Sveitarstjórn

318. fundur 29. nóvember 2019 kl. 14:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson forseti
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson varamaður
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Þórunn Andrésdóttir, aðalmaður, boðaði forföll.
Valdemar Viðarsson, varamaður, sat fundinn í hennar stað.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927

Málsnúmer 1910015FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
8. liður
9. liður

Liðir 1, 3, 4, 5, 6 og 7 eru sér liðir á dagskrá.
  • Íris Hauksdóttir, þjón. og uppl.fulltrúi kom á fundinn kl. 11:15 og fór yfir vinnu við ný skipurit Dalvíkurbyggðar vegna endurskoðunar samþykkta og vinnu við jafnlaunavottun.

    Íris vék af fundi kl. 11:30.

    Lögð fram endurskoðuð samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar. Farið var yfir ábendingar frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs Dalvíkurbyggðar, ráðgjafa Projects og lögfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélaga.

    Endurskoðuð erindisbréf allra ráða sveitarfélagsins lögð fram til umræðu og afgreiðslu.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlögð skipurit með þeim athugasemdum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn.

    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum endurskoðaðar samþykktir um stjórn Dalvíkurbyggðar með þeim athugasemdum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til sveitarstjórnar til fyrri umræðu.

    c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlögð erindisbréf með afleiddum breytingum vegna endurskoðunar á samþykktum og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Til umræðu sala eigna vegna fjárhagsáætlunar 2020 og flutnings skammtímavistunar frá Skógarhólum 23a í Lokastíg snemma árs 2020. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927 Byggðaráð vísar umræðunni til vinnuhóps um húsnæðismál sveitarfélagsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 1.3 201911018 Gjaldskrár 2020
    Teknar til umræðu gjaldskrár sveitarfélagsins vegna ársins 2020 í heild sinni.

    Gjaldskrár Fræðslu- og menningarsviðs:
    Gjaldskrá TÁT
    Gjaldskrár málaflokks 04
    Gjaldskrár málaflokks 05
    Gjaldskrár málaflokks 06

    Lagt er til að gjaldskrár sviðsins hækki um 2,5% á milli ára að undanskildri gjaldskrá skólamatar sem fylgir skv. samningi neysluvísitölu frá 1. ágúst ár hvert. Hvað varðar gjaldskrár málaflokks 06 þá er í grunninn miðað við 2,5% hækkun.

    Gjaldskrár Félagsmálasviðs:

    Gjaldskrár um heimilisþjónustu
    Gjaldskrá um lengda viðveru
    Gjaldskrá um niðurgreiðslu dagmóðurgjalda
    Gjaldskrá um akstursþjónustu

    Lagt er til að allar gjaldskrár félagsmálasviðs hækki um 2,5% á milli ára.

    Gjaldskrár Umhverfis- og tæknisviðs:

    Lagt er til að allar gjaldskrár Umhverfis- og tæknisviðs hækki um 2,5% nema gjaldskrá fyrir kattahald sem lagt er til að haldist óbreytt og gjaldskrá sorphirðu sem taki mið af nýrri gjaldskrár Norðurár bs vegna urðunarkostnaðar í Stekkjarvík sem tekur gildi um næstu áramót.

    Gjaldskrár Veitu- og hafnasviðs:

    Gjaldskrá og reglur um útleigu verbúða - lagt er til að gjaldskráin hækki um 2,5% á milli ára.
    Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar - lagt er til að gjaldskráin hækki um 2,5% á milli ára.
    Gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar - lagt er til að felldar verði á brott sjálfvirkar hækkanir tekjutengdra gjaldskrárliða skv. vísitölu, að öðru leyti standi gjaldskráin óbreytt.
    Gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar - lagt er til að felldar verði á brott sjálfvirkar hækkanir gjaldskrárliða skv. vísitölu, að öðru leyti standi gjaldskráin óbreytt.

    Til umræðu ofangreint.




    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlagðar gjaldskrár sviða eins og þær eru lagðar fyrir. Þar sem gjaldskrár eru tengdar vísitölu verði ný viðmiðunardagsetning 1. september 2019. Sjálfvirkar hækkanir gjaldskrárliða skv. vísitölu verði felldar út úr gjaldskrám sveitarfélagsins.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa gjaldskránum í heild sinni til samþykktar í sveitarstjórn með breytingum samkvæmt ofangreindum athugasemdum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Sveitarstjóri kynnti og lagði fram tillögu að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda fyrir árið 2020. Lagt er til að álagningarprósenta fasteignaskatts verði óbreytt á milli ára en álagningarprósenta lóðarleigu íbúðahúsnæðis lækki úr 1,28% í 1,0% af fasteignamati lóðar. Álagning fasteignagjalda verði samkvæmt fyrirliggjandi tillögum að gjaldskrám vatnsveitu, fráveitu og sorphirðu. Lagt er til að fjöldi gjalddaga verði áfram 10.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda 2020 og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Með fundarboði fylgdi tillaga um álagningu útsvars fyrir árið 2020. Lagt er til að útsvarsprósentan verði óbreytt á milli ára, hámarksútsvar, 14,52% Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að álagningu útsvars fyrir árið 2020 og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Fjárhagsáætlun og þriggja ára áætlun vísað til byggðaráðs á milli umræðna.

    Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kom inn á fundinn kl. 13:09 undir umræðu um fjárfestingar íþróttafélaga.

    Guðmundur St.Jónsson vék af fundi kl. 13:09 undir umræðu um fjárfestingar íþróttafélaga vegna vanhæfis.

    Rætt um langtímaáætlun vegna fjárfestingarþarfar íþróttafélaganna.

    Guðmundur St. kom aftur inn á fundinn kl. 13:25.
    Gísli Rúnar vék af fundi kl. 13:30.

    Lagður fram til upplýsinga rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 1. nóvember 2019, um forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda ársins 2020 og fjárhagsáætlana til þriggja ára

    Þorsteinn Björnsson, sviðsstjóri veitu-og hafnasviðs kom inn á fundinn kl. 14:05 undir umræðu um kostnað við vigtarmál við Dalvíkurhöfn.

    Þorsteinn vék af fundi kl. 14:15.

    Tekið fyrir vinnuskjal sveitarstjóra, breytingar á milli umræðna og málin rædd.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa fjárhagsáætluninni til síðari umræðu í sveitarstjórn með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Þórhalla vék af fundi kl. 14:30 vegna annarra starfa.

    Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, beiðni um viðauka til að mæta langtímaveikindum við skólann.
    Óskað er eftir viðauka að fjárhæð 2.220.420 kr við deild 04210 og er óskað eftir að mæta honum með lækkun á handbæru fé.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 33/2019 að upphæð kr. 2.220.420 við deild 04210 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Í fjárhagsáætlun 2019 er gert ráð fyrir að Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar taki 90 m.kr. lán vegna hafnarframkvæmda við Austurgarð við Dalvíkurhöfn.

    Við Austurgarð er lögð áhersla á endurnýjanlega orku og orkunýtni með öflugum rafmagnstengingum og tengingum skipa við heitt vatn til upphitunar.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927 Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að leita eftir láni hjá Lánasjóði sveitarfélaga skv. fjárhagsáætlun 2019 og óska eftir grænu láni vegna þeirra umhverfissjónarmiða sem lögð var áhersla á við uppbyggingu Austurgarðs. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Ríkisskattstjóra, dagsettur 8. nóvember 2019, svar við beiðni frá stjórn Náttúrusetursins á Húsabakka um að fá að slíta félaginu skv. 83. gr. a laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög, svokölluð einföld slit.

