Umhverfisráð - 329

Málsnúmer 1911005F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 318. fundur - 29.11.2019

Til afgreiðslu:
2. liður.
3. liður.
10. liður.
11. liður.

Liðir 6 og 7 eru afgreiddir í sér liðum á dagskrá.
  • Lögð fram til kynningar drög að útboðsgögnum fyrir snjómokstur 2020-2023.
    Undir þessum lið kom inn á fund ráðsins kl. 13:17 Steinþór Björnsson deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar.
    Umhverfisráð - 329 Umhverfisráð samþykkir framlögð drög og óskar eftir útboðsgögnum í fernu lagi fyrir næsta fund ráðsins.
    1. Dalvík gatnakerfi og gangstéttir við götur
    2. Dalvík göngustígar utan gatnakerfis
    3. Árskógssandur og Hauganes
    4. Svarfaðar-og Skíðadalur.


    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til afgreiðslu tillaga að breytingu á viðmiðunarreglum snjómoksturs. Umhverfisráð - 329 Umhverfisráð samþykkir framlagðar viðmiðunarreglur fyrir snjómokstur með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Með innsendu erindi dags. 1. október 2019 óskar UST eftir tilnefningu Dalvíkurbyggðar á fulltrúa í samstarfshóp vegna gerðar stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Friðland Svarfdæla. Umhverfisráð - 329 Steinþór Björnsson vék af fundi kl. 14:20

    Umhverfisráð tilnefnir Steinþór Björnsson deildarstjóra eigna- og framkvæmdadeildar sem fulltrúa Dalvíkurbyggðar.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Til umræðu gögn vegna mögulegrar yfirtöku sveitarfélagsins á götulýsingu í Dalvíkurbyggð Umhverfisráð - 329 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lögð fram til kynningar drög að breytingu á reglugerð um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð um framkvæmdaleyfi sem birt hafa verið í Samráðsgátt.
    Umsagnarferlið stendur til 15. nóvember nk.
    Umhverfisráð - 329 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu og afgreiðslu gjaldskrá sorphirðu 2020 Umhverfisráð - 329 Umhverfisráð leggur til að gjaldskrá sorphirðu hækki um 2,5% líkt og aðrar gjalsdskrár.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er afgreitt í sér lið á dagskrá.
  • Lagt fram uppfært erindisbréf fyrir umhverfisráð Umhverfisráð - 329 Snæþór Vernhardsson vék af fundi kl. 14:57
    Umhverfisráð samþykkir erindisbréfið með þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum.
    Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er afgreitt í sér lið á dagskrá.
  • Lagt fram til kynningar erindi frá Umhverfisstofnun dags. 16. október 2019 þar sem bent er á útgáfu ársskýslu um loftgæði ásamt fylgigögnum. Umhverfisráð - 329 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 16. október 2019 ósk þau Anna Kristín Guðmundsdóttir og Einar Dan eftir aðkomu sveitarfélagsins að viðgerðum á timburvegg við norðuhlið lóðarinnar við Hringtún 5, Dalvík. Umhverfisráð - 329 Umhverfisráð felur svisstjóra að ræða við eigendur Hringtúns 5 fyrir næsta fund ráðsins.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til afgreiðslu framkvæmdarleyfi vegna göngubrúar í Friðlandi Svarfdæla. Umhverfisráð - 329 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir og felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdarleyfi.
    Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Lögð fram tillaga að breytingu á svæðisskipulagi Eyjafjarðar ásamt umhverfisskýrslu.
    Einnig lögð fram fundargerð 4 fundar frá 7. nóvember 2019
    Umhverfisráð - 329 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn og leggur til við sveitarstjórn að tillagan um breytingu á svæðisskipulagi ásamt umhverfisskýrslu verði auglýst.
    Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.