Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927

Málsnúmer 1910015F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 318. fundur - 29.11.2019

Til afgreiðslu:
8. liður
9. liður

Liðir 1, 3, 4, 5, 6 og 7 eru sér liðir á dagskrá.
  • Íris Hauksdóttir, þjón. og uppl.fulltrúi kom á fundinn kl. 11:15 og fór yfir vinnu við ný skipurit Dalvíkurbyggðar vegna endurskoðunar samþykkta og vinnu við jafnlaunavottun.

    Íris vék af fundi kl. 11:30.

    Lögð fram endurskoðuð samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar. Farið var yfir ábendingar frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs Dalvíkurbyggðar, ráðgjafa Projects og lögfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélaga.

    Endurskoðuð erindisbréf allra ráða sveitarfélagsins lögð fram til umræðu og afgreiðslu.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlögð skipurit með þeim athugasemdum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn.

    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum endurskoðaðar samþykktir um stjórn Dalvíkurbyggðar með þeim athugasemdum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til sveitarstjórnar til fyrri umræðu.

    c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlögð erindisbréf með afleiddum breytingum vegna endurskoðunar á samþykktum og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Til umræðu sala eigna vegna fjárhagsáætlunar 2020 og flutnings skammtímavistunar frá Skógarhólum 23a í Lokastíg snemma árs 2020. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927 Byggðaráð vísar umræðunni til vinnuhóps um húsnæðismál sveitarfélagsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .3 201911018 Gjaldskrár 2020
    Teknar til umræðu gjaldskrár sveitarfélagsins vegna ársins 2020 í heild sinni.

    Gjaldskrár Fræðslu- og menningarsviðs:
    Gjaldskrá TÁT
    Gjaldskrár málaflokks 04
    Gjaldskrár málaflokks 05
    Gjaldskrár málaflokks 06

    Lagt er til að gjaldskrár sviðsins hækki um 2,5% á milli ára að undanskildri gjaldskrá skólamatar sem fylgir skv. samningi neysluvísitölu frá 1. ágúst ár hvert. Hvað varðar gjaldskrár málaflokks 06 þá er í grunninn miðað við 2,5% hækkun.

    Gjaldskrár Félagsmálasviðs:

    Gjaldskrár um heimilisþjónustu
    Gjaldskrá um lengda viðveru
    Gjaldskrá um niðurgreiðslu dagmóðurgjalda
    Gjaldskrá um akstursþjónustu

    Lagt er til að allar gjaldskrár félagsmálasviðs hækki um 2,5% á milli ára.

    Gjaldskrár Umhverfis- og tæknisviðs:

    Lagt er til að allar gjaldskrár Umhverfis- og tæknisviðs hækki um 2,5% nema gjaldskrá fyrir kattahald sem lagt er til að haldist óbreytt og gjaldskrá sorphirðu sem taki mið af nýrri gjaldskrár Norðurár bs vegna urðunarkostnaðar í Stekkjarvík sem tekur gildi um næstu áramót.

    Gjaldskrár Veitu- og hafnasviðs:

    Gjaldskrá og reglur um útleigu verbúða - lagt er til að gjaldskráin hækki um 2,5% á milli ára.
    Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar - lagt er til að gjaldskráin hækki um 2,5% á milli ára.
    Gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar - lagt er til að felldar verði á brott sjálfvirkar hækkanir tekjutengdra gjaldskrárliða skv. vísitölu, að öðru leyti standi gjaldskráin óbreytt.
    Gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar - lagt er til að felldar verði á brott sjálfvirkar hækkanir gjaldskrárliða skv. vísitölu, að öðru leyti standi gjaldskráin óbreytt.

    Til umræðu ofangreint.