    Ekki er talið unnt að beita 83. gr. a. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög við slit á sjálfseignarstofnun í atvinnurekstri sem starfar samkvæmt lögum nr. 33/1999. Talið er að um slit á sjálfseignarstofnun verði að fara eftir 85. gr. laganna og að kjósa þurfi skilanefnd.

    Haft hefur verið samráð við aðra eigendur Náttúrusetursins ses og hafa þeir óskað eftir því að Dalvíkurbyggð leiði þessa vinnu.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að skipa slitanefnd fyrir Náttúrusetrið á Húsabakka ses. Í nefndinni sitji Þorsteinn Þorsteinsson, löggiltur endurskoðandi hjá KPMG og Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 30. október 2019, kynning á bréfi frá Jafnréttisstofu um jafnréttisáætlanir sveitarfélaga.

    Erindið er sent til allra sveitarfélaga ásamt hvatningu um að þau setji sér jafnréttisáætlun.

    Fram kemur að Dalvíkurbyggð er í hópi þeirra 19 sveitarfélaga sem nú þegar hafa skilað fullgildum jafnréttisáætlunum.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga, dagsett 21. október 2019, þar sem farið er fram á afrit af gildum og viðurkenndum persónuskilríkjum fyrir alla kjörna fulltrúa í sveitarstjórn sveitarfélagsins, sveitarstjóra og annarra sem hafa prókúru fyrir sveitarfélagið.
    Þetta er gert á grundvelli nýrra laga nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og því þarf lánasjóðurinn að framkvæma áreiðanleikakönnun á viðskiptamönnum sínum við upphaf viðvarandi samningssambands auk þess að kanna áreiðanleika núverandi viðskiptamanna.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927 Byggðaráð óskar eftir því að ritari/skjalastjóri safni umbeðnum gögnum og sendi þau til Lánasjóðs sveitarfélaga. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett 13. nóvember 2019, en bréfið varðar gjaldskrár vatnsveitna sveitarfélaga og ólögmæti þess að álögur byggi á sjónarmiðum um arðsemi.

    Farið er fram á að gjaldskrár vatnsveitna verði yfirfarnar þar sem gætt er að framangreindum sjónarmiðum og erindinu svarað eigi síðar en föstudaginn 13. desember nk.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927 Byggðaráð felur sviðsstjóra veitu- og hafnaráðs að svara erindinu fyrir 13. desember nk. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Capacent til sveitarstjórna, móttekið 25. október 2019. Í því er óskað eftir fundi með sameiningarnefnd/sveitarstjórnum til að kynna þá aðstoð sem Capacent getur veitt til að aðstoða við undirbúning sameiningar sveitarfélaga. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927 Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að svara erindinu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Þjóðskrá Íslands, dagsettur 6. nóvember 2019, þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á breytingum á póstnúmerum sem tóku gildi 1. október sl.

    Sveitarfélög eru hvött til að kynna sér þá breyttu tilhögun póstnúmera sem nú þegar hefur tekið gildi.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umfjöllunar drög að fimmtán ára samgönguáætlun 2020-2034 og fimm ára aðgerðaáætlun 2020-2024, mál nr. 257/2019.

    Ofangreind drög að stefnu í samgöngumálum var í samráðsgátt stjórnvalda 17.-31. október og samþykkti sveitarstjórn á fundi sínum þann 31. október umsögn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar sem var send inn þann sama dag.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá nefndasviði Alþingis, dagsett 4. nóvember 2019, en umhverfis- og samgöngunefnd hefur til umsagnar í samráðsgátt frumvarp til laga um um breytingu á sveitarstjórnarlögum,nr. 138/2011 (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 66. mál.

    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 18. nóvember nk.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur 6. nóvember 2019, en Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um ávana- og fíkniefni (neyslurými), 328. mál.

    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 27. nóvember nk.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur 11. nóvember 2019, en Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta (leyfisveitingar, málsmeðferð, endurupptaka o.fl.), 317. mál.

    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2. desember nk.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur 14. nóvember 2019, en Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, 319. mál.

    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 5. desember nk.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði alþingis, dagsettur 14. nóvember 2019, en Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar almennar íbúðir (hækkun tekju- og eignamarka leigjenda,sérstakt byggðaframlag, veðsetningu), 320. mál.

    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 3. desember nk.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur 18. nóvember 2019, en Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um lyfjalög (lausasölulyf), 266. mál.

    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2. desember nk.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til kynningar fundargerð 875. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. október 2019. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

2.Atvinnumála- og kynningarráð - 48

Málsnúmer 1911002FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu
2. liður

Liður 6 er afgreiddur í sér lið á dagskrá.
  • Drög að sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024 er nú kynnt í samráðsgátt stjórnvalda og verður opið fyrir athugasemdir og ábendingar til og með 10. nóvember næstkomandi. Samráðið við mótun nýrrar sóknaráætlunar átti sér stað í þremur fösum. Fyrst fundaði fulltrúaráð Eyþings um þá framtíðarsýn sem sóknaráætlunin átti að endurspegla. Í september var síðan efnt til stórfundar, sem yfir 100 manns sóttu, og var markmiðum og aðgerðum forgangsraðað og þau tengd við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Í kjölfarið var unnið með helstu stefnuþætti, innan atvinnu- og nýsköpunar, menningarmála og umhverfismála, sem fram komu á fundunum og unnin drög að mælanlegum markmiðum og helstu áherslum. Sú stefna sem sett er fram ásamt tilheyrandi áherslum er grundvöllur að allri vinnu að sóknaráætlun Norðurlands eystra. Þannig mun m.a. starfsemi og áherslur Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra byggja á henni eins og kveðið er á um í samningi um sóknaráætlun. Sömuleiðis byggja áhersluverkefni landshlutans á þessari stefnu. Atvinnumála- og kynningarráð - 48 Atvinnumála- og kynningarráð Dalvíkurbyggðar fagnar þeim markmiðum sem nefnd eru í sóknaráætluninni. Með skilvirkni, fjármagni og ákveðni ætti að vera hægt að framfylgja þeim faglega og vel.

    Ráðið vill ítreka mikilvægi þess að skólar svæðisins bjóði upp á menntun í takt við atvinnulífið. Tækniiðnaði fleytir hratt fram og hefur ráðið áhyggjur af því að brátt verði vöntun á tæknimenntuðum einstaklingum. Á svæðinu eru mörg sóknartækifæri.

    Náist að framfylgja markmiðum um nýsköpun og þróun sem nefnd er í áætluninni verður ekki annað séð en að það sé afar jákvætt fyrir svæðið í heild.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  • Á 909. fundi Byggðaráðs var eftirfarandi bókað:
    Tekið fyrir erindi til sveitarstjórnar dags 31.05.2019 frá Hjalta Þórarinssyni Markaðsstofu Norðurlands f.h. Flugklasans Air 66N. Markmið klasans er að koma á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll allt árið um kring til framtíðar. Klasinn var stofnaður árið 2011 og síðan þá hefur mikið starf verið unnið til þess að búa í haginn og byggja upp svæðið til þess að taka á móti flugi beint til Norðurlands.
    Óskað er eftir framlagi til Flugklasans frá sveitarfélaginu sem nemur 300 kr á hvern íbúa á ári í 3 ár (2020-2023).

