Íþrótta- og æskulýðsráð

114. fundur 05. nóvember 2019 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Þórunn Andrésdóttir formaður
 • Gunnar Eiríksson aðalmaður
 • Magni Þór Óskarsson aðalmaður
 • Eydís Arna Hilmarsdóttir aðalmaður
 • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
 • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
 • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá
Jóhann Már Kristinsson boðaði forföll og Sigríður Jódís Gunnarsdóttir mætti sem varamaður í hans stað.

1.Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar.Endurskoðun

Málsnúmer 201907016Vakta málsnúmer

Lagt fram uppfært erindisbréf fyrir íþrótta- og æskulýðsráð.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir erindisbréfið með þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum.

2.Samningar við íþróttafélög 2020-2023

Málsnúmer 201901024Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að grunni að samningum við íþróttafélög í Dalvíkurbyggð fyrir árin 2020-2023.
Íþrótta- og æskulýðsráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að klára samningsdrögin fyrir hvert félag miðað við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund ráðsins.
Stefnt er að því að skrifa undir samninga við félögin þegar kjör á íþróttamanni ársins fer fram í janúar.

3.Uppsögn á starfi

Málsnúmer 201910046Vakta málsnúmer

Hallgrímur Ingi Vignisson hefur sagt starfi sínu lausu við íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar.
Búið er að auglýsa starfið og umsóknarferli í gangi. Gert er ráð fyrir að nýr starfsmaður hefji störf á nýju ári.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
 • Þórunn Andrésdóttir formaður
 • Gunnar Eiríksson aðalmaður
 • Magni Þór Óskarsson aðalmaður
 • Eydís Arna Hilmarsdóttir aðalmaður
 • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
 • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
 • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi