og tæknibúnað og endurskipun í hópinn.

Hlutverk vinnuhópsins er að lágmarka rekstrarkostnað og hámarka öryggi og endingu farartækja, tækja og tæknibúnaðar í eigu sveitarfélagsins til lengri tíma. Markmiðið náist með því að skipuleggja reglubundið og tímasett viðhald,endurnýjun sem og skýrt skilgreindum eftirlits- og ábyrgðaraðila.

Samkvæmt samþykktu erindisbréfi dagsettu í febrúar 2020 skipa vinnuhópinn: einn fulltrúi frá byggðaráði, einn frá veitusviði, einn frá hafnasviði og deildarstjóri EF deildar.

Halla vék af fundi kl. 13:28
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að breyta nafni vinnuhópsins í Vinnuhópur um tækjabúnað Dalvíkurbyggðar og breyta skipan hans þannig að í honum eigi enginn kjörinn fulltrúi sæti einungis starfsfólk sveitarfélagsins. Eftir breytingu skipa vinnuhópinn: Halla Dögg Káradóttir veitustjóri, Haukur Guðjónsson verkstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, Arnar Rúnarsson starfsmaður veitna og Björn Björnsson hafnarvörður. Veitustjóra er falið að uppfæra erindisbréf hópsins með þessum breytingum. Jafnframt óskar byggðaráð eftir því að þegar fundargerðir vinnuhópsins eru til umræðu á fundum byggðaráðs mæti veitustjóri til fundar og fylgi þeim eftir.

Sveitarstjórn - 366. fundur - 20.02.2024

Á 1094. fundi byggðaráðs þann 25. janúar 2024 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og Halla Dögg Káradóttir, veitustjóri,kl. 13:15. Til umræðu vinnuhópur Dalvíkurbyggðar um farartæki, tæki og tæknibúnað og endurskipun í hópinn. Hlutverk vinnuhópsins er að lágmarka rekstrarkostnað og hámarka öryggi og endingu farartækja, tækja og tæknibúnaðar í eigu sveitarfélagsins til lengri tíma. Markmiðið náist með því að skipuleggja reglubundið og tímasett viðhald,endurnýjun sem og skýrt skilgreindum eftirlits- og ábyrgðaraðila. Samkvæmt samþykktu erindisbréfi dagsettu í febrúar 2020 skipa vinnuhópinn: einn fulltrúi frá byggðaráði, einn frá veitusviði, einn frá hafnasviði og deildarstjóri EF deildar. Halla vék af fundi kl. 13:28Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að breyta nafni vinnuhópsins í Vinnuhópur um tækjabúnað Dalvíkurbyggðar og breyta skipan hans þannig að í honum eigi enginn kjörinn fulltrúi sæti einungis starfsfólk sveitarfélagsins. Eftir breytingu skipa vinnuhópinn: Halla Dögg Káradóttir veitustjóri, Haukur Guðjónsson verkstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, Arnar Rúnarsson starfsmaður veitna og Björn Björnsson hafnarvörður. Veitustjóra er falið að uppfæra erindisbréf hópsins með þessum breytingum. Jafnframt óskar byggðaráð eftir því að þegar fundargerðir vinnuhópsins eru til umræðu á fundum byggðaráðs mæti veitustjóri til fundar og fylgi þeim eftir. "
Til máls tók:
Freyr Antonsson, forseti, sem gerði grein fyrir að fyrir liggur uppfært erindisbréf undir málinu í fundarboði sveitarstjórnar.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að uppfærðu erindisbréfi fyrir Vinnuhóp um tækjabúnað Dalvíkurbyggðar.