Dreifibréf í hús, fráveita

Málsnúmer 202403050

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 133. fundur - 06.03.2024

Veitu- og hafnaráð felur veitustjóra að útbúa dreifibréf með leiðbeiningum fyrir heimili og fyrirtæki sem útlista hvað á ekki að fara í salerni á heimilum og fyrirtækjum.

Veitu- og hafnaráð - 141. fundur - 20.11.2024

Hvað má EKKI fara í klósettið
Veitu-og hafnaráð leggur til að farið verði í almennt auglýsingaátak veitna. Veitustjóra er falið að vinna málið með upplýsingafulltrúa Dalvíkurbyggðar. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.
Til er efni á netsíðu klosettvinir.is

Veitu- og hafnaráð - 148. fundur - 12.06.2025

Tillögur af dreifibréfi lagðar fram.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fela veitustjóra að óska eftir leyfi Norðurorku til þess að nota dreifibréf þeirra um óleyfilegt niðurhal.

Veitu- og hafnaráð - 149. fundur - 03.09.2025

Á 148.fundi veitu- og hafnaráðs var lögð fram tillögur að dreifibréfi og eftirfarandi var bókað:
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fela veitustjóra að óska eftir leyfi Norðurorku til þess að nota dreifibréf þeirra um óleyfilegt niðurhal.

Fyrir fundinum liggur samþykki Norðurorku þar sem veitt er leyfi fyrir því að nota dreifibréf þeirra með áherslubreytingum í samráði við hönnuð Norðurorku.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela veitustjóra að koma með tillögu að uppsettum bæklingi til að dreifa í öll hús í Dalvíkurbyggð.