Fjárhagsáætlun 2024; frá Leikfélagi Dalvíkur

Málsnúmer 202306071

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1072. fundur - 29.06.2023

Tekið fyrir erindi frá Leikfélagi Dalvíkur, dagsett þann 19. júní 2023, þar sem komið er á framfæri ábendingu slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar að ganga þurfi betur frá neyðarútgangi í Ungó. Einnig þurfi að bæta lýsingu við útganginn á húsinu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til Eigna- og framkvæmdadeildar og menningarráðs til skoðunar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2024.

Menningarráð - 97. fundur - 07.09.2023

Tekið fyrir bréf frá Leikfélagi Dalvíkur dags. 19. júní, þar sem óskað er eftir því að sett verði fjármagn í frágang á neyðarútgangi í Ungó inn í fjárhagsáætlun 2024.
Menningarráð vísar málinu til Eigna - og framkvæmdadeildar, og óskar eftir að þetta verði gert sem fyrst.