Atvinnumála- og kynningarráð

48. fundur 08. nóvember 2019 kl. 08:15 - 10:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
 • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
 • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
 • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
 • Júlíus Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
 • Íris Hauksdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir Þjónustu- og upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Samráðsgátt stjórnvalda vegna sóknaráætlunar 2020-2024

Málsnúmer 201908055Vakta málsnúmer

Drög að sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024 er nú kynnt í samráðsgátt stjórnvalda og verður opið fyrir athugasemdir og ábendingar til og með 10. nóvember næstkomandi. Samráðið við mótun nýrrar sóknaráætlunar átti sér stað í þremur fösum. Fyrst fundaði fulltrúaráð Eyþings um þá framtíðarsýn sem sóknaráætlunin átti að endurspegla. Í september var síðan efnt til stórfundar, sem yfir 100 manns sóttu, og var markmiðum og aðgerðum forgangsraðað og þau tengd við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Í kjölfarið var unnið með helstu stefnuþætti, innan atvinnu- og nýsköpunar, menningarmála og umhverfismála, sem fram komu á fundunum og unnin drög að mælanlegum markmiðum og helstu áherslum. Sú stefna sem sett er fram ásamt tilheyrandi áherslum er grundvöllur að allri vinnu að sóknaráætlun Norðurlands eystra. Þannig mun m.a. starfsemi og áherslur Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra byggja á henni eins og kveðið er á um í samningi um sóknaráætlun. Sömuleiðis byggja áhersluverkefni landshlutans á þessari stefnu.
Atvinnumála- og kynningarráð Dalvíkurbyggðar fagnar þeim markmiðum sem nefnd eru í sóknaráætluninni. Með skilvirkni, fjármagni og ákveðni ætti að vera hægt að framfylgja þeim faglega og vel.

Ráðið vill ítreka mikilvægi þess að skólar svæðisins bjóði upp á menntun í takt við atvinnulífið. Tækniiðnaði fleytir hratt fram og hefur ráðið áhyggjur af því að brátt verði vöntun á tæknimenntuðum einstaklingum. Á svæðinu eru mörg sóknartækifæri.

Náist að framfylgja markmiðum um nýsköpun og þróun sem nefnd er í áætluninni verður ekki annað séð en að það sé afar jákvætt fyrir svæðið í heild.

2.Erindi til sveitarstjórnar - Flugklasinn Air 66N

Málsnúmer 201905172Vakta málsnúmer

Á 909. fundi Byggðaráðs var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi til sveitarstjórnar dags 31.05.2019 frá Hjalta Þórarinssyni Markaðsstofu Norðurlands f.h. Flugklasans Air 66N. Markmið klasans er að koma á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll allt árið um kring til framtíðar. Klasinn var stofnaður árið 2011 og síðan þá hefur mikið starf verið unnið til þess að búa í haginn og byggja upp svæðið til þess að taka á móti flugi beint til Norðurlands.
Óskað er eftir framlagi til Flugklasans frá sveitarfélaginu sem nemur 300 kr á hvern íbúa á ári í 3 ár (2020-2023).

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til Atvinnumála-og kynningarráðs.
Atvinnumála- og kynningaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að veitt verði það framlag sem óskað er eftir frá Flugklasanum 66 N og vísar málinu áfram til afgreiðslu byggðarráðs.

Atvinnumála- og kynningaráð vill koma á framfæri mikilvægi áframhaldandi uppbyggingar á Akureyrarflugvelli til framtíðar. Uppbygging verði til mikilla hagsbóta fyrir svæðið í heild.3.Skýrsla flugklasans Air 66N

Málsnúmer 201803105Vakta málsnúmer

Farið yfir innsenda skýrslu frá Markaðsstofu Norðurlands um starf Flugklasans Air 66N síðustu mánuði.

Undir sama lið fer formaður atvinnumála- og kynningarráðs yfir punkta frá ´Flug til framtíðar´ ? málþingi og vinnustofu um millilandaflug sem haldin var í Hofi á Akureyri 15. október sl.
Skýrsla flugklasans lögð fram til kynningar fyrir ráðið.
Formaður fór síðan yfir punkta sína frá málþinginu en hann sótti þingið fyrir hönd Atvinnumála- og kynningarráðs.

4.Samstarfstækifæri í Póllandi í gegnum EES uppbyggingarsjóðinn.

Málsnúmer 201910023Vakta málsnúmer

Á 923. fundi Byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsettur 20. september 2019 þar sem fram kemur að samkvæmt stefnumörkun kjörtímabilsins á sambandið að vinna að því að sveitarfélög geti nýtt sér samstarfstækifæri í gegnum EES-uppbyggingarsjóðinn.

Pólland er eitt áhugaverðasta samstarfslandið. Bæði vegna þess að það er stærsta styrkþegalandið og vegna þess að í íslenskum sveitarfélögum búa margir íbúar af pólskum uppruna. Hvatt er til þess að sveitarfélög kynni sér samstarfsmöguleika og tækifæri í gegnum sjóðinn.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til atvinnumála- og kynningarráðs.
Atvinnumála- og kynningarráð kynnir sér samstarfsmöguleika og tækifæri sem gefast í gegnum sjóðinn fyrir næsta umsóknarár en umsóknarfrestur þessa árs er þegar liðinn.

5.Atvinnustefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201405182Vakta málsnúmer

Á 46. fundi Atvinnumála- og kynningarráðs þann 4. september 2019 var farið yfir aðgerðaáætlun Atvinnustefnu Dalvíkurbyggðar og var m.a. eftirfarandi bókað:
"Þjónustu- og upplýsingafulltrúa falið að byrja vinnu við nýja atvinnulífskönnun og könnun um ímynd Dalvíkurbyggðar og leggja uppkast fyrir ráðið á næsta fundi."

Þjónustu- og upplýsingafulltrúi fór yfir atvinnulífskönnunina 2019 með ráðinu. Stefnt er á að senda hana út til fyrirtækja og félaga í síðasta lagi 8. nóvember.

Þá fór þjónustu- og upplýsingafulltrúi einnig yfir könnun um ímynd Dalvíkurbyggðar sem stefnt er á að senda út seinnipartinn í nóvember.
Þjónustu- og upplýsingafulltrúi fór yfir kannanirnar á fundinum.
Ákveðið var að senda atvinnulífskönnunina út eftir helgi, 11. nóvember. Frestur til að svara könnuninni ákveðinn tvær vikur og síðasti dagur því 25. nóvember.
Könnun um ímynd Dalvíkurbyggðar verður send út 25. nóvember og frestur til að svara henni verður 31. des 2019.

6.Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar.Endurskoðun

Málsnúmer 201907016Vakta málsnúmer

Uppfært erindisbréf atvinnumála- og kynningarráðs lagt fram.
Atvinnumála- og kynningarráð gerir ekki athugasemdir við erindisbréfið og er það samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

7.Fundargerðir stjórnar 2019

Málsnúmer 201904003Vakta málsnúmer

Fundargerðir Atvinnuþróunarfélags Eyjafarðar nr. 238 og 239 lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 10:45.

Nefndarmenn
 • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
 • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
 • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
 • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
 • Júlíus Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
 • Íris Hauksdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir Þjónustu- og upplýsingafulltrúi