Innra eftirlit með öryggi í höfnum

Málsnúmer 202506047

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 149. fundur - 03.09.2025

Í reglugerð nr. 580/2107 um slysavarnir og öryggisbúnað í höfnum segir í 2. mgr. 5.gr. „Hafnaryfirvöld skulu sjá til þess að öryggisbúnaði (sjá 4. gr. reglugerðarinnar) í höfnum sé ætíð vel við haldið og hann nothæfur“.

Ennfremur kveður 15. grein reglugerðarinnar á um að hafnaryfirvöld á hverjum stað skuli skipuleggja innra eftirlit með öllum þáttum reglugerðarinnar í samráði við Samgöngustofu sem ákveði tíðni innra eftirlits miðað við aðstæður. Innra eftirlit með öryggi í höfnum felst í því að starfsmenn hafna fylgist með og geri reglulega úttekt á ástandi öryggisbúnaðar hafna.

Athygli er vakin á því að ekki á að senda Samgöngustofu umrædd eyðublöð útfyllt enda er innra eftirlitið fyrst og fremst í þágu hafnanna sjálfra til að uppfylla skyldur sínar skv. reglugerðinni. Samgöngustofa óskar eftir þeim gögnum um innra eftirlit sem nauðsynlegt kann að þykja til skoðunar á hverjum tíma.

Ofangreint er lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.