    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlagðar gjaldskrár sviða eins og þær eru lagðar fyrir. Þar sem gjaldskrár eru tengdar vísitölu verði ný viðmiðunardagsetning 1. september 2019. Sjálfvirkar hækkanir gjaldskrárliða skv. vísitölu verði felldar út úr gjaldskrám sveitarfélagsins.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa gjaldskránum í heild sinni til samþykktar í sveitarstjórn með breytingum samkvæmt ofangreindum athugasemdum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Sveitarstjóri kynnti og lagði fram tillögu að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda fyrir árið 2020. Lagt er til að álagningarprósenta fasteignaskatts verði óbreytt á milli ára en álagningarprósenta lóðarleigu íbúðahúsnæðis lækki úr 1,28% í 1,0% af fasteignamati lóðar. Álagning fasteignagjalda verði samkvæmt fyrirliggjandi tillögum að gjaldskrám vatnsveitu, fráveitu og sorphirðu. Lagt er til að fjöldi gjalddaga verði áfram 10.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda 2020 og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Með fundarboði fylgdi tillaga um álagningu útsvars fyrir árið 2020. Lagt er til að útsvarsprósentan verði óbreytt á milli ára, hámarksútsvar, 14,52% Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að álagningu útsvars fyrir árið 2020 og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Fjárhagsáætlun og þriggja ára áætlun vísað til byggðaráðs á milli umræðna.

    Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kom inn á fundinn kl. 13:09 undir umræðu um fjárfestingar íþróttafélaga.

    Guðmundur St.Jónsson vék af fundi kl. 13:09 undir umræðu um fjárfestingar íþróttafélaga vegna vanhæfis.

    Rætt um langtímaáætlun vegna fjárfestingarþarfar íþróttafélaganna.

    Guðmundur St. kom aftur inn á fundinn kl. 13:25.
    Gísli Rúnar vék af fundi kl. 13:30.

    Lagður fram til upplýsinga rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 1. nóvember 2019, um forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda ársins 2020 og fjárhagsáætlana til þriggja ára

    Þorsteinn Björnsson, sviðsstjóri veitu-og hafnasviðs kom inn á fundinn kl. 14:05 undir umræðu um kostnað við vigtarmál við Dalvíkurhöfn.

    Þorsteinn vék af fundi kl. 14:15.

    Tekið fyrir vinnuskjal sveitarstjóra, breytingar á milli umræðna og málin rædd.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa fjárhagsáætluninni til síðari umræðu í sveitarstjórn með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Þórhalla vék af fundi kl. 14:30 vegna annarra starfa.

    Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, beiðni um viðauka til að mæta langtímaveikindum við skólann.
    Óskað er eftir viðauka að fjárhæð 2.220.420 kr við deild 04210 og er óskað eftir að mæta honum með lækkun á handbæru fé.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 33/2019 að upphæð kr. 2.220.420 við deild 04210 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Í fjárhagsáætlun 2019 er gert ráð fyrir að Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar taki 90 m.kr. lán vegna hafnarframkvæmda við Austurgarð við Dalvíkurhöfn.

    Við Austurgarð er lögð áhersla á endurnýjanlega orku og orkunýtni með öflugum rafmagnstengingum og tengingum skipa við heitt vatn til upphitunar.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927 Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að leita eftir láni hjá Lánasjóði sveitarfélaga skv. fjárhagsáætlun 2019 og óska eftir grænu láni vegna þeirra umhverfissjónarmiða sem lögð var áhersla á við uppbyggingu Austurgarðs. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Ríkisskattstjóra, dagsettur 8. nóvember 2019, svar við beiðni frá stjórn Náttúrusetursins á Húsabakka um að fá að slíta félaginu skv. 83. gr. a laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög, svokölluð einföld slit.

    Ekki er talið unnt að beita 83. gr. a. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög við slit á sjálfseignarstofnun í atvinnurekstri sem starfar samkvæmt lögum nr. 33/1999. Talið er að um slit á sjálfseignarstofnun verði að fara eftir 85. gr. laganna og að kjósa þurfi skilanefnd.