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til Atvinnumála-og kynningarráðs.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 48 Atvinnumála- og kynningaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að veitt verði það framlag sem óskað er eftir frá Flugklasanum 66 N og vísar málinu áfram til afgreiðslu byggðarráðs.

    Atvinnumála- og kynningaráð vill koma á framfæri mikilvægi áframhaldandi uppbyggingar á Akureyrarflugvelli til framtíðar. Uppbygging verði til mikilla hagsbóta fyrir svæðið í heild.



    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum áframhaldandi framlag til Flugklasans Air 66N 2020-2023, 300 kr á íbúa á ári í 3 ár.
  • Farið yfir innsenda skýrslu frá Markaðsstofu Norðurlands um starf Flugklasans Air 66N síðustu mánuði.

    Undir sama lið fer formaður atvinnumála- og kynningarráðs yfir punkta frá ´Flug til framtíðar´ ? málþingi og vinnustofu um millilandaflug sem haldin var í Hofi á Akureyri 15. október sl.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 48 Skýrsla flugklasans lögð fram til kynningar fyrir ráðið.
    Formaður fór síðan yfir punkta sína frá málþinginu en hann sótti þingið fyrir hönd Atvinnumála- og kynningarráðs.

    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 923. fundi Byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

    Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsettur 20. september 2019 þar sem fram kemur að samkvæmt stefnumörkun kjörtímabilsins á sambandið að vinna að því að sveitarfélög geti nýtt sér samstarfstækifæri í gegnum EES-uppbyggingarsjóðinn.

    Pólland er eitt áhugaverðasta samstarfslandið. Bæði vegna þess að það er stærsta styrkþegalandið og vegna þess að í íslenskum sveitarfélögum búa margir íbúar af pólskum uppruna. Hvatt er til þess að sveitarfélög kynni sér samstarfsmöguleika og tækifæri í gegnum sjóðinn.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til atvinnumála- og kynningarráðs.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 48 Atvinnumála- og kynningarráð kynnir sér samstarfsmöguleika og tækifæri sem gefast í gegnum sjóðinn fyrir næsta umsóknarár en umsóknarfrestur þessa árs er þegar liðinn. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Á 46. fundi Atvinnumála- og kynningarráðs þann 4. september 2019 var farið yfir aðgerðaáætlun Atvinnustefnu Dalvíkurbyggðar og var m.a. eftirfarandi bókað:
    "Þjónustu- og upplýsingafulltrúa falið að byrja vinnu við nýja atvinnulífskönnun og könnun um ímynd Dalvíkurbyggðar og leggja uppkast fyrir ráðið á næsta fundi."

    Þjónustu- og upplýsingafulltrúi fór yfir atvinnulífskönnunina 2019 með ráðinu. Stefnt er á að senda hana út til fyrirtækja og félaga í síðasta lagi 8. nóvember.

    Þá fór þjónustu- og upplýsingafulltrúi einnig yfir könnun um ímynd Dalvíkurbyggðar sem stefnt er á að senda út seinnipartinn í nóvember.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 48 Þjónustu- og upplýsingafulltrúi fór yfir kannanirnar á fundinum.
    Ákveðið var að senda atvinnulífskönnunina út eftir helgi, 11. nóvember. Frestur til að svara könnuninni ákveðinn tvær vikur og síðasti dagur því 25. nóvember.
    Könnun um ímynd Dalvíkurbyggðar verður send út 25. nóvember og frestur til að svara henni verður 31. des 2019.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Uppfært erindisbréf atvinnumála- og kynningarráðs lagt fram. Atvinnumála- og kynningarráð - 48 Atvinnumála- og kynningarráð gerir ekki athugasemdir við erindisbréfið og er það samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er afgreitt í sér lið á dagskrá.

  • Fundargerðir Atvinnuþróunarfélags Eyjafarðar nr. 238 og 239 lagðar fram til kynningar. Atvinnumála- og kynningarráð - 48 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

3.Félagsmálaráð - 234

Málsnúmer 1911003FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
11. liður.

Liðir 16 og 17 eru afgreiddir í sér liðum á dagskrá.
  • 3.1 201911007 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál nr. 201911007


    Bókað í trúnaðarmálabók
    Félagsmálaráð - 234
  • 3.2 201911021 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál nr. 201911021


    Bókað í trúnaðarmálabók
    Félagsmálaráð - 234
  • 3.3 201911038 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál 201911038

    Bókað í trúnaðarmálabók
    Félagsmálaráð - 234
  • Trúnaðarmál - 201911036

    Bókað í trúnaðarmálabók
    Félagsmálaráð - 234 Bókað í trúnaðarmálabók
  • 3.5 201911001 Fjárhagsaðstoð
    Trúnaðarmál 201911001


    Bókað í trúnaðarmálabók
    Félagsmálaráð - 234
  • 3.6 201911037 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál 201907016

