Reglugerð - vigtun og skráning sjávarafla

Málsnúmer 202506067

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 149. fundur - 03.09.2025

Benedikt Snær Magnússon vék af fundi undir þessum lið kl. 10:55
Með fundarboði fylgdi reglugerð um breytingu á reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla sem hefur verið birt í Stjórnartíðindum og tekið gildi.

Þar kemur fram að "Vigtun strandveiðiafla skal lokið á hafnarvog, vigtarmanni er heimilt að draga allt að 3% frá vegnum afla vegna áætlaðs íss í afla eftir að hafa gengið úr skugga um að aflinn sé ísaður."

Ofangreint er lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Benedikt kom aftur inn á fund kl. 11:00