    Haft hefur verið samráð við aðra eigendur Náttúrusetursins ses og hafa þeir óskað eftir því að Dalvíkurbyggð leiði þessa vinnu.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að skipa slitanefnd fyrir Náttúrusetrið á Húsabakka ses. Í nefndinni sitji Þorsteinn Þorsteinsson, löggiltur endurskoðandi hjá KPMG og Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 30. október 2019, kynning á bréfi frá Jafnréttisstofu um jafnréttisáætlanir sveitarfélaga.

    Erindið er sent til allra sveitarfélaga ásamt hvatningu um að þau setji sér jafnréttisáætlun.

    Fram kemur að Dalvíkurbyggð er í hópi þeirra 19 sveitarfélaga sem nú þegar hafa skilað fullgildum jafnréttisáætlunum.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga, dagsett 21. október 2019, þar sem farið er fram á afrit af gildum og viðurkenndum persónuskilríkjum fyrir alla kjörna fulltrúa í sveitarstjórn sveitarfélagsins, sveitarstjóra og annarra sem hafa prókúru fyrir sveitarfélagið.
    Þetta er gert á grundvelli nýrra laga nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og því þarf lánasjóðurinn að framkvæma áreiðanleikakönnun á viðskiptamönnum sínum við upphaf viðvarandi samningssambands auk þess að kanna áreiðanleika núverandi viðskiptamanna.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927 Byggðaráð óskar eftir því að ritari/skjalastjóri safni umbeðnum gögnum og sendi þau til Lánasjóðs sveitarfélaga. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett 13. nóvember 2019, en bréfið varðar gjaldskrár vatnsveitna sveitarfélaga og ólögmæti þess að álögur byggi á sjónarmiðum um arðsemi.

    Farið er fram á að gjaldskrár vatnsveitna verði yfirfarnar þar sem gætt er að framangreindum sjónarmiðum og erindinu svarað eigi síðar en föstudaginn 13. desember nk.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927 Byggðaráð felur sviðsstjóra veitu- og hafnaráðs að svara erindinu fyrir 13. desember nk. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Capacent til sveitarstjórna, móttekið 25. október 2019. Í því er óskað eftir fundi með sameiningarnefnd/sveitarstjórnum til að kynna þá aðstoð sem Capacent getur veitt til að aðstoða við undirbúning sameiningar sveitarfélaga. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927 Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að svara erindinu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Þjóðskrá Íslands, dagsettur 6. nóvember 2019, þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á breytingum á póstnúmerum sem tóku gildi 1. október sl.

    Sveitarfélög eru hvött til að kynna sér þá breyttu tilhögun póstnúmera sem nú þegar hefur tekið gildi.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umfjöllunar drög að fimmtán ára samgönguáætlun 2020-2034 og fimm ára aðgerðaáætlun 2020-2024, mál nr. 257/2019.

    Ofangreind drög að stefnu í samgöngumálum var í samráðsgátt stjórnvalda 17.-31. október og samþykkti sveitarstjórn á fundi sínum þann 31. október umsögn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar sem var send inn þann sama dag.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá nefndasviði Alþingis, dagsett 4. nóvember 2019, en umhverfis- og samgöngunefnd hefur til umsagnar í samráðsgátt frumvarp til laga um um breytingu á sveitarstjórnarlögum,nr. 138/2011 (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 66. mál.

    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 18. nóvember nk.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur 6. nóvember 2019, en Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um ávana- og fíkniefni (neyslurými), 328. mál.

    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 27. nóvember nk.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur 11. nóvember 2019, en Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta (leyfisveitingar, málsmeðferð, endurupptaka o.fl.), 317. mál.

    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2. desember nk.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur 14. nóvember 2019, en Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, 319. mál.

    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 5. desember nk.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði alþingis, dagsettur 14. nóvember 2019, en Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar almennar íbúðir (hækkun tekju- og eignamarka leigjenda,sérstakt byggðaframlag, veðsetningu), 320. mál.

    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 3. desember nk.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur 18. nóvember 2019, en Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um lyfjalög (lausasölulyf), 266. mál.

    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2. desember nk.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til kynningar fundargerð 875. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. október 2019. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 927 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.