    Bókað í trúnaðarmálabók
    Félagsmálaráð - 234
  • Tekið fyrir erindi frá nefndarsviði Alþingis dags. 11.10.2019. Sent er til umsagnar tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbelidsmál, 116. mál Félagsmálaráð - 234 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá nefndarsviði Alþingis dags. 18.10.2019. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um barnaverndarlög (refsing við tálmun eða takmörkun á umgengni), 123. mál Félagsmálaráð - 234 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Tekið fyrir erindi frá Stígamótum dags. 10.10.2019. Stígamót óska eftir samstarfi um rekstur félagsins. Stígamót bjóða upp á viðtalsþjónustu og netspjall. Á sl. ári leituðu 784 einstaklingar til þeirra, þarf af 418 í fyrsta skipti og var fjöldi ráðgjafarviðtala alls 2.995
    Stígamót hafa í mismiklum mæli boðið upp á þjónustu við fólk utan höfuðborgarsvæðisins. Um helmingur þeirra sem nýta þjónustuna á hverju ári búa utan Reykjavíkur. Síðastliðið ár flaug ráðgjafi frá Stígamótum austur á land hálfsmánaðarlega. Einnig er veitt þjónusta á Norðanverðum vestfjörðum. Rekstur Stígamóta er algjörlega háður skilningi og stuðningi opinberra aðila. Stígamót skora á sveitarstjórnarfólk að forgangsraða í þágu velferðar íbúanna og taka þátt í starfinu með þeim.
    Félagsmálaráð - 234 Félagsmálaráð hafnar erindinu þar sem Stígamót veita ekki þjónustu í sveitarfélaginu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekin fyrir umsókn um styrk til Bergsins headspace fyrir árið 2020 dags. 08.10.2019. Sótt er um 200.000 krónur.
    Bergið headspace er stofnað af grasrótarsamtökum sem vildu brúa bil í þjónustu við ungmenni upp að 25 ára aldri, þar sem og margir detta á milli kerfa. Rannsóknir sýna að þessi aldurshópur sækir sér ekki hjálp fyrr en vandinn er orðinn mikill. Kerfin geta líka verið flókin og afmörkuð við tilteknar greiningar eða vanda sem gerir það að verkum að erfitt er að fá heildstæða þjónustu. Bergið headspace er í samvinnu við Headspace í Ástralíu og Danmörku.
    Félagsmálaráð - 234 Félagsmálaráð hafnar erindinu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Tekið fyrir erindi frá Kvennaathvarfinu dags. 20.10.2019 þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2020 að fjárhæð 100.000. Kvennaathvarfið hefur frá stofnun verið skjól fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna ofbeldis. Einnig athvarf fyrir konur sem grunur leikur á að séu fórnarlömb mansals. Dvalarkonum stendur til boða aðstoð félagsráðgjafa og ráðgjöf lögfræðings við að taka þau skref sem nauðsynleg eru til að yfirgefa ofbeldissambandið auk þess sem konurnar nýta sé yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af starfandi ráðgjafa á hverjum degi. Félagsmálaráð - 234 Félagsmálaráð samþykkir erindi Kvennaathvarfins og veitir rekstarstyrk að upphæð 100.000 kr. Tekið af lið 02-80-9145 Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs.
  • 3.12 201911014 Konukot
    Tekið fyrir erindi frá Konukoti dags.28.10.2019.
    Konukot er úrræði Rauða krossins, rekið á þjónustusamningi við Reykjavíkurborg. Hópurinn sem leitar í athvarfið eru fjölbreyttur og samsetning hans mismunandi eftir dögum. Sumar konur koma einu sinni og aðrar mjög oft. Allar eiga þessar konur það sammerkt að þær hafa ekki á annan stað að fara, stundum vantar þær gistingu eina nótt, þær eru að koma og fara úr meðferð. Þær konur sem leita ítrekað í Konukot eiga það þó flestar sameiginlegt að eiga við margþættan og mikinn vanda að stríða, félagslegan, geðrænan og/eða fíkniefnavanda. Reykjavíkurborg hefur óskað eftir að tilnefndir verði tengiliðir við neyðarathvörfin, Gistiskýlið og Konukot. Tilgangur þess er að tengiliðir sveitarfélaganna og forstöðumenn Gistiskýlisins og Konukots komi sér upp reglubundnu samstarfi. Með bréfi þessu er vonast til tengingar á milli Konukots og annarra sveitarfélaga. Einnig kom fram í símtali við forstöðumann Konukots að komi kona í Konukot sem ekki á lögheimili í Reykjavík, verður sveitarfélagi hennar sendur reikningur fyrir dvöl hennar í úrræðinu.
    Félagsmálaráð - 234 Erindið lagt fram til kynningar. Félagsmálaráð fagnar slíkri samvinnu við Konukot. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lagt var fram til kynningar erindi frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar dags. 22.10.2019. Bent er á að í 15.gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga er fjallað um endurgreiðslu úr ríkissjóði til sveitarfélaga fái erlendir ríkisborgarar sem ekki eiga lögheimili í landinu fjárhagsaðstoð. Sveitarfélög skulu senda Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar yfirlit yfir útlagðan kostnað eigi síðar en 1. desember nk. Félagsmálaráð - 234 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lagt var fram til kynningar dags. 21.10.2019 umsögn sambands Íslenskra sveitarfélaga varðandi breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu. Félagsmálaráð - 234 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi dags. 18.10.2019 frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar þar sem minnt er á að stofnunin sinni eftirliti fyrir hönd ráðherra með framkvæmd laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 sbr. 3.gr. laganna og laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 sbr. 4.gr. laganna,
    Að gefnu tilefni bendir Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar á mikilvægi þess að til staðar séu verklagsreglur hjá sveitarfélögum sem taka til alvarlegra atvika í þjónustu við fatlað fólk. Slíkar reglur auka ekki einungis traust á þeirri þjónustu sem verið er að veita heldur tryggja einnig að skráningar upplýsinga og gagna sé rétt og í samræmi við gildandi lög og reglur.
    Félagsmálaráð - 234 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lagt var fram uppfært erindisbréf félagsmálaráðs. Félagsmálaráð - 234 Lagt fram uppfært erindisbréf fyrir félagsmálaráð.
    Félagsmálaráð samþykkir erindisbréfið með þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum.

    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er afgreitt í sér lið á dagskrá.
  • 3.17 201911018 Gjaldskrár 2020
    Teknar voru fyrir gjaldskrár félagsmálasviðs fyrir árið 2020. Félagsmálaráð - 234 Félagsmálaráð samþykkir gjaldskrá um heimilisþjónustu, lengda viðveru og niðurgreiðslu dagmóðurgjalda. Félagsmálaráð felur starfsmönnum að útfæra gjaldskrá um aksturþjónustu frekar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er afgreitt í sér lið á dagskrá.
  • Tekin var fyrir fjárhagsstaða félagsmálasvið miðað við fjárhagsáætlun ársins 2019 Félagsmálaráð - 234 Lagt fram til kynningar. Félagsmálaráð lýsir ánægju sinni með fjárhagsstöðu sviðsins fyrir árið 2019 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

4.Fræðsluráð - 243

Málsnúmer 1911006FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
6. liður.

Liður 7 er afgreiddur í sér lið á dagskrá.
  • Kristrún Lind Birgisdóttir kynnti starfssemi Tröppu ráðgjafar. Fræðsluráð - 243 Fræðsluráð þakkar Kristrúnu fyrir áhugaverða og fróðlega kynningu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs fór yfir fjárhagslegt stöðumat á málaflokki 04. Fræðsluráð - 243 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Þröstur Freyr Gylfason, formaður Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og Tinna Jóhannsdóttir, yfirframleiðandi Sagafilm, sendu inn bréf dags. 29. maí 2019 Fræðsluráð - 243 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri og Friðrik Arnarson skólastjóri kynntu Grænfánaverkefni sem nemendur í Árskógarskóla hafa verið að vinna. Fræðsluráð - 243 Fræðsluráð þakkar nemendum Árskógarskóla fyrir mjög góða vinnu í tengslum við Grænfánaverkefnið. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bréf frá nefndasviði Alþingis.25. október 2019.
    Til umsagnar frumvarp til laga um grunnskóla (ritfangakostnaður)
    Fræðsluráð - 243 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Friðrik Arnarson skólastjóri óskar eftir að gerð verði breyting á skóladagatali Árskógarskóla fyrir skólaárið 2019 - 2020. Friðrik lagði fram tillögu að breytingu. Fræðsluráð - 243 Fræðsluráð Dalvíkurbyggðar samþykkir þær breytingar sem skólastjóri Árskógarskóla leggur til. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum breytingar á skóladagatali Árskógarskóla 2019-2020 skv. tillögu skólastjóra.
  • Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs fór yfir endurskoðað erindisbréf fræðsluráðs. Fræðsluráð - 243 Lagt fram uppfært erindisbréf fyrir Fræðsluráð Dalvíkurbyggðar. Fræðsluráð samþykkir erindisbréfið með þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er afgreitt í sér lið á dagskrá.
  • 4.8 201911026 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - bókað í trúnaðarmálabók Fræðsluráð - 243 Bókað í trúnaðarmálabók.
  • 4.9 201911027 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - bókað í trúnaðarmálabók. Fræðsluráð - 243 Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

