Bakkavörn - vatnslögn í á - Bakki

Málsnúmer 202503019

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 147. fundur - 07.05.2025

Veitustjóri kynnir niðurstöður mælinga og óskar eftir áframhaldandi vinnslu verkefnis.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að áfram verði unnið og kostnaðaráætlun fyrir verkinu verður lögð fram þegar hún liggur fyrir.

Veitu- og hafnaráð - 149. fundur - 03.09.2025

Á 147.fundi veitu- og hafnaráðs þann 7.maí sl. kynnti veitustjóri niðurstöður mælinga og óskaði eftir að halda áfram vinnu við þetta verkefni og var eftirfarandi bókað:
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að áfram verði unnið og kostnaðaráætlun fyrir verkinu verður lögð fram þegar hún liggur fyrir.

Með fundargögnum fylgdi minnisblað frá Cowi sem inniheldur tillögur að tveim aðgerðum.
Tillaga A, lágmarks aðgerðir á vesturbakka Svarfaðardalsár.
Tillaga B, lengri rofvörn á vesturbakka Svarfaðardalsár.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að vísa erindinu, hvað varðar rofvarnir, til umhverfis- og dreifbýlisráðs til umræðu og afgreiðslu.

Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela veitustjóra að skoða hvort önnur staðsetning á vatnslögninni henti yfir ánna.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 35. fundur - 05.09.2025

Á 147.fundi veitu- og hafnaráðs þann 7.maí sl. kynnti veitustjóri niðurstöður mælinga og óskaði eftir að halda áfram vinnu við bakkavarnir.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að áfram verði unnið og kostnaðaráætlun fyrir verkinu verður lögð fram þegar hún liggur fyrir.

Með fundargögnum fylgdi minnisblað frá Cowi sem inniheldur tillögur að tveim aðgerðum.
Tillaga A, lágmarks aðgerðir á vesturbakka Svarfaðardalsár.
Tillaga B, lengri rofvörn á vesturbakka Svarfaðardalsár.
Veitu- og hafnaráð samþykkti á 149. fundi sínum að vísa erindinu, hvað varðar rofvarnir, til umhverfis- og dreifbýlisráðs til umræðu og afgreiðslu og fól veitustjóra að skoða hvort önnur staðsetning á vatnslögninni henti yfir ánna.
Umhverfis- og dreifbýlisráð telur að erindið falli ekki undir málaflokka ráðsins enda um að ræða viðhald á innviðum vatsveitu og framkvæmdir í einkalandi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.