Fasteignaálagning 2020

Málsnúmer 201911023

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 927. fundur - 21.11.2019

Sveitarstjóri kynnti og lagði fram tillögu að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda fyrir árið 2020. Lagt er til að álagningarprósenta fasteignaskatts verði óbreytt á milli ára en álagningarprósenta lóðarleigu íbúðahúsnæðis lækki úr 1,28% í 1,0% af fasteignamati lóðar. Álagning fasteignagjalda verði samkvæmt fyrirliggjandi tillögum að gjaldskrám vatnsveitu, fráveitu og sorphirðu. Lagt er til að fjöldi gjalddaga verði áfram 10.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda 2020 og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 318. fundur - 29.11.2019

Á 927. fundi byggðaráðs þann 21. nóvember 2019 var eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjóri kynnti og lagði fram tillögu að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda fyrir árið 2020. Lagt er til að álagningarprósenta fasteignaskatts verði óbreytt á milli ára en álagningarprósenta lóðarleigu íbúðahúsnæðis lækki úr 1,28% í 1,0% af fasteignamati lóðar. Álagning fasteignagjalda verði samkvæmt fyrirliggjandi tillögum að gjaldskrám vatnsveitu, fráveitu og sorphirðu. Lagt er til að fjöldi gjalddaga verði áfram 10.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda 2020 og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum framlagða tillögu að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda 2020.