5.Íþrótta- og æskulýðsráð - 114

Málsnúmer 1911001FVakta málsnúmer

Liður 1 er afgreiddur í sér lið á dagskrá.
  • Lagt fram uppfært erindisbréf fyrir íþrótta- og æskulýðsráð. Íþrótta- og æskulýðsráð - 114 Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir erindisbréfið með þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er afgreitt í sér lið á dagskrá.
  • Lögð fram drög að grunni að samningum við íþróttafélög í Dalvíkurbyggð fyrir árin 2020-2023. Íþrótta- og æskulýðsráð - 114 Íþrótta- og æskulýðsráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að klára samningsdrögin fyrir hvert félag miðað við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund ráðsins.
    Stefnt er að því að skrifa undir samninga við félögin þegar kjör á íþróttamanni ársins fer fram í janúar.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 5.3 201910046 Uppsögn á starfi
    Hallgrímur Ingi Vignisson hefur sagt starfi sínu lausu við íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar. Íþrótta- og æskulýðsráð - 114 Búið er að auglýsa starfið og umsóknarferli í gangi. Gert er ráð fyrir að nýr starfsmaður hefji störf á nýju ári. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

6.Menningarráð - 76

Málsnúmer 1911008FVakta málsnúmer

Liður 1 er afgreiddur í sér lið á dagskrá.
  • 6.1 201911018 Gjaldskrár 2020
    Björk Eldjárn Kristjánsdóttir forstöðumaður safna í Dalvíkurbyggð fór yfir gjaldskrá á málaflokki 05. Menningarráð - 76 Menningarráð samþykkir gjaldskrá fyrir fjárhagsárið 2020 (málaflokk 05) og vísar henni til afgreiðslu í sveitastjórn Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er afgreitt í sér lið á dagskrá.
  • Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs lagði fram til kynningar fjárhagslegt stöðumat fyrir málaflokk 05 Menningarráð - 76 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Björk Eldjárn Kristjánsdóttir forstöðumaður safna fór yfir helstu atriði í umbótaskýrslu Héraðskjalasafns Svarfdæla. Menningarráð - 76 Menningarráð þakkar Björk Eldjárn Kristjánsdóttur fyrir kynningu á umbótaskýrslu fyrir Héraðsskjalasafn Svarfdæla sem var skilað til Þjóðskjalasafns Íslands 31. okt. 2019. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Varðveisla listaverka í eigu Dalvíkurbyggðar Menningarráð - 76 Menningarráð telur nauðsynlegt að finna lausn á varðveislu listaverkasafns Dalvíkurbyggðar til framtíðar. Sviðsstjóra og forstöðumanni safna er falið að vinna að viðeigandi lausn. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

7.Landbúnaðarráð - 130

Málsnúmer 1911004FVakta málsnúmer

Liðir 1 og 3 eru afgreiddir í sér liðum á dagskrá.
  • Til umræðu hækkanir á gjaldskrám landbúnaðarráðs 2020 Landbúnaðarráð - 130 Ráðið leggur til að gjaldskrár landbúnaðarráðs hækki sem nemur 2,5 %, nema gjaldskrá fyrir kattahald helst óbreytt.
    Samþykkt samhjóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er afgreitt í sér lið á dagskrá.
  • 7.2 201910026 Grenjavinnsla 2019
    Til kynningar samantekt vegna grennjavinnslu 2019 Landbúnaðarráð - 130 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lagt fram uppfært erindisbréf fyrir landbúnaðarráð. Landbúnaðarráð - 130 Landbúnaðarráð samþykkir erindisbréfið.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er afgreitt í sér lið á dagskrá.
  • Til umræðu viðhald og endurbætur á fjallgirðingum í Dalvíkurbyggð. Landbúnaðarráð - 130 Hildur Birna Jónsdóttir vék af fundi kl. 10:00
    Farið var yfir þær endurbætur sem gerðar voru síðasta sumar.
    Landbúnaðarráð felur sviðsstjóra og formanni ráðisins að taka saman upplýsingar og tillögur um endurbætur fyrir næsta ár samkvæmt fjárhagsáætlun.
    Tillögur og samantekt síðan lögð fyrir ráðið á næsta fundi.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 7.5 201909101 Fjallskilamál
    Sviðsstjóri og formaður kynntu drög að samantekt vegna fjallskilamála. Landbúnaðarráð - 130 Landbúnaðarráð gerir ekki athugasemdir við samantektina og felur sviðsstjóra og formanni að vinna áfram að málinu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

8.Umhverfisráð - 329

Málsnúmer 1911005FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
2. liður.
3. liður.
10. liður.
11. liður.

Liðir 6 og 7 eru afgreiddir í sér liðum á dagskrá.
  • Lögð fram til kynningar drög að útboðsgögnum fyrir snjómokstur 2020-2023.
    Undir þessum lið kom inn á fund ráðsins kl. 13:17 Steinþór Björnsson deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar.
    Umhverfisráð - 329 Umhverfisráð samþykkir framlögð drög og óskar eftir útboðsgögnum í fernu lagi fyrir næsta fund ráðsins.
    1. Dalvík gatnakerfi og gangstéttir við götur
    2. Dalvík göngustígar utan gatnakerfis
    3. Árskógssandur og Hauganes
    4. Svarfaðar-og Skíðadalur.


    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til afgreiðslu tillaga að breytingu á viðmiðunarreglum snjómoksturs. Umhverfisráð - 329 Umhverfisráð samþykkir framlagðar viðmiðunarreglur fyrir snjómokstur með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Með innsendu erindi dags. 1. október 2019 óskar UST eftir tilnefningu Dalvíkurbyggðar á fulltrúa í samstarfshóp vegna gerðar stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Friðland Svarfdæla. Umhverfisráð - 329 Steinþór Björnsson vék af fundi kl. 14:20

    Umhverfisráð tilnefnir Steinþór Björnsson deildarstjóra eigna- og framkvæmdadeildar sem fulltrúa Dalvíkurbyggðar.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Til umræðu gögn vegna mögulegrar yfirtöku sveitarfélagsins á götulýsingu í Dalvíkurbyggð Umhverfisráð - 329 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lögð fram til kynningar drög að breytingu á reglugerð um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð um framkvæmdaleyfi sem birt hafa verið í Samráðsgátt.
    Umsagnarferlið stendur til 15. nóvember nk.
    Umhverfisráð - 329 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu og afgreiðslu gjaldskrá sorphirðu 2020 Umhverfisráð - 329 Umhverfisráð leggur til að gjaldskrá sorphirðu hækki um 2,5% líkt og aðrar gjalsdskrár.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er afgreitt í sér lið á dagskrá.
  • Lagt fram uppfært erindisbréf fyrir umhverfisráð Umhverfisráð - 329 Snæþór Vernhardsson vék af fundi kl. 14:57
    Umhverfisráð samþykkir erindisbréfið með þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum.
    Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er afgreitt í sér lið á dagskrá.
  • Lagt fram til kynningar erindi frá Umhverfisstofnun dags. 16. október 2019 þar sem bent er á útgáfu ársskýslu um loftgæði ásamt fylgigögnum. Umhverfisráð - 329 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 16. október 2019 ósk þau Anna Kristín Guðmundsdóttir og Einar Dan eftir aðkomu sveitarfélagsins að viðgerðum á timburvegg við norðuhlið lóðarinnar við Hringtún 5, Dalvík. Umhverfisráð - 329 Umhverfisráð felur svisstjóra að ræða við eigendur Hringtúns 5 fyrir næsta fund ráðsins.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til afgreiðslu framkvæmdarleyfi vegna göngubrúar í Friðlandi Svarfdæla. Umhverfisráð - 329 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir og felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdarleyfi.
    Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Lögð fram tillaga að breytingu á svæðisskipulagi Eyjafjarðar ásamt umhverfisskýrslu.
    Einnig lögð fram fundargerð 4 fundar frá 7. nóvember 2019
    Umhverfisráð - 329 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn og leggur til við sveitarstjórn að tillagan um breytingu á svæðisskipulagi ásamt umhverfisskýrslu verði auglýst.
    Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

9.Ungmennaráð - 25

Málsnúmer 1911010FVakta málsnúmer

Liður 1 er afgreiddur í sér lið á dagskrá.
  • Ungmennaráð - 25 Ungmennaráð gerir tvær athugsemdir við drögin. Ráðið telur að varamenn eigi að vera 5, jafnmargir og aðalmenn. Einnig telur ráðið að í þriðja lið þurfi að vera möguleiki fyrir hendi að bæta við málum á dagskrá eftir að fundarboð hefur verið sent út, enda getur fundarboð verið sent út með löngum fyrirvara.
    Ungmennaráð samþykkir að öðru leiti drögin með 5 atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Ungmennaráð - 25 Ungmennaráð leggur til að búinn verði til tómstundadagur fjölskyldunnar í Dalvíkurbyggð. Þar yrðu félög og aðilar sem bjóða upp á tómstundir fengnir til að kynna sína starfsemi. Líklega þarf að hafa einn að vetri og annan yfir sumartímann.
    Ungmennaráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að heyra í félögum í Dalvíkurbyggð og kanna áhuga þeirra á slíkum degi.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • 9.3 201911042 Kirkjubrekkan
    Ungmennaráð - 25 Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis-og tæknisviðs kom á fund ráðsins kl. 15:37.
    Ráðið kynnti hugmyndir um endurbætur/breytingar á kirkjubrekkunni á Dalvík. Ráðið hefur hugmyndir um að gera brattari brekku á svæðinu með það í huga að hægt verði að vera á snjóbrettum einnig á svæðinu. Ráðið ítrekar að ekki er verið að hugsa um að skemma núverandi sleða svæði, heldur nýta svæðið þannig að heildstætt útivistarsvæði verði á svæðinu með möguleika á sem flestu.
    Börkur telur best að ráðið komi með tillögur til umhverfsisráðs.
    Börkur vék af fundi kl. 15:47.
    Ungmennaráð frestar frekari umræðu til næsta fundar.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • 9.4 201911050 Trúnaðarmál
    Ungmennaráð - 25 Fært í trúnaðarmálabók. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

10.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 90

Málsnúmer 1910019FVakta málsnúmer

Liðir 1, 2, 3, 4, 9 og 10 eru afgreiddir í sér liðum á dagskrá.
  • Tekið fyrir erindisbréf veitu- og hafnasviðs. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 90 Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við erindisbréfið að undanskyldu því að lagt er til að 4. málsgrein 5. greinar erindisbréfsins falli út og nokkrar aðrar minniháttar breytingar á orðalagi. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er afgreitt í sér lið á dagskrá.
  • 10.2 201906008 Fjárhagsáætlun 2020
    Sviðsstjóri kynnti starfsáætlun veitu- og hafnasviðs fyrir árið 2020 og drög framkvæmdalista 2020 - 2023 fyrir Hafnasjóð, Vatnsveitu, Hitaveitu og Fráveitu. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 90 Veitu- og hafnaráð samþykkir með fimm samhljóðs atkvæðum starfsáætlun veitu- og hafnasviðs fyrir árið 2020 og framkvæmdalista veitu - og hafnasviðs fyrir árin 2020 - 2023. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er afgreitt í sér lið á dagskrá.
  • Á 87. fundi veitu- og hafnaráðs var eftirfarandi samþykkt:

    „Fyrirliggja upplýsingar frá byggðarráði er varða forsendur fjárhagsáætlunar 2020, þar er m.a. vísað til kjarasamkomulags Sambands íslenskra Sveitarfélaga þess efnis að almennar gjaldskrárhækkanir fari ekki yfir 2,5% og sjálfvirkar vísitöluhækkanir gjaldskráa verði felldar brott úr þeim.
    Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum eftirfarandi bókun að gjaldskrá og reglur um útleigu verbúða hækki um 2,5%.“

    Fyrir fundinum liggur framangreind gjaldskrá með áorðnum breytingum.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 90 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagða gjaldskrá. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er afgreitt í sér lið á dagskrá.
  • Á 87. fundi veitu- og hafnaráðs var eftirfarandi samþykkt:

    „Fyrirliggja upplýsingar frá byggðarráði er varða forsendur fjárhagsáætlunar 2020, þar er m.a. vísað til kjarasamkomulags Sambands íslenskra sveitarfélaga þess efnis að almennar gjaldskráhækkanir fari ekki yfir 2,5% og sjálfvirkar vísitöluhækkanir gjaldskáa verði feldar brott úr þeim.
    Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum eftirfarandi bókun að gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar hækki um 2,5%.“
    Launatengdir gjaldskrárliðir taka breytingu launavísitölu.
    Fyrir fundinum liggur framangreind gjaldskrá með áorðnum breytingum.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 90 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagða gjaldskrá. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er afgreitt í sér lið á dagskrá.
  • Frá Siglingaráði hafa borist eftirtaldar fundargerðir: 17. fundur Siglingaráðs frá 20. júní 2019 og 18. fundur Siglingaráðs frá 5. september 2019. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 90 Lagðar fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Fundargerð 415. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.
    Fimmtudaginn 26.09.2019, kl.17:00 kom stjórn Hafnasambands Íslands saman til fundar í Allsherjarbúð, Borgartúni 30 í Reykjavík.


    Fundargerð 416. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.
    Föstudaginn 18.10.2019,kl.13:30 kom stjórn Hafnasambands Íslands saman til fundar í Finnsbúð í Þorlákshöfn

    Með fundargerðinni fylgdu til kynningar:
    - Samantekt af 2. fundi samstarfsnefndar Fiskistofu og Hafnasambands Íslands.

    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 90 Lagðar fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á hafnafundi í Þorlákshöfn var umræddur þjónustusamningur kynntur, en markmið hans er, eins og segir í 2. tl. "að nota stafræna tækni til að auðvelda umsýslu, greiningu og miðlun umhverfisupplýsinga frá skipum á samræmdan hátt hjá höfnum á Íslandi" Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 90 Veitu- og hafnaráð samþykkir samljóða með fimm atkvæðum að bíða með að undirrita samninginn að svo stöddu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á þessum fundi er tekin fyrir eftirtalin fundargerð:
    Verkfundur nr. 8 sem var haldinn 13.09.2019 og var sú fundargerð staðfest 11.10.2019.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 90 Lögð fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á fundinum var kynnt breyting á gjaldská Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar sem eingöngu sneri að því að fella á brott sjálfvirkar hækkanir tekjutengdra gjaldskrárliða samkvæmt vísitölu. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 90 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagða gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er afgreitt í sér lið á dagskrá.
  • Á fundinum voru kynntar breytingar á gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar sem eingöngu sneri að því að fella á brott sjálfvirkar hækkanir tekjutengdra gjaldskrárliða samkvæmt vísitölu. Einnig var bætt í gjaldskránna grein þar sem hverning heimlagnagjaldi fráveitu er háttað, en það er hluti gatnagerðagjalda. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 90 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagða gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er afgreitt í sér lið á dagskrá.
  • Framkvæmdum við gerð Austurgarðs er að ljúka að því tilefni þykir veitu- og hafnaráði upplagt að gefa íbúum sveitarfélagsins tækifæri til að kynna sér mannvirkið. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 90 Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að undirbúa athöfnina í samvinnu við Samherja hf. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

11.Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 17

Málsnúmer 1911011FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
7. liður.
  • 11.1 201911058 Jólatónleikar 2019
    Magnús Guðmundur Ólafsson skólastjóri TÁT fór yfir dagskrá jólatónleika hjá TÁT 2019. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 17 Lagt fram til kynningar yfirlit yfir tónleika nemenda hjá TÁT fyrir jólin. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Magnús Guðmundur Ólafsson skólastjóri TÁT fór yfir dagskrá á jólarúnti tónlistarkennara í leik - og grunnskóla í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 17 Lagt fram til kynningar. Skólanefnd TÁT lýsir ánægju sinni með jólarúnt kennara í leik - og grunnskóla. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Magnús Guðmundur Ólafsson skólastjóri TÁT kynnti fyrir skólanefnd námskeið sem verður haldið fyrir starfsmenn TÁT 10. febrúar 2020. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 17 Lagt fram til kynningar. Skólanefnd TÁT leggur til að samstarf við aðrar starfsstöðvar verði einnig athugað í tengslum við námskeiðið. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 11.4 201911060 Fæðingarorlof
    Magnús Guðmundur Ólafsson upplýsti skólanefnd TÁT um fæðingarorlof hjá starfsmanni TÁT og fór yfir það hvernig afleysingu verði háttað. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 17 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs fór yfir fjárhagslegt stöðumat hjá TÁT. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 17 Lagt fram til kynningar. Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarmála skoðar nokkra þætti í áætlun. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Magnús Guðmundur Ólafsson fór yfir uppsögn á stjórnunarhluta starfs í TÁT. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 17 Lagt fram til kynningar - Þorsteinn Bertu Sveinsson hefur sagt upp 30% deildastjórastöðu við TÁT frá og með 1. janúar 2020 og fer í 100% kennarastöðu frá þeim tíma. Stjórnunarstaðan verður leyst af öðrum stjórnendum TÁT fram á vor 2020 og þá verður 30% stjórnunarstaða auglýst. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarmála í Dalvíkurbyggð fór yfir kostnaðarskiptingu á rekstri TÁT fyrir skólaárið 2019 - 2020. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 17 Lögð fram kostnaðarskipting á rekstri TÁT milli sveitarfélaganna. Skólanefnd TÁT vísar kostnaðarskiptingu til afgreiðslu í Byggðarráði Dalvíkurbyggðar og Bæjarráði Fjallabyggðar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum kostnaðarskiptingu TÁT á rekstri skólaársins 2019-2020.
  • 11.8 201911062 Námsferð til Basel
    Magnús skólastjóri og Ave kennari sögðu frá námsferð TÁT til Basel haustið 2019. Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 17 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

12.Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar.Endurskoðun

Málsnúmer 201907016Vakta málsnúmer

Á 927. fundi byggðaráðs þann 21. nóvember 2019 var eftirfarandi bókað:
"Íris Hauksdóttir, þjón. og uppl.fulltrúi kom á fundinn kl. 11:15 og fór yfir vinnu við ný skipurit Dalvíkurbyggðar vegna endurskoðunar samþykkta og vinnu við jafnlaunavottun.

Íris vék af fundi kl. 11:30.

Lögð fram endurskoðuð samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar. Farið var yfir ábendingar frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs Dalvíkurbyggðar, ráðgjafa Projects og lögfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Endurskoðuð erindisbréf allra ráða sveitarfélagsins lögð fram til umræðu og afgreiðslu.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlögð skipurit með þeim athugasemdum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum endurskoðaðar samþykktir um stjórn Dalvíkurbyggðar með þeim athugasemdum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til sveitarstjórnar til fyrri umræðu.

c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlögð erindisbréf með afleiddum breytingum vegna endurskoðunar á samþykktum og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn."

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir sem lagði til að samþykktunum ásamt erindisbréfum og skipuritum verði vísað í heild til byggðaráðs á milli umræðna.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa endurskoðuðum samþykktum um stjórn Dalvíkurbyggðar ásamt erindisbréfum og skipuritum til byggðaráðs fyrir síðari umræðu.

13.Fjárhagsáætlun 2019; heildarviðauki III

Málsnúmer 201911096Vakta málsnúmer

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2019. Helstu niðurstöður eru:

Rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um 51,8 m.kr. (var 65,7 m.kr.) en þar af er Aðalsjóður neikvæður um 22.9 m.kr (var 12,7 m.kr.).
Rekstrarniðurstaða B-hluta er jákvæð um 55,5 m.kr. (var 70 m.kr.).
Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta samtals er jákvæð um 90,1 m.kr. (var 118,6 m.kr.).
Áætlaðar fjárfestingar eru samtals um 330,9 m.kr (voru 346,9 m.kr.).

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum samantekinn heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2019.

14.Gjaldskrár 2020

Málsnúmer 201911018Vakta málsnúmer

Á 927. fundi byggðaráðs þann 21. nóvember 2019 voru eftirtaldar tillögur að gjaldskrám sveitarfélagsins til umfjöllunar og afgreiðslu:

Gjaldskrár Fræðslu- og menningarsviðs:
Gjaldskrá TÁT
Gjaldskrár málaflokks 04
Gjaldskrár málaflokks 05
Gjaldskrár málaflokks 06

Lagt er til að gjaldskrár sviðsins hækki um 2,5% á milli ára að undanskildri gjaldskrá skólamatar sem fylgir skv. samningi neysluvísitölu frá 1. ágúst ár hvert. Hvað varðar gjaldskrár málaflokks 06 þá er í grunninn miðað við 2,5% hækkun.

Gjaldskrár Félagsmálasviðs:

Gjaldskrár um heimilisþjónustu
Gjaldskrá um lengda viðveru
Gjaldskrá um niðurgreiðslu dagmóðurgjalda
Gjaldskrá um akstursþjónustu

Lagt er til að allar gjaldskrár félagsmálasviðs hækki um 2,5% á milli ára.

Gjaldskrár Umhverfis- og tæknisviðs:

Lagt er til að allar gjaldskrár Umhverfis- og tæknisviðs hækki um 2,5% nema gjaldskrá fyrir kattahald sem lagt er til að haldist óbreytt og gjaldskrá sorphirðu sem taki mið af nýrri gjaldskrár Norðurár bs vegna urðunarkostnaðar í Stekkjarvík sem tekur gildi um næstu áramót.

Gjaldskrár Veitu- og hafnasviðs:

Gjaldskrá og reglur um útleigu verbúða - lagt er til að gjaldskráin hækki um 2,5% á milli ára.
Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar - lagt er til að gjaldskráin hækki um 2,5% á milli ára.
Gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar - lagt er til að felldar verði á brott sjálfvirkar hækkanir tekjutengdra gjaldskrárliða skv. vísitölu, að öðru leyti standi gjaldskráin óbreytt.
Gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar - lagt er til að felldar verði á brott sjálfvirkar hækkanir gjaldskrárliða skv. vísitölu, að öðru leyti standi gjaldskráin óbreytt.
Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur er óbreytt.

Bókanir byggðaráðs:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlagðar gjaldskrár sviða eins og þær eru lagðar fyrir. Þar sem gjaldskrár hækka og eru tengdar vísitölu verði ný viðmiðunardagsetning 1. september 2019. Sjálfvirkar hækkanir gjaldskrárliða skv. vísitölu verði felldar út úr gjaldskrám sveitarfélagsins.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa gjaldskránum í heild sinni til samþykktar í sveitarstjórn með breytingum samkvæmt ofangreindum athugasemdum."

Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindar tillögur að gjaldskrám sveitarfélagsins 2020 eins og þær liggja fyrir með ofangreindum breytingum samþykktum í byggðaráði 21. nóvember 2019.

15.Fasteignaálagning 2020

Málsnúmer 201911023Vakta málsnúmer

Á 927. fundi byggðaráðs þann 21. nóvember 2019 var eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjóri kynnti og lagði fram tillögu að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda fyrir árið 2020. Lagt er til að álagningarprósenta fasteignaskatts verði óbreytt á milli ára en álagningarprósenta lóðarleigu íbúðahúsnæðis lækki úr 1,28% í 1,0% af fasteignamati lóðar. Álagning fasteignagjalda verði samkvæmt fyrirliggjandi tillögum að gjaldskrám vatnsveitu, fráveitu og sorphirðu. Lagt er til að fjöldi gjalddaga verði áfram 10.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda 2020 og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum framlagða tillögu að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda 2020.

16.Tillaga að álagningu útsvars 2020.

Málsnúmer 201910115Vakta málsnúmer

Á 927. fundi byggðaráðs þann 21. nóvember 2019 var eftirfarandi til umfjöllunar og samþykkt:
"Tillaga um álagningu útsvars fyrir árið 2020. Lagt er til að útsvarsprósentan verði óbreytt á milli ára, hámarksútsvar, 14,52%.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að álagningu útsvars fyrir árið 2020 og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að útsvarsprósentan verði óbreytt á milli ára, 14,52%.

17.Starfs- og fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023

Málsnúmer 201905027Vakta málsnúmer

Á 317. fundi sveitarstjórnar þann 31. október 2019 var tillaga að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023 tekin til fyrri umræðu. Sveitarstjórn samþykkti samhljóða með 7 atkvæðum að vísa áætluninni til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn.

Til máls tók;
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu breytingum á milli umræðna og helstu niðurstöðum. Einnig fór hún yfir helstu forsendur, framkvæmdir og lykiltölur í fjárhagsáætlun 2020 sem og þriggja ára fjárhagsáætlun 2021-2023. Þá færði hún samstarfsfólki í sveitarstjórn þakkir fyrir gott samstarf og starfsfólki fyrir mjög góð störf við vinnu við fjárhagsáætlun.

2020:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B-hluta kr 105.046.000 jákvætt.
Rekstrarniðurstaða Aðalsjóð kr 755.000 jákvætt.
Rekstrarniðurstaða Eignasjóðs kr 92.814.000 jákvætt.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta, kr 351.588.000.
Áætluð lántaka kr 30.000.000.
Veltufé frá rekstri kr 366.059.000.
Veltufjárhlutfall 1,07

2021:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B-hluta kr 132.171.000 jákvætt.
Rekstrarniðurstaða Aðalsjóð kr 14.681.000 jákvætt.
Rekstrarniðurstaða Eignasjóðs kr 94.050.000 jákvætt.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta, kr 268.000.000.
Áætluð lántaka 0 kr
Veltufé frá rekstri kr 399.976.000.

2022:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B-hluta kr 129.109.000 jákvætt.
Rekstrarniðurstaða Aðalsjóð kr 15.816.000 jákvætt.
Rekstrarniðurstaða Eignasjóðs kr 91.977.000 jákvætt.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta, kr 275.500.000.
Áætluð lántaka kr 50.000.000.
Veltufé frá rekstri kr 406.718.000.

2023:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B-hluta kr 118.299.000 jákvætt.
Rekstrarniðurstaða Aðalsjóð kr 13.906.000 jákvætt.
Rekstrarniðurstaða Eignasjóðs kr 94.320.000 jákvætt.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta, kr 349.500.000.
Áætluð lántaka kr 50.000.000.
Veltufé frá rekstri kr 407.547.000.

Einnig tóku til máls:
Gunnþór E. Gunnþórsson sem tók undir þakkir til samstarfsfólks í sveitarstjórn og starfsfólks sveitarfélagsins.
Guðmundur St. Jónsson sem m.a. þakkaði kærlega öllum sem komu að vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
Sveitarstjórn færir starfsmönnum, stjórnendum og byggðaráði bestu þakkir fyrir vinnuna að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023.

18.Frá skólastjóra Dalvíkurskóla; beiðni um viðauka vegna veikindalauna

Málsnúmer 201910155Vakta málsnúmer

Á 927. fundi byggðaráðs þann 21. nóvember 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, beiðni um viðauka til að mæta langtímaveikindum við skólann.
Óskað er eftir viðauka að fjárhæð 2.220.420 kr við deild 04210 og er óskað eftir að mæta honum með lækkun á handbæru fé.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 33/2019 að upphæð kr. 2.220.420 við deild 04210 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 33/2019.

19.Tilnefningar í stjórn nýrra samtaka atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Eyþingssvæðinu.

Málsnúmer 201911097Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dagsett 20. nóvember 2019 frá formönnum stjórna Eyþings, AFE og AÞ þar sem óskað er eftir tilnefningum sveitarfélaga á Norðurlandi eystra á fulltrúum í stjórn nýrra samtaka atvinnuþróunar og sveitarfélaga á svæðinu.

Óskað er eftir því að tilnefningarnar berist fyrir 25. nóvember nk.

Skv. samþykktum hins nýja félags tilnefna Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð saman einn stjórnarmann. Fyrir liggur samkomulag um að aðalmaður verði tilnefndur frá Fjallabyggð en varamaður frá Dalvíkurbyggð.

Til máls tók Katrín Sigurjónsdóttir sem greindi frá því að aðalmaður frá Fjallabyggð verður Helga Helgadóttir og gaf kost á sér til að sitja í varastjórn hins nýja félags.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að varamaður í stjórn nýrra samtaka atvinnuþróunar og sveitarfélaga á svæðinu verði Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri.

20.Fundargerðir stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses

Málsnúmer 201802005Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses.
nr. 42 frá 30. október 2019
nr. 43 frá 31. október 2019
nr. 44 frá 13. nóvember 2019
nr. 45 frá 15. nóvember 2019

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

21.Sveitarstjórn - 317

Málsnúmer 1910008FVakta málsnúmer

Fundargerð 317. fundar sveitarstjórnar frá 31. október 2019 lögð fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson forseti
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson varamaður
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri